Dagur - 24.06.1992, Side 5
Miðvikudagur 24. júní 1992 - DAGUR - 5
Golfkúlur slegnar í kulda
og trekki á Jaðri
Kappklæddur golfliópurinn að Jaðri í gærinorgun ásanit leiðbeinendum og fararstjórum. Ove T. Ness er lengst til
hægri í aftari röð, en Anders Pedersen lengst til vinstri í fremri röð. Myndir: óþh.
Það var ekki laust við að væri
hrollur í golfköppunum sem
mættu upp í golfskálann að
Jaðri í gærmorgun, enda lofthiti
vart meira en 4 stig. Þeir höfðu
þó sem betur fer klætt sig í sam-
ræmi við aðstæður og létu norð-
ankaldann ekkert á sig fá.
Hinar eiginlegu golfæfingar
hófust ekki fyrr en í gær, en í fyrra-
dag kynnti golfhópurinn sér að-
stæður á Jaðri. Þátttakendur eru
komnir misjafnlega langt í golfí-
þróttinni, sumir hafa náð 3-4 í for-
gjöf sem er í raun meistara-
flokksárangur, aðrir eru allt að því
byrjendur. Aðstæður eru enda
misjafnlega góðar til iðkunar golf-
íþróttarinnar í vinabæjunum. I
Alasundi er enginn golfvöllur. en
kylfingar þar eru ekki af baki
dottnir og hyggjast koma sér upp
golfvelli að ári, að sögn Ove T.
Ness eins af norsku þátttakendum í
golfhópnum. Ove sagðist hafa
óskaplega gaman af golfinu, en þvf
kynntist hann vestur í Bandaríkj-
unum þegar hann bjó þar. Ove
undraðist hversu góður golfvöllur-
inn að Jaðri væri, ekki síst þegar
haft væri í huga hve norðarlega
hann væri. En hvemig leggst í
hann að spila golf í þessum skelfi-
lega kulda? „Það er allt í góðu
lagi, maður klæðir sig bara vel,“
sagði hann og brosti.
Anders Pedersen er einn kylf-
inganna frá Randers. Honum leist
vel á aðstæður að Jaðri, þrátt fyrir
kuldann. Hann sagðist vissulega
hafa spilað í rigningu og leiðinda
veðri í Danmörku, en aldrei hafi
verið eins kalt í veðri að sumarlagi
og hér á Jaðri. „Það er ekki um
annað að ræða en að klæða sig
vel,“ sagði Anders ákveðinn á
svip, en hann hefur stundað golf í
átta ár, þrátt fyrir ungan aldur.
Anders var ánægður með vina-
bæjainótið og sagði það nauðsyn-
legt til að efla tengsl ungmenna frá
Norðurlöndunum.
Eins og alþjóð veit eru Danir
komnir í úrslit Evrópumótsins í
knattspyrnu í Svíþjóð eftir fræki-
legan sigur á Hollendingum sl.
mánudag. Fylgdist Anders með
leiknum? „Þú getur nú rétt ímynd-
að þér,“ svaraði hann og ekki var
laust við undrunartón í röddinni.
„Ég var alveg yfir mig ánægður
með sigurinn,“ bætti hann við.
Golfkennslunni verður fram
haldið að Jaðri fyrir hádegi í dag
og ef veður leyfir verður efnt til
golfmóts eftir hádegið. Á morgun
er ætlunin að fara með hópinn í
heimsókn til Húsavíkur og stefnt
er að lokamóti að Jaðri frá kl. 9 til
13 nk. föstudag.
Aðalleiðbeinandi golfhópsins
er Jón Baldvin Hannesson.
á Akureyri
í dag - kvöld
* I kvöld verður að vanda opið
hús á skemmtistaðnum
1929. Fyrst og fremst verð-
ur diskótek, en aldrei er að
vita nema verði einhverjar
uppákomur. Rétt er að
minna á að annað kvöld
verður mikið um að vera í
1929. Þá spilar ekki ómerk-
ari hljómsveit en Snigla-
bandið fyrir dansi og hópur
úr Leiklistarskóla íslands
sýnir leikatriði. Það skal ít-
rekað að öllum er heimill
ókeypis aðgangur að opnu
húsi í 1929 í kvöld og annað
kvöld.
* Myndlistarhópurinn fór strax
sl. mánudag austur í Öxar-
fjörð til að afla sér „hráefn-
is“ til að vinna úr. Hópurinn
kom seinnipartinn í gær úr
leiðangrinum og mun í dag
byrja að vinna úr öllu því
sem fyrir augu bar fyrir
austan.
* í kvöld verður kvöldverður
fyrir fulltrúa Norræna fé-
lagsins, embættismenn frá
vinabæjum, bæjarfulltrúa og
aðalfararstjóra í Laugarborg
í Eyjafjarðarsveit, alls um
95 manns.
Sænski lciklistarhópurinn fyrir franian Samkomuhúsið. Efri röð frá vinstri:
Ulrika Person, Therese Söderquist, Kim Lindedahl, Susanne Olby og Kjell
Wremert, leikstjóri. Fyrir framan þau sitja frá vinstri Johanna Höök og
Kajsa Aman.
Leiklistarkrakkarnir frá Vásterás:
Sýna í dag leikrit byggt á
sögu eftir Selmu Lagerlöf
í dag kl. 18 verða krakkarnir frá
Vásterás með sýningu í Sam-
komuhúsinu, sem byggð er á
þekktri sögu eftir nóbelsskáldið
Selmu Lagerlöf. Sýningin tekur
um 45 mínútur og er öllum
heimill ókeypis aðgangur.
Að þeirra sögn er hér um ræða
dæmigerða ljúfa norræna sögu sem
að loknum töluverðum átökum
endar vel eins og aðrar góðar
sögur.
I samtali við blaðamann sögðu
krakkamir að þetta væri fyrsta
heimsókn þeirra til íslands og þeim
Leiðrétting
í samanburðartöflunni sem
Dagur birti í gær um norrænu
vinabæina fimm urðu þau mis-
tök í vinnslu að atvinnuleysis-
talan fyrir Lahti í Finnlandi féll
niður en þar í borg er atvinnu-
leysi um 17% og því hæst af
vinabæjunum.
þætti náttúrufegurð hér mikil og
andstæður miklar. Þannig hefði
komið þeim töluvert á óvart að sjá
hraunbreiðumar á Reykjanesskaga
og síðan hve allt væri vel gróið hér
fyrir norðan.
Þátttakendumir frá Vasterás
komu með áætlunarflugi til Kefla-
víkur sl. sunnudag og þaðan komu
þeir með beinu flugi til Akureyrar
á sunnudagskvöld. Því gafst nokk-
ur stund til þess að skoða sig um í
nágrenni Keflavíkurflugvallar og
auðvitað var farið í Bláa lónið, sem
þeim fannst mjög eftirminnilegur
staður.
Þrjú af sex í leikhópnum tóku
þátt í síðasta vinabæjamóti í Lahti í
Finnlandi og fannst þeim svo gam-
an þar að ekki kom annað til greina
en að fara til Akureyrar. Þau eru
öll á einu máli um að slíkt norrænt
vinabæjasamstarf sé nauðsynlegt
til að efla tengsl Norðurlandanna,
fyrir svo utan það hve gaman sé að
hitta jafnaldra sína frá hinum
Norðurlöndunum.
Bókmenntahópurinn
hlýddi á Einar Má
Þegar blaðamaður leit inn á
Amtsbókasafnið í gærmorgun
voru þátttakendur í bókmennta-
hópnum að hlýða á erindi Einars
Más Guðmundssonar, rithöf-
undar, um bókmenntir. Einar
Már hefur sem kunnugt er búið
lengi í Danmörku og þekkir því
vel til bókmennta þar ytra j'afnt
sem íslenskra bókmennta. Þá
hafa nokkur af verkum Einars
Más verið þýtt á norðurlanda-
mál.
Að aflokinni setningu vinabæj-
amótsins sl. mánudag fór bók-
menntahópurinn í heimsókn í
Nonnahús og að því búnu voru
verkefni vikunnar kynnt. í dag
byrja krakkamir að vinna að eigin
hugverkum og eftir hádegið verður
hópvinna. Þeirri vinnu verður síð-
an fram haldið í fyrramálið, en á
Einar Már Guðmundsson, rithöf-
undur, „messaði" yfir bókmennta-
hópnum í Amtsbókasafninu í gær.
Ekki var annað að sjá en þátttakendur kynnu vel að meta boðskap Einars.
föstudag er ætlunin að setjast við vinna að útgáfu á sameiginlegu
tölvur uppi í Verkmenntaskóla og bókmenntakveri.
Umsjón: Óskar Þór Halldórsson
Veðrið síður en
svo vinalegt
Það verður ekki sagt með sanni að veðurguöirnir hafi gengið í
liö með mótshöldurum og tekið hlýlega á móti gestunum frá
Randers, Vásterás, Lahti, Álasundi og Narssak.
Veður var allgott sl. mánudag, en í gær var komin norðanátt eins
og hún gerist verst á Norðurlandi með úrkomu og kulda og snjóað
hafði í fjöll.
Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu íslands í gær eru ekki horf-
ur á breytingum í dag eða morgun. Áfram er gert ráð fyrir stífri
norðanátt um norðanvert landið í dag og bendir allt til að hitastigið
verði áfram innan við 5 stig. Sama verður uppi á teningnum á