Dagur - 27.06.1992, Side 7
Laugardagur 27. júní 1992 - DAGUR - 7
ÍÞRÓTTIR
Samskipadeildin:
Þór-Valur á Akureyri
KA-UBK í Kópavogi
- Hvað gera Akureyrarliðin um helgina?
Akureyrarliðin í knattspyrn-
unni, Þór og KA, fá ekki Iangt
hlé því strax á sunnudags-
kvöldið fá Þórsarar Val í heim-
sókn og KA mætir Breiðabliki
í Kópavogi á mánudagskvöld.
Þórsarar verða að vinna til
þess að halda toppsætinu því
Víkingar eru ekki iíklegir til
þess að standa í ÍA, miðað við
hvernig þeir hafa spilað að
undanförnu. KA-menn verða
á sama hátt að vinna UBK ef
þeir ætla ekki að Ienda í vond-
um málum á botni deildarinn-
ar.
Topplið 1. deildar, Pór, hefur
enn ekki tapað leik í sumar og
engin ástæða til þess að fara að
taka upp á því á sunnudagskvöld,
þegar þeir mæta Völsurum á
Akureyrarvelli. „Mér líst mjög
vel á leikinn," sagði Bjarni Svein-
björnsson um viðureignina gegn
Val. „Það er engin pressa á okk-
ur og við reynum bara að halda
okkar striki og um leiö þessu
ágæta sæti í deildinni," sagði
Bjarni.
Eins og menn eflaust muna átt-
ust liðin við í bikarkeppninni í
fyrrasumar og þá þurfti framleng-
ingu og vítaspyrnukeppni til þess
að fá fram úrslit. Óhætt er því að
Bjarni Sveinbjörnsson er hér í baráttu
um aö skora gegn Val?
reikna með spennandi og skemmti-
legum leik þar sem ekkert verður
gefið eftir.
KA-ntenn mæta neðsta liði
deildarinnar, UBK, á mánudags-
kvöld. Að sögn Gunnars Gísla-
sonar verða þeir að vinna þann
leik. „Það er ekkert sem hcitir,
við FH-inga á fínimtudag. Tekst hon-
við verðum að fara að vinna leiki,
út á það gengur þetta," sagði
Gunnar.
Blikarnir liafa etm ekki hlotið
stig í deildinni og aðeins skorað
eitt mark. Það er því að duga eða
drepast fyrir KA-ntenn í þessum
leik. SV
Hér skorar Gunnar Már Másson í leiknuni gegn Fram. Hvað gerir hann á
móti UBK?
Kvennaknattspyrna, 2. deild B:
KA á beimii braut
- sigur gegn Tindastóli á fimmtudag
Einn leikur fór frani í 2. deild
kvenna á fimmtudagskvöldið
en þá mættust lið Tindastóls og
KA á Sauðárkróki. KA-stúlk-
urnar unnu leikinn 0:4 og voru
mun betri aðilinn í leiknum.
Leik KS og Leifturs var frestað
til þriðjudags.
„Það var svolítill taugatitring-
ur í þessu hjá okkur til að byrja
með, en eftir að við komumst
niður á jörðina var þetta aldrei
spurning," sagði Gunnlaugur
Björnsson, þjálfari KA.
Leikurinn var aðeins 17 mín-
útna gamall þegar Arndís Ólafs-
dóttir skoraði fyrsta markið í
leiknum og fyrir leikhlc bættust
tvö önnur við. Helga Hannes-
dóttir gerði annað og Arndís var
aftur á ferðinni í því seinna.
Staðan var 0:3 í leikhléi.
í síðari hálfleik höfðu KA-
stelpurnar frumkvæðið allan tfm-
ann og skoruðu sitt fjórða mark á
53. mínútu. Þar var á ferðinni
Margrét Jónsdóttir. Ingibjörg
Ólafsdóttir átti tvö sláarskot í
leiknum og kornu bæði eftir auka-
spyrnur.
Stólarnir fengu sín færi í lcikn-
um en náðu ekki að nýta þau og
því fór sem fór.
Þetta var þriðji sigurleikur KA
í röð og bendir flest til þess að
þær vinni þennan riðil án teljandi
vandræða. SV
Réttarfar
Gísli Tryggvason
Leiðbeiningarskylda dómara minnkar
- íslenska ríkið dæmt fyrir mannréttindabrot
tjáningarfrelsi sem í hæstaréttar-
í þáttum þessum hefur verið
gerð grein fyrir aðskilnaði
dómsvalds og umboðsvalds í
liéraði sem gengur í garð nk.
miðvikudag. Breyting sú sem
verður á dómstólaskipan og
réttarfari er hin mesta í tvær
aldir. Einnig hefur verið fjall-
að um stjórnsýslu og sýslu-
menn sem hafa hana með
höndum m.a. í tengslum við
meðferð svokallaðra opinberra
mála. Þau mál sem ekki eru
opinber mál (samkvæmt skil-
greiningu sem sett var fram í
síðasta þætti) eru einkamál. í
dag verður fjallað stuttlega um
meðferð einkamála.
Að gefnu tilefni mun ég þó
fyrst minnast á nýuppkveðinn
dóm Mannréttindadómstóls Evr-
ópu sem er sá fyrsti sem kveðinn
hefur verið upp yfir íslenska rík-
inu. Þar var talið að ísland hefði
brotið 10. gr. Evrópuráðssamn-
ings um verndun mannréttinda
og mannfrelsis með dómi Hæsta-
réttar frá 1987 yfir Þorgeiri Þor-
geirssyni rithöfundi er hann var
dæmdur fyrir meiðyrði gegn lög-
reglunni í kjölfar sk. Skaptamáls.
Brot Þorgeirs taldi Hæstiréttur
varða við 108. gr. almennra
hegningarlaga sem fjallar um
meiðyrði gegn opinberum starfs-
mönnum. Þar segir í niðurlagi:
„Aðdróttun, þótt sönnuð sé,
varðar sektum, ef hún er borin
fram á ótilhlýðilegan hátt." Með
strangri túlkun Hæstaréttar á
landslögum var talið að ísland
hefði gerst brotlegt við þjóðarétt.
Nánar tiltekið sögðu átta af níu
dómurum að þær takmarkanir á
dómnum felast væru brot á
mannréttindasáttmálanum þar
sem þær væru ekki “nauðsynleg-
ar í lýðfrjálsu þjóðfélagi," eins og
segir í 10. gr. hans.
Þorgeiri voru dæmdar bætur
fyrir málskostnað við Evrópu-
dómstólinn. ísland varekki dæmt
fyrir brot á 6. gr. sem varð
kveikjan að aðskilnaði dóms-
valds og umboðsvalds í héraði
en mannréttindane/nd/n taldi
hana brotna í máli Jóns Kristins-
sonar á sínum tíma. Dóntur Evr-
ópudómstólsins snerist heldur
ekki beinlínis um 108. gr. heldur
túlkun Hæstaréttar á henni.
íslenska ríkið er skuldbundið til
að tryggja rétt manna í samrænti
við sáttmálann en dóntnum yfir
Þorgeiri verður ekki haggað. Að
sögn fróðra lögmanna er líklegt
að 108. gr. verði numin úr
almennum hegningarlögum frá
1940 enda hefur staðið ntikill
styrr um greinina.
Þorsteinn Pálsson dómsntála-
ráðherra hefur látið hafa eftir sér
að til greina korni að sáttmálinn
verði gerður að landslögum en
hann tilheyrir nú öðru réttarkerfi
- þjóðarétti.
Jafnræði aðila
Um meðferð einkamála gildir nú
lagabálkur frá 1936. Með honum
voru lögfestar venjureglur sem
höfðu smám saman tekið við af
réttarfari Jónsbókar sem lögfest
var að fullu á Alþingi 1283. Tölu-
verðar breytingar höfðu verið
gerðar á lögunuin frá 1936 og
voru þau því orðin nokkuð ósam-
stæð.
Nýr lagabálkur frá 1991 um
meðferð einkamála tekur gildi
þann 1. júlí nk. Reglurnar munu
gilda um dómsmál í héraði og
fyrir Hæstarétti. Ýrnis nýmæli
verða tekin upp í nýju lögunum
sem gera dómara enn óháðari
málsaðilum. Þar á meðal má
nefna að lögin munu „draga úr
skyldu dómara til að liðsinna og
leiðbeina ólöglærðum málsaðila
sem flytur mál sitt sjálfur," eins
og segir í greinargerð með lögun-
um.
Stefnan er sú að málsaðilar
standi jafnir livor gegn öðrum og
sjái sjálfir um formhlið og efn-
ishlið málsins en dóntari leggi
síðan hlutlaust mat á það. Hætt
er við að meira verði um „ranga"
dóma yfir mönnunt vegna ntis-
taka þeirra eða annarra. Dæmi
um þetta þekkja menn úr sk.
Þjóðlífsmáli cn þar bar dómara
engin skylda til að gæta réttar
þess sem dæmdur var - án þess
að viðkomandi væri viðstaddur.
Nú verður enn dregiö úr lið-
veislu dómara í samræmi við nú-
tímaréttarfar í nágrannalöndum
enda hefur innblöndun dómara
„þá augljósu hættu í l'ör rneð sér
að dómari móti málatilbúnað
annars eða jafnvel beggja aðil-
anna og felli síðan dóm á málið,"
eins bent er á í greinargerð.
Nýmæli
Tekin verður upp sk. flýtimeð-
ferð einkamála sem varða
„ákvörðun eða athöfn stjórn-
valds eða atriði í tengslum við
vinnudeilur, ef dómari fellst á að
aðili hafi brýna þörf á skjótri
úrlausn og að ntálið hafi almenna
þýðingu eða varði stórfellda
hagsmuni."
Framvegis þarf aðeins einn
stefnuvottur að birta stefnda
stefnu í dómsmáli en einnig verð-
ur leyfilegt að senda stefnuna í
ábyrgðarbréfi. Mörg önnur atriöi
sem varða meðferð máls fyrir
dómi eru ný en einnig verða eldri
reglur skýrari og uppsetning
þeirra aðgengilegri í nýju lögun-
urn.
Aðfarargerðir
Þegar dómur í einkamáli er fall-
inn á eftir að fullnægja honum.
Borgurununt er ekki heimilt að
beita öllum brögðum til að ná
frarn rétti sínum, t.a.m. með
hjálp kraftakarla eða með hótun-
um. Til þess þarf svokallað fulln-
ustuvald.
Fyrst er að nefna aðfarargerðir
sém konta í stað sk. fógetagerða.
„Það úrræði felst í aðför að með
henni er unnt, með atlreina ríkis-
valdsins, að fá fullnægt skyldum
einstakra manna, félaga, sam-
taka eða stofnana, sem viðkont-
andi geta ekki eða vilja ekki efna
sjálfviljugir. Aðför verður
almennt beitt til að knýja á um
fullnustu skyldu, hvort sem hún
er til greiðslu peningaskuldar, til
ákveðinnar athafnar eða til að
láta eitthvað ógert," segir í hand-
bók dónts- og kirkjumálaráðu-
neytisins.
Með aðför er m.a. gert fjár-
nám en lögtak telst nú einnig til
fjárnáms svo fremi að það styðj-
ist við aðfararheimild sem er skil-
yrði aðfarar. Annað nýmæli rétt-
arfarsbreytinganna er að sýslu-
mönnum verður falin frantkvæmd
aðfarar en dórnari sker úr ef upp
kemur réttarágreiningur eins og
áður er getið.
Aðrar fullnustugerðir
Ef fjárnám er árangurslaust kem-
ur oft til gjaldþrots skuldarans og
er öllunt þeim sem telja sig eiga
kröfu á hendur honum boðið til
fundar. Helstu breytingar á rneð-
ferð þrotabúa eru að algerlega
verður skilið á milli starfa dóm-
ara og bústjóra sem þó verður
skipaður af dómara. Sýslumenn
koma hvergi nálægt gjaldþrotum.
Ef skuldarinn á hins vegar eign
sem tekin er fjárnámi leggjast á
liana veðbönd. Hana ntá þó
sjaldnast taka frá skuldaranum
heldur verður að selja hana til að
fullnægja kröfunni. Helstu breyt-
ingar eru að nú verður hægt að
notast við frjálsan markað við
nauðungarsölu í stað nauðungar-
uppboða sem tíðkast hafa. Nauð-
ungarsalan verður talin til stjórn-
valdsathafnar í stað dóms-
athafnar.
Brádabirgðatrygging
Að lokum er rétt að minnast á
svokallaðar bráðabirgðatrygging-
arráðstafanir en það er samheiti
fyrir kyrrsetningu, löggeymslu og
lögbann. Þessunt gerðum er ein-
göngu ætlað að tryggja að ákveð-
iö ástand standi óbreytt til þess
að hægt sé að fá fullnustu síðar
eða aftra því að unnar séu ólög-
mætar athafnir sem eru líklegar
til að spilla réttindum. Þar sem
þær eru eðlislíkar aðfarargerðum
er stjórnvaldshöfum - sýslu-
mönnum - einnig falin fram-
kvæmd slíkra gerða en áður voru
þær taldar til dómsathafna. Dóm-
ari mun þó áfram dæma um
réttarágreining sem upp kemur.
Þá er Réttarfari lokið.