Dagur - 02.04.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 02.04.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. apríl 1992 - DAGUR - 9 Apótekarafélag íslands mótar stefnu í lyfjasölumálum: Vilja taka upp hlutfallsgreiðslur í stað fastagjalds - apótekarar vilja halda í núverandi kerfi en leggja til á því ýmsar breytingar „Besta aðferðin til að lækka útgjöld hins opinbera og um leið koma í veg fyrir óeðlilega aukningu lyfjaneyslu, er að taka upp hlutfallsgreiðslur í stað fastagjalds. Verðskyn almennings mun aukast og með því að miða endurgreiðsl- ur sjúkratrygginga við ódýr- asta lyfið í hverjum lækninga- flokki mun það aukast enn frekar, þar sem mismunurinn lendir á sjúklingnum.“ Þannig hljóðar boðskapur Apótekarafélags íslands um framtíðarskipan í lyfjadreifingu hér á landi. Þessi orð er að finna í skýrslu sem nefnd á vegum félagsins tók saman og hefur að geyma stefnu félagsins í lyfja- dreifingu. Hefur heilbrigðisráð- herra verið afhent þessi skýrsla. Skýrslan er unnin við undirleik mikilla umræðna í þjóðfélaginu um kostnað samfélagsins, bæði ríkis og einstaklinga, af lyfjum. Þar hefur komið fram gagnrýni á núverandi lyfsölukerfi sem sumir segja að sé dýrt og óhagkvæmt og stuðli auk þess að óheyrilegri auðsöfnun örfárra apótekara sem starfa í skjóli lögbundinnar ein- okunar. Hafa heyrst raddir í þá veru að réttast væri að leggja þetta kerfi niður og gefa lyfja- dreifinguna frjálsa. Frelsið er óhagkvæmt Þessu er að sjálfsögðu mótmælt í skýrslu Apótekarafélagsins. Þar segir að frelsi í lyfjadreifingu muni ekki verða samfélaginu til hagsbóta, þvert á móti muni það leiða af sér fækkun apóteka í dreifbýli þar sem apótek verði auk þess verr mönnuð og þjón- usta þeirra þar með lakari. Á hinn bóginn muni apótekum fjölga í þéttbýli og draga úr hag- kvæmni. Skýrsluhöfundar halda því fram að reynsla ýmissa þjóða af mismunandi miklu frelsi í lyfjadreifingu sé sú að það muni einnig leiða til hækkunar á lyfja- verði, aukinnar lyfjaneyslu, óæskilegrar fjölgunar lyfja á markaði, ófullnægjandi lyfja- birgða í apótekum, mismunandi lyfjaverðs eftir landssvæðum og stóraukins kostnaðar við eftirlit, ma. vegna aukinnar hættu á því að fölsuð lyf komist á markað hérlendis eins og gerst hefur víða um Evrópu. Skýrsluhöfundar segja að núverandi kerfi í lyfjadreifingu hafi gefið góða raun, til dæmis hafi lyfjaverð hækkað mun minna en bæði lánskjara- og framfærsluvísitala frá árinu 1983. Þá er bent á að aðgerðir heil- brigðisráðherra á síðasta ári sýni að hægt sé að ná fram töluverð- um sparnaði og hagræðingu inn- an núverandi kerfis. Átta leiðir til að lækka lyfjaverð Skýrsluhöfundar telja upp einar átta leiðir sem fara megi til að gera núverandi kerfi skilvirkara og lækka lyfjakostnað þjóðarinn- ar. Sú fyrsta hefur þegar verið nefnd, þe. hlutfallsgreiðslur taki við af fastagjaldi lyfjaneytenda. Það auki verðskyn almennings og lækna og með því að miða endur- greiðslu sjúkratrygginga við ódýrustu gerð lyfja skapist aukin samkeppni framleiðenda og umboðsmanna þeirra. í sömu átt gengur næsta tillaga en hún er á þá leið að opinber lyfjaverð- skráning miðist við heildsöluverð í stað innkaupsverðs. Þá verði óþarft að ákvarða heildsölu- álagningu því samkeppni heild- sala aukist. Undir þessum lið er einnig stungið upp á því að auð- velda aðgang nýrra lyfja að íslenskum markaði en nú tekur það allt upp í hálft annað ár að fá lyf skráð hér á landi. Einnig er lagt til að tekin verði upp hag- kvæmari heildsöludreifing en nú er hún í höndum sjö lyfjaheild- sala. „Besti kosturinn væri ein- öflug dreifingarmiðstöð," segir í skýrslunni. Apótekarar vilja endurskoða smásöluálagningu á lyfjum en hún hefur mikið verið gagnrýnd. Forsendur slíkrar endurskoðunar eru þó þær, að mati apótekara, að minnstu lyfsöluumdæmin verði stækkuð, að lítil sjúkrahús versli við apótekið á staðnum en ekki við lyfjaheildsala, að dýra- lyfsala flytjist frá dýralæknum inn í apótekin og að apótekin yfirtaki lyfjasölu lækna og sveitarstjórna sem sums staðar á sér stað. Þetta muni leiða til aukinnar hag- kvæmni í birgðahaldi og meiri veltuhraða og þar með meiri hag- kvæmni í rekstri apótekanna. Einnig leggja þeir til að birgða- hald verði tölvuvætt, en það hefði ma. í för með sér vinnu- sparnað, að nýting á húsnæði apótekanna verði bætt, en mörg þeirra eru í gömlu húsnæði sem miðaðist við mun meiri lyfja- framleiðslu en nú er raunin. Þá vilja þeir aðskilja lyfjasölu frá annarri starfsemi apóteka, svo sem sölu á snyrtivörum og öðrum varningi. Apótekarar vilja stuðla að bættri nýtingu lyfja, til dæmis með því að taka upp notkun fjöl- notalyfseðla sem gilda í ákveðinn tíma og veita rétt á kaupum á takmörkuðum skammti í einu. Slíkir lyfseðlar myndu fækka heimsóknum til lækna, fækka símalyfseðlum og draga úr lyfja- birgðum á heimilunum. Þá segja apótekarar að með því að taka upp hlutfallsgreiðslur muni lyfja- neyslan minnka en auk þess megi beita aukinni fræðslu til almenn- ings sem læknar og apótekarar gætu veitt. Loks er stungið upp á því að draga úr ríkisafskiptum af rekstri apóteka. Nú séu í lögum ýmis ákvæði sem séu óþörf. Nær væri að setja ákveðinn ramma % 10 (— 1985 1988 1991 Aætlaft 1992 ________________________________M Lyf__________________________________ Á þessu súluriti sést að hlutfail lyfjakostnaðar í heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála hefur lækkað á árununi 1985-92. STIG — VST LYFJFV —FRAMF.VT LÁNSK.VT Hér sést að lyfjaverð hefur ekki fylgt framfærslu- og lánskjaravísitölu síðustu níu árin. um starfsemi apóteka í stað nákvæmra fyrirmæla um það hvernig þau eigi að haga rekstr- inum. Með því fengi apótekarinn aukið svigrúm til að skipuleggja og hagræða í starfsemi apóteksins í því augnamiði að auka þjón- ustu við sjúklinga og sparnað fyr- ir ríkið. -ÞH ’tmrami: deloActtc W‘"'w r(. - ( n 07 s 'X’mnwms limvötn, bodulotion, svitorúllur og -sprou moð somo ilminum llmvötn til ÍGrmingorgjQtQ QpmælisgjoPo og hondo olskumi Vorð Frá kr. 1.200 '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.