Dagur - 01.04.1992, Page 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 1. apríl 1992
Fréttir
Fullnýting sjávarfangs í vinnsluskipum:
Myndi skila arði til út-
gerðar og vinnslu í landi
Rannsóknastofnun fískiðnað-
arins lagði fram í gær skýrslu
Jóns Heiðars Ríkharðssonar,
hagverkfræðings, um mat á
arðsemi þess að fullnýta sjávar-
afla um borð í vinnsluskipum.
Helsta niðurstaða skýrslunnar
er sú að hagkvæmt geti verið
að hirða 96% af því sjávarfangi
sem um borð kemur í vinnslu-
skipin.
Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins lét Jón Heiðar gera skýrsl-
una er frumvarp sjávarútvegsráð-
herra um fullvinnslu botnfiskafla
um borð í veiðiskipum kom
fram. Þar er meðal annars mörk-
uð sú stefna að skip sem leyfi
hafa til fullvinnslu afla er óheim-
ilt að fleygja fiski, fiskhlutum eða
fiskúrgangi fyrir borð. Grímur
Valdimarsson, forstöðumaður
Rannsóknastofnunar fiskiðnað-
arins, sagði á blaðamannafundi í
gær að vinnsluskipin hefðu bein-
an hag af meiri nýtingu. „Mestu
skiptir að auka nýtingu á aðal-
afurðum annað er hreinn bónus.
Með því að auka nýtingu á sjáv-
arfangi þá nýtast afköst vinnslu-
skipanna mun betur og hag-
kvæmnin verður meiri,“ sagði
Grímur meðal annars.
Skýrslan útilokar fiskmjöls-
vinnslu um borð í fiskiskipum, en
ýmsir möguleikar eru á að nýta
fiskúrgang t.d. hryggi, hausa og
klumbru til marningsvinnslu.
Öðrum úrgangi er hægt að breyta
í meltu sem síðan er unnin í fisk-
mjöl í landi með öðru hráefni. Ef
allur sá úrgangur sem nú er hent
í sjóinn frá vinnsluskipunum yrði
unnin í meltu eingöngu án ann-
arra aðgerða yrði heildartap á
þeirri vinnslu tæpar 300 milljónir
króna á ári.
Jón Heiðar segir í skýrslunni
að best sé fyrir skipin að auka
aflaverðmætið með afurðaaukn-
ingu sem felst í aukinni vinnslu-
nýtingu, bættum gæðum og aukn-
um afköstum. „Stækkun minni
skipanna er hinsvegar forsenda
þess að koma megi fullkomnari
vinnslulínu fyrir. Ef togbátarnir
eru undanskyldir er heildarfjár-
festing við þær breytingar 2,7
milljarðar króna sem skilar 315
milljónum í hagnað á ári með
20.2% innri vöxtum,“ segir með-
al annars í skýrslunni.
Meginniðurstaða Jóns Heiðars
er að fullnýting sjávarfangs um
borð í vinnsluskipum er fyrirsjá-
anlega þjóðhagslega hagkvæm og
myndi skila arði til útgerðar og
vinnslu í landi jafnvel þótt gera
þurfi miklar breytingar á meiri-
hluta flotans. bjb
Fermmgargjafimar handa
vélsleða- og utilifsfólkinu:
Hjálmar m/gerðir ★ Hanskar ★ Lúffur
★ Moon Boots ★ Vatnsþétt kuldastígvél
★ Vélsleðagallar ★ Töskur ★ Brúsar
★ Olíur o.fl. o.fl.
nestín
4
<Ætá
aííL
FONDUE
3. og 4.
apríl
í veisíusal
Greifans
„STÁSSINU"
Saffranbætt humarsúpa
m/rjómatoppi
Fondue sinfónía
naut, lamb og grís ásamt
fjölbreyttu úrvali meðlætis.
Desert
Heimalagaður ís m/ferskum ávöxtum.
kr. 2.150,-
Munið að panta borð tímanlega,
sími 26690.
Forseta bæjarstjórnar Akureyrar voru í gær afhentar á níunda hundrað undirskrifta þar sem mótmælt var fyrirhug-
uðum breytingum á rekstri Iþróttaskemmunnar, en sú hugmynd hefur verið rædd að hætta að nota hana sem íþrótta
mannvirki. Textinn sem fólkið undirritaði var svohljóðandi: „Við undirritaðir skattborgarar á Akureyri viljum hér
með mótmæla áformum um að leggja niður núverandi starfsemi íþróttaskemmunnar. Við viljum að hlutverk
Iþróttaskemmunnar verði það sama og verið hcfur síðastliðinn aldarfjórðung í félagslífi bæjarbúa.“ íþróttamenn og
tónlistarfólk var áberandi meðal þeirra sem rituðu nöfn sín undir áskorunina en þessir tveir hópar hafa notað
skemmuna mest. Mynd: Goiii
Strákaskoðunarferðir fyrir saumaklúbba:
Nýjung í ferðaþjónustu á Húsavík
- „hliðstætt fuglaskoðunarferðum,“ sagði Auður Gunnarsdóttir
„Nei, strákarnir fá ekkert
greitt fyrir að láta skoða sig og
það verður ekki selt neitt
ósiðsamlegt á okkar borði.
Þessar ferðir verða skipulagð-
ar á svipaðan hátt og fugla-
skoðunarferðir. Þá koma
ferðaþjónustuaðilar viðskipta-
vinum sínum á staði þar sem
líklegt er að fuglar sýni sig, en
þeir fanga ekki fuglana eða
reita þá fyrir skoðunina,“
sagði Auður Gunnarsdóttir,
sölustjóri hjá Ferðaskrifstofu
Húsavíkur, aðspurð um nýj-
ung sem skrifstofan er með á
döfínni. - Um er að ræða
strákaskoðunarferðir fyrir
saumaklúbba til Húsavíkur.
Það var Páll Þór Jónsson,
ferðamálafrömuður sem átti hug-
myndina að þessu nýja mark-
aðsátaki húsvískra ferðaþjónustu-
aðila. Páll fékk hugmyndina er
hann hlustaði á spurningakeppni
saumaklúbba á Rás 2, en þar er
einmitt helgarferð í verðlaun.
Páll reiknaði út að líklega tækju
alls um 1200 konur þátt í keppn-
inni, og hann taldi það aðeins
brot af þeim konum sem sætu og
létu sig dreyma um að komast að
heiman eina helgi, eða þó ekki
væri nema eitt kvöld. Markhópur
var þar með fundinn, og Páll var
sannfærður um hvað konurnar
langaði mest til að gera í fríinu -
skoða stráka.
„Ég tel að Húsavík sé ákaflega
vel fallin til strákaskoðunar. Hér
búa nokkrir þeirra allra myndar-
legustu ungu herra sem fyrirfinn-
ast á landinu. Persónulega finnst
mér elstu herrarnir stórbrotnast-
ir, og við höfum upp á að bjóða
nokkra einstaklega vel veðraða
sjómenn og bændur á níræðis-
aldri, sem oft prýða göturnar og
gefa laglegum konum auga. Þær
sem hafa smekk fyrir miðaldra
menn geta svo sannarlega fundið
eitthvað við sitt hæfi á Húsavík.
Við höfum nokkur sérlega
skrautleg eintök,“ sagði Auður,
aðspurð um ágæti Húsavíkurbæj-
ar til strákaskoðunar. Hún sagð-
ist binda mjög góðar vonir við
þessa nýbreytni og vera viss um
að vel ætti eftir að seljast í ferð-
irnar.
Fyrsta ferðin verður síðdegis í
dag frá Akureyri til Húsavíkur.
Það verður lagt upp frá Umferða-
miðstöðinni Hafnarstræti 82 kl.
16. Páll sagði að enn væri ekki
uppselt í ferðina, sem hefði lík-
lega verið of lítið auglýst. Ferðast
verður með rútu frá Birni Sigurðs-
syni sérleyfishafa og hún fer síð-
an til Akureyrar aftur kl. 10 á
fimmtudagsmorgun. Sauma-
klúbbarnir munu hafa frjálst val
um hvar þeir snæða og gista; á
Hótel Húsavík, eða Veitinga-
staðnum Bakkanum og Gisti-
heimilinu Árbóli. Einnig er þeim
frjálst að stunda strákaskoðunina
fram á morgun, að vísu á eigin
ábyrgð. „Menn eru að skjótast
hér á milli húsa alveg framundir
morgun,“ sagði Páll, aðspurður
um hvort eitthvað þýddi að
stunda strákaskoðunina á Húsa-
vík um miðjar nætur í miðri viku.
IM
Skattlagning eignatekna:
Hefur áhrif á spariskírteini rflássjóðs
Nefnd sú er fjármálaráðherra
skipaði til að gera tillögur um
skattlagningu eigantekna legg-
ur meðal annars til að allar
eignatekjur verði skattskyldar.
Þar með eru taldar vaxtatekjur
af sparnaði ofan við tiltekið
frítekjumark. í grein í tímarit-
inu Vísbendingu er fjallað
nokkuð um spariskírteini ríkis-
sjóðs og bent á að skattlagning
eignatekna geti haft veruleg
áhrif á tekjuöflun ríkisins með
þeim hætti. Ríkið verði hugs-
anlega að hækka vexti af spari-
skírteinum auk þess sem hætta
verði á að innlausnir þeirra
aukist verulega.
Nú eru um 15 þúsund fastir
áskrifendur að spariskírteinum
ríkissjóðs. Talið er að þeir skili
sjóðnum allt að 100 til 150 millj-
ónum króna á hverjum mánuði.
Spariskírteini ríkissjóðs voru
fyrst gefin út árið 1964 og hafa
landsmenn því átt kost á að nýta
sér þetta sparnaðarform í sam-
fleitt 28 ár auk þess sem sparnað-
urinn hefur staðið undir margvís-
legum framkvæmdum hins opin-
bera. Nú eru liðlega 46 milljarðar
króna af sparifé landsmanna
bundnir í spariskírteinum ríkis-
sjóðs og gera má ráð fyrir að það
svari til um 40% af öllum
íslenska skuldabréfamarkaðnum.
í greininni er bent á að sá gíf-
urlegi fjöldi fólks, sem kaupir
spariskírteini í áskrift sýni best
hvað þetta sparnaðarform nýtur
mikilla vinsælda á meðal almenn-
ings. Einnig er bent á að að ýmsir
hafi notfært sér spariskírteinin
vegna þess að bréfin hafa verið
undanþegin eignaskatti. Fyrir
aðila sem greiði eignaskatt þýði
sparnaður í ríkisskuldabréfum
það að hann geti gert allt að
1,2% til 2,2% lægri ávöxtunar-
kröfu til þessa sparnaðarforms.
Með upptöku skatta á eignatekj-
ur hverfi þessi möguleiki og muni
það leiða til þess að ríkið verði að
greiða hærri vexti af spariskír-
teinum í framtíðinni. Greinar-
höfundur gerir A-bréf spari-
skírteina sérstaklega að umtals-
efni af í þessu tilefni og bendir á
að ef til skattlagningar þeirra
komi verði þau ekki innleyst á
gjalddaga. Bréf í flokknum 1A6
frá 1986 beri nú 9% vexti og sé
því ekki hagkvæmt að innleysa
þau. í þessum flokki séu bundnir
um 7,5 milljarðar króna og búast
megi við að til innlausnar þeirra
komi í stórum stíl verði skatt-
lagningaráformin að veruleika.
ÞI
Hlynur hf. á Sauðárkróki:
Framlenging greiðslustöðvunar
Þriggja mánaða greiðslustöðv-
un Byggingarfélagsins Hlyns
hf. á Sauðárkróki rennur út í
dag. í gær lögðu forsvarsmenn
fyrirtækisins inn beiðni fyrir
framlengingu á greiðslustöðv-
uninni hjá bæjarfógetanum á
Sauðárkróki, en afstaða til
beiðninnar hafði ekki verið
tekin þegar blaðið fór í
prentun.
Að sögn Árna Björns Birgis-
sonar, tilsjónarmanns Hlyns hf.,
er ein ástæðan fyrir beiðni um
framlengingu sú, að enn hefur
ekki borist svar frá veigamiklum
aðila í málinu. Árni sagðist í gær
ekki geta sagt annað en það að
vissir óvissuþættir væru ennþá
varðandi ýmislegt og sagðist ekki
geta sagt til um hvert stefndi.
SBG