Dagur


Dagur - 26.03.1992, Qupperneq 15

Dagur - 26.03.1992, Qupperneq 15
Fimmtudagur 26. mars 1992 - DAGUR - 15 IÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Jafnteíli gegn Dönum í B-keppninni: Grátlegt en ennþá von Það voru vonsviknir íslending- ar sem gengu af velli eftir leik sinn gegn Dönum í B-heims- meistarakeppninni í hand- knattleik í Austurríki í gær. Liðið var reyndar undir nánast allan leikinn en var svo ótrú- lega nálægt því að „stela“ sig- rinum í lokin að 16:16 jafntefl- ið hlýtur að teljast grátleg niðurstaða. Framundan er erf- iður föstudagur, fyrst leikur gegn Israelum sem verður að vinnast og síðan taugatrekkj- andi bið eftir úrslitum úr leik Dana og Norðmanna sem ræð- ur úrslitum um hvort ísland leikur í A-keppninni í Svíþjóð að ári. Leikurinn bar þess öll merki hversu gífurlega mikilvægur hann var fyrir bæði lið, ótrúleg mistök og klúður á báða bóga og fram- anaf leit út fyrir að íslendingar yrðu teknir í karphúsið. Danir náðu fjögurra marka forystu en íslendingar skoruðu þrjú síðustu mörkin í fyrri hálfleik og staðan var 8:9 í hléi, Dönum í vil. Seinni hálfleikur var í járnum en Danir þó oftast fyrri til - þar til í lokin. Bjarki Sigurðsson kom íslandi yfir 20:19 og á síðustu mínútunni varði Guðmundur Hrafnkelsson skot Dana úr dauðafæri. Danir spiluðu maður á mann en Konráð Olavsson fékk boltann á auðum sjó við vítateig Dana fáum sek- Knattspyrna: Hörður þjálfar HSÞ-b Hörður Benónýsson hefur ver- ið ráðinn þjálfari 4. deildarliðs HSÞ-b í knattspyrnu og mun hann einnig spila með liðinu. Hörður Iék með Völsungi í 3. deildinni í fyrra en hann þjálf- aði HSÞ-b sumarið 1986. Hörður sagði í samtali við Dag að keppnistímabilið legðist vel í sig og stefnan væri sett á 3. deild- arsæti. „Þetta var slagur í fyrra við Hvöt og ég á von á að það verði svipað í sumar,“ sagði hann. Nokkrar breytingar verða trú- lega á leikmannahópi HSÞ-b. Ari Hallgrímsson leikur væntanlega ekki með liðinu af heilsufars- ástæðum og Viðar Sigurjónsson mun að öllum líkindum þjálfa lið Austra frá Eskifirði. Þá er hugs- anlegt að Jónas Hallgrímsson leiki með Völsungi í 3. deildinni. Handknattleikur: Tveir leikir í Akureyrarmótinu í kvöld verða tveir lcikir í Akureyrarmótinu í handknatt- leik í KA-húsinu. Kl. 21 verður leikið í 2. flokki og verður það eini leikur liðanna í mótinu. Strax á eftir verður seinni leikurinn hjá „old boys“ en fyrri leik liðanna lauk með sigri KA, 18:11. Þá er aðeins einn leikur eftir, síðari viðureign KA og Þórs í meistaraflokki, sem fram fer á föstudaginn kl. 18. Akureyri: Páskatrinun 4. apríl Fyrirhugað er að halda svokall- að páskatrimm á Akureyri laugardaginn 4. apríl ef veður og aðstæður leyfa. Það eru Ungmennafélag Akureyrar og þríþrautarmenn sem standa fyrir trimminu. Hlauparar geta valið um tvær vegalengdir, 4 og 10 km. Upphaf og endir hlaupsins verður við Lindina við Leiruveg. Allir hlauparar og trimmarar eru vel- komnir og fer skráning fram á staðnum. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. úndum fyrir leikslok. Hann skaut hins vegar í stöng, löng sending fram í gegnum hendur tveggja Islendinga og á Michael Fenger sem skoraði eina mark sitt í leiknum um leið og leiktíminn rann út. Svo sannarlega drama- tískar lokamínútur og menn urðu vitni að mistökum sem gætu reynst afdrifarík fyrir uppbygg- ingu íslensks handknattleiks á næstu árum. „Þessi leikur var vissulega ekki í háum gæðaflokki handboltalega séð og raunar var þetta hræðileg- ur handbolti. En ef maður metur leikinn út frá spennu var hann vissulega frábær,“ sagði Jan Larsen, hinn danski þjálfari Þórs sem gjörþekkir bæði íslenska og danska liðið. „Þrátt fyrir að Dan- ir hafi jafnað á síðustu sekúnd- unni finnst mér úrslitin í sjálfu sér sanngjörn ef litið er á leikinn í heild. En mér fannst mistökin hjá íslenska liðinu í lokin hrika- leg. Það var alls ekki nauðsynlegt að skjóta í lokin og það hefði engu breytt í stöðunni að skora. Það hefði í rauninni verið skynsamlegra að skjóta yfir því þá hefði Dönum ekki gefist tími til að jafna. Það er auðvitað lítill tími til að hugsa í lokin en þetta er atriði sem á að vera búið að ræða fyrirfram því aðalatriðið er að vinna og það skiptir minna máli hvort munurinn er eitt eða tvö mörk.“ Jan sagði að Guðmundur Hrafnkelsson hefði verið maður leiksins að sínu mati. „Hann varði kannski ekki jafn mörg skot og danski markvörðurinn en hann varði mikið úr dauðafærum og stóð upp úr að mínu mati. Þá * A Kristján vann Bláfjallagönguna Akureyringurinn Kristján Ólafsson varð sigurvegari í ltláfjallagöngunni sem fram fór um síðustu helgi. Kristján gekk 20 km á 51,44, Árni Antonsson, Akureyri, varð annar á 53,30 og Kári Jóhannesson, Akureyri, þriðji á 57,34. Valur Valdimarsson, Reykjavík, sigraði í flokki 34-49 ára og Matthías Sveinsson, Reykjavík, í flokki 50 ára og eldri. 3votta\/éia( pu((ka(a( KætetóP3' p^stekápa' Oinat HeiiuPoté unobvottave'a' Kaffikönnur Straujárn Brærivélar Rakvélar Hárblásarar Krullujárn Tannburstar Brauöristar Klukkur o.fl. Bjarki Sigurðsson gerði sennilega fæstu mistök íslensku leikmannanna og tryggja liðinu sigur. Mynd. GoiH á Sigurður Sveinsson hrós skilið því hann reif íslenska liðið af stað aftur þegar Danir höfðu yfir 9:5.“ Jan sagði að íslendingar ættu betri möj>uleika á að komast áfram. „Eg myndi telja að þeir ættu svona 70% möguleika. Hins vegar má ekki gleyma því að Norðmenn eru öruggir með sigurinn í riðlinum og ef ég væri norski þjálfarinn myndi ég hvíla bestu mennina gegn Dönum." Þegar Alfreð Gíslason var spurður um álit á leiknum var svarið stutt og laggott: „Það er gífurleg óheppni að fá á sig svona mark í lokin. En nú verða nógu margir til að gagnrýna og ég vil ekki segja meira um leikinn.“ Mörk íslands: Bjarki Sigurösson 4, Sigurður Bjarnason 3, Konráö Olavsson 3, Sigurður Sveinsson 3/1, Héðinn Gils- son 1, Gunnar Gunnarsson 1, Geir Sveinsson 1. Mörk Danmerkur: Járgensen 5, Rasm- ussen 5/3, Lundbye 2, Jacobsen 2, Jensen 1, Fenger 1. O Á HEIMILIST/EKJUM OG SAUMAVÉLUM OPIÐ: Föstud. frá kl. 9-18 Laugard.frákl. 10-16 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.