Dagur - 02.04.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 02.04.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. apríl 1992 - DAGUR - 5 Hagfræðistofnun Háskóla íslands: Verð á landbúnaöarafurðu m hérlendis allt að 700% hærra en í Noregi í fyrri viku birti Hagfræði- stofnun Háskóla Islands skýrslu um áhrif af GATT- samningi á þeim nótum sem Arthur Dunkel, framkvæmda- stjóri GATT, hefur sett fram. Þessa athugun vann Hagfræði- stofnun HÍ fyrir Neytendafélag höfuðborgarsvæðisins en áður hafði Norska neytendaráðið látið reikna út líkleg áhrif af þessum samningi á matvæla- verð þar í landi. Með íslensku athuguninni var ætlunin að draga upp hliðstæða mynd fyr- ir ísland. „Skýrsla Norska neytendaráðs- ins er tekin saman af Erlin Vardal, dósent við háskólann í Bergen. Skýrslan er unnin þannig að fundið er heildsöluverð helstu landbúnaðarfurða í Noregi á árinu 1987. Samanburðarverð (heimsmarkaðsverð) er ýmist fundið með því að kanna raun- verulegt meðalverð innflutnings til Noregs, eða með sérstökum könnunum þar sem innflutningur hefur verið of sértækur (meðal- gæði innflutts osts eru t.d. mun meiri en meðalgæði þess osts sem neytt er þannig að ekki er um sambærilegar vörur að ræða). Tillaga Dunkels felur í sér að öll- um stuðningi við landbúnað í formi innflutningshafta og styrkja sé breytt í tolla og að toll- verndin sé minnkuð um 36% fram til ársins 1999. í skýrslu Vardals er reynt að meta hvert heildsöluverð innanlands í Noregi verður að þessum ferli loknum. Samandregnar niðurstöður rannsóknarinnar eru að GATT- samningur í anda tillagna Dunk- els muni valda lækkun á verði algengustu matvara í Noregi um 10 til 20 og allt upp í 30 prósent. í greinargerð sem Upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins hefur sent frá sér varðandi niður- stöður úr könnun Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands um verð á matvælum á íslandi og í Noregi á árinu 1987 kemur fram að þetta viðmiðunarár sé einkar óheppilegt til verðsam- anburðar af því tagi sem gert hafl verið. Á þessu tímabili hafi ólík skattkerfí verið við lýði í viðkomandi löndum auk þess sem gengisþróun hafí verið mjög mismunandi á milli þeirra. Þótt höfundar skýrslu Hagfræðistofnunar telji að gengismál hafí lítil áhrif á heildarniðurstöður úttektar- innar þá hafí þróunin verið svo ólík að varasamt sé að draga slíka ályktun. í greinargerð Upplýsingaþjón- ustunnar segir meðal annars að raungengi íslensku krónunnar hafi verið með hæsta móti á árinu 1987 og lækkað um 27,2% mið- að við vísitölu launakostnaðar en um 9,5% ef tekið sé mið af framfærslukostnaði. Á sama tíma hafi norska krónan hækkað um 4,7%. Þá hafi verðbólga mælst um og yfir 20% hér á landi á árinu 1987. í könnun Hagfræðistofnunar sé stuðst við reikningsaðferð sem byggir á Séu prósenturnar vegnar saman í samræmi við vægi ofangreinda vöruflokka í framfærsluvísitöl- unni norsku reynist meðallækk- unin nema 20 prósentum," segir í upphafi skýrslu Hagfræðistofn- unar HÍ. Mikill verðmunur milli Noregs og íslands í skýrslunni er einnig borið sam- an heildsöluverð á íslandi og í Noregi. Þessi samanburður sýnir glögglega hve munurinn getur verið mikill. „Til að gera samanburð sem réttastan er tvenns konar gengi notað til umreiknings á norska verðinu til íslenskra króna. Ann- ars vegar er stuðst við meðal- gengi ársins eins og það er metið af Seðlabanka íslands. Hins veg- ar er stuðst við kaupmáttarleið- rétt gengi eins og það er metið af OECD... í ljós kemur að verðlag á landbúnaðarafurðum hér virð- ist frá um 40% og upp í 700% hærra en í Noregi. Þetta er ótrú- lega mikill verðmunur er myndi kalla á verulegan innflutning matvæla frá Noregi (eða öðrum löndum) til íslands væri ekki um hömlur á innflutningi að ræða. Slíkur innflutningur myndi á skömmum tíma eyða eða minnka þann verðmun sem hér kemur fram. Skýringanna á þeim verðmun sem fram kemur ér þannig fyrst og fremst að leita í innflutnings- hömluin. í annan stað þarf að líta til framleiðsluaðstæðna. Fyrir liggur að framleiðsla íslenskra kúa er um 4,1 tonn af mjólk á ári meðan norsk kú framleiðir 6,3 tonn af mjólk á ári. Þ.e.a.s. fram- leiðsla mjólkur pr. kú í Noregi er um 54% meiri en framleiðsla svonefndu kaupmáttarleiðréttu gengi, sem OECD skráir á fimm ára fresti og á að vega upp áhrif gengismunar á kaupmátt á milli landa. í ljósi hins mikla gengis- munar á milli hinna tveggja við- komandi landa verði þó að draga í efa að framangreind reiknings- aðferð dugi til þess að eyða verðmismuni er skapast hafi af gjörólíkum gengisforsendum. í greinargerð Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins kemur einnig fram að þegar söluskattur var lagður á landbúnaðarafurðir á árinu 1988, matarskatturinn svonefndi, hafi verð á landbúnað- arvörum lækkað um allt að 22% vegna aukinna niðurgreiðslna til að mæta skattheimtunni. Verð á mjólkurlítra og smjöri hafi til dæmis lækkað um 20% og verð á 45% osti hafi lækkað um 15%. Norðmenn hafi hins vegar tekið upp virðisaukaskatt árið 1970 og þá gert margvíslegar ráðstafanir til þess að mæta hækkun á verð- lagi matvöru. í greinargerð Upplýsingaþjón- ustunnar er einnig bent á að í skýrslu Hagfræðistofnunar sé eingöngu unnið með upplýsingar um verð landbúnaðarafurða á heildsölustigi. Ekki sé þó hægt að fullyrða neitt um að smásölu- verð til neytenda breytist í takt við verðþróun á heildsölustigi, mjólkur pr. kú á íslandi. í þriðja lagi kann skýringar á verðmun að vera að leita í mismiklu aðhaldi í löndunum tveimur af hálfu opin- berra aðila. Enn önnur skýring felst í verði á samkeppnisafurð- um við landbúnaðarafurðirnar. Verð á borðsmjörlíki er t.d. verulega lægra í Noregi en á íslandi, enda innflutningur á smjörlíki til íslands takmörkun- um háður engu síður en innflutn- ingur á landbúnaðarafurðunum sjálfum. Þessi ófullkomni samanburður á landbúnaðarverði í Noregi ann- ars vegar og á íslandi hins vegar sýnir svo að ekki verður um villst hvílíka hagsmuni neytendur hafa af að innflutningshömlum af landbúnaðarafurðum og skildum afurðum verði aflétt.“ Krafan um lækkun inn- lends stuðnings við land- búnaðinn hefði mest áhrif Hagfræðistofnun segir að land- búnaðarráðuneytið hafi birt þá skoðun að ísland geti sett fram strangari heilbrigðiskröfur en almennt gildi og þannig verði ekki um að ræða möguleika á innflutningi á hráu kjöti og nýmjólk. Við þær aðstæður yrði það krafan urn lækkun innlends stuðnings um 20% í GATT- samningi sem fyrst og fremst hefði áhrif hér á landi. „Sú krafa gæti orðið til þess að einhverjir framleiðendur brygðu búi og framboð minnkaði. Þetta atriði ýtir frekar undir verðhækkun en verðlækkun. Þó er ólíklegt að framleiðendum þessarar vöru takist að hækka verð hennar. Ætla verður að innflytjendur fyndu fljótlega flöt á að bregðast við hækkunum á innlendu kjöti eins og gert sé í skýrslu Hag- fræðistofnunar. Reynsla íslend- inga og annarra þjóða sýni að svo sé þar sem smásöluálagning sé í flestum tilvikum frjáls. Af þeim sökum skipti neytendur mestu máli að sjá samanburð á smá- söluverði. þi t.d. með því að flytja inn unnið kjöt af einhverju tagi. Niðurstaðan er að við þessar aðstæður myndi verðáhrifa fyrst og fremst gæta vegna óbeinnar samkeppni, sem felst í því að seljandi vöru verður að hafa í huga að óhófleg verðtaka af hans hálfu freistar annarra til að kom- ast inn á markaðinn með ein- hverjum ráðum. Ákvæði GATT samningsins ættu að auka þrýst- ing af þessum toga á innlenda framleiðendur. Bjartsýn áætlun er um að verðlagsáhrif hótunar af þessu tagi séu um 50% af verð- lagsáhrifum frjáls innflutnings. Hófsamari áætlun er að verðlags- áhrifin séu 25% af verðlagsáhrif- urn frjáls innflutnings." Ekki mjólkurvöru- verðlækkun að óbreyttu fyrirkomulagi „Hér að framan hefur ekki verið tekið tillit til þess hve mikil verð- lækkun á rnjólk kynni að verða. Ástæðan er að sú þróun hlýtur fyrst og fremst að ráðast af því hvert fyrirkomulag mjólkur- vinnslu og dreifingar verður. Heildsöluverð á mjólk, léttmjólk, undanrennu, rjóma, skyri og algengustu ostum er ákveðið af svokallaðri fimm manna nefnd. Með því er komið í veg fyrir verðsamkeppni milli heildsöluaðila í mjólkuriðnaðin- um. Auk þess eru verulegar hömlur á aðgangi nýrra vinnslu- aðila að greininni þar sem mjólk- ursamlögin hafa einkaleyfi til sölu á nýmjólk, rjóma og skyri á sölusvæðum sínum. Ákvæði eru í mjólkursölulögum um að samtök mjókurframleiðenda (bænda) skuli stjórna mjólkursamlögun- um. Mjólkursamlögin hafa því lögverndaðan einkasölurétt á algengustu neysluvörum úr mjólk. Þessa gætir í verðlagningu á afurðunum. Rekstrarhagfræðin ráðleggur einkasala sem fram- leiðir margar vörur úr sama hrá- efni að haga verðlagningu hverr- ar afurðar fyrir sig í samræmi við næmi eftirspurnar fyrir verð- breytingum, halda verði þeirra afurða háu sem eru ónæmar fyrir verðbreytingum, en fara sér hæg- ar í sakirnar varðandi verðnæmar vörur. Verðlagning mjólkur- afurða hér á landi er í góðu sam- ræmi við þessa reglu. 1 verðlags- grundvelli eru lagðar sérstakar álögur á verðónæmar vörur á borð við mjólk, léttmjólk og rjóma, „ágóðinn“ er síðan notað- ur til að „greiða niður“ verð á verðnæmum vörum á borð við smjör, Létt og laggott og smjörva (sem eiga í verðsamkeppni við borðsmjörlíki af ýmsum tegund- um). Verði núverandi fyrirkomu- lag á skipulagi mjólkurdreifingar látið halda sér og verði komið í veg fyrir innflutning á ferskri mjólk og rjóma í samræmi við áður tilvitnuð ummæli landbún- aðarráðherra, mun verð á mjólk hér á landi tæpast lækka.“ Frjálsræði í verslun og vinnslu meö mjólkur- afuröir leiðir af sér verðlækkun „Verði hins vegar tekið upp frjálsræði í verslun og vinnslu með mjólkurafurðir er líklegt að verð lækki a.m.k. sem nemur hinum ýmsu sjóðagjöldum sem lögð eru á nýmjólkina og létt- mjólkina. Röksemdin fyrir þess- ari ályktun er að sjóðagjöldunum er fyrst og fremst ætlað að auð- velda rekstur óhagkvæmustu ein- inganna, hvort heldur viðkom- andi eining er óhagkvæm vegna legu við aðfanga- eða afurða- ntörkuðum, vegna úrelts tækni- búnaðar eða vegna smæðar. Með samkeppni milli stöðvanna munu þær stöðvar eðlilega leggjast af sem ekki geta komið við skilvirk- um rekstri. Þar með hverfur þörf- in fyrir sjóðagjöldin og ætti þetta að koma frarn í lækkuðu verði til neytenda. Lauslega áætlað nema þessar álögur 10% af heildsölu- verði nýmjólkur og um 50% af heildsöluverði léttmjólkur. Veg- in lækkun mjólkurverðs ætti því að geta numið um 20%, verði verðlagningarreglur fimm manna nefndar aflagðar og frjáls sam- keppni látin koma í staðinn. Þá er og þekkt að fjárfesting í búun- urn er illa nýtt auk þess sem þau eru afar misframleiðin. E.t.v. mætti ná verðinu niður um 5- 10% til viðbótar vegna grisjunar- áhrifa samkeppninnar á þessum vettvangi. Heildarniðurstaðan er því sú að verði innflutningur osta og smjörs gefinn frjáls og verði framleiðsla og sala nýmjólkur einnig gefin frjáls rnegi búast við að verð á mjólkurafurðum lækki um 25-30%, jafnvel meira. Frek- ari kannana er þó þörf til þess að fullyrða megi hverjir verðlækk- unarkostir í mjólkurafurðunum eru við hagkvæma skipulagningu mjólkuriðnaðarins,“ segir Hag- fræðistofnun HÍ í skýrslu sinni. Einingabréf Skammtímabréf Tveir góðir kostir til að ávaxta fé Einingabréf henta þeim sem vilja ávaxta sitt fé tii lengri tíma, en vilja jafnframt geta losaö þaö meö skömmum fyrirvara. Skammtímabréf henta þeim sem eru meö laust fé í skamman tíma, 1-6 mánuöi og þau eru einnig laus meö skömmum fyrirvara. Ávöxtun sl. 12 mánuði Raunávoxtun Nafnávöxtun Einingabréf 1 7,0% 12,8% Einingabréf2 5,4% 11,1% Einingabréf3 7,2% 13,0% Skammtímabréf 6,3% 12,1% éélKAUPÞING_____________ NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri, sími 96-24700, fax 96-11235. Verðsamanburður á matvörum: Árið 1987 óheppilegt til samanburðar við Noreg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.