Dagur


Dagur - 21.03.1992, Qupperneq 9

Dagur - 21.03.1992, Qupperneq 9
Fréttaviðtalið Laugardagur 21. mars 1992 - DAGUR - 9 55 Framtíð Melgerðismela er óbreytt - rætt við Hólmgeir Valdemarsson hestamann á Akureyri 44 Eyfirskir hestamenn hafa lýst því yfir að þeir séu sárir út í skagfirska hestamenn vegna ákvörðunar þess efnis að Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna ’93 verði haldið á Vindheimamelum, en ekki Melgerðismelum. Sumir vilja jafnvel meina að með þessu hafi Melgerðismelum, sem mótasvæði, verið veitt náðar- höggið. í tilefni þessa hafði Dagur samband við Hólmgeir Valdemarsson, hestamann á Akureyri, sem átt hefur þátt í uppbyggingu Melgerðismela frá upphafi. Árið 1974 tóku eyfirskir hesta- menn þá ákvörðun, að byggja upp gott svæði til mótahalds á Melgerðismelum þar sem ákveð- ið hafði verið að Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna árið 1976 skyldi haldið í Eyjafirði. Framkvæmdir hófust ’75 og ári síðar var fjórðungsmótið haldið á hinu nýja svæði. Allar götur síð- an hafa hestamannafélögin þrjú sem að svæðinu standa: Funi, Léttir og Þráinn, unnið að mark- vissri uppbyggingu þess. „Þær kröfur sem gerðar eru til mótssvæðis hafa verið að aukast í gegnum árin. Samfara því hefur verið prjónað við aðstöðuna á Melgerðismelum og óhætt er að segja að búið sé að kasta tugum milljóna til framkvæmda á svæð- inu fyrir utan alla þá sjálfboða- vinnu sem þar hefur verið unnin. Ég vil meina að í dag sé aðstaða þarna litlu síðri en aðstaðan á Vindheimamelum, nema að sjálf- sögðu líðum við fyrir að hafa ekki fengið landsmót til okkar.“ Tíu þúsund manna mótssvæði Árlega eru haldin innanhéraðs- mót og kynbótasýningar á Mel- gerðismelum og segir Hólmgeir að jafnvel standi til að í fram- haldi af vetrarleikum þeim, sem verið hafa undanfarin ár á Akur- eyri, verði haldnir sumarleikar á komandi sumri. Á sumarleikum yrði slegið saman alvöru og gamni og þeir haldnir í tengslum við árlega kynbótasýningu sem verið hefur í júnímánuði. „Undanfarin fjögur ár höfum við plantað út fleiri þúsund trjá- plöntum á Melgerðismelum og munum halda því áfram til að gera staðinn skjólsælli. Sýninga- velli á neðra svæðinu þarf að hækka í framtíðinni, en annars er aðstaðan nokkuð hliðstæð aðstöðu á Vindheimamelum. Við getum leikandi tekið á móti tíu þúsund manns og allir möguleik- ar eru fyrir hendi til að gera þarna sömu góðu hlutina og gerðir hafa verið á stórmótum í Skagafirði. Landsmót höfum við aftur á móti aldrei fengið, en.það er eitt af því sem Vindheimamel- ar hafa notið, því þar hafa verið haldin þrjú Landsmót. Við erum samt alltaf að reyna að sanna okkur til að fá landsmót, því slíkt er bæði mikil auglýsing fyrir stað- inn sjálfan auk þess sem þau flýta fyrir uppbyggingu. Á venjulegu fjórðungsmóti eru raunseldir aðgöngumiðar nefnilega ekki nema um tvö þúsund, en á lands- móti um átta þúsund og á því er náttúrlega reginmunur." Búnir að kosta “PPbyggingu Mikið hefur verið rætt um það síðustu árin af hestamönnum hvað landsmótsstaðir eigi að vera margir á landinu. Þrátt fyrir að málið hafi verið tekið fyrir á þingum Landssambands hestam- anna hefur engin niðurstaða fengist. Sumar hallast að því að landsmótsstaðir eigi einungis að vera tveir, en aðrir vilja hafa þá fleiri. „Þetta er búið að ræða mikið og tónninn hefur verið sá að stað- irnir eigi að vera fleiri en tveir og í dag er búið að byggja þrjá staði á landinu það vel upp að þeir eru í stakk búnir til að taka á móti landsmóti. Þetta eru: Melgerðis- melar, Gaddstaðaflatir og Vind- heimamelar. Einnig hefur aðstaða í Reykjavík verið byggð mikið upp síðustu árin og borgin því komið inn í umræðuna sem fjórði landsmótsstaður. Tveir þessara staða eru samt á Norðurlandi og það er meginástæðan fyrir þeim ríg sem hefur ríkt í fjórðungnum síðustu árin. Þrátt fyrir umræðu um að nota alla þessa staði sýnist mér samt að verið sé að reyna að koma þvf í gegn að landsmótsstaðirnir verði bara tveir. Auðvitað er hár- rétt að uppbygging svæða kostar „Ég vil meina að í dag sé aðstaðan á Melgerðismelum litlu síðri en aðstaðan á Vindheimamelum,“ segir Hólmgeir Valdemarsson, sem hér stendur við gæðinginn sinn Jörva. Mynd: Goiií alltof mikla peninga miðað við að stórmót séu haldin sextánda hvert ár á hverjum stað. Það sem við Eyfirðingar höfum verið að reyna að koma á framfæri er hins vegar það, að við erum búnir að eyða peningum í uppbyggingu á svæði sem getur leikandi tekið á móti tíu þúsund manns. Þess vegna þótti okkur sárt að sjá á eftir landsmótinu árið 1990 og þess vegna þykir okkur sárt að fá ekki að halda fjórðungsmótið á næsta ári.“ Reisninni skal haldið Hólmgeir vill meina að framtíð Melgerðismela sé óbreytt og ákvörðun um að halda næsta fjórðungsmót á Vindheimamel- um þjappi Eyfirðingum bara bet- ur saman. „Stórmót veita mótssvæðum peninga og ekki hvað síst góða auglýsingu. Þess vegna þykir okkur auðvitað illt að fá ekki fjórðungsmótið á næsta ári, en við erum búnir að leggja mikið í Melgerðismela og ætlum okkur að halda þeirri reisn sem staður- inn hefur hlotið. Og þó svona hafi farið með fjórðungsmótið erum við því ekki á þeim buxun- um að gefast upp, en hvað varðar ákvörðun um að bjóða í næsta landsmót á Norðurlandi sem haldið verður 1998 er erfitt að segja til um núna. Væntanlega verða mannaskipti á þeim sex árum sem þangað til eru og tím- inn mun því leiða í ljós hvort landsmót árið 1998 verður haldið á Melgerðismclum." SBG Hvar á að gista í Reykjavík ? Auðvitað á j Þar er stutt í verslanir og þjónustu / Par eru einhver stærstu herbergi sem þekkjast í hótelum j Par eru stór baðherbergi, bæði með sturtu og baðkeri j Par eru rúmin stærst og breiðust j Þar eru herbergin hönnuð fyrir fjölskyldufólk j Par er ekkert aukagjald fyrir börnin j Par þarf ekki að rýma herbergin á hádegi á sunnudögum j Par starfar fagfólk á öllum sviðum þjónustunnar og tekur vel á móti þér / Par eru gæðin og kröfurnar samkvæmt alþjóðlegum staðli stærstu hótelkeðju heims / Þar er barnagæsla ef óskað er / Þaðan er stutt I Laugardalinn með ókeyþis aðgangi að sundlauginni, húsdýragarðinum og skautasvellinu Eins manns herbergi kr. 3.400.- Tveggja manna herbergi kr. 4.700.- Morgunverður innifalinn í verði. Það er engin spurning! »/ <■ Sigtúni 38, simi 91-689000 Fax: 91-680675 íslenskt hótel með alþjóðlegan blæ VERTU MEÐ I HAPPALEIK HOLIDAY IIMN OG BYLGJUNNAR Happaleikur Holiday Inn Glæsilegur vinningur: Helgarferð til Reykjavíkur fyrir alla fjölskylduna, - flug, bíll, gisting, veislumatur! Holiday Inn, Bílaleiga Akureyrar og íslandsflug bjóða vinningshöfum I helgarferð til Reykjavíkur, - gistingu á Holiday Inn fyrir alla fjölskylduna, máltlð á Setrinu og bllaleigubll meðan dvalið er í höfuðborginni. Það eina sem þarf að gera er að svara þessum spurningum (krossið við réttu svörin) og senda til Bylgjunnar, Lynghálsi 5, 110 Reykjavík, merkt "Happaleikur Holiday Inn". Dregið verður 31. mars í beinni útsendingu á Bylgjunni . 1. Hjón með tvö börn gista á Holiday Inn eina helgi. Hvað kostar gistingin fyrir börnin? □ 0 krónur CD 1.525 krónur □ 3.250 krónur Sendandi:___________________________________ Heimilisfang:_______________________________ Póstnr. ------------------------------------ Sími:_______________________________________ 2. Peir sem gista á Holiday Inn njóta sérstakra kjara þegar þeir fara I Laugardalslaugina, húsdýragarðinn eða á skautasvellið. Peir... □ fá afslátt □ fá ókeypis inn □ þurfa að borga meira en aðrir

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.