Dagur - 21.03.1992, Síða 20

Dagur - 21.03.1992, Síða 20
Skíðamót íslands: Dalvlk dottin út - alpagreinar líklega í HlíðarQalli Allt útlit er fyrir að Skíðamót íslands 1992 verði haldið á Akureyri og í Ólafsfirði en ekki er nægilegur snjór á Dal- vík til að standa við fyrri áætl- anir um Dalvík og Ölafsfjörð sem mótsstaði. Þá hefur Ungl- ingameistarmótið verið fært frá Siglufirði til ísafjarðar eins og fram hefur komið. Björn Pór Ólafsson hjá Skíða- deild Leifturs í Ólafsfirði sagði í samtali við Dag í gær að á fundi, sem boðað var til í gærkvöld, yrði lagt til að alpagreinarnar færu fram í Hlíðarfjalli ofan Akureyr- ar en keppni í göngu og stökki yrði haldin í Ólafsfirði. Björn Þór bjóst við að þetta fyrirkomu- lag yrði samþykkt. „Við treystum því að þetta verði niðurstaðan. Ef alpagrein- arnar fara lengra í burtu þá mun- um við ekki sækjast eftir því að halda norrænugreinunum. Það er stutt á milli Akureyrar og Ólafs- fjarðar og við teljum þetta ekki óframkvæmanlegt," sagði Björn Þór. Hann sagði að aðstæður fyrir norrænugreinarnar væru þokka- legar í Ölafsfirði en ekki mætti hlýna mikið. „En það er saga til næsta bæjar að við höfum aldrei opnað lyftu í vetur hér í Ólafs- firði og ástandið er búið að vera svo ömurlegt að það nær ekki nokkurri átt. Fólk áttar sig núna á því að hvað skíðaiðkun hefur verið stór þáttur í uppeldi barna,“ sagði Björn Þór. SS Norðlenskir hestadagar eru nú haldnir í Reiðhöllinni í Reykjavík. Fjöldi sýningaratriða eru á dagskrá. Hestamenn úr Húnavatnssýslum, Þingeyjarsýslum, Skagafirði og Eyjafirði sýna norðlenska gæðinga, en ræktunarstarf norð- lenskra hestamanna er með mikium blóma sem dæmin sanna í Reiðhöllinni í Víðidal. Á myndinni eru unglingar frá Hestamannafélaginu Létti á Akureyri sem taka þátt í sýningunni undir stjórn Kolbrúnar Kristjánsdóttur frá Rauðu- VÍk. Mynd: Árni Bjarna Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Olíufélagið kaupir hlutabréf fvrir 15 miiljónir króna Stjórn Olíufélagsins hf. hefur veitt forstjóra félagsins heimild til aö kaupa hlutabréf í fisk- vinnslu og útgerð á Húsavík fyrir 15 milljónir króna. „Bæjarstjóranum á Húsavík finnst þetta eftir atvikum góð tíð- indi. Á sínum tíma var Olíufélag- inu boðið að kaupa hlutabréf fyr- ir 30 milljónir, og ég held að eftir atvikum séu menn ánægðir með að ná þó þessum árangri," sagði Einar Njálsson, aðspurður um álit bæjarstjóra á fyrirhuguðum hlutabréfakaupum Ólíufélagsins. Tvöföld afmælissýning LA íslandsklukkan eftir Halldór Laxness veröur frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar föstu- daginn 27. mars næstkomandi. Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri, segir tvær forsendur liggja að baki því að Leikfélag Akureyr- ar ákvað að taka íslandsklukk- una til sýninga nú. Annars veg- ar er hún afmælisverkefni félagsins, sem verður 75 ára í apríl, og hins vegar er verið að heiðra höfundinn, en Halldór Laxness verður níræður í sama mánuði. Sunna Borg leikstýrir íslands- klukkunni og gerir leikgerð sem hún byggir á Hyrri leikgerðum íslandsklukkunnar og skáldsög- unni. Leikmynda- og búninga- teiknari er Sigurjón Jóhannsson, - Leikfélagið 75 ára og Laxness níræður stein Bergdal, Marinó Þorsteins- son, Árna Val Viggósson, Þór- dísi Arnljótsdóttur, Eggert Kaaber, Ingrid Jónsdóttur og Agnesi Þorleifsdóttur. SS búningameistari er Freygerður Magnúsdóttir, Jón Hlöðver Áskelsson semur tónlist við verk- ið og ljósahönnuður er Ingvar Björnsson. í þessari tvöföldu afmælissýn- ingu eru 26 hlutverk og ytri umgjörð verður tilkomumikil. Með aðalhlutverk fara Elva Ósk Ólafsdóttir sem leikur Snæfríði íslandssól, Hallmar Sigurðsson sem leikur Arnas Arnæus og Þráinn Karlsson sem leikur Jón Hreggviðsson. Af öðrum leikurum má nefna Sigurð Hallmarsson, Herdísi Birgisdóttur, Felix Bergsson, Valgeir Skagfjörð, Jón Stefán Kristjánsson, Gest Einar Jónas- son, Sigurveigu Jónsdóttur, Guð- laugu Hermannsdóttur, Aðal- Einar sagði að einnig væri ver- ið að ræða við eitt tryggingafélag sem hefði tekið jákvætt í að auka verulega sitt hlutafjárloforð, en það var upp á fjórar milljónir. Endanleg svör tryggingafélagsins liggja ekki fyrir enn. Ef öll hlutafjárloforð ganga eftir og Verkalýðsfélag Húsavík- ur ákveður að leggja fram fimm milljónir, þá telur bæjarstjóri að alls hafi safnast 110 milljónir í auknu fjármagni inn í Fiskiðju- samlagið. Fyrirhugað er að hefja sam- rekstur Fiskiðjusamlags Húsa- víkur og útgerðarfyrirtækjanna íshafs og Höfða að loknum aðal- fundum fyrirtækjanna um næstu mánaðamót. IM íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar: Nýr suncQaugarstjóri íþrótta- og tómstundaráð Akureyrarbæjar hefur sam- þykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að Sigurður Guðmundsson verði ráðinn næsti sundlaugarstjóri við Sundlaug Akureyrar. Auk hans sóttu fjórir um stööuna. Bókun íþrótta- og tómstunda- Ferðamálafélag Austur-Húnvetninga: Ræður ferðamálaMtrúa fmr sumarið L. „ A1.. I'/. IA Oam < f o fA o >1111 ivi ♦> 1 >1A ri'irmoono "''ntlimin n A rfnrfcotvitn ■ rnmn Ferðamálafélag Austur-Hún vetninga hefur ráðið ferða- málafulltrúa til að starfa að ferðamálum í sýslunni á kom- andi sumri. Ætlunin er að við- komandi verði staðsettur í upplýsingamiðstöð á Blöndu- ósi og sinni einnig upplýsinga- miðlun. „Við höfum leitað til sveitar- félaga og annarra hagsmunaaðila ferðamálum til að fjármagna dæmið, en héraðsnefnd neitaði að styrkja ferðamálin nokkuð svo þetta eru meira Pétur og Páll sem styðja að þessari starfsemi þetta árið,“ segir Erlendur Eysteins- son, formaður Ferðamálafélags- ins. Síðasta sumar var fyrsta sumarið sem upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn var starfrækt á IBlönduósi. Að sögn Erlends er að starfsemin i sumar á svipuðum nótum nema ætlunin verði hvað vonir standa til að miðstöð- inni verði komið fyrir í sjálfstæðu húsi hjá tjaldstæðum á Sýslu- mannstúni. Sá sem Ferðamálafélagið hefur ráðið til starfans heitir Heiðar Ingi Svansson og er í vetur nem- andi við Samvinnuháskólann á Bifröst. SBG ráðs verður til afgreiðslu bæjarstjórnarfundi nk. þriðju- dag. Sigurður Guðmundsson er húsasmíðameistari frá Skaga- strönd. Hann hefur unnið mikið að þjálfun og starfað mcð ungu fólki, m.a. viö sumarbúðir U.M.F.Í. Sigurður er nú að Ijúka námi í „fritidspedagog" í Svíþjóð, sem er einskonar æskulýðs- og félagsfræði. Loka- verkefni hans fjallar um rekstur sundlauga- og íþróttamann- virkja. Eins og áður segir sóttu fimm unt stööu sundlaugarstjóra. Einn óskaði nafnleyndar en hinir umsækjendurnir eru Baldvin Sig- urðsson, Markús H. Hávarðar- son og Þorsteinn Þorsteinsson. Markús og Þorsteinn eru starfs- menn Sundlaugar Akureyrar og Þorsteinn hefur veriö settur sundlaugarstjóri undanfarin misseri, eða allt frá því að Hauk- ur Bcrg fékk leyfi frá starfi sund- laugarstjóra. óþh Akureyri: Með fisk í fangi á innbrotsstað Hann hefur trúlcga verið svangur innbrotsþjófurinn sein vaktmenn Sccuritas á Akyreyri gripu á innbrotsst- að í fyrrakvöld. Ránsfengur- inn var væn lúöa. Vaktmenn Securitas komu að manninum þar sem hann hafði brotist inn í frystigeymslu Sláturhúss KEA. Innbrots- þjófurinn, sem var ölvaður, var gripinn með 7 kílóa lúðu í fanginu. Lögregla var kölluð til og maöurinn var færöur til fangageymslu. Málið fær hefð- bundna meðferö fyrir saka- dómi. ój Veðrið: Norðaustan áhlaup um helgina Veðurstofa íslands gerir ráð fyrir kólnandi veðri um allt Norðurland með slyddu í byggð og snjófjúki til fjalla. „Góða veðrið er frá í bili á Norðurlandi. í dag verður austan strekkingur, hitastig um frostmark, slydda eða snjó- koma. Á sunnudag dregur til norðaustanáttar og hann kóln- ar cnn. Snjókoma veröur víð- ast og ófærð á fjallvegum. Þetta áhlaup tekur fljótt af og mánudagurinn veröur strax skárri," sagði talsmaður Veöurstofu íslands. ój Hreppsnefnd EyjaQarðarsveitar: Stoftmð verði ný lands- hlutasamtök Hreppsnefnd Eyjaijaröar- sveitar samþykkti á fundi sínuin á fímmtudag að ganga til stofnunar nýrra landshlutasaintaka sveitar- félaga í Norðurlands- kjördæmi eystra scm komi í stað Fjóröungssainbands Norðlendinga. Eins og frant hefur komið verður cfnt til aukafjórðungs- þings í lok næsta mánaðar til að ræða stofnun tveggja lands- hlutasamtaka á Norðurlandi í stað Fjóröungssambands Norö- lendinga. Verði þetta niður- staðan mun haldið síðasta reglulegt fjórðungsþing í haust cn sambandiö mun starfa út árið. í máli hreppsnefndarmanna í Eyjafjarðarsvcit kom fram skýr vilji til að ganga til stofn- unar nýju samtakanna en jafn- framt lögöu þeir áherslu á að kostnaöi við hin nýju samtök verði stillt í hóf og starfi þeirra verði beint að verkefnum sem komi sveitarfclögunum í kjör- dæminu að gagni. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.