Dagur - 01.04.1992, Page 11

Dagur - 01.04.1992, Page 11
Miðvikudagur 1. apríl 1992 - DAGUR - 11 Iþróttir Jón Haukur Brynjólfsson Pro Kennex badmintonmótið: Algerir yfirburðir Sögaards Um síðustu helgi fór fram a Akureyri hið alþjóðlega badmintonmót Pro Kennex. Gríðarlega mikil þátttaka var í mótinu og má nefna að um 50 keppendur komu frá Reykja- vík til að taka þátt í þessum árlega viðburði. Keppendur voru á annað hundrað í heild- ina og var keppt í meistara- flokki, A- og B-flokki og öðlingaflokki sem er heiðurs- flokkurinn, skipaður 40 ára og eldri. Keppt var í tveimur íþróttahúsum, íþróttahöllinni og íþróttahúsi Glerárskóla. Fjórir erlendir keppendur voru á mótinu og bar þar hæst hinn 23 ára gamla Dana Michael Sögaard sem er í 3.-4. sæti yfir sterkustu einliðaleiksspilara Dana. Hann hefur unnið sér margt til frægðar og má helst nefna að hann varð Norðulandameistari í einliðaleik og tvíliðaleik árið 1987 í flokki undir 18 ára og Evrópumeistari í tvíliðaleik 1987 í flokki undir 18 ára. Hann er númer 34 á heims- listanum í einliðaleik. Michael datt úr keppni á All England mótinu á móti Shao Janhoua í undanúrslitum í tvísýnum leik þar sem Kínverjinn hafði betur 15:11 og 15:11. Janhoua sigraði síðan á mótinu en hann er núver- andi heimsmeistari í einliðaleik karla. Tveir ungir Norðmenn, þeir Fridjof Berents og Anders-Tand- berg Johansen voru líka á mótinu en þeir eru núverandi Noregs- meistarar í tvíliðaleik karla undir 21 árs. Mike Brown, landsliðs- þjálfari íslendinga, var einnig mættur til leiks en hann sigraði m.a. Brodda Kristjánsson á Reykjavíkurmótinu fyrir skömmu. Mótið tókst í alla staði vel og var keppnin í meistaraflokki gríðarlega spennandi og óvænt úrslit urðu í mörgum leikjum. Má þar helst nefna að Árni Þór Hallgrímsson tapaði fyrir Þor- steini Páli Hængssyni í fyrsta sinn á þessu ári. Þorsteinn tapaði hins vegar fyrir Sögaard í næstu umferð. Ármann Þorvaldsson spilaði við Brodda Kristjánsson í fyrstu umferð og fór sá leikur í oddalotu þar sem Broddi hafði betur. Broddi spilaði síðan við Mike Brown og hafði betur í þetta sinn í spennandi leik. í úrslitum mættust Broddi og Sögaard en þeir mættust einmitt fyrr á þessu ári á Scottish Open og hafði Daninn þá betur í odda- lotu. Annað var uppi á teningn- um í þetta sinn því Daninn hreint og beint valtaði yfir Bródda og sigraði hann auðveldlega í tveim- ur lotum og tók leikurinn ekki nema um 12 mínútur. í tvíliðaleik í meistaraflokki kepptu þeir Broddi og Árni Þór við Óla Björn Zimsen og Jón Pétur Zimsen og sigruðu Broddi og Árni Þór í mjög spennandi leik. í A-flokki karla sigraði Anders Tandberg-Johansen Tryggva Nielsen í tveimur lotum en hinn Norðmaðurinn tapaði fyrir Val- geiri Magnússyni í undanúrslitum. I tvíliðaleik karla í A-flokki var úrslitaleikurinn mjög tvísýnn en þar kepptu Norðmennirnir á móti Gunnari Petersen og Kristjáni Daníelssyni og sigruðu íslending- arnir í oddalotu. Óhætt er að segja að þarna sé á ferðinni eitt sterkasta mót sem haldið er á landinu á ári hverju og verður að teljast gott að það fari fram á Akureyri en þar er umboðsmaður Pro Kennex bú- settur. Mótið er þegar farið að vekja talsverða athygli á Norður- löndunum og er þetta í fyrsta sinn sem erlendir leikmenn skrá sig til keppni án þess að vera boðnir formlega. Urslit úr mótinu fara hér á eftir. Við birtum nöfn þeirra sem léku til úrslita, sigurvegarana á undan, og tölurnar tákna úrslit úr leikjunum. Einar Jón Einarsson Meistarafl. karla: Einliðaleikur Michael Sögaard, D- Broddi Kristjánss., TBR 15:4/15:7 Meistarafl. karlar: Tvfliðaleikur Broddi Kristjánsson/ Árni Þór Hallgrímsson, TBR- Óli Björn Zimsen/ Jón Pétur Zimsen, TBR 15:12/15:9 Meistarafl. kvenna: Einliðaleikur Þórdís Edwald, TBR- Elsa Nielsen, TBR 12:9/11:1 Meistaraflokkur kvenna: Tvfliðaleikur Þórdís Edwald/ Birna Petersen, TBR- Michael Sögaard sýndi snilldartilþrif á Akureyri um hclgina. Mynd: Golli Elsa Nielsen/ Áslaug Jónsdóttir, TBR 15:11/15:3 Meistaraflokkur: Tvenndarleikur Mike Brown/ Birna Petersen, TBR- Þorsteinn Páll Hængsson/ Kristín Magnúsdóttir, TBR 17:14/15:9 A-flokkur karla: Einliðaleikur Anders-Tandberg Johansen, Nor.- Tryggvi Nielsen, TBR 15:13/15:12 A-flokkur karla: Tvfliðaleikur Gunnar Petersen/ Kristján Daníelsson, TBR- Anders-Tandberg Johansen/ Fridjof Berents, Nor. 12:15/15:12/15:8 A-flokkur kvenna: Einliðaleikur Sigríður M. Jónsdóttir, TBR- Sigríður Bjarnadóttir, UMSB 11:6/11/0 A-flokkur kvenna: Tvfliðaleikur Stella Matthíasdóttir/ Hanna Lára Köhler, BH/TBR- Akureyri: Mikið fjölmenni á tveimur glímiunótum Tvö mjög fjölmenn glímumót voru haldin á Akureyri um síð- ustu helgi, Landsflokkaglíman og Grunnskólamót GLI. Aldrei hafa jafn margir keppendur mætt á glímumót, keppendur í Landsflokkaglímunni voru 85 frá 5 félögum og samböndum og á Grunnskólamótinu voru 127 keppendur frá 30 skólum. Landsflokkaglíman er lang- fjölmennasta meistaramót glím- unnar frá upphafi. Keppt var í 4 aldursflokkum kvenna og 9 aldurs- og þyngdarflokkum karla. Flesta íslandsmeistaratitla hlaut HSK, eða 8 talsins. Skarp- héðinsmenn voru einnig langfjöl- mennastir á mótinu eða 50 talsins. Það var KEA sem gaf öll verðlaun í Landsflokkaglímuna. Mikil keppnisgleði var ríkjandi á Grunnskólamótinu og voru helstu kappar óspart hvattir af félögum sínum. Allir sigurvegar- ar fengu bikar til eignar og skóli þeirra annan stærri til varðveislu næsta árið. Það var Amaro á Akureyri sem gaf öll verðlaun. Það var Barnaskólinn á Laug- arvatni sem átti langflesta verð- launahafana eða 10 talsins. Einnig voru Skútustaðaskóli í Mývatnssveit og Sólvallaskóli á Selfossi með öflug lið. Úrslit í mótunum urðu þessi: LANDSFLOKKAGLÍMAN Hnátur 10-11 ára 1. írena L. Kristjánsdóttir KR 2. Valgý Arna Eiríksdóttir HSK 3. Ema Ólafsdóttir UMSE Tclpur 12-13 ára 1. Katrín Ástráðsdóttir HSK 2. Ólöf Þórarinsdóttir HSK 3. Sjöfn Gunnarsdóttir HSK Meyjar 14-15 ára 1. Auður Gunnarsdóttir HSK 2. Heiða Tómasdóttir HSK 3. Ingveldur Geirsdóttir HSK Konur 16 ára og eldri 1. Karólína Ólafsdóttir HSK 2. Guðrún Guðmundsdóttir HSK 3. Sóley Sigmarsdóttir HSK Hnokkar 10-11 ára 1. Hartmann Pétursson HSK 2. Sölvi Arnarsson HSK 3. Ottó Eyfjörð Jónsson HSK Piltar 12-13 ára 1. Óðinn Þór Kjartansson HSK 2. Jóhannes Héðinsson HSÞ 3. -4. Rúnar Gunnarsson HSK 3.-4. Sveinn Júlíusson HSK Sveinar 14-15 ára 1. Ólafur Sigurðsson HSK 2. Torfi Pálsson HSK 3. Magnús Másson HSK Drengir 16-17 ára 1. Jóhann R. Sveinbjörnsson HSK 2. Ingvar Snæbjörnsson KR 3. Gestur Gunnarsson HSK Unglingar 18-19 ára 1. Ingibergur J. Sigurðsson UV 2. Tryggvi Héðinsson HSÞ 3. Stefán Bárðarson UV Karlar -60 kg 1. Garðar Þorvaldsson KR 2. Reynir Jóhannsson KR Karlar -81 kg 1. Amgeir Friðriksson HSÞ 2. Helgi Kjartansson HSK 3. Yngvi R. Kristjánsson HSÞ Karlar -90 kg 1. Eyþór Pétursson HSÞ 2. Helgi Bjarnason KR 3. Arngrímur Jónsson HSÞ Karlar +90 kg 1. Jóhannes Sveinbjörnsson HSK 2. Lárus Björnsson HSÞ 3. Orri Björnsson KR Ungdómurinn lætur ekki sitt eftir liggja þegar þjóðaríþróttin á í hlut. GRUNNSKÓLAMÓT GLÍ1992 STÚLKUR 4. bekkur 1. Rakel Theodórsdóttir, B.sk. Laugarv. 2. írena L. Kristjánsdóttir, Grandask. 3. Anna L. Sigurðardóttir, Gr.sk. Hverag. 5. bekkur 1.-2. Erna Ólafsdóttir, Gr.sk. Hrafnag. 1.-2. Valgý A. Sigurðard., Gr.sk. Hverag. 3. Dagný Tómasdóttir, B.sk. Laugarv. 6. bekkur 1. Ólöf Þórarinsdóttir, B.sk. Eyrarb. 2. Unnur Sveinbjörnsdóttir, B.sk. Laugarv. 3. Berglind Ó. Óðinsdóttir, Árskógarsk. 7. bekkur 1. Eyja Hjaltested, Seljalandssk. 2. Katrín Ástráðsdóttir, B.sk. Gaulverja 3. Sjöfn Gunnarsdóttir, B.sk. Gaulverja 8. bekkur 1. Karólína Ólafsdóttir, B.sk. Laugarv. 2. Arnfríður Amgrímsdóttir, Skútustaðask. 3. Sabína Halldórsdóttir, B.sk. Laugarv. 9. bekkur 1. Heiða Tómasdóttir, Hér.sk. Laugarv. 2. Ingveldur Geirsdóttir, Sólv.skóla Self. 3. Emelía Bragadóttir, Skútustaðask. 10 bekkur 1. Guðrún Guðmundsdóttir, Sólv.skóla Self. ■ 2. Emelía Bragad., Skútustaðask. (gestur) Mynd: JHB DRENGIR 4. bekkur 1. Benedikt Jakobsson, Áiftanessk. 2. Jón S. Eyþórsson, Skútustaðask. 3. Kjartan Þórarinsson, Lundarsk. Ak. 5. bekkur 1.-2. Daníel Pálsson, B.sk. Laugarv. 1.-2. Hartmann Péturss., Sandvíkursk. Self. 3. Sölvi Arnarsson, B.sk. Laugarv. 6. bekkur 1. Atli Þórarinsson, Lundarsk. Ak. 2. Ólafur Kristjánsson, Skútustaðask. 3. Elvar Þóroddssson, Sólvallask. 7. bekkur 1. Óðinn Þór Kjartansson, B.sk. Laugarv. 2. Daði Friðriksson, Skútustaðask. 3. Jóhannes Héðinsson, Skútustaðask. 8. bekkur 1. Láras Kjartansson, B.sk. Laugarv. 2. Kjartan Kárason, B.sk. Laugarv. 3. Pétur Eyþórsson, Skútustaðask. 9. bekkur 1. Ólafur Sigurðsson, Hér.sk. Laugarv. 2. Magnús Másson, Sólvallask. Self. 3. Guðmundur Sigurðsson, Árskógarsk. 10. bekkur 1. Gestur Gunnarsson, Hér.sk. Laugarv. 2. Rúnar Larsen, Sólvallask. Self. 3. Guðjón Magnússon, Sólvallask. Self. Sigríður M. Jónsdóttir/ Elín Agnarsdóttir, TBR 15:12/17:14 A-flokkur: Tvenndarleikur Sigfús Ægir Ámason/ Hanna Lára Köhler, TBR- Sigríður M. Jónsdóttir/ Haraldur Kornelíus, TBR 15:8/15:10 B-flokkur karla: Einliðaleikur Jóhann G. Amarsson, TBA- Sigurður B. Hafþórss., TBA 15:6/15:7 B-flokkur karla: Tvfliðaleikur Andri Már Þórarinsson/ Jóhann G. Arnarsson, TBA- Sigurður B. Hafþórsson/ Páll Tómas Finnsson, TBA 15:1/15:3 B-flokkur kvenna: Einliðaleikur Hrund Guðmundsdóttir, TBR- Ólöf G. Ólafsdóttir, TBA 11:1/11:0 B-flokkur kvenna: Tvfliðaleikur Ingibjörg S. Sverrisdóttir/ Vildís K. Guðmundsson, TBR/KR- Hrund Guðmundsdóttir/ Stefanía Haraldsdóttir, TBR 15:7/15:11 Öðlingaflokkur karla: Einliðaleikur Haraldur Kornelíus. TBR- Kristinn Jónsson, TBA 15:3/15:3 Öðlingaflokkur karla: Tvfliðaleikur Haraldur Kornelíus/ Steinar Petersen, TBR- Finnur Birgisson/ Sveinn B. Sveinsson, TBA 15:6/15:10 Skíði 13-16 ára: Bikarkeppni lokið Unglingameistaramót íslands á skíðum, sem fram fór á ísa- flrði og í Reykjavík um síðustu helgi, var jafnframt síðasta bikarmót í aldursflokkum 13- 16 ára og er því orðið Ijóst hverjir eru bikarmeistarar í alpagreinum og skíöagöngu. Ef byrjað er á alpagreinunum. þá varð Kristján Kristjánsson frá Reykjavík sigurvegari í flokki pilta 15-16 ára með 86 stig, Sveinn Brynjólfsson frá Dalvík í 2. sæti með 67 stig og Róbert Hafsteinsson, ísafirði, í 3. sæti með 65 stig. í stúlknaflokki 15-16 ára sigraði Hildur Þorsteinsdótt- ir, Akureyri, með 100 stig, Theo- dóra Mathiesen, Reykjavík, varð í 2. sæti með 90 stig og Sandra Axelsdóttir, Akureyri, í 3. sæti með 64 stig. í flokki drengja 13-14 ára sigr- aði Egill A. Birgisson, Reykja- vík, með 73 stig, Torfi Jóhanns- son, ísafirði, varð í 2. sæti með 59 stig og Jón H. Pétursson, ísa- firði, í 3. sæti með 57 stig. í stúlknaflokknum sigraði Sigríður B. Þorláksdóttir, Isafirði, með 100 stig, Brynja Þorsteinsdóttir, Akureyri varð í 2. sæti með 80 stig og Hrefna Óladóttir, Akur- eyri, í 3. sæti með 75 stig. í göngunni varð Albert Arason frá Ólafsfirði bikarmeistari í flokki drengja 13-14 ára. Heið- björt Gunnólfsdóttir frá Ólafs- firði sigraði í flokki stúlkna 13-15 ára og Arnar Pálsson, ísafirði, í flokki drengja 15-16 ára.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.