Dagur - 24.06.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 24.06.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 24. júní 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Orð í tíma töluð Þau ummæli Tryggva Gíslasonar, skólameistara Mennta- skólans á Akureyri, að hann ætli ekki að ráða neina kennara til starfa á komandi skólaári er ekki hafi tilskilin starfsréttindi, hafa vakið verðskuldaða athygli. Með þeim er skólameistarinn að mótmæla þeim viðhorfum sem ríkj- andi eru í garð skóla og kennara og lýsa sér meðal annars í lélegum launakjörum þeirra er að skólamálum starfa. í ræðu sinni við skólaslit Menntaskólans á Akureyri 17. júní sl. sagði Tryggvi Gíslason m.a. að þegar vandi á borð við erfiðleika í fjármálum og aukið atvinnuleysi steðji að þjóðum hafi ein meginleið þeirra verið að auka menntun og hafi hún borið verulegan árangur í nágrannalöndum okkar. Hér sé aftur á móti fyrst skorið niður í skólamálum og kennslu þannig að í stað þess að draga úr áhrifum erf- iðleikanna séu þau mögnuð. Tryggvi Gíslason sagði ennfremur að umræða um skólamál hefði um langt skeið mótast af umtali um pen- inga og fjármál. Þá gleymdist gjarnan að afrakstur skóla- kennslu yrði aldrei metinn til fjár eins og sum önnur verk þótt árangur af skólastarfi blasti við og segði víða til sín. Bernharð Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskól- ans á Akureyri, sagði í sinni skólaslitaræðu að flestir væru þeirrar skoðunar að þjóðin hefði ekki efni á að hætta að mennta sig. Menntun væri lífsnauðsyn og framtíð íslensku þjóðarinnar væri undir því komin að eiga sem best menntaða einstaklinga á sem flestum sviðum fræða og menningar. Bernharð sagði einnig að viðhorfsbreyting gagnvart kennurum yrði að eiga sér stað. Hætta yrði að líta á þá sem einstaklinga er standi upp við töflu og tali í 45 mínútur í senn en séu lausir frá skyldum allt sumarið. í stað þess verði að virða þá sem sérfræðinga - hvern á sínu sviði - og gera starf þeirra þannig eftirsókarvert. Yfirvöld þurfi einnig að hætta þeirri leiðu iðju sinni að reikna kennslukostnað út eftir hinni frægu þríliðu, því nemendur séu ekki lífvana tölur á blaði heldur fólk af holdi og blóði. Þá fyrst muni heyrast samhljómur laga um framhaldsskóla og meðferð opinberra fjármuna. Efhng íslensks þjóðfélags er meira undir menntun fólksins í landinu komin en nokkrum öðrum þáttum þjóð- lífsins. Af þeim sökum er erfitt að skilja hvað hggur til grundvaUar þeim ákvörðunum stjórnvalda nú að líta fyrst til skóla og menntunar þegar hagræða þarf og spara í rekstri þjóðarbúsins. Ákvarðanir um að draga saman í skólakerfinu og fækka þar með möguleikum íslenskra ungmenna til þekkingarleitar leysa ef til vill einhvern tölulegan vanda í samspili tekna og gjalda ríkissjóðs. En sú lausn verður aldrei nema til bráðabirgða. Niðurskurð- ur á framlögum til menntamála eykur ekki afkomumögu- leika þjóðarinnar til frambúðar heldur þvert á móti. Síðustu daga hafa verið að berast fregnir af samdrætti er verða muni í verðmætasköpun íslendinga á næstu árum. Af þeim sökum er nú brýnna en oftast áður að landsmenn leiti nýrra tækifæra á sviði framleiðslu- og atvinnumála. Auka þarf þekkingu þeirra, áræði og kjark til átaka á nýjum sviðum í stað þess að leggja drög að hrörnandi menntunarmöguleikum. Segja má að tvö yfir- lýst markmið stjórnvalda stangist á, því leit að nýjum atvinnutækifærum ber ekki árangur á sama tíma og menntun er skorin niður. Þess vegna eru ummæli skóla- meistaranna tveggja á Akureyri orð í tíma töluð. ÞI Babelstuminn í fyrstu Mósebók segir frá því er menn í Súmeríu hugðust byggja úr brenndum leir og jarðbiki turn, er ná átti allt til himins. Að honum skyldi allt mannkyn hneigjast og tala eina tungu. Æ síðan hefur Babelsturninn staðið sem ímynd þess oflætis manna að hyggjast framkvæma það, er ekki stóð í mannlegu valdi, en oflætið töldu m. a. þeir vísu Forngrikkir til dauðasynda. Nýlega var sendur inn á flest heimili í landinu auglýsingapési um E.E.S.; formálaður af Jóni Baldvin utanríkisráðherra. Ann- aðhvort veldur því níðingsleg til- viljun, eða kaldhæðni teiknarans að á framhliðinni er mynd af téð- um turni. Virðist hann gerður úr tré og þá höggvinn úr lungum jarðar - skógunum, ásamt m.a. þeim firnum, sem eyðast í pappír til óþurftar - eða nytja. Um líkt leyti barst Samstöðu - í annað sinn - neitun um smá- styrk frá utanríkisráðuneyti til að greiða hluta af útlögðum kostn- aði við málafylgju frá öðru sjón- arhorni þó að þaðan streymi með boðaföllum margir tugir milljóna króna til að kosta trúboð fyrir Evrópubandalagið, þetta öfug- mæli á heimsbyggðinni, sem Jón Baldvin sagði - trúlega í skála- glamri eftir undirskrift E.E.S. samninga í Portugal - að varla. mundi lifa langt fram á næstu öld. Ekki var þessi neitun óvænt - þaðan af bæ - þó að ekki verði hún rökum stödd. Stundum er helst að skilja hluti í samanburði við andstæðu sína: Andlegt stór- menni, frakkinn Voltaire (1694- 1778) sagði: „Ég er algjörlega ósammála skoðunum þínum en ég mun verja með lífi mínu rétt þinn til að halda þeim fram.“ Rétt er fyrir Samstöðu að sækja um framlag til forsætisráðuneytis og/eða Alþingis og verður ekki Hlöðver Þ. Hlöðversson. að óreyndu trúað að þaðan berist sömu svör enda öðruvísi á málum tekið, t.d. í Noregi. Nú er brýnt sem aldrei fyrr að herða róðurinn gegn þeim nauð- hyggjuáróðri, sem vill fasttengja okkur Evrópusamfélaginu, því svartagallsrausi að þjóðarinnar bíði örbirgð og armóður ef við skríðum ekki í „skjól“ í forstofu eða aðalturni E.B., þeirri þröng- sýni að við - á mörkum megin- landa eigum að sértengjast Evr- ópu. Örðugleikar eru ekki úrslita- atriði heldur hvernig við þeim er brugðist. íslendingum, jafnt ein- staklingum sem þjóð hefur þá vegnað best þegar þeir gátu óháðir leitað viðfangsefna hvar- vetna um heimsbyggð. Verjumst Fjorhelsinu (- frelsinu !!!) og þeirri furðutúlkun að okkur, um 260 þúsund talsins, takist að halda jafnvægi gagnvart 380 millj- óna bákni vaxandi miðstýringar gömlu nýlenduveldanna þó að um sinn hrikti í turninum víðs- vegar vegna einurðar Dana að hafna með þjóðaratkvæði veru- legri viðbótarafhendingu sjálf- stæðis, gegn áróðri fjölda stjórn- málamanna - með laskað jarð- samband. Gera þarf verulegt átak til fjölg- unar félaga í Samstöðu og efla svo félags- og fjárhagslegan styrk til átaka. Látum ekki á okkur falla þann þunga dóm að „þau eru verst hin þöglu svik að þegja við öllu röngu." Skoðum mál sem best og skilgreinum meginatrið- ið: fullveldisskerðinguna. Ræðum þetta við kunningja og á víðara sviði. Þátttaka í funda- starfi. Miklu fleiri eru pennafærir en því hafa beitt. Nú er nauðsyn. Svo er krafan um þjóðaratkvæði ófrávíkjanleg. Stóraukin undir- skriftasöfnun í framhaldi fyrri aðgerða Samstöðu. Einfaldur þingmeirihluti hefur ekki siðferðislegan rétt til að full- gilda samninginn um E.E.S. Stjórnarskráin ákvarðar að lög- gjafarvald sé hjá Alþingi, dóms- vald hjá íslenskum dómstólum, og sérreglur, ef stjórnarskrá skal breytt. Islensk lög verða ekki til undir þeirri nauðung að sam- þykkja allt eða ekkert í 20 þús- und A-4 blaðsíðna erlendri syrpu. Skaplaust er fólk, ef því hleypur ekki kapp í kinn, þegar talað er niður til þess og látið að því liggja að það hafi ekki vit eða þekkingu til ákvarðanatöku um þýðingarmestu mál. Hjá kjósendum liggur valdið til að fleyta jafnvel oflátungum inn á þing og skola þeim þaðan út. M.a. ef þeir virðast ekki þekkja íslenska fánaliti, sem ekki vefst fyrir almenningi þessa lands. Hlöðver Þ. Hlöðversson. Leiklist Jelena í heimsókn Leikritið Kæra Jelena eftir Ljúd- milu Rasúmovskaju var sýnt við gífurlegar vinsældir á vegum Þjóðleikhússins í Reykjavík á síðasta leikári. Uppselt var á flestar sýningar og iðulega langt fram í tímann, svo að menn urðu að skipuleggja með löngum fyrir- vara tíma sinn með tilliti til leikhúsferðar. Slíkt er ekki al- gengt hér á landi, þó að vissulega hafi það gerst oftar en þetta. Okkur, sem ekki auðnaðist í vetur að sjá stykkið í Reykjavík, lék vitanlega forvitni á því að líta það til þess að geta dæmt um það af eigin reynslu, hvað ljær þessu leikverki hið gífurlega aðdráttar- afl sitt. Það var því vel til fundið og vel gert af stjórn og starfsfólki Þjóðleikhússins að fara í leikferð með Kæru Jelenu, svo að hún gæti heimsótt sem flesta lands- menn utan höfuðborgarsvæðis- ins. Frumsýning verksins á Akur- eyri var föstudaginn 19. júní, en verkið var sýnt alls þrisvar í Sam- komuhúsinu, síðast sunnudaginn 21. júní. Kæra Jelena er áhrifamikið verk. Texti þess í þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur er magn- aður og heilsteyptur. Stígandi er stöðugur og spennan í framrás verksins mögnuð á hnitmiðaðan hátt með hægum köflum á milli átakamikilla og sírishærri atriða, sem hrífa áhorfandann með sér og halda honum föngnum og iðandi í sætinu. Sannarlega fag- lega skrifað verk unnið af höf- undi, sem veit gjörla, hvernig á að beita texta og tjáningu í leik- húsi. Efnið er frábærlega til þess fallið að vekja eftirtekt í óvæg- inni grandskoðun sinni og víð- tækri gagnrýni og úrvinnsla þess í átökum persónanna hnitmiðuð og sísækin að því marki að ná svo til áhorfandans, að honum finnst hann vera sem næst þátttakandi; svo náinn, að með honum vaknar hvöt til þess að grípa inn í, stöðva stríðið; stöðva niðurbrotsstarf- semina og mannvonskuna og koma konunni, sem stendur ein vörð um þau gildi, sem við flest - að minnsta kosti í orði - teljum öðrum æðri, til bjargar. Við vitum samt, að við getum það ekki. Úrslitin verða að ráðast - og það eru okkar úrslit, því að við erum orðin hluti af verkinu, þegar líður að lokum þess, og við skiljum, að persóna, eins og Je- lena, átti ekki nema eina leið, ekki vegna þess, að hún lét und- an og afhenti það, sem eftir var leitað, heldur vegna þess, að vígi hennar hafði verið rústað; molað niður gersamlega. Anna Kristín Arngrímsdóttir lék titilhlutverkið, Jelenu Serge- jevnu, kennslukonu, skólastúlk- una, Ljalju, lék Halldóra Björns- dóttir, Hilmar Jónsson lék Pasha, skólapilt, skólapiltinn Vitja lék Ingvar E. Sigurðsson og Baltasar Kormákur fór með hlutverk skólapiltsins Valodja. Hér verður ekki farið út í þær fáu feyrur, sem reyndar komu fyrir hjá einstök- um þessara ágætu leikara, heldur lögð áhersla á í heild framúrskar- andi samstæðan og sterkan leik þeirra, sem lyfti verkinu fram úr sviðsopinu, svo að það líkt og hvolfdist yfir gagntekinn áhorf- endaskarann. Eitt það, sem á að vera meðal verkefna Þjóðleikhússins, er að fara í ferðir um landið með ein- hverja uppsetninga sinna. Þetta hlutverk hefur stofnunin leitast við að rækja upp á síðkastið. Það er góð tilbreyting eftir langan tíma lítilla afreka á þessu sviði. Vonandi er komin betri tíð og að leikhúsunnendur um land allt eigi von á góðum uppfærslum leik- húss þjóðarinnar heim í byggðir sínar að minnsta kosti einu sinni - og helst oftar - ár hvert héðan í frá. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.