Dagur - 24.06.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 24.06.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 24. júní 1992 - DAGUR - 9 Dagskrá FJÖLMIÐLA Sjónvarpið Fimmtudagur 25. júní 18.00 Þvottabimimir (9). (The Racoons.) Lokaþáttur. 18.30 Kobbi og klíkan (15). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (60). (Families.) 19.25 Læknir á grænni grein (5). (Doctor at the Top.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Díana prinsessa. (Diana - Progress of a Princess.) Bresk heimildamynd um Díönu prinsessu. Rakin er ævi hennar allt frá því er hún, ung og feimin, trúlofast Karli prinsi af Wales til þessa árs er hún hefur öðl- ast virðingu landa sinna og sýnt að hún er traustsins verð. 21.10 Öryggi við landbúnað- arstörf. Mynd sem Vinnueftirlitið hefur látið gera í þeim til- gangi að draga úr hættu á slysum og heilsutjóni vegna vinnu. Fjallað er um öryggis- ráðstafanir við landbúnaðar- störf, bæði öryggisbúnað véla, viðeigandi frágang, umgengni og vinnubrögð. 21.25 Herra Bean kemst í klandur. (The Trouble with Mr. Bean.) 21.50 Upp, upp mín sál (13). (ril Fly Away.) 22.40 Grænir fingur (3). Þáttur um garðrækt í umsjón Hafsteins Hafliðasonar. í þessum þætti er fjallað um litadýrð og fögur form. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 26. júní 17.00 Flugbangsar (23).- (The Little Flying Bears.) 17.30 Bangsabrúðkaupið. (The Brown Bear’s Wedding.) 17.55 Táknmálsfréttir. 18.00 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá úrslita- leiknum í Gautaborg. 20.00 Fréttir og veður. Fréttum gæti seinkað vegna leiksins. 20.40 Kátir vom karlar (4). (Last of the Summer Wine.) 21.10 Matlock (1). 21.55 Barnsrán. (Bump in the Night.) Bandarísk spennumynd frá 1991. í myndinni segir frá örvænt- ingarfullri leit drykkjusjúkr- ar móður að syni sínum og öfugugganum sem rændi honum til þess að láta hann leika í klámmynd. Aðalhlutverk: Meredith Baxter-Bimey, Christopher Reeve, Wings Hauser, Corey Carrier og Geraldine Fitzgerald. 23.35 Neil Sedaka á tónleik- um. (Neil Sedaka in Concert.) Neil Sedaka sló í gegn á sjötta ártugnum og á nú að baki 30 ára söngferil. Mörg laga hans frá þeim tíma hafa haldið vinsældum sínum en á tónleikunum syngur hann nokkur þeirra. 00.35 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Laugardagur 27. júní 15.00 íslandsmótið í knatt- spyrnu - Samskipadeild. Útsending frá leik íslands- meistara Víkings og Í.A. á Akranesi. 17.00 íþróttaþátturinn. Sagt verður frá helstu iþróttaviðburðum síðustu daga og kl. 17.55 verður far- ið yfir úrslit dagsins. 18.00 Múmínálfarnir (37). 18.25 Ævintýri frá ýmsum löndum (8). (We AU Have Tales.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Draumasteinninn (7). (The Dream Stone.) 19.20 Kóngur i ríki sinu (7). (The Brittas Empire.) 19.52 Happó. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fólkið í landinu. Safnmaður i sérflokki. Jón R. Hjálmarsson ræðir við Þórð Tómasson safnvörð á byggðasafninu á Skógum undir EyjafjöUum. í þættin- um sýnir Þórður safngripi, jafnt jarðneska sem yfimátt- úrulega og fræðir áhorfend- ur um gömul hús sem hann hefur flutt að Skógum og endurbyggt. 21.05 Hver á að ráða? (15). (Who's the Boss?) 21.30 Fráskilinn fjölskyldu- faðir. („Ex.") Bresk gamanmynd frá 1991 um raunir fráskihns föður sem heitir Patrick. Samband hans og ástkonu hans, sem leikur i sápuóperu, er orðið hálfstirt. Hún heimtar að fá að hitta böm hans og fyrri eiginkonu en Patrick veit ekki í hvorn fótinn hann á að stiga. Aðalhlutverk: Griff Rhys Jones, Geraldine James og Penny Downie. 23.00 Taggart - „Bráð gleði". (Taggart - Violent DeUghts.) Skosk sakamálamynd með Taggart lögregluforingja í Glasgow. AðaUilutverk: Mark McManus, James MacPherson, Blythe Duff, Florence Guerin, Ronald Fraser og Tom Smith. Atriði i myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.20 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 28. júní 16.20 Vor í Vín. Árlegir vorhljómleikar Vínar- sinfóníunnar sem hljóðritað- ir voru annan páskadag. 17.50 Sunnudagshugvekja. Séra Pálmi Matthíasson flytur. 18.00 Babar (10). Lokaþáttur. 18.30 Einu sinni voru pabbi og mamma (3). (Det var en gang...) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Bernskubrek Tomma og Jenna (6). (Tom and Jerry Kids.) 19.30 Vistaskipti (12). (Different World.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Opid hús. Bryndís Schram tekur á móti gestum í nýja skíðaskálan- um í Hveradölum. Gestir hennar eru þau Maria L. Eðvarðsdóttir, Georg Fransson og Ellinor Kjart- ansson sem öll fluttu hingað frá Þýskalandi á árunum eft- ir stríð. Þau ræða m.a. ástæð- ur komu sinnar til landsins og segja frá því hvað á daga þeirra hefur drifið. 21.10 Gangur lifsins (10). (Life Goes On.) 22.00 Aðskilnaður. (Separation.) Bresk/bandarísk sjónvarps- mynd. í myndinni segir frá sam- skiptum fatlaðrar leikkonu og leikritahöfundar sem þjáist af víðáttufælni, en þau búa hvort í sínu landinu. Hana langar að setja upp leikrit eftir hann og með þeim myndast vinátta sem verður þeim báðum til hjálpar. Aðalhlutverk: Rosanna Arquette og David Suchet. 23.20 Listasöfn á Norðurlönd- um (4). Að þessu sinni heimsækir Bent Lagerkvist Hirschsprungssafnið í Kaupmannahöfn. 23.30 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 25. júní 16.45 Nágrannar. 17.30 Litla risaeðlan. (Land before Time.) 18.40 Villi vitavörður. 18.50 Bella lendir í ævintýr- um. (Bella und Max.) 19.19 19:19. 20.10 Maíblómin. (Darling Buds of May.) 21.05 Laganna verðir. (American Detective.) 21.35 Á slóð fjöldamorðing- ja.# (Revealing Evidence: Stalking the Honolulu Strangler.) 23.05 Samskipadeildin. íslandsmeistaramótið í knattspyrnu. Sjöttu umferð lýkur í dag með leik KA og Fram. 23.15 Stúlka til leigu. (This Girl for Hire.) Aðalhlutverk: Bess Armstrong, Celeste Holm, Roddie McDowall, Jose Ferrer og Cliff De Young. Bönnuð bömum. 00.50 Dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 26. júní 16.45 Nágrannar. 17.30 Krakka-Visa. 17.50 Á ferð með New Kids on the Block. 18.15 Úr álfaríki. 18.30 Bylmingur. 19.19 19:19 20.10 Kæri Jón. (Dear John.) 20.40 Lovejoy. 21.35 Draugapabbi.# (Ghost Dad.) 23.00 Ásjóna örlaganna.# (Le Visage du passe.) Hörkuspennandi frönsk kvikmynd um konu nokkra sem ásamt elskhuga sínum leggur á ráðin um að koma eiginmanninum fyrir katt- amef. Það tekst en þegar hjúinlenda svo í bílslysi taka málin óvænta stefnu. Bönnuð bömum. 00.35 Dögun. (The Dawning.) Myndin gerist árið 1920 í sveitahéraði á írlandi. Ung stúlka kynnist vafasömum manni sem hefur tekið sér bólfestu á landi frænku hennar. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Trevor Howard, Rebecca Pidgeon og Jean Simmons. Bönnuð börnum. 02.10 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 27. júní 09.00 Morgunstund. 10.00 Halli Palli. 10.25 Kalli kanína og félagar. 10.30 Krakka-Visa. 10.50 Feldur. 11.15 í sumarbúðum. 11.35 Ráðagóðir krakkar. 12.00 Á slóðum regnguðsins. (The Path of the Rain God.) 12.55 Bilasport. 13.25 Visa-Sport. 13.55 Ástarævintýrið. (The Last Fling.) 15.30 Bugsy Malone. í þessari skemmtilegu dans- og söngvamynd eru böm i öUum hlutverkum. 17.00 Glys. 18.00 Popp og kók. 18.40 Addams fjölskyldan. 19.19 19:19. 20.00 Falin myndavél. (Beadle's About.) Þetta er fyrsti þáttur af tuttugu. 20.30 Á norðurslóðum. (Northem Exposure.) 21.20 Seinheppnir sölu- menn.# (Tin Men.) Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Danny DeVito og Barbara Hershey. 23.10 Vankað vitni.# (The Stranger.) Þetta er hörkuspennandi sálfræðitryUir um unga stúlku sem lendir í skelfUegu bUslysi. Hún vaknar upp á spítala og man ekki neitt úr fortið sinni, ekki einu sinni nafnið sitt. Smám saman tekst henni að raða saman brotunum en uppgötvar þá, sér tU mikiUar skeUingar, að einhverjir vúja hana feiga. Bönnuð bömum. 00.35 Meistarinn. (The Mechanic.) Hörkuspennandi mynd um atvinnumorðingja sem tekur að þjálfa upp yngri mann tU að taka við starfi sinu. Stranglega bönnuð bömum. 02.10 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 28. júní 09.00 Nellý. 09.05 Vinaklíkan. 09.30 Dýrasögur. 09.45 Dvergurinn Davið. 10.10 Hrossabrestur. 10.35 Soffia og Virginia. (Sophie et Virginie.) 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanina og félagar. 11.30 Ævintýrahöllin. 12.00 Eðaltónar 12.30 Stuttmynd. 13.10 Ópera mánaðarins. Don Giovanni. 16.00 ísland á krossgötum. 17.00 Listamannaskálinn. (South Bank Show.) 18.00 Dire Straits. Bein útsending frá hljóm- leUtum sveitarinnar sem haldnir eru í BasU i Sviss. 20.20 19:19. Við viljum vekja athygli áskrifenda á því að vegna beinu útsendingarinnar frá tónleikum Dire Straits er fréttatíminn seinna á ferð- inni en venjulega og örlitið styttri. 20.50 Klassapiur. (Golden Girls.) 21.20 Heima er best. (Homefront.) 22.10 Morð í fangabúðum.# (The Incident.) Walter Matthau er hér i hlut- verki lögfræðings er fenginn er tU að verja þýskan striðs- fanga sem er ákærður fyrir morð á lækni fangabúðanna. í upphafi er hann sannfærð- ur um sekt Þjóðverjans sem herrétturinn vill dæma tU dauða. En þegar hann fer að kanna máhð kemur ýmislegt gruggugt í ljós innan fanga- búðanna. 23.45 SamskipadeUdin. íslandsmótið i knatt- spyrnu. Staðan í sjöundu umferð kynnt. 23.55 Æðisgenginn eltinga- leikur. (Hot Pursuit.) 01.25 Dagskrárlok. Yfírmatreiðslumeistari Fiölarans með háf í höndunum. Mynd: GG Langhali, háfur og stinglax á „Furðufiskamatseðli“ Á síðustu árum hefur athygli manna beinst í auknum mæli að vannýttum fisktegundum í hafinu við ísland. Margar teg- undir eru lítið veiddar þrátt fyrir að vera góður matfiskur og afar eftirsóttur til dæmis í Frakklandi, Englandi og á Spáni. Norðlendingum gefst kostur á að prófa ýmislegt sælgæti úr sjó þessa vikuna, en veitingahúsin Fiðlarinn á þak- inu, Hótel Mælifell á Sauðár- króki og Hótel Dagsbrún á Skagaströnd bjóða upp á van- nýttar fisktegundir ásamt 20 öðum veitingastöðum á land- inu. Gestum þessara veitingahúsa verður boðið upp á þrjár sjald- gæfar tegundir, langhala sem er þorkfiskur sem reynst hefur afar vinsæll t.d. til pönnusteikingar; háf sem er brjóskfiskur og vinsæll sælkerafiskur á meginlandinu og stinglax sem er djúpsjávarfiskur sem nýtur mikilla vinsælda sem matfiskur á Spáni og í Portúgal. Það er Aflakaupabankinn sem er verkefni á vegum Aflanýtinga- nefndar Sjávarútvegsráðuneytis- ins og Rannsóknastofnunar fiski- ðnaðarins sem stendur að þessari kynningu en markmiðið er að komið verði með í land vannýttar fisktegundir og eftir þessa kynn- ingu verður reynt að fá fisksala og stórmarkaði til að hafa þessar tegundir á boðstólum þegar þær gefast. Þannig er reynt að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart þess- ari auðlind. Ætlun aflanýtinga- nefndar er að útbúa möppur í alla togara með skrá yfir vannýtt- ar fisktegundir, til hvaða landa sé hægt að selja þær, hvaða verð fáist hugsanlega fyrir þær og eins í hvaða ástandi hver og einn markaður vill fá fiskinn. Ekki er að efa að „Furðufiska- matseðillinn" mun vekja athygli og sælkera mun fýsa að bragða á þessum sjaldséðu fisktegundum. GG Minning Heiðbjört Harpa Sigursteinsdóttir Fædd 13. júní 1978 - Dáin 17. júní 1992 Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar, er Ijóð, sem himininn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem Ijósinu safnar, er Ijóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er Ijóð við sönginn, sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson.) Lítil stjarna skín og hrapar. Þetta finnst mér nú hafa gerst þegar við kveðjum einn nemanda Húsa- bakkaskóla hinsta sinni. Ég óttast að oft gleymist að þakka og meta góða heilsu lítils barns sem fæðist í þennan heim. Við lítum á hana sem sjálfsagða og eðlilega vöggugjöf almættis- ins. Og við sem höfum verið heil- brigð eigum oft erfitt með að sætta okkur við takmörk sem óvænt veikindi eða slys setja okk- ur síðar á ævinni. Harpa hafði búið við heilsu- leysi alla tíð og vissi aldrei hvað það var að geta hlaupið áhyggju- laus í leik eins og aðrir krakkar. Hún þekkti sín takmörk og sagði aldrei æðruorð. - Þess vegna var hún hetja. Harpa var góður nemandi í skólanum sínum. Hún var skapgóð og ljúf og lagði sig alla fram. Hún hafði gaman af að segja frá ýmsu sem hún hafði gert heima með fjölskyldunni og kunni að gleðjast yfir hinu smáa. Þó að hún gæti ekki hlaupið með félögunum fann hún ýmislegt til að una sér við. Hún var í tónlist- arskóla og æfði sig á píanó. Hún kunni líka mörg spil, var eftir- tektarsöm og minnug og hafði því oft betur en andstæðingurinn í spilamennskunni. Seinni hluta síðasta vetrar bjó eftirvænting í huga Hörpu. Hún átti að fermast að vori og hlakk- aði mikið til. Oft ræddum við um ferminguna og hvernig undirbún- ingnum miðaði. Svo rann dagur- inn mikli upp þann 7. júní. Þegar ég heimsótti hana þennan dag sá ég hvað hún var ánægð og vissi að margar vonir hennar höfðu ræst, enda hafði fjölskylda hennar lagst á eitt til að gera henni dag- inn eftirminnilegan. Nú þegar stjarna Hörpu skín í öðrum heimi þakka nemendur og starfsfólk Húsabakkaskóla henni samfylgdina og biðja henni guðs blessunar. Fjölskyldunni, sem annaðist Hörpu af alúð og ástríki alla tíð, vottum við samúð okkar. Helga Hauksdóttir. 50% afsláttur af framköllun Ljósmyndavörum hf. er ánægja að tilkynna Akureyringum sérstakt tilboð á framköllun, þar sem engin framköllunarþjónusta á Akureyri nýtur gæðaviðurkenningar Fuji. Eftirtaldir staðir taka á móti filmum: Shell-Nesti, Hörgárbraut, Borgarsalan, Ráðhústorgi, Myndbandahöllin, Viðjulundi. Umboðsaðili Fuji á Norðurlandi: BB Heildverslun Akureyri, sími 24810, fax 11569.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.