Dagur - 27.06.1992, Side 3
Laugardagur 27. júní 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Hitaveita Akureyrar:
Borun stöðvuð að Laugalandi í Glæsibæjarhreppi
- lítill árangur það sem af er
Þann 8. júní hófst borun eftir
heitu vatni fyrir Hitaveitu
Akureyrar að Laugalandi í
Fundi með
bændum frestað
Fundi Sveins Runólfssonar,
landgræðslustjóra og bænda í
Búnaðarfélagi Mývetninga
sem halda átti í fyrrakvöld var
frestað, og verður fundurinn
haldinn þriðjudagskvöldið 30.
júní.
„Ég ætla að nýta ferðina norð-
ur og skoða ástand gróðursins, en
svo leist mér ekki á að skoða
gróðurinn undir snjónum,“ sagði
Sveinn, aðspurður um orsakirnar
fyrir frestun fundarins. IM
Glæsibæjarhreppi. í gærkvöldi
voru framkvæmdir stöðvaðar í
bili svo menn gætu metið
árangur þess verks sem búið er
að vinna. Mjög lítið vatn hefur
komið upp það sem af er.
Aödragandi framkvæmda að
Laugalandi er nokkur. í upphafi
var ráðgert að bora á árinu 1991
a. m. k. eina 1000 metra djúpa
tilrauna- eða vinnsluholu. Ast-
æða þess að ekki var borað á
árinu 1991 var sú, að óhjákvæmi-
legt var talið að gera nýjan samn-
ing um jarðhitaréttindi vegna
ákvæða í eldri samningi Akureyr-
arbæjar og eiganda Laugalands,
sem er „Legat Jóns Sigurðssonar
til styrktar fátækum í Eyjafjarð-
arsýslu". Samningur var gerður
við sjóðsstjórn á vordögum 1991
Listagil á Akureyri:
Hugmyndir um menningar-
miðstöð fyrir ungt fólk
í vetur var skipaður undirbún-
ingshópur til að vinna að stofn-
un menningarmiðstöðvar fyrir
ungt fólk á Akureyri. Hópur-
inn lagði nýlega greinargerð
fyrir íþrótta- og tómstundaráð
Akureyrar þar sem m.a.
kemur fram að sótt hafí verið
um húsnæði fyrir starfsemina í
Listagilinu.
Miðstöðin er fyrst og fremst
hugsuð fyrir þrjá hópa, nemend-
ur í starfsdeild VMA í Löngu-
mýri, fatlaða unglinga á aldrinum
13-20 ára og unglinga sem sækja
námskeið og taka þátt í tóm-
stundastarfi á vegum íþrótta- og
tómstundaráðs. Auk þess myndu
gestir og gangandi eiga greiðan
aðgang að miðstöðinni. Hug-
myndin er sú að í húsinu yrðu
kaffihús, verslun og verkstæði
þar sem m.a. færi fram tóm-
stundastarf í formi námskeiða,
t.d. í leirmunagerð, leðurvinnu
o. fl. Þá yrði væntanlega í húsinu
aðstaða fyrir ýmis konar félags-
starfsemi og uppákomur eins og
brúðuleikhús og sýningar af ýmsu
tagi svo eitthvað sé nefnt.
í greinargerð undirbúnings-
hópsins segir að stefnt sé að
þremur markmiðum: Að gera
starfsdeildarnemendur
hamingjusamari með því að gefa
þeim færi á að hafa meiri stjórn
yfir eigin lífi og menningu; að
vinna forvarnarstarf með ung-
lingum almennt, þ.m.t. fötluð-
um, með því að bjóða upp á
skapandi tómstundastörf og að
hvetja til samstöðu, samvinnu og
blöndun mismunandi þjóðfélags-
og aldurshópa með formlegri
samvinnu í húsnæðismálum.
Málið er nú til umfjöllunar hjá
nefndum og ráðum Akureyrar-
bæjar. JHB
Kærunefnd Jafnréttisráðs:
Efiiisleg umfjöllun um
kæru Öfinu E. Hansen á
næsta firndi nefiidarinnar
Kærunefnd Jafnréttisráðs fjall-
aði lítillega á fundi sínum á
miðvikudaginn um kæru Ölmu
E. Hansen en hún var ein af
fímm umsækjendum um stöðu
skólastjóra Tónlistarskólans á
Akureyri. Gögn frá Akureyr-
arbæ bárust skömmu fyrir
fundinn en nefndarmenn
munu kynna sér þau fyrir
næsta fund sem verður 8. júlí.
Að sögn Birnu Hreiðarsdóttur,
framkvæmdastjóra Jafnréttis-
ráðs, bárust ýtarleg málsgögn frá
Tónlistarskólanum á Akureyri til
kærunefndarinnar en sem kunn-
ugt er kærði Alma E. Hansen
yfirvöld skólans fyrir að ráða
Guðmund Óla Gunnarsson í
stöðu skólastjóra. Birna segir að
nú hafi kærunefndarmenn öll
gögn beggja málsaðila í höndum
og á næsta fundi verði málið tek-
ið fyrir. Hún sagði þó vafamál að
það verði afgreitt á fundinum.
Samkvæmt lögum hefur kæru-
nefnd rétt til málshöfðunar fyrir
dómsstólum og því svarar nefnd-
in í málum af þessu tagi rneð
skýrum rökum. Birna segir því
eðlilegt að kærumál séu nokkurn
tíma í umfjöllun hjá nefndinni.
„Það er ekki sjálfvirkt að kæru-
nefnd höfði mál fyrir dómsstólum
heldur er þetta heimild. Nefndin
skilar álitsgerð í hverju máli þar
sem kemur fram hvort hún telur
að brotin hafi verið lög með við-
komandi stöðuveitingu og komist
hún að þeirri niðurstöðu þá er í
lögum heimild til skaðabóta- eða
miskabótagreiðslu en vilji liinn
aðilinn ekki sætta sig viö það þá
er hægt að liöfða mál,“ sagði
Birna. JOH
með fyrirvara um samþykki
hreppsnefndar Glæsibæjarhrepps
og jarðanefndar. Eftir nokkurt
þóf var gerður samningur við
Glæsibæjarhrepp og jarðanefnd
féllst á samninginn. Starfsmenn
Jarðborana hf. komu til Lauga-
lands 6. júní sl. Borun hófst 8.
júní og þann 12. júní var borinn
kominn niður úr lausum jarðlög-
um og borun í fast berg hófst. I
gærkvöldi var borinn kominn
niður á 750 metra og enginn
árangur sýnilegur. „Enn er lítið
vatn og því var ákveðið að stöðva
borun svo hægt sé að gera mæling-
ar. Af mælingum verður ráðið
hvort haldið verður áfram,“ sagði
Frans Árnason, framkvæmda-
stjóri Vatns- og Hitaveitu Akur-
eyrar. ój
Dasaðir og kaldir fuglar:
Andarunga er hægt að fóstra
- en mófuglarnir þola ekki að hnoðast sé með þá
- segir Guðbjörg Þorvarðardóttir, dýralæknir
Kuldahretiö nú í vikunni lagöi
margan ungann að velli. Tals-
vert var um að fólk væri að
fínna fugla sem voru illa á sig
komnir og unga fólkið í fjöl-
skyldunum á það til að koma
heim með fíðraða vini og vilja
veita þeim hjúkrun og að-
hlynningu. En hvað er þá til
ráða og er eitthvað hægt að
gera fyrir fugla sem eru að
krókna úr kulda? Blaðamaður
Dags sló á þráðinn til Guð-
bjargar Þorvarðardóttur, dýra-
læknis á Húsavík.
Guðbjörg sagði að hægt væri
að fóstra andarunga, en sjaldan
hægt að koma þeim til foreldr-
anna aftur. I'að væri auðvelt að
fóðra þá upp, gefa þeim korn-
blöndu, gras, kartöfluskræl og
fleira. Þeir þyrftu bala eða ílát
með vatni og girðingu eða net til
að halda þeim á vísum stað.
Hægt væri að koma þeim út í
náttúruna aftur þegar þeir færu
að stálpast.
„Það er mikið erfiðara fyrir
krakka að vera með mófugla.
Þeir þola illa að börn hnoðist
með þá og best að láta þá sem
mest vera. Oftast drepast þeir í
höndunum á krökkunum. Das-
aða fugla er hægt að hlýja upp,
en lítið annað hægt að gera fyrir
þá,“ sagði Guðbjörg. Hún sagðj
að best væri að sleppa fuglunum
aftur eins fljótt og hægt væri,
stundum væri gert að vængbrot-
um hjá mófuglum fyrir krakka,
en fuglarnir dræpust yfirleitt hjá
krökkunum þó brotin greru.
„Það er best að láta mófuglana
alveg vera, ef þeir eru ekki væng-
brotnir eða eitthvað mikið að,“
sagði Guðbjörg.
Þessa dagana sér Guðbjörg um
dýralæknisembættin, alveg frá
Ljósavatni að Vopnafirði. Hún
sagði heilsufar búpenings hafa
verið mjög gott að undanfömu, og
að sauðburður hefði gengið vel í
vor. Guðbjörgu var ekki kunnugt
um að búfé í Þingeyjarsýslu hefði
orðið fyrir áföllum af völdum
veðursins í vikunni. 1M
Persónuafsláttur
hækkar 1. júlí
Mánaðarlegur persónuafsláttur hækkar í 24.013 kr.
Sjómannaafsláttur 6 dag hækkar í 663 kr.
Þann 1. júlí hækkar persónu-
afsláttur og sjómannaafslátt-
ur. Hækkunin nær ekki til
launagreiðslna fyrir júní og
hefur ekki í för með sér að ný
skattkort verði gefin út.
Vakin er athygli launagreið-
enda á því að þeir eiga ekki að
breyta fjárhæð persónuafslátt-
ar þegar um er að ræða:
• Persónuafslátt samkvæmt
námsmannaskattkorti 1992.
• Persónuafslátt samkvæmt
skattkorti með uppsöfnuð-
um persónuafslætti 1992.
Ónýttur uppsafnaður persónu-
afsláttur sem myndast hefur á
tímabilinu 1. janúar - 30. júní
1992 og verður millifærður
síðar hækkar ekki.
Á sama hátt gildir hækkun sjó-
mannaafsláttar ekki um milli-
færslu á ónýttum uppsöfnuð-
um sjómannaafslætti sem
myndast hefur á tímabilinu
1. janúar - 30. júní 1992.
RSK
RÍKISSKATTSTJ ÓRI