Dagur - 16.05.1992, Blaðsíða 18

Dagur - 16.05.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 16. maí 1992 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Laugardagur 16. maí 16.30 íþróttaþátturinn. í þættinum verða sýndar svipmyndir frá landsleik Grikkja og íslendinga í undankeppni HM í knatt- spymu, sem fram fór í Aþenu á miðvikudag. Auk þess verður sýnt frá badmintonmóti á Akureyri og íslandsmótinu í borð- tennis. 18.00 Múmínálfarnir (31). 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum (2). (We All Have Tales.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Draumasteinninn (1). (The Dream Stone.) Breskur teiknimyndaflokkur um baráttu góðs og ills þar sem barist er um yfirráð yfir draumasteininum en hann er dýrmætastur allra gripa í Draumalandinu. 19.25 Kóngur í ríki sínu (1). (The Brittas Empire.) Nýr breskur gamanmynda- flokkur sem hlotið hefur fádæma góðar undirtektir á Bretlandi. Hér segir frá Gordon Brittas sem er framkvæmdastjóri tómstundamiðstöðvar. Aðalhlutverk: Chris Barrie, Philippa Haywood og Michael Bums. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 '92 á Stöðinni. 21.05 Hver á að ráða? (9). (Who’s the Boss?) 21.35 Hemingway. Fyrri hluti. (The Legendary Life of Ernest Hemingway.) Itölsk/spánsk sjónvarps- mynd um bandaríska rithöf- undinn Ernest Miller Hemingway og lífshlaup hans. Aðalhlutverk: Victor Garber, Rom Anderson, Karen Black, Anne Girardot, Erland Josephson, Phyllis Logan, Joe Pesci og Rita Tushingham. Seinni hluti myndarinnar er á dagskrá sunnudaginn 17. maí. 23.20 Góða nótt, kona góð. (Goodnight Sweet Wife: A Murder in Boston.) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1990. Myndin er byggð á sann- sögulegum atburðum sem áttu sér stað í Boston í október 1989 og ollu hneykslun um öll Bandarík- in. Maður að nafni Charles Stuart tilkynnti lögreglunni að skotið hefði verið á sig og konu sína og hún særð til ólífis. Ungur blökkumaður var handtekinn fyrir morðið en fréttakonu sem fylgst hafði með málinu þótti það undarlega vaxið og einsetti sér að leiða hið sanna í ljós. Aðalhlutverk: Ken Olin og Margaret Colin. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 17. maí 17.20 Nýjasta tækni og vís- indi. í tilefni af alþjóðlegum safnadegi verður endursýnd nýleg mynd um Þjóðminja- safnið og starfsemi þess. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Babar (4). 18.30 Sonja gætir lamba (1). (Och det var rigtig sant.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Bernskubrek Tomma og Jenna (2). (Tom and Jerry Kids.) 19.30 Vistaskipti (8). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Gangur lifsins (4). (Life Goes On.) 21.25 Á ég að gæta bróður mins? Þriðji þáttur: Nýbúar í norðri. 22.35 Hemingway. Seinni hluti. 00.25 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 18. maí 18.00 Töfraglugginn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (47). (Families II.) 19.30 Fólkið í Forsælu (7). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Simpson-fjölskyldan (12). 21.00 íþróttahornið. Fjallað verður um íþróttavio- burði helgarinnar og sýndar svipmyndir frá knattspyrnu- leikjum í Evrópu. 21.30 Úr ríki náttúrunnar. Bláhænan. (The Wild South - Pukeko.) Heimildamynd um bláhænur í Auckland á Nýja-Sjálandi. 22.00 Stanleyogkonurnar(l). (Stanley and the Women.) Breskur myndaflokkur. Þættimir fjalla um Stanley, sem er auglýsingastjóri á dagblaði, og þær raunir sem hann gengur í gegnum þeg- ar sonur hann veikist á geði. Konur sækja að Stanley úr öllum áttum og vilja ráða honum heilt og glíman við þær reynist honum engu auðveldari en baráttan við veikindi sonarins. Aðalhlutverk: John Thaw, Geraldine James, Sheila Gish, Penny Downie, Sian Thomas og Michael Elphick. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Þingsjá. 23.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 16. maí 09.00 Með Afa. 10.30 Kalli kanína og félagar. 10.50 Klementína. 11.15 í sumarbúðum. 11.35 Ráðagóðir krakkar. 12.00 Úr ríki dýranna. (Wildlife Tales.) 12.50 Bílasport. 13.20 Þetta með gærkvöldið... (About Last Night.) Bráðskemmtileg mynd um ástarsamband tveggja ung- menna og áhrifin sem það hefur á vinina, lífið og tilver- una almennt. Aðalhlutverk: Rob Lowe, James Belushi, Demi Moore og Elisabeth Perkins. 15.10 Leiðin til Zanzibar. (Road to Zanzibar.) Þeta er ein af sjö myndum sem að þríeykið Bing Crosby, Dorothy Lamour og Bob Hope lék saman í. 16.40 Gerð kvikmyndarinnar Bugsy. (The Making of Bugsy.) Fróðlegur þáttur þar sem skyggnst er að tjaldabaki við gerð kvikmyndarinnar Bugsy. 17.00 Glys. 18.00 Popp og kók. 18.40 Addams fjölskyldan. 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldusög- ur. (Americas Funniest Home Videos.) 20.25 Mæður í morgunþætti. (Room for Two.) 20.55 Á norðurslóðum. (Northern Exposure.) 21.45 Aftur til framtíðar III.# (Back to the Future III.) í þessari ferð um tímann er McFly sendur til Villta vest- ursins á árunum í kringum 1885. Þar á hann að finna „Doc" Emmet Brown og koma i veg fyrir að byssubófi drepi hann með skoti í bakið. Aðalhlutverk: Michael J. Fox, Christopher Lloyd, Mary Steenburgen og Lea Thompson. 23.40 Morð í Sólskinsborg.# (A Litle Piece of Sunshine.) Breska nýlendan Barclay, sem eru eyjar í Karíbahafinu, er að fá sjálfstæði. Framund- an eru fyrstu kosningarnar, en í miðri kosningabarátt- unni er breski landstjórinn myrtur. Nú beinist kastljós heimspressunnar að eyjun- um og Scotland Yard sendir sína menn á staðinn. Höfuð- borgin, Sunshine, er vett- vangur atburðanna og við rannsókn morðsins kemur margt óvænt í ljós. Aðalhlutverk: Clarence Thomas, Robert Macbeth og W. Paul Bodie. Bönnuð börnum. 01.20 Losti. (Sea of Love.) Vel gerð og spennandi mynd með A1 Pacino og Ellen Barkin í aðalhlutverkum. Stranglega bönnuð börnum. 03.10 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 17. maí 09.00 Nellý. 09.05 Maja býfluga. 09.30 Dýrasögur. 09.45 Þrír litlir draugar. 10.10 Sögur úr Andabæ. 10.35 Soffía og Virginía. (Sophie et Virginie.) 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína og félagar. 11.30 Ævintýrahöllin. 12.00 Eðaltónar 12.30 Ben Webster. 13.35 Mörk vikunnar. 13.55 ítalski boltinn. Bein útsending. 15.50 NBA-körfuboltinn. 17.00 Van Gogh. 18.00 60 mínútur. 18.50 Kalli kanína og félagar. 19.00 Dúndur Denni. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. (Golden Girls.) 20.25 Heima er best. (Homefront.) 21.15 Aspel og félagar. 21.55 Aðskilin í æsku.# (A Long Way Home.) Foreldrar þriggja barna skilja þau ein eftir og það er ekki fyrr en nokkrum vikum seinna að lögreglan finnur börnin. Þeim er síðan komið í fóstur, hverju í sína áttina. Elsta barnið, Donald, getur ekki gleymt systkinum sínum. Hann reynir því að hafa uppi á þeim en rekst á margar hindranir og sumar þeirra virðast óyfirstíganleg- ar. Aðalhlutverk: Timothy Hutton, Brenda Vaccaro, Geore Dzundza og Rosanna Arquette. 23.30 Einkaspæjarinn. (Carolann.) Þetta er spennandi mynd um einkaspæjarann Stryker sem fær það hlutverk að gæta æskuvinkonu sinnar sem er drottning í Mið-Aust- urlöndum. Maður hennar, Rashid, hefur verið myrtur og nú eru morðingjarnir á hælum hennar. Bönnuð börnum. 01.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 18. maí 16.45 Nágrannar. 17.30 Sögustund með Janusi. 18.00 Hetjur himingeimsins. 18.25 Herra Maggú. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19:19. 20.10 Mörk vikunnar. 20.30 Systurnar. 21.20 ísland á krossgötum. Þetta er ný íslensk þáttaröð í fjórum hlutum þar sem staða íslands í heiminum í dag er skoðuð. 22.25 Svartnætti. (Night Heat.) 23.15 Ástin mín, Angelo. (Angelo My Love.) Hér segir frá sígaunastrákn- um Angelo sem ásetur sér að finna fjölskylduhring, sem hefur verið stolið, hvað sem það kostar. Aðalhlutverk: Angelo Evans, Michael Evans, Millie Tsigonoff og Cathy Kitchen. 01.15 Dagskrárlok. Ljóð Miðnætursól Eftir vetrarveður köld verða dagar heitir. Þú sólskinsbjarta sumarkvöld sanna gleði veitir. Unaðsstund í örmum þér, eftir þungan vetur, er sól um miðnótt mildust er mýkir sálartetur. Þögnin virðist þúsundföld þegar lífið sofnar. Heilladísir hafa völd hugans angur dofnar. Við roðagullin glæsiský gleymist lífsins niður. Hugsun verður heið á ný hjörtum veitist friður. Ævintýrsins óskastund aðeins fáum veitist. Eflir, kætir, léttir lund. Litróf hugans breytist. íslensk sól við sjónarrönd sendir boð á kvöldin: Leiðist vinir hönd í hönd, hafið ást við völdin. Lýður Ægiss. Spói sprettur Gamla myndin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.