Dagur - 26.03.1992, Qupperneq 9
Fimmtudagur 26. mars 1992 - DAGUR - 9
Umræður á Alþingi um að gera Eyjaijörð að miðstöð fræðslu
og rannsókna í sjávarútvegi:
Að skapa deiglu fyrir framfarir
- góðar undirtektir við þingsályktunartillögu átta
þingmanna úr ijórum flokkum
Björn Jónsson
Hrukkur og kvef
En nóg um óbeinar reykingar.
Rannsóknir hafa sýnt að vana-
bundið reykingafólk sem reykt
hefur talsvert lengi er um það bil
jafnhrukkótt og þeir sem eru 15-
20 árum eldri. Það stafar meðal
annars af því að samdráttur verð-
ur í fínæðakerfi húðarinnar og
jafnframt lækkar hitinn í húð-
inni. Reykingar draga úr hæfni
hvítra blóðkorna til að berjast
gegn sjúkdómum og því fær reyk-
ingamaðurinn að jafnaði mun
oftar kvef og aðrar umgangspest-
ir en þeir sem ekki reykja.
Tapaðir vinnudagar
Samkvæmt bandarískri rannsókn
er munurinn á tíðni sjúkdóma
meðal þeirra sem reykja og
þeirra sem ekki reykja, mestur á
aldursbilinu 45-65 hjá körlum og
17-44 ára hjá konum. Það er á
þessum árum sem afkastageta
manna er í hámarki og flest okk-
ar eiga skyldum að gegna sem
foreldrar og fyrirvinnur.
Árið 1979 var það reiknað út í
Bandaríkjunum að 81 milljón
vinnudagar tapist á ári þar í landi
vegna þess hve sígarettureyk-
ingamenn veikjast oftar en aðrir.
Þetta hefur í för með sér gífurlegt
tjón fyrir þjóðfélagið og það gild-
ir hvarvetna þar sem reykingar
eru almennar, einnig hér á landi.
Félagsleg áhrif reykinga
Þá er ógetið áhrifa reykinga sem
frekar má telja félagslegs eðlis.
Flestir kannast við reykstybbuna,
sem er af reykingafólki. Einn
góður maður sem hætti að
reykja, hitti félaga sinn sem er
reykingamaður, í verslun um
þremur vikum seinna. „Það var
eins og að ganga á vegg, hann var
illa þefjandi eins og öskubakki
svo mér varð flökurt. Mér fannst
ótrúlegt til þess að hugsa að
svona hafi ég lyktað þegar ég
reykti.“ Þannig sagðist honum
frá, og margir hafa svipaða sögu
að segja. „Kysstu þann sem ekki
reykir og finndu muninn,“ stend-
ur einhvers staðar. Svo mikið er
víst að reykstybba af fólki er eng-
inn rósailmur. Reykingar eru
sóðaskapur hinn mesti, fátt er
ógeðslegra en hálffullir ösku-
bakkar og reykmengaðar vistar-
verur. Þetta finna menn best þeg-
ar þeir hætta að reykja.
Peningahliðin
Þá skal nefnd peningahlið reyk-
inganna. Reyki maður pakka á
dag, þarf reykingamaðurinn að
punga út tæplega 80 þúsund
krónum á ári fyrir eitrið. En hvað
gerist svo þegar við hættum að
reykja? Fljótlega minnka skað-
legu áhrifin á líkamann. Morgun-
hóstinn hættir á nokkrum
dögum, bragðskynið eykst, lykt-
arskynið verður næmara og þolið
vex. Maður fer að lykta betur,
blóðrásin verður eðlilegri og
betri. Fljótlega eftir að við hætt-
um minnkar þreyta, sem stafar
meðal annars af því að kolsýrl-
ingseitrun, sem allir reykinga-
menn verða fyrir, líður hjá og
svefninn verður dýpri og betri.
Þegar við hættum
Þegar við hættum að reykja för-
um við oft að bera meiri virðingu
fyrir líkama okkar, og síðan í
kjölfarið að huga að fleiri þáttum
f lífsvenjum okkar sem betur
mættu fara. Það segir sig nú sjálft
að fólk, sem stöðugt misbýður
líkama sínum með eitruðum
tóbaksreyk og sinnir lítt öðrum
þáttum heilsunnar, ber varla
mikla virðingu fyrir sjálfum sér.
Og þá er nú kannski varla hægt
að ætlast til þess að það beri virð-
ingu fyrir öðrum og sjálfsögðum
rétti annarra til að kjósa sér reyk-
lausa tilveru.
Verst er þó það virðingarleysi
sem reykingaforeldrar sýna börn-
um sínum í þessu sambandi. Það
er því ekki einungis reykinga-
maðurinn sem hagnast á því að
hætta að reykja, heldur einnig
fjölskylda hans, vinir og vinnu-
félagar. Þau njóta betra and-
rúmslofts. Því skyldum við setja
þá sem við umgöngumst mest og
eru okkur kærastir í aukna hættu
á að fá sjúkdóma? Er ekki verð-
ugt verkefni að reyna að breyta
því?
Góð heilsa er gulli betri
Góð heilsa er dýrmætasta eign
hvers manns. Um það held ég að
flestir geti verið sammála.
Grundvöllur heilbrigðs lífs er
samspil allra þátta í lífsvenjum
okkar. Sá sem borðar hollan mat,
stundar reglulega hreyfingu,
leggur rækt við slökun og hvíld,
reykir ekki, neytir áfengis í sæmi-
legu hófi og hefur jákvæða
afstöðu til lífsins og tilverunnar,
auk þess að sinna sálartetrinu,
eykur líkurnar á því að verða
langlífur, og það sem meira er
um vert: Að búa við góða heilsu.
Hver er sinnar gæfu smiður í
þessum efnum sem öðrum.
Aðferðir til að hætta
Hvernig skal svo haga sér við það
að hætta? Aðferðir fólks við að
hætta eru sjálfsagt jafnmargar og
mennirnir eru margir. Það sem
hentar einum, hentar ekki endi-
lega öðrum. Að mínum dómi er
það góður vilji og jákvæð afstaða
sem eru undirstöðuatriði í barátt-
unni og þó við föllum þá er bara
að standa upp aftur. Fyrir alla
muni, ekki telja sér trú um að við
getum ekki hætt, frekar ættum
við að stappa í okkur stálinu því
með góðum vilja, jákvæðni og
bjartsýni að vopni ætti baráttan
að geta gengið vel.
Að lokum
Það er notaleg tilfinning að finna
að maður er sjálfur við stjórnvöl-
inn en ekki sígarettan. Geta
heimsótt vini og kunningja án
þess að þurfa að vera með alla
vasa fulla af sígarettum og eld-
spýtum, og geta verið innan um
fólk án þess að þurfa að eitra fyr-
ir því andrúmsloftið. Ég hvet fólk
eindregið til að leita til krabba-
meinsfélaganna. Þar er indælis-
fólk boðið og búið að aðstoða í
baráttunni, auk þess geta menn
þar orðið sér út um bæklinga til
leiðbeiningar um reykleysið.
Ég vona svo að þessi grein
verði einhverjum hvatning til
þess að segja skilið við reykinn
og stuðla með því að bættri
heilsu, hreinna andrúmslofti og
lífvænlegra þjóðfélagi.
Baráttukveðjur,
Björn Jónsson.
Höfundur er áhugamaður um reyklaust
umhverfi og holla lífshætti almennt.
Heimildir:
Bæklingar Krabbameinsfélagsins: „Reykingar
og heilsa“, „Óbeinar reykingar“ og „Foreldrar
og reykingar“.
Bókin „Heilbrigðisfræði", eftir Gísla Ragnars-
son.
Bókin „Bætt heilsa, bctra líf“, eftir dr. Jón Ótt-
ar Ragnarsson.
Tímaritið „Heilbrigðismál“.
Myndbandið „Konur og reykingar“.
Fyrir nokkrum dögum urðu á
Alþingi töluverðar umræður
um þingsályktunartillögu átta
þingmanna úr fjórum flokkum
um að byggja upp miðstöð
fræðslu og rannsókna á sviði
sjávarútvegs á Akureyri og
Eyjafjarðarsvæðinu. Tillaga
þessi var flutt fyrir tveimur
árum en hlaut ekki afgreiðslu.
Nú byrjar betur, í það minnsta
lýstu allir þeir þingmenn sem
til máls tóku um tillöguna sig
sammála henni.
Tillagan hljóðar svo í heild
sinni:
„Alþingi ályktar að á Akureyri
og Eyjafjarðarsvæðinu skuli
byggja upp miðstöð fræðslu og
rannsókna á sviði sjávarútvegs.
Alþingi felur því ríkisstjórn-
inni að láta gera tímasetta áætlun
sem miði að uppbyggingu sjávar-
útvegsbrautar Háskólans á Akur-
eyri og sjávarútvegsbrautarinnar
á Dalvík og eflingu hvers kyns
rannsókna- og þróunarstarfsemi
á svæðinu.“
Það var Steingrímur J. Sigfús-
son, Alþýðubandalagi, sem mælti
fyrir tillögunni en auk hans flytja
hana Guðmundur Bjarnason og
Jón Kristjánsson úr Framsóknar-
flokki, Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir og Kristín Ástgeirsdóttir
frá Kvennalista, Össur Skarphéð-
insson og Sigbjörn Gunnarsson
úr Alþýðuflokki og Jóhann
Ársælsson, Alþýðubandalagi. í
máli Steingríms kom fram að
þegar leitað var eftir meðflutn-
ingsmönnum úr Sjálfstæðisflokki
hafi þeir haft í undirbúningi svip-
aða tillögu. Varð niðurstaðan sú
að rétt væri að flytja þær báðar.
Kjöraðstæður í Eyjafirði
Níu manns tóku þátt í umræðun-
um og lýstu þeir allir stuðningi
við tillöguna. í máli flutnings-
manns kom fram að í raun þyrfti
ekki að rökstyðja tillögu sem
þessa, sjávarútvegur stæði sterk-
um fótum við Eyjafjörð og væri í
sókn. Þar væru nokkur af öflug-
ustu sjávarútvegsfyrirtækjum
landsins og útgerð og vinnsla
mjög fjölbreytt. Einnig væru þar
sterk þjónustufyrirtæki við sjáv-
arútveg, svo sem Slippstöðin,
Sæplast, DNG o.fl.
Sömu sögu væri að segja um
skólaþáttinn, á Akureyri væri
starfrækt sjávarútvegsbraut við
Háskólann á Akureyri og á Dal-
vík væri skipstjórnarnám og fisk-
vinnsluskóli, sá eini utan höfuð-
borgarsvæðisins. Auk þess væru
útibú frá Hafrannsóknastofnun
og Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins á Akureyri og hefði tekist
náið samstarf með þeim og
Háskólanum.
Að öllu þessu samanlögðu
sagði Steingrímur allar forsendur
fyrir því að koma upp miðstöð
fræðslu og rannsókna á sviði sjáv-
arútvegs á Akureyri og við
Eyjafjörð, þar væru kjöraðstæð-
ur fyrir slíka starfsemi.
Þróunarsetur í
landshlutum
Tómas Ingi Olrich lýsti yfir
stuðningi við tillöguna og sagðist
vera sammála þeim orðum
Steingríms J. Sigfússonar að því
færi víðsfjarri að íslendingar
hefðu fullnýtt sjávarauðlindir
sínar. Hann ræddi um aðgerðir
ríkisvaldsins til þess að styðja við
bakið á útflutningsgreinum og
sagði að það besta sem ríkisvald-
ið gæti gert fyrir atvinnulífið væri
að skapa skilyrði fyrir samstarf
atvinnufyrirtækja og rannsókna-
stofnana. Skapa deiglu fyrir
framfarir.
Jóna Valgerður Kristjánsdótt-
ir, ein af flutningsmönnum til-
lögunnar, gerði að umtalsefni
stofnun þróunarseturs í sjávar-
útvegsfræðum sem nú væri verið
að stofna á Vestfjörðum. Til-
gangur þess væri að tryggja að
reynsla og þekking Vestfirðinga á
sviði sjávarútvegs nýttist til þró-
unar og nýsköpunar, að skapa
vettvang fyrir hugmyndir og
frumkvæði heimamanna, að
tryggja að verkefnaval rann-
sóknastofnana væri í samræmi
við óskir fyrirtækja í vestfirskum
sjávarútvegi, að styrkja stöðu
rannsóknaraðila á Vestfjörðum
og stuðla þannig að því að verk-
efni og fjármagn flytjist til lands-
byggðarinnar í meira mæli en nú
er. Jóna Valgerður tók það fram
að hugmyndir um þróunarsetur í
öllum landshlutum kæmi alls ekki
í veg fyrir uppbyggingu sjávar-
útvegsbrautar Háskólans á Akur-
eyri heldur myndi miðstöð á
Akureyri styrkja þróunarsetrin.
Stórum spurningum
ósvarað
Jóhann Ársælsson ræddi um
menntunarmál sjávarútvegsins
og bar þau saman við menntun-
armál landbúnaðarins þar sem
gengið hefði verið mun skipuleg-
ar og ákveðnar til verks. Til
dæmis væri Fiskvinnsluskólinn til
hliðar í skólakerfinu og í raun
hefði ekki verið staðið myndar-
lega að neinu nema menntun
sjómanna.
Jóhann benti á hversu margt
væri órannsakað sem snerti
íslenskan sjávarútveg og því væri
mjög erfitt að taka ákvarðanir
um framtíðarstefnu fyrir grein-
ina. Til dæmis vantaði rannsóknir
á þjóðhagslegri hagkvæmni fiski-
skipaflotans, mismunandi
útgerðarforma og nýtingar á
fiskimiðunum. Um þessi mið
væru dregin stórvirkustu veiði-
tæki sem til eru í heiminum en
engar rannsóknir hefðu verið
gerðar á áhrifum þeirra á lífríkið
í sjónum. Við slíkum spurning-
um fengjust engin svör nema
með því að efla menntun og
rannsóknir og þær þyrfti að
breiða sem víðast út um landið.
Hann kvaðst sammála því að
gera Eyjafjarðarsvæðið að mið-
stöð á þessu svið því þar væri ver-
ið að fást við nánast alla þá hluti
sem fengist er við í íslenskum
sjávarútvegi, auk þess sem stærð
Ákureyrar auðveldaði starfsemi
menntastofnana.
Össur Skarphéðinsson sagði að
það sem gerði Eyjafjarðarsvæðið
ákjósanlegt í þessu skyni væri sú
staðreynd að þar væri komið upp
mjög gott rannsóknarumhverfi.
Það væri vísir að réttu andrúms-
lofti sem þyrfti til að búa til góða
rannsóknar- og fræðslumiðstöð.
Hann minnti á frumkvæði Eyfirð-
inga á sviði úthafsrækjuveiða sem
væru nú orðnar ábatasöm iðja og
að enn brydduðu þeir á nýjung-
um, svo sem í DNG og í uppsetn-
ingu smápakkalínu í frystihúsinu
á Dalvík. Hann lauk máli sínu á
því að leggja til að stjórnvöld
íhuguðu í alvöru að flytja Haf-
rannsóknastofnun til Akureyrar.
Fiskistofa á Akureyri?
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
gerði að umtalsefni svonefnda
Fiskistofu sem rætt er um að
koma á laggirnar. Þar á að sam-
eina ýmsa þætti þjónustu og eftir-
lits með sjávarútvegi sem er á
vegum nokkurra stofnana nú.
Gert er ráð fyrir allt að 60 manna
starfsliði, þám. stærsti hluti veiði-
eftirlitsmanna sjávarútvegsráðu-
neytisins. Sagði Jóhannes Geir
að gert væri ráð fyrir því í frum-
varpi sem verið er að semja að
Fiskistofan yrði á Akureyri og
starfaði með þeim stofnunum
sem þar eru á sviði sjávarútvegs.
Hann tók undir hugmyndir um
að flytja Hafrannsóknastofnun til
Akureyrar en taldi ekki raunhæft
að það gerðist í einum rykk, slíkt
yrði að gerast í áföngum. Eðlilegt
væri að fyrsta skrefið yrði að
flytja útgerð og rekstur rann-
sóknaskipanna norður.
Auk þeirra sem hér hafa verið
nefndir tóku þau Guðmundur
Stefánsson, María E. Ingvadóttir
og Pétur Sigurðsson þátt í
umræðunum. Þeim lauk með því
að Steingrímur J. Sigfússon tók
saman það helsta sem fram hafði
komið og lagði áherslu á að ef
þessi tillaga yrði að veruleika
myndi ekki standa á því að
heimamenn tækju til hendinni.
Hann kvaðst bjartsýnn á að til-
lagan fengi brautargengi á þing-
inu í vetur, undirtektir þing-
manna væri slíkar. Loks lagði
hann til að tillögunni yrði vísað
til sjávarútvegsnefndar Alþingis
til umfjöllunar. -ÞH
Töluverður þjónustuiðnaður við sjávarútveg er starfræktur við Eyjafjörö og
er Sæplast eflaust með þciin frægari af slíkum fyrirtækjum.
i