Dagur - 24.06.1992, Page 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 24. júní 1992
Rifós í Kelduhverfi:
„Við ætlum ekki að vera með sædýrasafti,“
- segir Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri - Litið inn hjá eigendum fiskeldisstöðvarinnar við Lón
Ólafur Jónsson og Hlynur Bragason.
Á stofnfundi hlutafélags
heimamanna í Kelduhverfi um
kaup á þrotabúi ísno var nýja
félaginu valið nafnið Rifós,
samkvæmt uppástungu eins
fundarmanna. Rifós er örnefni
í Lónunum. Dagur kom nýlega
við hjá hinu nýja fyrirtæki og
hitti fyrir Ólaf Jónsson, sem
verið hefur einna mest í for-
svari vegna kaupanna á þrota-
búinu, og Hlyn Bragason, sem
er í varastjórn hlutafélagsins.
Á leiðinni að kafHstofu fyrir-
tækisins reka gestir augu í vísu
eftir Þorfinn Jónsson á Ing-
veldarstöðum:
Viltu forðast vondan dóm,
vera sóði talinn.
Þá farðu ekki á útiskóm,
upp i kaffisalinn.
„Ef þeir geta þetta ekki, þá
geta þetta engir,“ sögðu Keld-
hverfingar, hver af öðrum, sem
Dagur hitti að máli á ferð sinni
um Kelduhverfi, og það var
ánægjulegt að heyra þá hafa svo
mikla trú á sínum ungu heima-
mönnum. Og það var staðið á
bak við hugmyndina um hlutafé-
lagið, loforð um hlutafé
streymdu að, án þess að hafa
þyrfti fyrir söfnun þess, að sögn
Ólafs.
Rúmlega 80 hluthafar
„Við vorum mjög ánægðir með
stofnfundinn, þangað mættu 35-
40 manns, en hluthafar eru mun
fleiri, rúmlega 80. Þeir eru frá
Flestum bæjum í hreppnum auk
vina og vandamanna, brottfluttra
Keldhverfinga og vina þeirra,"
sagði Ólafur.
Það var árið 1981 sem helming-
ur fjár í sveitinni var skorinn nið-
ur vegna riðuveikivarna. Margir
bændanna hófu ekki fjárbúskap á
ný og sumir fluttu burt. Auk
almenns samdráttar í landbúnaði
hefur þetta haft sín áhrif á
atvinnulífið og íbúatölu í
hreppnum. Því er ekki furða að
muna þykir um að hafa starfandi
fyrirtæki eins og Rifós, en þar
hafa verið sjö manns í fullu starfi
og sé slátrunin og ýmis þjónusta
meðtalin skapast um 12-13 árs-
störf í hreppnum.
Það var 1980 sem ísno hóf
starfsemi sína í Kelduhverfi, en
1978 sem Fiskifélag íslands hóf
þar tilraunaeldi. Framleiðslan
hefur aukist með árunum upp í
150-200 tonn og Rifóssmenn
stefna á að auka hana enn frekar.
Þegar búrin frá Vestmannaeyjum
verða komin í Lón, eykst rými
fyrir eldisfisk verulega. „Við
stefnum á 300 tonna ársfram-
leiðslu, að vísu ekki fyrstu 1-2
árin, en þetta teljum við raun-
hæft í framtíðinni," sagði Ólafur.
Yið erum svo jákvæðir
Stofnfé Rifóss er 14 milljónir 820
þúsund en tekið verður við hluta-
fé upp að 25 milljónum. „Við
erum í raun ekki hættir að safna
hlutafé og það koma hluta-
fjárloforð á faxinu við og við, (og
faxsíminn er 96-52191),“ sagði
Ólafur og bauð blaðamanni Dags
hlutabréf í Rifósi.
„ Við kaupum stöðina á 16 mill-
jónir og borgum það á einu ári.
Þarna er um að ræða fasteignir og
lausafé í Kelduhverfi og flotkvíar
í Vestmannaeyjum. Síðan kaup-
um við fiskinn, seiði og klakfisk,
af Landsbanka íslands fyrir sex
milljónir og þar borguðum við
fjórar milljónir út og afganginn á
átta mánuðum."
- Nú virðist fólk hafa verið
óvenju jákvætt með að koma til
liðs við hið nýja hlutafélag. Hvað
veldur?
„Við erum bara svona jákvæð-
ir. Einn góðan veðurdag ákváð-
um við að prufa hvort fólk væri
tilbúið að leggja í þetta. Við
höfðum þreifað fyrir okkur og
heyrt litla fugla hvísla að það ætti
að fara af stað og gera eitthvað.
Eftir að hafa kannað viðbrögð
heimamanna og það spurðist út
hver þau voru og að þeir hefðu
trú á þessu, þá kom allt af sjálfu
sér. Þetta er mjög skemmtilegt.
Ég þakka þetta því að sé einhvers
staðar hægt að reka fiskeldi þá sé
það hérna, og menn vilja styðja
við sína heimasveit og hafa taug-
ar til hennar. Þegar menn sjá að
starfsmennirnir hafa trú á þessu
og vita að staðurinn er góður, að
þekkingin er til staðar og góður
laxastofn. Spurningin er hvort
verð á laxi verður jafn lágt og það
hefur verið. Við teljum okkur
geta lifað á óbreyttu verði næstu
tvö árin með því að reka stöðina
af skynsemi, en síðan verður
verðið að hækka. Það hlýtur að
koma að því og getur ekki verið
að lax verði til lengri tíma ódýrari
en ýsa.
Það er búið að gera ýmsar til-
raunir hér á undanförnum árum
og ég er ekki að lasta það. Við
ætlum samt ekki að fara að byrja
upp á nýtt. Það getur verið að við
prufum bleikjueldi, en við ætlum
ekki að fara að fylla búrin af
þorski og lúðu eða fara að vera
með eitthvert sædýrasafn. Við
vitum hvað við erum með og höf-
um á því reynslu og þekkingu og
ætlum ekki að breyta útaf í veiga-
miklum atriðum."
Ekki stjórnað að sunnan
Á undanförnum árum hafa
heimamenn unnið í stöðinni en
henni verið stjórnað að sunnan.
„Það höfum við talið dellu.
Það þarf að vera hægt að bregð-
ast fljótt og vel við hverjum
vanda og leysa málið áður en það
stækkar og verður kostnaðarsam-
ara, eða að skaði hlýst af.“
Ólafur segir aðspurður að
kannski megi kalla sig fram-
kvæmdastjóra, en Guðmundur
Héðinsson sé stöðvarstjóri og
Einar Björnsson sjái um bók-
haldið og Friðgeir Þorgeirsson
sjái um slátrun og fleira. í stjórn
Rifóss eru: Friðgeir Þorgeirsson,
Hraunbrún, Friðrik Sigurðsson,
Kísiliðjunni og Ólafur Jónsson,
Fjöllum. Varastjórn skipa Evert
Evertsson, Reykjavík og Hlynur
Bragason, Skúlagarði.
Kynntist fiskeldi í Noregi
og Kanada
Ólafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Rifóss, er fæddur að Fjöll-
um í Kelduhverfi, Þingeyingur og
Skagfirðingur að ætt. „Eg er eng-
inn aðalkall í þessu,“ segir hann,
tregur að segja frá sjálfum sér.
Hlynur lætur þess getið að mað-
urinn sé ólofaður. „Já, ég má
ekkert vera að svoleiðis," segir
Ólafur. „En það er rétt, ég er
ógiftur maður á besta aldri. Eg er
bara búfræðingur og það hefur
gefist vel í þessum bransa, enda
hefur verið nóg af hagfræðingum
og spekingum sem gefið hafa ráð
sem ekki stóðust.
Ég sótti einu sinni um fimm
skóla í Noregi og vildi læra
fiskeldisfræði. Ég fékk svar frá
einum, hinir svöruðu ekki einu
sinni, en hjá þessum eina var ég
númer 80 á biðlista. Þetta var
árið ’85 og ég frétti að einn skól-
anna gæti verið þrísetinn af
íslendingum sem sóttu um
skólavist. Síðan hef ég ekki sótt
um fiskeldisskóla. Hins vegar fór
ég til Noregs og var þrjá mánuði
við fiskeldi þar og síðan aðra þrjá
mánuði í Kanada. Mér fannst
þetta mjög góð reynsla og þetta
Akureyrarvöllur
SAMSKIPA
Fimmtudaginn 25. júní kl. 20.00
Mœtum öll
tímanlega
og sfyðjum
KA-menn
til sigurs!
olis
Okkar
styrkur.
Gunnar Gíslason þjálfari KA.
Sláturhús Rifóss við Lón.