Dagur


Dagur - 24.06.1992, Qupperneq 1

Dagur - 24.06.1992, Qupperneq 1
75. árgangur Akureyri, miðvikudagur 24. júní 1992 116. tölublað Vel klæddur í fötum frá BERNHARDT The Tailor i.íHtk ennabudin HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI • SÍMI96-26708 BOX 397 Fulltrúar frystihúsanna við Eyjafjörð og á Húsavík á leið til Murmansk: Kanna með kaup á þorski úr Barentshafi Framboð á fiski úr Barents- hafi er mikið. Um er að ræða þorsk sem er hausaður og heil- frystur. Á laugardag fara BíU útaf Ólafsljarðarvegi Bíll fór útaf Ólafsfjarðarvegi rétt norðan við Sauðanes síð- degis í gær. Ökumaður, sem var einn í bflnum, var fluttur á Heilsugæslustöðina á Dalvík en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Krap á veginum varð til þess að ökumaður missti stjórn á bílnum. Aðstæður til aksturs voru varasamar á þessum slóðum síðdegis í gær þótt ekki væri hægt að tala um ófærð. JHB Vetrarveður á Norðurlandi Slydda og snjókoma gerði mörgum Norölendingnum lífið leitt í gær. Dagur hafði fregnir af því að farið var að taka inn kýr og hesta í Eyjafirði og menn höfðu áhyggjur af fé á afréttum. Lágheiðin var orðin illfær síðdegis í gær. Lögreglumaður í Ólafsfirði sagði undir kvöld að snjókoma væri í bænum en ástandið á heið- inni þó öllu verra. Bjóst hann við að gefin yrði út aðvörun til ökumanna þegar líða tæki á kvöldið. Á Dalvík og í Svarfaðardal var jörð orðin alhvít seinni partinn í gær og 8-10 cm jafnfallinn snjór á fremstu bæjum. Annars staðar á Norðurlandi var slydda og víðast hvar strekkingshvasst. Hálka var í Víkurskarðinu en ekki var vitað um frekari ófærð á vegum. í dag er spáð norðan og norð- vestan stinningskalda eða all- hvössu og slydduéljum frameftir degi og norðvestan stinnings- kalda síðdegis en veðrið ætti að ganga niður í kvöld eða nótt. Á morgun ætti að verða breytileg átt og súld eða rigning og fremur kalt í veðri en hlýnandi á föstu- dag. JHB Ásgeir Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks hf., og Valtýr Hreiðarsson, við- skiptafræðingur, til Murmansk til að kanna hvort raunhæft sé að kaupa þennan þorsk til vinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu og á Húsavík. í viðtali við Dag sagði Ásgeir að þeir félagar færu fyrst til Tromsö og Kirkenes til að skoða hvernig þorskurinn er unninn í Noregi. Athuga þarf margt er lýt- ur að vinnslunni. í fyrsta lagi leikur grunur á að Rússarnir blandi aukaefnum í fiskinn í þeim tilgangi að auka þyngdina. í öðru lagi er þorskurinn hausaður á annan hátt en við íslendingar gerum. Klumbubeinið fylgir með, sem þykir óhagstætt. „í Noregi gefst okkur tækifæri til að átta okkur á hvort raunhæft sé að vinna þennan þorsk á íslandi. Ekki kemur til greina að taka annað en hreint hráefni. í ljósi þess munum við gera vissar kröf- ur til gæða og verðs. í ágúst gefst svigrúm til að vinna þorsk úr Bar- entshafi í frystihúsi Kaldbaks hf. á Grenivík. Færeyingar hafa gert stóran samning við Rússa um veiðar í Barentshafi. íslendingar ættu að skoða þann möguleika hvort hægt væri að koma frysti- togurunum til veiða þarna norðurfrá. Viðskipti við Rússa ættu að vera raunhæfur kostur, ekki það eina er snýr að fisk- kaupum og viðhaldi skipa,“ sagði Ásgeir Arngrfmsson. ój Trausti Sveinsson og kona hans, Sigurbjörg Bjarnadóttir, ásamt hópnum á Akureyrarflugvelli í gærdag. Trausti er lengst til vinstri og Sigurbjörg fyrir framan hann. Mynd: GT Heimsfrægt skíðafólk heimsækir Trausta bónda að Bjamargili Vegard Ulvang, norski skíða- göngumaðurinn heimsfrægi sem varð þrefaldur ólympíu- meistari í Albertville í vetur, kom til Islands í gær ásamt fríðu föruneyti. Tilgangur ferðarinnar til Islands er, eins og fram hefur komið, að dvelja í nokkra daga hjá Trausta Sveinssyni, bónda að Bjarnar- gili í Fljótum, og líta á skíða- svæði sem fyrirhugað er að byggja þar upp. Alls var það 15 manna hópur sem lenti á Akureyrarflugvelli upp úr hádegi í gær eftir beint flug frá Noregi. Auk Ulvangs mátti þar sjá Thomas Wassberg, einn frægasta göngumann Svía fyrr og síðar, Pál Gunnar Mikk- elsplads frá Noregi sem m.a. vann til silfurverðlauna á ÓL í Calgary, Oddvar Brá, einn fræg- asta skíðamann Norðmanna, Inger Helene Nybráten, fremstu skíðakonu Noregs í dag, fulltrúa frá Ski-Sport blaðinu og fleiri. Auk fjölskyldunnar frá Bjarnar- gili tóku fulltrúar frá Ólympíu- nefnd íslands og bæjarstjórn Akureyrar á móti hópnum. Hópurinn borðaði hádegisverð og fór í skoðunarferð um Akur- eyri í gær. Þaðan var ekið um Dalvík til Ólafsfjarðar þar sem þegið var kaffi í boði bæjar- stjórnar og síðan lá leiðin í Fljótin. Þar dvelur hópurinn í góðu yfirlæti fram á laugardag við laxveiðar, hestamennsku og fleira. JHB Skaga^örður: Flestir riðubændur taka fé á ný - furðulegt að það skuli koma forráðamönnum í landbúnaði á óvart, segir Jóhannes Ríkharðsson, héraðsráðunautur Flestir bændur í Skagafirði sem skáru sauðfé niður vegna riðuveiki hafa nú komið sér upp fjárstofni á nýjan Ieik. Einnig hafa nokkrir bændur er leigðu framleiðslurétt sinn tímabundið til ríkissjóðs fengið sér fé að leigutímabilinu loknu eða eru að koma sér upp fjár- búum á nýjan leik að sögn Jóhannesar Ríkharössonar, héraðsráðunautar á Sauðár- króki. Jóhannes sagði í samtali við Dag að flestir riðubændur hefðu alltaf ætlað sér að hefja fram- leiðslu á nýjan leik og því lagt í verulegan kostnað við lögboðna Sæplast hf. á Dalvík: Leitar eftir kaupum á fiskverkunarhúsi „Það er deginum Ijósara að við þurfum að auka við okkur húsnæði og ef að við gætum komist að samkomulagi um kaup á fiskverkunarhúsi Ránar hf. þá mundi það henta mjög vel þar sem húsið er nánast við hliðina á okkur“ segir Jón Gunnarsson framleiðslustjóri Sæplasts hf. á Dalvík aðspurð- ur um hugsanleg kaup Sæ- plasts hf. á húseign Útgerðar- fyrirtækisins Ránar hf. Málið er í burðarliðnum og ákvörðunar að vænta innan tíðar en Sæplast hf. hefur verið með á leigu í tvö ár hluta af húsnæði Blika hf. sem geymslupláss en jrað er fyrir löngu orðið allt of lít- ið þannig að fyrirtækinu er nauð- syn að leita eftir stærra og jafnvel hentugra húsnæði. Lítil sem eng- in starfsemi hefur verið í vetur í húsnæði Ránar hf. en fyrst og fremst hefur þar verið verkaður saltfiskur en söluhorfur og verð á saltfiskmarkaðnum er nú það dapurt að nánast enginn fiskur er nú verkaður í salt á Dalvík nema hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. GG hreinsun á fjárhúsum. Þetta hafi ætíð verið Ijóst og því furðulegt að forráðamönnum í landbúnaði virtist nú koma ákvarðanir þess- ara bænda um að hefja sauðfjár- rækt að nýju á óvart. Skorið hef- ur verið niður vegna riðu á milli 30 og 40 bæjum í Skagafirði á undanförnum árum og sagði Jóhannes að langflestir bændur hefðu nú fengið fé á nýjan leik. Einnig hefur nokkuð verið um að bændur á Skagafjarðarsvæð- inu hafi leigt framleiðslurétt sinn tímabundið samkvæmt tilboðum hins opinbera og nú virðast all- nokkrir þeirra ætla hefja búskap að nýju að leigutíma loknum þvert ofaní þær hugmyndir sem forsvarsmenn í landbúnaði hafa gert sér. Jóhannes sagði að þar ætti sá mismunur, sem var á til- boðum til bænda um uppkaup fullvirðisréttar sauðfjárfram- leiðslu á síðasta ári eftir því hvort um virkan eða leigðan rétt var að ræða, mikinn hlut að máli. Bænd- um sem leigt hefðu fullvirðisrétt sinn finndist þeir vera settir skör lægra með því að fá ekki sam- bærilegt tilboð og hefðu margir þeirra afráðið að virkja fullvirðis- réttinn á ný af þeim sökum. Flatur niðurskurður sauðfjár- framleiðslunnar í Skagafirði verður 21,7% á komandi hausti. í Fréttabréfi Stéttarsambands bænda er gefinn upp 19,2% niðurskurður og sagði Jóhannes Ríkharðsson þennan mismun stafa af því að í útreikningum Stéttarsambandsins sé ekki tekið tillit til 12% niðurfærslunnar á síðasta ári. Niðurskurður sauð- fjárframleiðslunnar í Skagafirði yrði um eitt prósent minni ef dæmið væri gert upp innan hér- aðs vegna ríflegs niðurskurðar á síðasta hausti en nú flatur niður- skurður í sauðfjárrækt gerður upp á landsvísu. Jóhannes sagði marga bændur vera áhyggjufulla vegna þessa mikla niðurskurðar og óljóst hvað framtíðin bæri í skauti sér hvað sauðfjárbændur varðaði. pi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.