Dagur - 26.03.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 26. mars 1992
Félagsvist
verður í Freyjulundi á morgun,
föstudaginn 27. mars, kl. 21.00
Kaffi og bingó á eftir.
Nefndin.
Tilboð óskast í
rif mannvirkja
Óskum eftir tilboði í að fjarlægja bárujárns-
klædda skemmu ásamt tengibyggingu sem
staðsett er á lóð við Glerá, neðan brúar við
Möl og sand hf. (Fyrrverandi Malar og
steypustöðin.)
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
Fréttir
Áhrif af GATT-samningi á nótum Dunkels:
Hagfrædistofimn H.Í. segir land-
búnaðarafiirðir lækka í verði um 8-25%
Hagfræðistofnun Háskóla
íslands telur að verð á land-
búnaðarvörum sem falla undir
drög að fyrirliggjandi GATT-
samkomulagi muni lækka um
8-25 af hundraði, mismunandi
eftir því hvers konar túlkun
verði ofaná þegar komi að því
að framkvæma samninginn.
Þetta er megin niðurstaða
stofnunarinnar í úttekt hennar
á áhrifum GATT-samnings,
sem gerð var fyrir Neytenda-
félag höfuðborgarsvæðisins og
birt í gær.
Þær vörur sem miðað er við í
úttekt Hagfræðistofnunar H.í.
eru ostur, smjör, mjólkurduft,
neyslumjólk, nautakjöt, svína-
kjöt, kindakjöt, kjúklingar, kart-
öflur, egg og tómatar.
„Miðað við túlkun landbúnað-
arráðuneytis og forsendu um hóf-
söm óbein áhrif innflutnings mun
samanvegin verðlækkun þeirra
vara sem hér eru tilgreindar
nema tæplega 8%. Sé stuðst við
bjartsýnni túlkun á óbeinum
áhrifum innflutnings verður veg-
in verðlækkun um 10%. Sé gert
ráð fyrir að kjöt verði flutt inn
með sama hætti og aðrar land-
búnaðarvörur gæti vegin verð-
lækkun numið um 15%. Sé auk
þess gert ráð fyrir að einkasölu-
réttur mjólkurbúa verði aflagður
og frjáls samkeppni ríki milli
búanna má gera ráð fyrir að veg-
in verðlækkun þessara vöruteg-
unda verði á bilinu 20-25%,“ seg-
ir í niðurstöðum skýrslu Hag-
fræðistofnunar.
Aðeins eru teknar fyrir þær
vörutegundir sem samningurinn
snertir beint en bent er á í skýrsl-
unni að ólíklegt verði að teljast
að verðlagsáhrif samningsins ein-
skoröist við þessar vörur. Verð-
lækkun eins vöruflokks geti haft
áhrif á verðlag annarra vöru-
flokka, geti neytendur notað vör-
ur úr hvorum flokki fyrir sig til að
ná sömu neyslumarkmiðum. „Því
er líklegt að raunveruleg áhrif
samnningsins á matvælaverð
verði umfangsmeiri en rakið er í
skýrslu þessari. Þá er heldur ekki
tekið tillit til þess velferðarávinn-
ings er fellur neytendum í skaut
vegna aukningar á vöruúrvali sem
aukinn innflutningur landbúnað-
arafurða mun hafa í för með
sér,“ segir í skýrslunni. JÓH
Bing Dao á Akureyri:
„Stefiit er að opnun veitinga-
staðaríns fyrir páska“
- segir Snorri Jóhannsson, matreiðslumaður
Stefnt er að opnun nýs veitinga-
staöar í húsnæði því er Veit-
ingahúsið Hlóðir og síðar
Landið Vertshús var rekið í við
Geislagötuna á Akureyri.
Við Geislagötu 7 á Akureyri
stendur Hótel Norðurland. Veit-
ingarekstur í hótelinu hefur verið
í höndum tveggja aðila frá því að
hótelið var opnað, en báðir hafa
beygt af. Nú ætlar Snorri
Jóhannsson, matreiðslumeistari,
að taka við veitingarekstrinum og
unnið er að breytingum á hús-
næði. Stefnt er að opnun staðarins
fyrir páska.
„Bing Dao skal staðurinn
heita, þ.e. ísland á kínversku.
Innréttingar verða að austur-
lenskum hætti og mikil áhersla
verður lögð á góðan austurlensk-
an mat á sanngjörnu verði. Aust-
urlenskir veitingastaðir hafa farið
sigurför um allar áifur og því er
löngu kominn tími til að Akur-
eyringar jafnt sem nærsveita-
menn fái að reyna austurlenska
matagerðarlist á heimaslóð,"
sagði Snorri Jóhannsson, sem
áður hefur unnið sem matreiðslu-
meistari á veitingahúsum í
Reykjavík og á Akureyri. ój
Föstudagur:
(Indir tunglinu
Miðaverð kr. 1.000
Laugardagur:
(Indir tunglinu
Milli kl. 23.30 og 00.00 happy half an hour úr krana
Miðaverð kr. 1.000
LOKSINS á Akureyri - (á viðráðanlegu verði)
„Ekta“ austurlenskur matur (Kína, Tæland, Indland)
Einnig á (Ippanum:
Fimmtudagskvöld:
Happy hour úr krana kl. 21.30-22.30 og
Ingvar Grétarsson
Föstudags- og laugardagskoöld:
fcestvi
Enginn annar en Eyjólfur Kristjánsson
Snyrtilegur klæðnaður
Borðapantanir í síma 24199
Náttúrulækningafélag Akureyrar:
Þrjár breytingar
á stjórninni
-Áslaug Kristj ánsdóttir áfram formaður
Nýkjörin stjórn Náttúrulækn-
ingafélags Akureyrar, hélt sinn
fyrsta stjórnarfund í vikunni og
skipti m.a. með sér verkum.
Eins og komið hefur fram í
Degi, var aðalfundur NLFA
haldinn þann 17. mars sl. og
fór hann fram í Kjarnalundi.
Áslaug Kristjánsdóttir, sem
verið hefur formaður sl. 5 ár, sit-
ur áfram sem formaður en aðrir í
stjórn eru: varaformaður Vil-
hjálmur Ingi Árnason,' ritari
Fanney Kristbjarnardóttir, gjald-
keri Jón Kristinsson og með-
stjórnandi Elín Antonsdóttir. í
varastjórn eru Ragnheiður
Kjærnested og Kristín Aðal-
steinsdóttir.
Þrjár konur gengu úr stjórn-
inni að þessu sinni, þær Ema Indr-
iðadóttir og Rannveig Guðna-
dóttir úr aðalstjórn og Málfríður
Baldursdóttir úr varastjórn. í
þeirra stað komu Elín, Ragn-
heiður og Kristín inn í stjórn.
-KK
Björgunarsveitin Ægir á Grenivík:
Tekur í notkun
nýja félagsaðstöðu
Á laugardaginn verður tekin í
notkun ný félagsaðstaða fyrir
björgunarsveitina Ægi á Greni-
vík. Sveitin hefur fengið hluta
gamla Kaupfélagshússins við
Ægissíðu á Ieigu og í vetur hafa
félagar sveitarinnar unnið að
endurbótum á því.
Vegna þessara tímamóta
verður sveitin með opið hús frá
kl. 14.00 á laugardag í nýju
'aðstöðunni og eru ailir velkomn-
ir. Þar verður búnaður sveitar-
innar til sýnis og einnig verður í
gangi samkeppni um nafn á nýju
aðstöðuna og verður veitt viður-
kenning fyrir það nafn sem notað
verður. Þá verður boðið upp á
kaffiveitingar.
Starfsemi sveitarinnar er alltaf
að eflast og í dag eru rúmlega 50
félagar í Ægi. Núverandi formað-
ur er Ari Laxdal. -KK