Dagur - 21.03.1992, Side 19

Dagur - 21.03.1992, Side 19
Laugardagur 21. mars 1992 - DAGUR - 19 Sigling tif frægðar og frama Poppskrifari Dags var lengi vel einn af þeim fjölmörgu íslending- um sem lítt eða ekki hafa kunnað að meta verk Sykurmolanna. Reyndar varð hann hrifinn af fyrsta laginu sem hann heyrði með hljómsveitinni og er það enn, laginu Köttur og líka af öðru laginu Afmæli, en síðan vart söguna meir. Ekki er þó átt við að tónlistin hafi verið léleg að mati poppskrifara á þessum tveimur fyrstu plötum Sykurmolanna, Life’s too good og Here today, tomorrow next week, síður en svo. I hreinskilni sagt gekk hon- um bara svo illa að meðtaka tón- listina og vantaði þolinmæði við hlustunina, sem er bráðnauðsyn- leg ef menn ætla að tileinka sér víðsýni í skoðunum og smekk á tónlist. Það þarf nefnilega þó nokkuð mikla þolinmæði til að kryfja tónlist Sykurmolanna í heild til mergjar. Eins og lesendum ætti að vera kunnugt tóku útlendingar, þá sér- staklega Bretar, vel á móti Syk- urmolunum til að byrja með. Life's too good náði inn á toþp 40 og Birthday (afmæli) inn á topp 30. Því virtist framhaldið lofa góðu og var beðið með eftirvænt- ingu eftir arftaka Life’s too good. En eins og lofi var hlaðið á frum- burðinn, þá var Here today, tomorrow next week fundið flest til foráttu og seldist hún illa. Stóðu Sykurmolarnir nú á kross- götum og bjuggust margir við að hljómsveitin myndi hætta. En eins og allir vita nú hafa Molarnir snúið aftur og endurheimt fyrri viðurkenningu og gott betur. Með nýju plötunni Stick around for joy, virðist hljómsveitin vera komin á góða siglingu í átt til frægðar og frama á heimsvísu og keppast gagnrýnendur við að Ijúka lofsyrðum á plötuna. Hún á Sykurmolarnir á framabraut. Ííka allt lof skilið, því ekki aðeins virka lagasmíðarnar á henni ferskar, heldur er hljómsveitin sjálf einfaldlega betri en nokkru sinni fyrr á henni. Erfitt er að taka út einstök lög af plötunni, en auk Hit getur poppskrifari ekki stillt sig um að nefna sérstaklega Vitamin, sem honum hefur verið ofarlega í huga lengi. Er það líkt og Hit undantekning áfyrrnefndri „þolinmæðisþörf” varðandi tón- list Sykurmolanna. Það hittir beint í mark. Ef gefa ætti Stick around for joy einkunn að göml- um og góðum sið fengi hún 9 af 10 mögulegum. Sem sagt klassaplata. Skrautfjaðraskammtanir Líkt og í kvikmynda- og sjón- varpsiðnaöinum, þar sem verð- launaveitingar á borð við Óskar- inn, Felixinn, Gullhnöttinn (Gold- en Globe), Gullþálmann í Cann- es og fleiri, tíðkast, hefur tónlist- ariðnaðurinn líka sínar „seri- móníur" til að skreyta sína full- trúa fyrir vel unnin afrek. Nú á dögunum fóru einmitt fram tvær af merkari uppákomunum af því taginu, Grammyverðlaunin og bresku tónlistarverðlaunin. Var þar að vonum mikið um dýrðir og margar af skærustu stjörnum poppsins saman komnar á báð- um stöðum. Bresku tónlistarverðlaunin, sem afhent voru í Hammersmith Odeon tónleikahöllinni og ná einnig til annarra þjóða tónlist- armanna en breskra, skiþtust m.a. þannig að REM var útnefnd besta alþjóðlega hljómsveitin, Prince besti alþjóðlegi tónlist- armaðurinn og PM Dawn sá efni- legasti af alþjóðlegum toga. Seal hinn þeldökki hlaut þrenn bresk verðlaun, sem besti einstakl- ingurinn, fyrir bestu plötuna og besta myndbandið (þetta gildir að sjálfsögðu fyrir árið 1991). Simply Red og KLF fengu saman verðlaun sem besta hljómsveit, Lisa Stansfield fékk verðlaunin sem besti kventónlistarmaðurinn og Beverley Craven sú efnileg- asta. Loks má svo nefna að Queen fékk verðlaun fyrir besta breska smáskífulagið Thease are the days. Við móttöku á þeim verðlaunum notaöi Brian May gítarleikari Queen tækifærið og tilkynnti um sérstaka minningar- tónleika um Freddy Mercury, sem halda á 20. apríl á Wembley leikvanginum. Mun ágóðinn af tónleikunum renna til baráttunnar gegn eyðni víða um heim. Grammy verðlaunin voru afhent í New York og voru það þær Natalie Cole og Bonnie Raitt sem þar stálu senunni. Fékk Cole samtals fimm verðlaun, m.a. fyrir bestu plötuna og Raitt þrenn. Annars hefur Grammyverölauna- veitingin í ár vakið mikla undrun og hneykslun í tónlistarpressunni og þykir mönnum þar sem geng- ið hafi verið framhjá sjálfsögðum sigurvegurum í nær öllum tilfell- um. T.a.m. vekur það mikla athygli að REM fékk einungis ein minniháttar verðlaun, en fyrir- fram var búist við að hljómsveitin myndi sópa að sér verðlaunum, enda tilnefnd til sjö. Þá þótti það einnig furðu sæta að Van Halen skyldi fá verðlaunin fyrir bestu þlötu þungarokksins, en þar þótti Metallica eiga sigurinn skilinn. En burtséð frá þessu, þá hlutu Seal heiðraður á heimaslóðum. verðlaun m.a. Michael Bolton sem besti poppsöngvarinn, LL Cool J sem besti einstaki rappar- inn og DJ Jazzy Jeff and the Fresh Prince sem besta rapp- hljómsveitin. I FRAMSÓKNARMENN AKUREYRI Bæjarmálafundur Bæjarmálafundur veröur haldinn að Hafnarstræti 90, mánudaginn 23. mars kl. 20.30. Rætt um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar. Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram- sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig varamenn. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. Atvinna Sveitarstjóri Sveitarstjóri óskast til starfa á Kópaskeri til eins árs, þarf að geta hafið störf 1. júlí nk. Umsóknir sendist Öxarfjarðarhreppi, Bakkagötu 10, Kópaskeri. Sveitarstjóri. Heiisugæslustöðin Húsavík Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga við heilsugæslustöðina í Mývatnssveit í júní, júlí og ágúst, eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96- 41333. Óskum eftir að ráða starfskraft til framtíðarstarfa við lagerstörf Nauðsynleg skilyrði eru lyftarapróf og einhver tungumálakunnátta. Upplýsingar um menntun og störf ber að skila til Dags í lokuðu umslagi, merkt „STARF“ fyrir 24. mars. Ferðafélag Akureyrar Starfsmann vantar á skrifstofu félagsins í sumar. Um er að ræða 75% starf. Starfsmaður þarf að hafa þekkingu á landinu, tungumálakunnáttu og geta unnið sjálfstætt. Umsóknir sendist Ferðafélagi Akureyrar, pósthólf 48, 602 Akureyri, fyrir 10. apríl nk. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns og föð- ur okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, fyrrverandi kennara á Núpum. Guð blessi ykkur öll. Kristín Ásmundsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Karlsson, Guðfinna Sigurðardóttir, Magnús Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.