Dagur - 01.04.1992, Page 7
Miðvikudagur 1. apríl 1992 - DAGUR - 7
Nefnd um skattlagningu eignatekna:
Eignatekjur verði skattlagðar
- eignaskattar lækkaðir á móti svo ekki verði um auknar skatttekjur
ríkissjóðs að ræða - efasemdir látnar í ljósi um framkvæmdaatriði
Nefnd sem fjármálaráðherra
skipaði til að fjalla um skatt-
lagningu eigna og eignatekna
hefur nú skilað áliti I áfanga-
skýrslu. I skýrslunni er meðal
annars lagt til að tekjur af
eignum verði skattlagðar á
sama hátt og um launatekjur
væri að ræða þegar ákveðnu
frítekjumarki hefur verið náð.
Gert er ráð fyrir að skattlagn-
ing eignatekna geti skilað ríkis-
sjóði allt að 1,5 milljarði króna
á ársgrundvelli en það dugar
samt ekki til þess að bæta upp
það tekjutap er hljótast mun af
niðurfellingu eignaskatts og
ákveðins sérskatts af verslunar-
og skrifstofuhúsnæði, sem gert
er ráð fyrir að falli niður í
núverandi formi.
í erindisbréfi sem nefnd fjár-
málaráðherra starfar eftir er tek-
ið fram að þótt samræming á
skattlagningu eigna og eigna-
tekna verði að veruleika sé ekki
sérstaklega verið að stefna að
tekjuaukningu ríkissjóðs. Heldur
sé einungis verið að tryggja sam-
ræmda og sanngjarna skatt-
heimtu. Niðurstöður nefndarinn-
ar, eins og þær birtast í áfanga-
skýrslunni eru í fullu samræmi
við þetta markmið þar sem lagt
er til að raunvirði tekna af eign-
um, þar á meðal vaxtatekjur
verði skattlagðar á sama hátt og
um launatekjur væri að ræða.
Nefndin leggur til að eigna-
tekjur verði lagðar við þann
tekjuskattsstofn sem fyrir er og
beri sama hlutfall til tekjuskatts.
Þá gerir nefndin ráð fyrir því að
frítekjumark eignatekna verði á
bilinu 100 til 150 þúsund krónur
fyrir hvern einstakling sem sam-
svarar því að hann megi hafa á
bilinu frá einni og hálfri milljón
til tveggja milljóna króna í tekjur
af eignum áður en skattlagning
kemur til framkvæmda.
Tilfærsla á skattstofnum
- frá verðmæti eignar
til tekna sem hún aflar
Bent hefur verið á að mörg
tæknileg vandamál séu á vegi
skattlagningar fjármagnstekna og
ekki verði fundin lausn á svo
flóknum vanda á skömmum
tíma. í áfangaskýrslu nefndar
fjármálaráðherra kemur meðal
annars fram að lagasetning um
skattlagningu eignatekna miðist
við að einfalda reglur um skatt-
lagningu eins og frekast sé kostur
og stefnt að því að þær mismuni
ekki einstaklingum eða hafi áhrif
á hvernig einstaklingar og fyrir-
tæki hagi sparnaði sínum eða taki
ákvarðanir varðandi fjármál.
Nefndin leggur mikla áherslu á
að eignatekjur lúti í öllum megin-
atriðum sömu reglum við skatt-
lagningu og launatekjur og eign-
ir, sem hingað til hafa verið uppi-
staðan í skattstofnum einstakl-
inga og fyrirtækja. Megin breyt-
ingin, sem nefndin leggur til í
áfangaskýrslunni felst því eink-
um í tilfærslu á tekjustofnum -
skattur verði lagður á þær tekjur
sem eignir viðkomandi aðila gefa
af sér en ekki að verðmæti eign-
arinnar sjálfrar myndi tekjustofn
eins og grundvöllur eignaskatta
byggist á.
Allar peningalegar eignir
skattskyldar -
upplýsingasskylda
peningastofnana lögfest
En til hvaða eigna er gert ráð fyr-
ir að hinar nýju hugmyndir um
skatta á eignatekjur nái til? í
áfangaáliti sínu gerir nefndin ráð
fyrir að allar peningalegar eignir
verði skattlagðar. Þar með eru
taldar innstæður í bönkum,
hverskonar verðbréf og stofnfé
félaga. í samræmi við skattlagn-
ing er taki mið af hækkunum á
verðbreytingarstuðli á árinu.
Leiðréttingin verði síðan miðuð
við meðalstöðu viðkomandi inn-
lánsreiknings á sama ári. Þá legg-
ur nefndin til að vextir af gjald-
eyrisreikningum teljist til skatt-
stofns eftir að þeir hafa verið
verð þess að meðtöldum vöxtum
og verðbótum, ef um verðtryggt
skuldabréf er að ræða, að frá-
dregnu kaupverði béfsins eftir að
það hefur verið uppreiknað sam-
kvæmt verðbreytingarstuðli til
skattstofns. Á sama hátt telst
sölu- eða innlausnarverð hluta-
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði í byggingu. Sérstakur skattur á slíkt húsnæði fellur niður samkvæmt hugmyndum
nefndar fjármálaráðherra um breytingar á skattstofnum.
ingu innistæðna og annarra pen-
ingalegra verðmæta, sem geymd
eru í bönkum verði lögfest
ákveðin upplýsingaskylda pen-
ingastofnana og annarra aðila á
fjármagnsmarkaði gagnvart
skattyfirvöldum á sama hátt og
nú gildir um launatekjur, arð-
greiðslur og ákvæði um skyldu til
nafnskráningar verðbréfa.
Nefndin telur að lögfesting slíkr-
ar upplýsingaskyldu sé forsenda
þess að skattlagning eignatekna
sé framkvæmanleg.
Eignaskattsstofni verði
breytt til lækkunar með
hliðsjón af hækkuðum
tekjuskattsstofni
Nefndin leggur til að útreikning-
um eignaskatts verði breytt með
hliðsjón af hinum hækkaða tekju-
skatti, sem fæst með samræmdri
skattlagningu eignatekna. í fyrsta
lagi verði skatthlutfall sérstaks
eignaskatts lækkað að því marki
að tekjur af honum haldist
óbreyttar. í öðru lagi verði hærra
þrep hins almenna eignaskatts
afnumið og hann lagður á í sama
hlutfalli og allar eignir yfir frí-
tekjumarkinu. í þriðja lagi verði
frítekjumarkið hækkað þannig
að tekjur af almennum eigna-
skatti lækki sem nemur auknum
skatttekjum af eignatekjum að
frádregnum skatti á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði, sem felldur
verður niður.
Tekjur af verð- og hluta-
bréfum myndi skattstofn
- leigutekjur skattskyldar
Með skattlagningu eignatekna
verður að meta raunvirði þeirra.
Nefndin legggur meðal annars til
að til skattstofns teljist vextir og
verðbætur, sem greiddar eru eða
lagðar við höfuðstól. Til frádrátt-
ar komi svonefnd vaxtaleiðrétt-
umreiknaðir í íslenskar krónur
samkvæmt gengi viðkomandi
gjaldmiðils. Miða skal við áramót
eða útborgunardag vaxta í því
sambandi. Þá teljist gjaldfallnir
vextir og verðbætur af skulda-
bréfum til skattstofns og einnig
afborganir og söluverð að frá-
dregnu kaupverði sem til greiðslu
hefur komið - uppreiknað frá
kaupári viðkomandi kröfu. Tekj-
ur af skuldabréfum teljist skatt-
skyldar hvort sem um verðtryggð
eða óverðtryggð skuldabréf verði
að ræða.
Ef skuldabréf er aðeins með
einum gjalddaga telst innlausnar-
í kvöld, miðvikudagskvöld, er
kvennakvöld í Glerárkirkju kl. 9-
10. Þema kvöldsins er innri upp-
bygging. Kynnt verður ýmislegt
sem stuðlar að andlegri uppbygg-
ingu og því sem er til hjálpar á
hinni andlegu vegferð. Kynnt
verður Taizé bænatónlistin og
ýmsar andlegar æfingar og bænir
sem færa okkur nær Guði. Boðið
bréfa til skattsstofns að frádregnu
uppreiknuðu kaupverði þeirra
bréfa sem eru seld eða innleyst.
Þá gerir nefndin ráð fyrir að arð-
ur af hlutabréfum og tekjur af
hlutdeildarskírteinum verði
skattskyldur og að ieigutekjur
myndi einnig skattstofn.
Efasemdir um möguleika
til þess að reikna raunvexti
af ýmsum eignum
Samkvæmt núgildandi skattalög-
um bera vaxtatekjur atvinnu-
rekstrar, bæði félaga og einstakl-
verður upp á söng, tónlist, bæn
og fyrirbæn. Kynning verður á
kyrrðardögum kvenna sem
haldnir verða 28.-31. maí nk. að
Hólum í Hjaltadal. Skráning á þá
hefst um kvöldið. Aðgangur er
ókeypis og allar konur hjartan-
lega velkomnar.
Fréttatilkynning frá Glerárkirkju.
Kvennakvöld í
Glerárkirkju
inga skatta. Vaxtatekjur ein-
staklinga hafa hins vegar verið
skattfrjálsar og því er verið að
stefna að skattlagningu þeirra
með þeim tillögum sem nefnd
fjármálaráðherra um skattlagn-
ingu eigna hefur nú kynnt í
áfangaskýrslu sinni. Ólafur
Nilsson, endurskoðandi, benti
nýlega á í tímaritsgrein að engin
skráning sé til á eigendum spari-
skírteina, bankabréfa, hlutdeild-
arbréfum og öðrum markaðs-
bréfum. í seinni tíð hafi kaup-
endur þeirra verið nafnskráðir
hjá þeim peningastofnunum og
verðbréfafyrirtækjum, sem selt
hafa bréfin en þau síðan getað
gengið kaupum og sölum á milli
aðila án þess að eigendaskiptin
séu skráð hjá útgefendum. Ólaf-
ur bendir einnig á í grein sinni að
sú nefnd er vann að þessum mál-
um á vegum fyrri ríkisstjórnar
hafi gert ráð fyrir að skattlagning
fjármagnstekna miðist við raun-
vexti. Nefnd núverandi ríkis-
stjórnar stefni að sama mark-
| miði. Síðan segir hann að þótt
! æskilegt sé að miða útreikning
skattstofnsins við raunvexti, sé
um mjög erfitt mál að ræða þegar
til framkvæmda komi. Ólafur tel-
ur síðan raunar nær útilokað að
koma slíkri skattlagningu á svo
vit verði í þar sem rauvaxta-
útreikningur á ýmsum öðrum
eignum en bankainnistæðum
verði bæði eigendum þeirra og
skattayfirvöldum ofviða. ÞI
RÁRGÖTU 36
A söluskrá:
SÍMI 11500
Þingvallastræti:
5 herb. einbýlishús á einni hæð
ca. 150 fm. Húsið er mikið endur-
nýjað. Áhvílandi húsn.lán ca. 5,8
millj. Laust eftir samkomulagi.
Lyngholt:
4ra-5 herb. neðri hæð í tvíbýli
ásamt bilskúr, samtals ca. 170
fm. Eignin er i mjög góðu lagi.
Laus fljótlega.
Steinahlíð:
5 herb. raöhús á tveimur
hæðum, samtals ca. 136 fm.
Eignin er mikið endurnýjuð og er
í fyrsta flokks ástandi. Laus
snemma í maí.
Kringlumýri:
Einbýlishús á þremur pöllum
með nýlegum rúml. 40 fm bíl-
skúr, samtals ca. 235 fm. Eignin
hefur verið endurnýjuð að hluta
t.d. nýtt eldhús og saunabað.
Eignin er laus 1. júlí. Áhvilandi
langtimalán ca. 2,0 millj.
FASTÐGNA& VJ
skipasalaSSI
N0RÐURLANDS Cí
Glerárgötu 36, 3. hæð Simi 11500
Opið virka daga kl. 14.00-18.30
á öðrum tímum eftir samkomulagi
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður: æ*
Benedikt Ólafsson hdl.