Dagur - 11.06.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 11.06.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 11. júní 1992 Fréttir Landbúnaðarráðherra á bændafundi í Eyjafirði: Of mikil yflrstjórn greiðir ekki götu bænda út úr erflðleikunum - engum betur ljóst en bændum hveiju breytingarnar valda og ábyrgðin er í höndum þeirra „Of mikil yfirstjórn í landbún- aði getur ekki orðið til þess að greiða götu hans út úr þeim erfíðleikum sem hann á nú í. Dæmi um það er lambakjötið sem nú er eina kjötafurðin er lýtur opinberri markaðsteng- ingu og forsjá og spyrja má hver sé árangurinn af því - stöðugur samdráttur í sölu og neyslu lambakjöts.“ Þetta var kjarninn í lokaorðum Halldórs Blöndal, landbúnaðarráðherra á fundi með eyfírskum bænd- um í Laugarborg í Eyjafjarðar- sveit á þriðjudagskvöld. Halldór kom víða við í yfir- gripsmiklu erindi sínu um stöðu landbúnaðarmála um þessar mundir. Hann hóf mál sitt á því að ræða um hinar hefðbundnu greinar landbúnaðar og þá miklu breytingu sem nú væri að eiga sér stað þegar þær hyrfu úr vernduðu umhverfi þar sem framleiðendum hafi verið tryggt verð fyrir fyrir- fram ákveðið magn af búvöru. Halldór sagði að engum væri bet- ur ljóst en bændum sjálfum hverju þessar breytingar myndu valda og ábyrgðin um hvernig til muni takast sé fyrst og fremst í höndum þeirra sjálfra. Halldór rakti síðan þróunina í sauðfjár- ræktinni og skýrði þann mikla niðurskurð sauðfjár sem ákveð- inn er á komandi hausti. Hann sagði niðurskurðartölur hærri en í upphafi hefði verið gert ráð fyr- ir vegna þess að minna hefði orð- ið um uppkaup fullvirðisréttar á síðastliðnu sumri og einnig vegna þess að fullvirðisréttur er verið hafi óvirkur vegna riðuveiki eða verið í tímabundinni leigu yrði nú virkur á ný í meira mæli en gert hefði verið ráð fyrir. Vegna þess hefði tilboð ríkisins um upp- kaup frá því á síðasta ári verið framlengt. Halldór sagði óhjákvæmilegt að bændum fækki og byggðir dragist saman. Enginn pólitískur vilji sé til greiðslu óraunhæfs afurðaverðs og bændur verði einnig að losna úr þeim fjötrun stjórnunar sem þeir hafi verið reyrðir í. Hann minntist því næst á hugtakið að vera sjálfbær og sagði að íslenskur landbúnaður væri sjálfbær að því marki að hann sé rekinn í sátt við umhverfi sitt og bændur þyrftu einnig að standa traustum fótum hvað rekstur snerti. Hann sagði að nútíma landbúnaður væri mark- aðssækinn - enginn vildi fram- leiða vöru sem ekki væri neinn markaður fyrir. Halldór ræddi síðan nokkuð um aðferðir við sölu á lambakjöti og sagði að skyndisölur væru til þess fallnar að draga úr heildarneyslu því þótt söluaukning yrði í bráð þá héldu neytendur að sér höndum á eftir í von um aðra útsölu. Á síð- ast liðnu hausti hefði verið gripið til þess ráðs að selja eldra kjöt úr landi til þess að bjóða aðeins nýtt kjöt í sláturtíðinni en gefa fólki ekki kost á að byrgja sig upp af eldra kjöti skömmu fyrir slátur- tíð. í máli landbúnaðarráðherra um EES- samningana kom fram að hann teldi íslendinga hafa fullt leyfi til þess að setja verðjöfnun- argjald á vörur sem ekki hafi ver- ið leyft að flytja inn og því ekki þurft á verðjöfnunargjaldi að halda á þessum árum en um túlk- un þessa atriðis hafa staðið deilur að undanförnu. Varðandi GATT- samningana sagði Hall- dór Blöndal meðal annars að sársaukafullt væri að þurfa að hverfa frá útflutningsbótum og veruleg vonbrigði fælust í að ekki væri gengið lengra í átt til niður- fellingar þeirra í tillögum Arthurs Dunkels að GATT-sam- komulagi og íslendingar áskildu sér rétt til þess að taka útflutn- ingsbætur upp að nýju í samræmi við stöðu mála í nágranna- löndunum ef GATT-samkomu- lag um landbúnað, sem að öllum líkindum muni nást á næstu tveim- ur árum, taki mið af hugmyndum um greiðslu útflutningsbóta á landbúnaðarafurðir. Halldór ræddi síðan um innflutning á landbúnaðarafurðum sem afleið- ingu af væntanlegu GATT-sam- komulagi og sagði að gera mætti ráð fyrir að íslendingar hefðu um 90% af innanlandsmarkaðnum í lok aðlögunartímabils samning- anna. Hann sagði einnig að gera mætti ráð fyrir að störfum við hefðbundinn landbúnað myndi fækka um 2% á ári næstu árin vegna milliríkjasamninganna ef ekki tækist að koma á fót útflutn- ingi á landbúnaðarvörum. Miklar umræður urðu á fund- inum þar sem bændur lýstu áhyggjum sínum um stöðu og þróun mála í íslenskum landbún- aði. í máli margra fundarmanna kom einnig fram að losa þurfi um þá miðstýringu er verið hafi við Iýði að undanförnu þótt menn vilji ganga mishratt til. þess verks og skoðanir séu skiptar um á hvern hátt breyta eigi um starfs- aðferðir. ÞI — AKUREYRARB/ER FELAGSMALASTOFNUN AKUREYRAR Atvinnuleit fyrir fatlaða í athugun er að halda á Akureyri, tölvunám- skeið fyrir fatlaða ef næg þátttaka fæst. Kenndar yrðu 20 stundir á 4-6 dögum. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu hafi samband við Maríu í síma 25880 milli kl. 10.00 og 12.00 f.h. sem gefur nánari upplýsingar. Akureyri: Fyrsta skemmtiferða- skipið kom í gær Fyrsta skemmtiferdaskip sumarsins, Kazakhstan, kom til Akureyrar í gær. Eins og nafnið gefur til kynna er skipið frá Samveldi fyrrum Sovétlýðvelda en farþegarnir voru flestir frá Þýskalandi. Skipið kom til Akureyrar í gærmorgun frá Reykjavík og hélt aftur úr höfn um kl. 21 í gærkvöld. Um 260 farþegar fóru í skoðunarferð til Mývatnssveitar en aðrir spók- uðu sig í miðbæ Akureyrar. Skemmtiferðaskip munu koma alls 18 sinnum til Akur- eyrar í sumar og er það svipað og í fyrra. Það næsta kemur 23. júní. JHB Blönduós: Skauthundáfæri Hundur var skotinn á færi á Blönduósi fyrir skömmu. Hann hafði verið að elta gæsir og sauðfé á túni og var á leið til eiganda síns þegar maður skaut hann tveimur skotum úr bifreið. Eigandi hundsins kærði skotmann- inn og er rannsókn málsins lokið að öðru leyti en því að beðið er kröfugerðar frá eig- anda hundsins. Atburðurinn átti sér stað skammt frá sjúkrahúsinu á Blönduósi. Hundurinn, írskur setter sem var í eigu aðkomu- fólks, hafði verið að eltast við sauðfé og villtar gæsir á túni nokkru og var á leið til eig- anda síns þegar maður í bif- reið skaut hann tveimúr skot- um og dró hann helsærðan inn í bílinn. Eigandi hundsins ók í veg fyrir byssumanninn og í framhaldi af því var farið með hundinn til dýralæknis þar sem hann drapst. Kristján Þorbjörnsson, yfir- lögregluþjónn á Blönduósi, sagði að málsatvik lægju nokk- uð Ijós fyrir en beðið væri kröfugerðár eiganda hundsins. Þegar hún berst verður málið sent ríkissaksóknara. JHB Sumarskólinn á Akureyri Sérnámskeið - síðdegis Leikræn túlkun og leikir fyrir 6-7 ára (kl. 16.15-17.25) kr. 7.200,- fyrir 8-9 ára (kl. 17.35-19.00) kr. 8.300,- Tvö tímabil: 19/6.-4/7. og 10/7.-25/7. Leiðbeinendur: Rósa Rut Þórisdóttir, Ásta Arnardótt- ir og Örn Ingi. Upplýsingar og skráning í síma 22644. Til leigu Til leigu er húsnæði það sem Sjúkra- samlag Akureyrar hefur haft á leigu í Gránuféiagsgötu 4 (J.M.J. húsinu). Húsnæðið er tilvalið fyrir verslun eða skrif- stofur. Þægilegt að leggja bílum á staðnum. Uppl. gefur Jón M. Jónsson, símar 24453 og 27630. Aðalfundur Sambands íslenskra hitaveitna: Franz Ámason endurkjörinn formaður - vandamál Aöalfundur Sambands íslenskra hitavcitna var haldinn á Sauð- árkróki fímmtudag og föstudag í síðustu viku. Fimm manna stjórn var endurkjörin á fund- inum og voru haldin nokkur fagleg erindi auk þess sem farið var í skoðunarferðir. Hita- veitur á landinu skipta tugum en 33 hitaveitur eru í sam- tökunum. Auk þeirra eru 10 vatnsveitur auka-aðiiar að sam- bandinu. Franz Árnason, hita- og vatns- veitustjóri á Akureyri, var endur- kjörinn formaður sambandsins. Auk hans eru aðalmenn áfram Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri á Selfossi, Gestur Þórarinsson, hita- og vatnsveitustjóri á Blöndu- ósi, Gunnar Kristinsson, hita- veitustjóri í Reykjavík og Jón H. Ásbjörnsson, hita- og vatnsveitu- stjóri í Mosfellsbæ. Stjórnarmenn hafa enn ekki skipt með sér verkum. Á fundinn mættu, auk veitustjóra, nokkrir veitustjórn- armenn og starfsmenn veitustofn- anna og voru fundarmenn um 100 talsins. rekstri veitustofnana Að sögn Franz hefur Samband íslenskra hitaveitna á stefnuskrá sinni að halda fundi á þéttbýlis- stöðum á landsbyggðinni þar sem hitaveita er starfrækt. Einkum voru á dagskrá fagleg málefni sem voru rækt með erindum og skoð- unarferðum. M.a. var sagt frá útfellingu hitaveituvatns í Reykja- vík og vandamálum sem tengjast bráðatæringu. Bráðatæring verð- ur þegar súrefnisríkt kalt vatn sleppur yfir í heita vatnið en þrýstingur á kalda vatninu er hærri en í því heita og því hleypa sum blöndunartæki í milli. Að Franz Árnason. ekki teljandi sögn Franz eru vandamál í rekstri veitustofnana ekki teljandi og var því ekkert ályktað á fundinum. GT Aðaldalur: Eitt tilboð í stjómsýsluhúsið Eitt tilboð barst í byggingu 289 fm. stjórnsýsluhúss, björgun- arstöðvar og slökkvistöðvar í Aðaldal. Um var að ræða lok- að útboð innan hreppsins og kom tilboðið frá Hermanni Sigurðssyni, Hraunkoti II. Um er að ræða uppsteypu á húsinu, að koma því á fokheldis- stig og annast frágang að utan. Tilboð Hermanns hljóðar upp á 11 milljónir en kostnaðaráætlun nemur um 9,9 milljónum. Eftir er að yfirfara tilboðið sem opnað var hjá Tækniþjónustunni á Húsavík í gær. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.