Dagur - 01.04.1992, Síða 12

Dagur - 01.04.1992, Síða 12
m Akureyri, miðvikudagur 1. aprfl 1992 heimsendingarþj ónust a alla daga Sunnudaga til fimmtudaga kl. IZ.OO-ZZ.iSO Föstudaga og laugardaga kl. 12.00-04.30 Hádegistilboð alla daga VEITINGÆHUSIÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 Svalbarðsströnd: Hlutafélagið Fjöregg hf. kaup- ir alifuglabúið Fjöregg í Svein- bjarnargerði á Svalbarðsströnd nú um mánaðamótin. íslands- banki eignaðist búið eftir upp- boð í kjölfar gjaldþrots fyrrum eiganda búsins á síðasta ári og í framhaldi af því keypti bank- inn bústofninn. Árni Pálsson, lögfræðingur íslandsbanka, staðfesti í gær að nýju eigendurnir taki við búinu nú um mánaðamótin. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð þar sem samningur hafi ekki verið undir- ritaður en sagðist ekki sjá að neitt komi í veg fyrir að af kaup- unum verði. Fjöregg hf. kaupir jörð og fasteignir í Sveinbjarn- argerði en leigir bústofninn af íslandsbanka. Meðal þeirra sem standa að nýja félaginu eru Anny Larsdótt- ir, eiginkona Jónasar Halldórs- sonar og Haukur Halldórsson. JÓH Skagaströnd: RARIK eykur varaaflið Rafmagnsveitur ríkisins tóku í gær í notkun nýja 800 kfló- watta díselvél á Skagaströnd. Með tilkomu þessarar vélar eykst varaafl á Skagaströnd í 70% hlutfall, en fyrir var 600 kflówatta díselvél. Kostnaður við framkvæmdina er um tíu milljónir króna. Að sögn Hauks Ásgeirssonar, svæðisrafveitustjóra, er míkíl búbót fyrir Skagstrendinga að fá þessa nýju díselvél, þar sem háspennulínur við Skagaströnd liggja á miklu áhættusvæði hvað ísingu varðar. Síðustu tuttugu árin hafa t.a.m. þrisvar sinnum orðið alvarleg tjón á raflínum milli Skagastrandar og Laxár í Refasveit og þar af tvö á síðasta ári. „Með þessari aukningu á vara- afli eiga íbúðarhús á Skagaströnd ekki að kólna niður þó að Skag- strendingar njóti ekki rafmagns frá landskerfinu af einhverjum orsökum. Þá geta frystihús og önnur fiskvinnslufyrirtæki einnig verið öruggari um að afurðirnar komi ekki til með að liggja undir skemmdum vegna raforkuskorts,“ segir Haukur Ásgeirsson. SBG Benedikt Kristjánsson hjá Máli og menningu og Eyjólfur Sigurðsson hjá Skjaldborg, við hluta bókastaflans sem fæst gefins í dag. Mynd: Golli Stóri bókamarkaðurinn á Akureyri: Allar bækur sem ekki seldust fást gefuis í dag - „teljum ekki svara kostnaði að flytja bækurnar suður aftur,“ segir Björn Eiríksson Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Norðurlands: Hluthafar eru orðnir 263 Ávöxtun Hlutabréfasjóös Norðurlands hf. þá fjóra mán- uði sem hann hefur starfað svarar til 12,1% raunávöxtun- ar á ári. Góð ávöxtun er ann- ars vegar rakin til góðrar ávöxtunar á bankavíxlum og hins vegar að húsbréf, sem sjóðurinn keypti í byrjun janúar, hafa hækkað í verði. Þetta kom fram á aðalfundi Hlutabréfasjóðsins í gær. Hlutabréfasjóður Norðurlands hf. var stofnaður 14. nóvember á síðasta ári og var tilgangurinn með stofnun hans að skapa far- veg fyrir samvinnu einstaklinga og lögaðila til fjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum atvinnufyrirtækja. Á þeim stutta tíma sem sjóðurinn starfaði á síð- asta ári seldi hann hlutabréf fyrir 25 milljónir króna. Þann 30. mars sl. var hlutafé 28,5 milljónir króna og hluthafar alls 263. Á aðalfundinum í gær var stjórn Hlutabréfasjóðs Norður- lands hf. endurkjörin. Hana skipa Róbert B. Agnarsson, for- maður, Halldór Jónsson og Ingi Björnsson. Til vara voru kjörin Lilja Steinþórsdóttir, Kári Arnór Kárason og Árni Magnússon. Björgólfur Jóhannsson var kjör- inn endurskoðandi. óþh „Við teljum það ekki svara kostnaði að flytja allar þær bækur suður aftur sem ekki seldust á bókamarkaðnum og því höfum við ákveðið að hafa opið í dag, miðvikudag, og gefa fólki þær bækur sem eftir eru,“ sagði Björn Eiríksson, bókaútgefandi í Skjaldborg í samtaii við Dag. „Það má þó enginn taka fleiri en 10 bækur, þannig að allir þeir sem koma fái bækur,“ bætti Björn við. Stóri bókamarkaðurinn hefur staðið yfir í kjallara kjörmarkaðs KEA í Hrísalundi á Ákureyri og sem fyrr segir getur fólk komið þangað í dag á milli kl. 9.00- 12.00 og valið sér allt að 10 bæk- ur án þess að borga fyrir þær eina einustu krónu. „Við seldum um 60.000 bækur á markaðnum að þessu sinni og erum nokkuð ánægðir með þann „Allar kvíar fullar af úrvalsfiski,“ - segir Eyjólfur Konráð Jónsson, stjórnarformaður ísnó „Fiskeldið gengur frábærlega vel í lónunum, þar eru ævin- týralegir hlutir að gerast. Það eru allar kvíar fullar af úrvals- físki og við getum farið að slátra 100 tonnum strax og síð- an öðrum 100 tonnum að því loknu. Við stöndum í samning- um um sölu á þessum fiski og ættum síðan að geta staðið skil á öllum okkar viðskiptum við Landsbankann,“ sagði Eyjólf- ur Konráð Jónsson, alþingis- maður og stjómarformaður Isno, aðspurður um stöðu fyrirtækisins. ísno hefur átt í fjárhagserfið- leikum að undanförnu en Eyjólf- ur Konráð sagðist eiga von á að úr rættist og var bjartsýnn á fram- tíðina er Dagur ræddi við hann í gær. Hann sagði að skuldir fyrir- tækisins væru taldar um 600 millj- ónir, en eignir þess væru miklu meiri. Þetta ár yrði erfitt en hann vonaði að hlutirnir yrðu auðveld- ari viðfangs á næsta ári. „Þetta er orðið gamalt félag að stofni til. Snorri heitinn Hall- grímsson, prófessor og Kristinn Guðbrandsson byrjuðu fyrir um 35 árum síðan. Við höfum þessa stofna, norska stofninn sem rækt- aður hefur verið áratugum saman og vex um 20% hraðar en íslenski stofninn, og svo erum við komnir með stofn úr Laxá í Aðaldal, stórfiskastofn sem slagar orðið talsvert upp í þann norska. Við erum einnig með hafbeitarstofn sem við höfum verið með í lónunum allan tímann, en bara í litlum mæli vegna þess að þetta var allt drep- ið í hafi. Nú er búið að stöðva það, þannig að framtíðin er björt,“ sagði Eyjólfur Konráð. Hann sagði að aðstaða til fisk- eldis í Lónum í Kelduhverfi væri ævintýralega góð. Að Öxnalæk í Ölfusi er ísnó með seiðaeldisstöð sem Eyjólfur Konráð sagði að gengi einnig sérlega vel: „Þar dræpist hreinlega ekki eitt ein- asta kvikindi." Allt væri þar orð- ið fullt af stærðar seiðum sem þyrfti að fara að flytja í kvíar Isno við Vestmannaeyjar, til framhaldseldis fyrir Frakklands- markað. „Við erum með frábært starfs- fólk og samhent,“ sagði stjórn- arformaður ísno. IM árangur. Það hafa margir titlar selst upp en þó ættu allir þeir sem koma hingað í dag, að finna eitthvað við sitt hæfi. Ekki síst þar sem þeir fá bækurnar frítt." Björn sagði að vel hafi tekist til með að hafa markaðinn í kjallara Hrísalundar og raunar hafi báðir aðilar hagnast á því. Salan var nokkuð svipuð og síðustu ár en þó hefur heldur orðið aukning á milli ára. „Þessi mikla sala á Akureyri, gefur okkur byr undir báða vængi og ég tel allar líkur á því að við komum með bókamarkaðinn aft- ur norður að árj,“ sagði Björn Eiríksson. -KK Hluthafafundur í Laxá hf.: Nýtt hlutafé háð samningum um kaup á fóðurverksmiðjunni Á hluthafafundi hjá Laxá hf. sl. mánudag var samþykkt að fela framkvæmdastjóra og lög- fræðingi fyrirtækisins að halda áfram samningaumleitunum um kaup á eignum þrotabús Istess, þ.e. húseignum og tækj- um fóðurverksmiðjunnar. „Framkvæmdastjóri og lög- fræðingur fengu endurnýjað umboð til að ganga til viðræðna við bústjóra og kröfuhafa um kaup á verksmiðjunni. Söfnun á nýju hlutafé í fyrirtækið hefur staðið yfir og það hefur orðið dálítill árangur. Við vonumst eft- ir að safna meiru en þegar er komið,“ sagði Magnús Gauti Gautason, stjórnarformaður Laxár, í samtali við Dag. Hann bjóst við að línur færu að skýrast í vikunni en tilboð Laxár í eignir þrotabús ístess hefur ver- ið í skoðun hjá bústjóra og Landsbankanum undanfarna þrjá mánuði. Loforð um aukið hlutafé í Laxá ætti að geta orðið til þess að leysa hnútinn. Magnús Gauti kvaðst ekkert geta sagt um það hverjir kæmu inn með nýtt hlutafé en sagði að hlutafjárloforðin væru háð því að samningar næðust um kaup á fóðurverksmiðjunni. SS Akureyri: Ekið á konu á Þingvallastræti Kona varð fyrir bfl á Þingvalla- stræti á Akureyri, á móts við Brauðgerð Kr. Jónssonar, í gær. Konan var flutt á Fjórð- ungssjúkrahúsið, en meiðsl hennar voru ekki talin alvar- leg. Slysið varð á fimmta tímanum í gær. Bifreiðin skemmdist tölu- vert, húdd beyglaðist og fram- rúða brotnaði. Þá voru þrjú önnur óhöpp í umferðinni á Akureyri í gær- morgun. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Akureyri sagði að aðstæður til aksturs í gær hefðu verið allar hinar ákjósanlegustu, en því miður færu oft saman góð- ar aðstæður og tíð umferðar- óhöpp. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.