Dagur - 01.04.1992, Qupperneq 5
Miðvikudagur 1. apríl 1992 - DAGUR - 5
Með söngvél í farteskinu um land allt:
„Get tekið að mér
alla skemmtanastjóm“
- segir karaoke-drottningin Inga Sæland
Fyrir ári vissu fáir hvaða fyrir-
bæri karaoke var en nú kveikir
þetta orð ákafa löngun hjá
mörgum til að hefja upp raust
sína og syngja af hjartans lyst.
Inga Sæland frá Ólafsfirði varð
fyrsti Islandsmeistarinn í
karaoke-söng í keppni sem
haldin var á síðasta ári og mál-
in hafa þróast þannig hjá henni
að nú hefur hún fjárfest í
karaoke-tækjum og ferðast um
landið sem hljómsveit eða
skemmtikraftur.
Mekka karaoke-söngs hefur
verið í Ölveri í Glæsibæ í Reykja-
vík en í vetur hélt tækið innreið
sína til Akureyrar og trónir nú í
Kjallaranum í Sjallanum. Þangað
leggja margir leið sína til að
syngja uppáhalds dægurlögin sín
við fullkominn undirleik karaoke-
vélarinnar sem leggur að auki til
bakraddir. Á vegum Sjallans
hafa verið haldnar karaoke-
keppnir og þar hafa sprottið upp
stórgóðir söngvarar.
Karaoke-drottningin Inga
Sæland sigraði í fyrstu söng-
keppninni í Ölveri 1. mars 1991
og skákaði hún þar hátt í 60
keppendum.
Syngur og skemmtir við
öll tækifæri
„Margir halda að karaoke sé bara
diskótek og á einni skemmtun
sem ég var á góndi fólk forviða á
mig þegar ég fór að syngja.
Einnig kemur það mörgum á
óvart hvað ég er með fjölbreytt
lagaval og get spilað og sungið
lög fyrir alla aldurshópa," sagði
Inga Sæland í samtali við Dag.
Hún ferðast nú um með
karaoke-tækin og kemur fram
sem skemmtikraftur við öll hugs-
anleg tækifæri í heimahúsum, fé-
lagsheimilum eða á skemmtistöð-
um. Þetta er nánast að verða fullt
starf hjá henni.
„Ég get tekið að mér alla
skemmtanastjórn og veislustjórn
frá A-Ö. Ég er með dinnertónlist
til að spila undir borðhaldi og
hvers lags dans- og gleðitónlist.
Það hefur verið mikið að gera í
vetur og vinsældir karaoke eru að
aukast. Mig langar mjög til að
komast inn í framhaldsskólana
og gefa nemendunum kost á að
syngja og kynnast karaoke. Síðan
væri upplagt að halda karaoke-
keppni framhaldsskólanna,“
sagði Inga.
Oft hápunktur kvöldsins
þegar einhverjum mistekst
Inga Sæland hefur lagt út í mikla
fjárfestingu en karaoke-tækin
samanstanda af fullkominni
hljómtækjasamstæðu með ýms-
um græjum, öflugum hátölurum,
sjónvarpi, þar sem texti hvers
lags birtist á myndbandi, og fjöl-
mörgum geisladiskum. Lögin
skipta hundruðum og hefur Inga
þegar um 100 lög á valdi sínu.
„Það er vissulega spennandi
fyrir fólk að koma upp og prófa
að syngja lag sem það þekkir
með undirleik og bakröddum.
Sumir halda að þeir syngi allt í
einu miklu betur en áður bara
með því að nota karaoke en auð-
vitað syngur hver með sínu nefi.
Undirleikurinn og bakraddirnar
hjálpa samt mikið til og einnig
textinn sem litast á sama hraða
og hann er sunginn þannig að all-
ir eiga að geta fylgt laginu eftir,“
sagði Inga.
Hún hefur skemmt í einka-
samkvæmum í heimahúsum, á
árshátíðum og við ýmis tækifæri á
skemmtistöðum. Best þykir henni
að vera til staðar allt kvöldið,
þ.e. vera bæði skemmtikraftur og
leika og syngja fyrir dansi á eftir.
„í góðum hópi hefur þetta
heppnast frábærlega vel. Það
næst góð samheldni og þegar
komið er stuð í mannskapinn
vilja margir koma upp og prófa
að syngja. Þetta vekur alltaf
mikla lukku hjá hinum og er oft
hápunktur kvöldsins, ekki síst ef
einhverjum mistekst skelfilega,"
sagði Inga.
Héldu aö hún hreyfði
bara varirnar
Hún nefndi dæmi um skemmti-
kvöld hjá kvennahópi þar sem
hún átti að koma og syngja nokk-
ur lög milli klukkan 10 og 11.
Stemmningin varð svo mikil að
söngskemmtuninni lauk ekki fyrr
en að ganga fimm um nóttina.
Inga hefur vakið athygli sem
góð söngkona. Þegar hún tróð
eitt sinn upp og söng lög sem
þekktar söngkonur höfðu gert
víðfræg þá vildu margir meina að
söngurinn væri líka spilaður af
plötu og að Inga hreyfði bara var-
irnar.
Upphafið að ferli sínum sem
söngkona rekur Inga til Ólafs-
fjarðar. Þar var hún að gaufa
með hljómsveitum og glamra á
kassagítar. Það var hins vegar
karaoke sem skaut henni upp á
stjörnuhimininn svokallaða.
„Ég er kominn með það góð
tæki, stór box og kraftmikla
magnara, að ég get spilað í
íþróttahöllum og mjög stórum
sölum. Ég held samt að karaoke
komi alltaf til með að verða vin-
sælast á árshátíðum og í einka-
samkvæmum þar sem gestirnir
geta troðið upp sjálfir. Það skap-
ast alltaf ólýsanlega góð
stemmning," sagði Inga.
Að lokum var hin sígilda
spurning borin upp, hvort hana
langaði ekki til að syngja inn á
plötu.
„Ég hef gert svolítið af því að
semja lög og texta og draumurinn
er náttúrlega að gefa út plötu
með eigin lögum. Það er hins
vegar hulið þoku framtíðar hvort
eða hvenær af því verður,“ sagði
Inga Sæland. SS
„Ég held að karaoke komi alltaf til með að verða vinsælast á árshátíðum og
í einkasamkvæmum þar sem gestirnir geta troðið upp sjálfir,“ segir Inga
Sæland. Mynd: Golli.
Ferðamálanefnd Vestur-Norðurlanda:
Opnar skrifstofu í Reykjavík
- ferðakaupstefna á Akureyri í haust,
Ferðamálanefnd Vestur-Norður-
landa hefur opnað skrifstofu í
Reykjavík að Lækjargötu 3.
Skrifstofan verður rekin innan
vébanda Ferðamálaráðs til árs-
loka 1993 en þá flyst starfsemin
til Grænlands og síðan til Fær-
eyja. Verður skrifstofan starf-
rækt í tvö ár hjá hverju landanna.
Er hér um að ræða nýtt fyrir-
komulag frá því sem verið hefur
og er ætlunin að ferðamálanefnd-
in starfi í náinni samvinnu við
ferðamálaráð aðildarlandanna.
í nefndinni eiga sæti 3 fulltrúar
frá hverju landi. Birgir Þorgils-
son, ferðamálastjóri er formaður
nefndarinnar, en auk hans eiga
Kristín Halldórsdóttir og Pétur J.
Eiríksson sæti í nefndinni fyrir
íslands hönd. Inga Sólnes, sem
var áður upplýsingafulltrúi Ferða-
málaráðs, hefur verið ráðin sem
verkefnisstjóri hjá nefndinni.
Helstu verkefni ferðamála-
nefndar Vestur-Norðurlanda
eru:
- Að vinna að sameiginlegri
markaðssetningu og kynningu
á ferðamöguleikum og ferða-
málum landanna þriggja og að
taka þátt í sameiginlegum
landkynningum á erlendum
vettvangi.
- Að stuðla að auknum ferðalög-
um innbyrðis milli landanna.
- Að skipuleggja fræðslufundi
og námskeið fyrir starfsfólk í
ferðaþjónustu.
- Að vinna að árlegri Vestur-
Norrænni ferðakaupstefnu sem
haldin verður annað hvert ár á
íslandi og hitt árið til skiptis í
Grænlandi og í Færeyjum.
Næsta ferðakaupstefna verður
haldin á Akureyri dagana 24.-26.
september næstkomandi og er
undirbúningur þegar hafinn.
Önnur verkefni eru að vinna
sameiginlega að rannsóknum á
ferðamálum í löndunum og eru
þær rannsóknir þegar hafnar á
vegum Félagsvísindastofnunar
Háskóla íslands.
Nýjar
speglaperur
Settum nýjar spegla-
perur í um helgina
Verð: 1 tími kr. 380. - Morguntímar kr. 300.
10 tíma kort kr. 3.100.-5 tíma kort kr. 1.700.
Hver tími er 27 mínútur.
Skólafólk munið afsláttinn!
Opið virka daga frá kl. 9-23
Laugard. frá kl. 9-21 og sunnud. frá kl. 13-20.
Skondinavía Rúmenía
Spónn, Júgóslovío, Tyrklond, Skotlond o.fl.
Póstsendum
Hljómdeild 4
„Þor sem úrvolið er" ’
DANSI S S( AM>I
• " •
st 'AXinN \ViAN |*A*
Tónlist fró öllum
heimshornum
Portúgol
Holland