Dagur - 24.06.1992, Síða 3
Miðvikudagur 24. júní 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Ólafsijörðiir:
Ferðafólki boðið upp á
skipulagðar ferðir
- m.a. gönguferðir um nágrennið
Rekstur Hótels Ólafsfjarðar
hefur gengið þokkalega í vor en
færri ferðamenn hafa komið til
Ólafsfjarðar það sem af er
sumri en áætlanir gerðu ráð
fyrir. í fyrrasumar keypti Skelj-
ungur hf. um 97% af hlutafé
hótelsins og í sumar verður haf-
ist handa við byggingu nýrrar
bensínstöðvar á lóð hótelsins
og verður hún tekin í notkun
vorið 1993.
Ósk Ársælsdóttir var ráðin
hótelstjóri frá 1. maí sl. en hún
var áður starfsmaður Ferðaskrif-
stofu ríkisins. Engir auglýsinga-
bæklingar voru gefnir út fyrir
þetta sumar en Skeljungur mun
auglýsa hótel með einhverjum
hætti á bensínstöðvum sínum.
Nokkuð verður um hópa frá
Ferðaskrifstofu íslands í hádeg-
isverð í sumar, en það eru hópar
sem ferðast fyrst og fremst um há-
lendið og bera nafnið „Fjöll og
firðir". 11 herbergi eru á hótelinu
en einnig verður boðið upp á
svefnpokapláss í Gagnfræða-
skólanum.
í sumar verða skipulagðar
gönguferðir í nágrenni Ólafs-
fjarðarbæjar og boðið verður upp
á miðnætursiglingar og jafnvel
sjóstangveiði. Verið er að setja
upp á upplýsingamiðstöðvum fyr-
ir ferðamenn 15 tölvuskjái eða
„Ferðavaka" en með snertitökk-
Alþýðuflokkurinn:
Sigurður í
gjaldkerastólinn
Á flokksþingi Alþýðuflokksins
nú nýverið var Sigurður
Arnórsson, varaþingmaður
flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, kosinn í stjórn
flokksins. Hann verður gjald-
keri næstu tvö árin.
Sem kunnugt er var Jón Bald-
vin Hannibalsson endurkjörinn
formaður flokksins og Jóhanna
Sigurðardóttir varaformaður.
Rannveig Sigurðardóttir verður
ritari og Sigurður Arnórsson
gjaldkeri. Langt er síðan fulltrúi
af landbyggðinni hefur átt sæti í
aðalstjórn flokksins.
Á flokksþinginu var einnig
kosið í flokksstjórn og fékk
Kristján Möller á Siglufirði flest
atkvæði í því kjöri. JÓH
um framkallast ntynd þar sem
ferðamenn geta fengið upplýsing-
ar um einstaka ferðamannastaði,
hótel o.fl. Einnig er þar hægt að fá
upplýsingar um hvar styst er í
næstu hótelgistingu ef öll hótel á
viðkomandi stað eru fullbókuð.
Mögulegt er að komast í síma-
samband við hótel eða veitinga-
staði gegnum „Ferðavaka" en
liann verður m.a. settur upp á
Akureyrarflugvelli og í Upplýs-
ingamiðstöð ferðamála á Akur-
eyri.
Ósk telur að þessi nýja þjón-
usta við ferðamenn verði ferða-
mannaþjónustunni á landsbyggð-
inni mikill stuðningur. ÓG
Húsið að Kaupvangsstræti 23, sunnanmegin í Listagilinu, er nú að taka á sig mynd og í vikunni verður lokið við
að pússa það að utan. Þá á aðeins eftir að steypa stéttar fyrir utan, ganga frá sökkíinum og mála. Notuð hefur verið
alíslcnsk múrklæðning utan á húsið og er þetta í fyrsta sinn sem það er gert á Akureyri. „Notuö er ný tækni sem
byggist á að húsið er einangraö utanfrá og hefur það í för með sér að varmatap og sprungumyndun minnka. Húsið
verður því í jöfnu hita- og rakaástandi sem þýðir minni spennur og minni sprungur," sagði Bjarni Bjarnason hjá B.
Bjarnason og Co. sem séð hefur um múrverkið utanhúss. JHB/Mynd: gt
Nefnd menntamálaráðherra um mögulega stofnun kennaradeildar við Háskóiann á Akureyri:
Engin fræðfleg né skipulagsleg rök mæla
gegn starfsemi af Mum krafti haustíð 1993
Nefnd menntamálaráðherra
sem skipuö var sl. haust til að
fjalla um mögulega kennara-
deild við Háskólann á Akur-
eyri hefur nú skilað skýrslu
sinni. Þar áréttar nefndin að
það sé umfram allt stjórnar-
farsleg ákvörðun mennamála-
ráðherra hvenær rétt sé að
kennaradeild verði komið á fót
við skólann en nefndin telur
engin augljós fræðileg eða
skipulagsleg rök mæla gegn því
að deildin hefji starfsemi sína
af fullum krafti á árinu 1993.
Þorsteinn Gunnarsson, upp-
eldisfræðingur, veitti nefndinni
forstöðu en aðrir nefndarmenn
voru Kristján Kristjánsson,
heimspekingur, sem tilnefndur
var af Háskólanum á Akureyri,
Ólafur Arngrímsson, skólastjóri,
sem tilnefndur var af Bandalagi
kennara á Norðurlandi eystra og
Trausti Þorsteinsson, fræðslu-
stjóri, sem tilnefndur var af
Húnavatnssýslur:
Úrval húnvetnsks heim-
ilisiðnaðar í Bardúsu
Verslun með húnvetnskan
heimilisiðnað var opnuð á
Hvammstanga í fyrrasumar og
hlaut hún nafnið Bardúsa.
Hinn 5. júní sl. var verslunin
opnuð aftur eftir vetrarhlé og
er meiri fjölbreytni nú í vöru-
vali en í vetur hafa verið haldin
nokkur námskeið í sýslunni og
afrakstur þess má nú berja aug-
um.
Helsta breyting er sú að meira
er nú af alls konar munum úr tré
en var í fyrra en með fleiri þátt-
takendum eykst vöruúrvalið að
sjálfsögðu. Aðeins hefur lifnað
yfir ferðamannastraumnum í
Húnavatnssýslu en aðallega eru
það ferðamenn á eigin vegum sem
um héraðið fara og þá helst
íslenskir. Stærri hópar hafa lítið
verið á ferðinni enn sem komið
er- GG
Hótel Vin á Hrafnagili:
Vísindaráðsteftia hefst í dag
- um köfnun jurta við lágt hitastig
I dag hefst á Hótel Vin á
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit
alþjóðleg vísindaráðstefna þar
sem færustu menn á sviði
jurtalífeðlisfræði munu fjalla
um köfnun jurta við lágt hita-
stig. Ráðstefnan er haldin fyrir
fjárframlag frá alþjóða menn-
ingarmálastofnuninni,
UNESCO, og með stuðningi
landbúnaðarráðuneytisins.
Ráðstefnunni lýkur á hádegi á
föstudag.
Að skipulagningu ráðstefnunn-
ar standa Tilraunastöðin á
Möðruvöllum, Háskólinn á
Akureyri, Náttúrufræðistofnun
Norðurlands og Ræktunarfélag
Norðurlands. Alls taka á þriðja
tug aðila þátt í ráðstefnunni, þar
af 13 íslendingar.
Að sögn Bjarna Guðleifsson-
ar, sem unnið hefur að undirbún-
ingi ráðstefnunnar, þá telst til
tíðinda af ráðstefna af þessu tagi
skuli haldin á íslandi og til henn-
ar fáist fremstu vísindamenn á
þessu afmarkaða sviði. í>á segir
Bjarni einnig markvert að á ráð-
stefnunni hittist og beri saman
bækur sínar tveir hópar vísinda-
manna sem báðir stundi rann-
sóknir á köfnun plantna við lágt
hitastig. Annars vegar sé um að
ræða vísindamenn sem beini
sjónum sínum að köfnun jurta
yfir frostmarki, þ.e. við svellkal,
og hins vegar vísindamenn sem
rannsaki köfnun jurta við hitastig
yfir frostmarki, t.d. við flóð.
Auk íslendinganna verða fyrir-
lesarar á ráðstefnunni frá Bret-
landi, Rússlandi og Kanada.
JÓH
Fræðsluskrifstofu Norðurlands-
umdæmis eystra. í erindisbréfi
sínu fékk nefndin það hlutverk
að kanna nauðsyn á og forsendur
fyrir menntun grunnskóla-
kennara við Háskólann á Akur-
eyri og hins vegar að gera tillögur
um kennsluskipan og námsskrá
deildarinnar sem og að yfirfara
fyrirliggjandi áætlanir um kostn-
að og starfsmannaþörf.
í skýrslu sinni gera nefndar-
menn að umræðuefni rök sem
mæla með og á móti stofnun
kennaradeildar við skólann.
Nefndarmenn telja að fleira þurfi
að koma til en þau rök að kenn-
aradeild verði veruleg lyftistöng
fyrir þá ungu stofnun sem skólinn
er. Langsterkustu rökin fyrir
stofnun kennaradeildar við
Háskólann á Akureyri og þau
einu sem teljist fullnægjandi að
dómi nefndarinnar, væru að ætla
mætti að slík deild gæti dregið úr
hinum alvarlega kennaraskorti
sem er á landsbyggðinni. Höfuð-
spurningin snúist um fagleg sjón-
armið varðandi eflingu kennara-
náms í landinu og hins vegar um
byggðasjónarmið, þ.e. hvort
raunhæft sé að ætla að hærra
hlutfall útskrifaðra kennara frá
HA færi til starfa á landsbyggð-
inni. Nægjanleg byggðarök liggi
fyrir til að mæla með stofnun
kennaradeildar við skólann.
JÓH
Takið eftir
Við höfum iokað í
Hafnarstrœti 98.
Filmumóttaka og ósóttar
myndir er í Hofsbót 4
til miðvikudagskvölds.
Opnum í Skipagötu 16
fimmtudaginn 25. júní
kl. 13.00.
1 L -7= _ ■"
: - ásáa - ::
^PeóHomyndii^
Skipagötu 16.