Dagur - 02.04.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 02.04.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 2. apríl 1992 Fréttir Verkaskipting kvenna og karla í sveitarstjórnum: Samanlagöur hlutur kvenna í sveitar- stjómum landsius aöeins 22 prósent - hefur aukist um 3 prósent frá síðasta kjörtímabili -- „svörtum blettum“ fækkar Á skrifstofu Jafnréttisráðs hef- ur verið unnin skýrsla um verkaskiptingu kvenna og karla í sveitarstjórnum kjör- tímabilið 1990-1994. Þar er gerð grein fyrir fjölda kvenna og karla sem kjörnum sveitar- stjórnarfulltrúum í öllum sveit- arfélögum landsins ásamt fjölda og verkaskiptingu kvenna og karla í nefndum stærri sveitarfélaga, þ.e. Reykjavík og kaupstöðum landsins, samtals 31 sveitarfé- lag. Upplýsingarnar eru unnar úr Sveitarstjórnarmannatali sem gefið er út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Jafnréttisráð hefur áður unnið sambærilega skýrslu fyrir kjör- tímabilið 1986-1990. Þá var m.a. annars dregin sú ályktun að kon- um væri gert auðveldara að kom- ast að í borgar-/bæjarstjórnir í gegnum „örugg“ sæti á listum stjórnmálaflokka en að þessir sömu flokkar kalli þær til starfa í hin ýmsu ráð, stjórnir og nefndir. Helstu niðurstöður þessarar nýju úttektar eru að samanlagður hlutur kvenna í sveitarstjórnum landsins er aðeins 22%, var 19% síðasta kjörtímabil. Þessi aukn- ing er óveruleg sérstaklega ef miðað er við þær breytingar sem urðu á hlut kvenna í sveitar- stjórnum í kosningunum 1982 og 1986. Þá hefur hlutur kvenna í æðstu embættum sveitarstjórna aukist lítið. Aðeins 10% þeirra kvenna sem hafa náð kjöri sem sveitarstjórnarfulltrúar hafa ver- ið valdar sem forsetar bæjar- stjórna, oddvitar kauptúna eða oddvitar minni hreppa á móti 20% karla. í bæjarráðum stærri sveitarfélaganna eru konur að- eins 21,6% fulitrúa og í 11 af 31 borgar-/bæjarráði er engin kona. Anægjulegasta breytingin er sú að svo kölluðum „svörtum blett- um“ hefur fækkað. Svarta bletti köllum við sveitarstjórnir þar sem engin kona hefur verið kjör- in fulltrúi. í 57 af 201 sveitar- stjórnum er engin kona en það er 28% þeirra. Eftir kosningarnar 1986 voru 37% sveitarstjórna án kvenna. Konur eru nú 30% fulltrúa í nefndum, stjórnum og ráðum stóru sveitarfélaganna. Það hlut- fail endurspeglar nokkuð vel hlutfall þeirra í sjálfum borgar-/ bæjarstjórnunum en það er núna 31,5%, var 28,9%. Af 920 nefnd- um og ráðum eru 393 nefndir án kvenna eða tæplega 43%. Sam- bærileg tala frá sfðasta kjörtíma- bili var 48%. Til samanburðar skal tekið fram að aðeins 60 nefndir eða 6,5% eru án karla. Konur eru í meirihluta í 231 nefnd eða 25% þeirra og lang- flestar kvennanna starfa í þessum nefndum eða 65%. Sem dæmi um verkaskiptingu kvenna og karla í nefndum sveit- arfélaga má nefna félagsmálaráð og atvinnumálanefndir. Konur eru 73,5% fulltrúa í fé- iagsmálaráðum og í langflestum tilfellum eru þær jafnframt for- menn. í atvinnumálanefndum eru konur 15% nefndarmanna, í 13 slíkum nefndum er engin kona og þær eru þar hvergi í meiri- hluta. Til viðbótar má nefna húsnæðisnefndir sveitarfélaga sem hafa öðlast mikið vægi með nýjum lögum um verkefni og um- fang. Þær eru yfirleitt skipaðar 3 eða 4 fulltrúum sveitarstjórna auk fulltrúa frá samtökum launa- fólks á hverjum stað. í þessari úttekt eru aðeins taldir fulltrúar sveitarstjórna en þeir eru samtals 91, þar af eru konur 12 eða 13% fulltrúa. íbúar við Lönguhlíð og Skarðshlíð óhressir með bílakirkjugarðinn á Glerárbökkum: Stöðugt verið að fjarlægja bílhræ - segir Alfreð Schiöth hjá embætti heilbriðgðisfulltrúa á Akureyri „Glerárbakkarnir eru ekkert einsdæmi. Ónýt bílhræ finnast víða í bæjarlandinu. Benedikt Arthúrsson, verktaki, vinnur stöðugt að því að fjarlægja bílhræ og fer ýniist með þau á haugana eða í sérstakt port ef talið er að einhver verðmæti felist í skraninu,“ sagði Alfreð Schiöth, fulltrúi heilbrigðisfuli- trúans á Akureyri. Degi hafa borist kvartanir vegna bílhræja á Glerárbökkum og eru íbúar við Skarðshlíð og Lönguhlíð sérstakiega óhressir með útsýnið suður yfir Glerána. Alfreð Schiöth segir að starfs- menn heiibrigðisfulltrúa hafi tek- ið hressilega á málinu að undan- förnu og búið sé að fjarlægja 10 bílhræ af svæðinu. „Við eigum eftir að taka nokk- ur bílhræ, „bíla“ sem eru ekki á hjólum. Þeir verða teknir á næstu dögum og stefnt er að því að fjar- lægja öll bílhræ úr bæjarlandinu fyrir miðjan júní. Hreinsun þessi er árviss og auk Glerárbakkanna eru Grænhólssvæðið, Sandgerð- isbótin, hafnarsvæðið og veg- spottinn ofan Hlíðar á Syðri- Ert þú „inn“ Föstudagur: Rokkbandið (Aldrei betri) - Miðaverð kr. 1.000 Happy half an hour úr krana frá kl. 23.30-00.00 Laugardagur: Rokkbandið Happy half an hour úr krana - Miðaverð kr. 1.000 Geir Borgar maettur á svæðið og skenkir í glös „Ekta“ austurlenskur matur Fimmtudagskoöld: Happy hour úr krana kl. 21.30-22.30 Baddi og Hjörtur Howser ásamt fleirum .,-ur í fcestu Föstudags- og laugardagskvöld: Baddi og Hjörtur Howser Snyrtilegur klæðnaður Borðapantanir I síma 24199 brekkunni þeir staðir sem menn henda ónýtum bílum. Sé bílhræ skilið eftir þá virkar það sem segull. Óðar eru komin önnur á staðinn. Þetta er hin mesta plága,“ sagði Alfreð Schiöth. ój Fjarlægja þarf nokkur bílhræ af Glerárbökkum. Stofnfundur áhugamanna og aðstandenda Alzheimersjúklinga - haldinn næstkomandi laugardag Á laugardag verður haldinn stofnfundur félags áhuga- manna og aðstandenda Alz- heimersjúklinga á Akureyri og nágrenni. Fundurinn verður haldinn í samkomusal Dvalar- heimilisins Hlíðar á Akureyri kl. 14 á laugardag. Á fundin- um mun formaður félags áhugamanna og aðstandenda Alzheimersjúklinga í Reykja- vík gera grein fyrir starfi félagsins á síðustu árum. Áætluð íbúafjölgun á íslandi frá 1984-2013 er um 23% en á sama tíma er áætlað að 85 ára og eldri fjölgi um 86%. Heilabilun er algengust meðal þeirra elstu, allt að því þriðji hver níræðra og eldri er talinn geta haft heilabilun á misháu stigi. Þriðjungur hjúkrunarsjúklinga á stofnunum á Akureyri dvelst þar vegna heilabilunar. í Banda- ríkjunum er talið að 70% nýinn- ritana á hjúkrunardeildir séu vegna þessa. Um langdregið ástand er að ræða. Helmingur sjúklinganna er á lífi 8 árum eftir sjúkdóms- greiningu. Þeir þarfnast umönnunar aðstandenda á heim- ilum í 4-5 ár áður en þeir fá var- anlega vistun á stofnun. Auðvit- að eru það fyrst og fremst sjúkl- ingarnir sjálfir sem þjást og tapa smám saman flestum eða öllum andlegum og líkamlegum hæfi- leikum sem einkenna manninn. Þeir sem annast þessa sjúklinga eiga líka erfitt. Víða erlendis er góð reynsla af félögum aðstandenda Alzheimer- sjúklinga (algengasta form heila- bilunar) sem vinna að fræðslu um heilabilun, veita aðstandendum hjálp í stuðningshópum þar sem þeir skiptast á skoðunum og greina hverjir öðrum frá erfið- leikum í umönnun sjúklinga heima og styðja hvorir aðra með ráðum sem þeir hafa sjálfir fundið. Þau hafa barist fyrir bættri þjónustu við heilabilaða bæði utan og innan stofnana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.