Dagur - 27.06.1992, Blaðsíða 18

Dagur - 27.06.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 27. júní 1992 Jóhann órelíuz Gistiheimilið Engimýri Heimafólk - Ferðamenn Hvernig væri að fara í öðruvísi sunnudags- kaffi og ef til vill á hestbak eða upp að Hrauns- vatni með silungastöngina í leiðinni? Góðar viðtökur, fagurt umhverfi. Gistiheimilið Engimýri í Öxnadal Sæfari Sumaráætlun Gildir frá 1. júní til 31. ágúst. Mánudagar: Frá Akureyri kl. 09.00 til Hríseyjar (10.50) Frá Hrísey kl. 11.30 til Dalvíkur (12.00) Frá Dalvík kl. 12.30 til Grímseyjar (16.00) FráGrímsey kl. 19.00 til Dalvíkur (22.30) Frá Dalvík til Hríseyjar Þriðjudagar: Frá Hrísey kl. 08.30 til Dalvíkur (09.00) Frá Dalvík kl. 10.00 til Hríseyjar (10.30) Frá Hrísey kl. 14.00 til Dalvíkur (14.30) Frá Dalvík kl. 15.00 til Hríseyjar (15.30) Fimmtudagar: Frá Akureyri kl. 09.00 til Hríseyjar (10.50) Frá Hrísey kl. 11.30 til Dalvíkur (12.00) Frá Dalvík kl. 12.30 til Grímseyjar (16.00) Frá Grímsey kl. 19.00 til Dalvíkur (22.30) Frá Dalvík til Hríseyjar Föstudagar: Frá Hrísey kl. 08.30 til Dalvíkur (09.00) Frá Dalvík kl. 10.00 til Hríseyjar (10.30) Frá Hrísey kl. 14.00 til Dalvíkur (14.30) Frá Dalvík kl. 15.00 til Hríseyjar (15.30) * Miðnætursólarsigling: Frá Akureyri kl. 19.00 til Hríseyjar (21.00) Frá Hrísey kl. 23.00 siglt út fyrir Hrísey og til Akureyrar (02.00) Laugardagar: Frá Akureyri kl. 09.00 til Hríseyjar (10.50) Frá Hrísey kl. 11.30 til Dalvíkur (12.00) Frá Dalvík kl. 12.30 til Grímseyjar (16.00) FráGrímsey kl. 19.00 til Dalvíkur (22.30) Frá Dalvík til Hríseyjar ★ Sunnudagar: Frá Akureyri kl. 13.00 siglt út fyrirHrísey til Hríseyjar (16.00) Frá Hrísey kl. 18.00 til Akureyrar (20.00) ★ Gildir frá 15. júní til 30. júlí. Áætlaðir komutímar eru í svigum. Sævar Sumaráætlun Gildir frá 1. maí til 31. ágúst. Frá Hrísey Frá Árskógssandi Kl. 09.00 Kl. 09.30 Kl. 11.00 Kl. 11.30 Kl. 13.00 Kl. 13.30 Kl. 15.00 Kl. 15.30 Kl. 17.00 Kl. 17.30 Kl. 19.00 Kl. 19.30 Kl.21.00 Kl.21.30 Kl. 23.00 Kl. 23.30 Nánari upplýsingar veitir Ferðaskrifstofan Nonni Geymið auglýsinguna. SVÍÞJÓÐARPISTILL Með tuðruna á tániun 3 Ungur ég var og lék mér í fót- bolta öllum stundum. Á Eyrinni vitaskuld, en einnig hér og þar og alls staðar. Maður gerði strand- högg á Syðri- og Nyrðri-Brekku og sýndi skrifstofublókunum þar í tvo heimana, svona ca. hvernig handfjatla bæri knöttinn með fót- unum leikandi létt. Af ákveðni, fylgni og keppnishörku, en prúð- mannlega þó og yfirlætislaust. Ég neita því ef til vill ekki alfarið í ljósi staðreynda að þeir áttu kannski einn eða tvo sem eitthvað gátu Brekkusniglarnir (og væri raunalegt að fara að telja þá fram hér sérstaklega og ýfa þannig sár allra hinna þetta mörgum árum síðar, geymd en ekki gleymd) en yfirlag voru þeir ósköp linir greyin og átakalitlir. Fóru enda margir beint í golfið bara. Öðru máli gegndi um Innbæ- inga og Þorpara: Þeir voru and- skotanum harðari í horn að taka í ranghverfunum. Maður oftar en ekki blár allur og marinn eftir vinaheimsóknir í þá bæjarhluta; kálfarnir í sænsku fánalitunum dögum og vikum saman. En þá vantaði leiknina og yfirsýnina; við vorum flestir og langbestir á Eyrinni! Þar voru vellirnir og við- leitnin, ástríðan og ástundunin. Og margar mínar ylhýrustu minningar frá uppvaxtarárum bundnar boltanum. Maður var alltaf að á einhverjum þeirra ágætu valla sem prýddu Éyrina norðanverða. Ég lygni aptur augum og virði fyrir mér ótal skika ágæta og fágætlega græna (þó sú hafi svo sannarlega ekki verið raunin á þá): Túnið ekki slorlegt til þess- arar iðju áður en Hjalteyrargatan kom... Og varð ekkert alvont á eftir heldur. Allir sannir Eyrar- púkar muna eftir þúfótta litla vellinum sem vinstra hornið vant- aði á (hornið sem sneri að hjöllunum og fiskverkunarhúsi Leós, og vantaði kannski svosum ekki neitt, það var bara um það bil þrjátíu sentimetrum lægra en afgangurinn af vellinum). Að komast heill á húfi upp úr því niðursokkna horni með tuðruna á tánum en þrjá Þórsara á bakinu var ekki heigium hent og mikill lærdómur í þvælingi, útsjónar- semi, úthaldi og seiglu. Þetta var eftirlætisvöllurinn minn og stóð þar sem tollvörugeymslan er núna. Svo var stórgrýttur völlur og nokkuð stór fyrir ofan þennan Andlitslyfting? litla völl (og reyndar ofan við Hjalteyrargötuna eftir að hún kom til sögunnar) en strax neðan við húsin þeirra Freyju og Jóhanns, Alla og Hansínu og Ottós í Ægisgötunni. Og prýði- legur völlur (en mjög misjafn eft- ir því hvernig viðraði, hreint afleitur í miklum rigningum, en bestur í meðalveðri einhvurskon- ar, og gat þá verið allt að því flauelsmjúkur) sunnan við Fisk- húsin, þ.e.a.s. svolítið fyrir ofan Frystihúsið eins og það var í þá tíð. Og eru þetta aðeins örfáir vellir nefndir af meðvituðu handahófi. Þarna undi maður sér lon og don. Og svo var æft stíft á moldar- vellinum sem er allur að gróa upp núna. Það var ágætis völlur og síbreytilegur, en oft á tíðum erf- itt að hemja knöttinn þar, mikill vindarass meðal annars, en harð- ur og góður skóli upprennandi knattspyrnugörpum. Énda fóru þeir allir á námskeið þar snilling- arnir sem síðan gerðu garðinn frægan með íþróttabandalagi Akureyrar á árunum milli sextíu og sjötíu þegar ÍBA var um nokkurra ára skeið eitt albesta og skemmtilegasta liðið á íslandi þótt því tækist aldrei að komast upp fyrir þriðja sætið þegar reikningarnir voru gerðir upp að hausti. Hafði liðið þá yfirleitt farið fyr- ir lítið seinnipart sumarsins eftir svaka gott nriðbik en lélega byrj- un og sökudólgurinn oftar en ekki KR. Eða hver nran ekki eft- irleikinn frá því 1961 þegar upp- þot varð að leikslokum? Dómar- inn dæmdi vafasama vítaspyrnu á norðanmenn vægast sagt en sleppti augljósri hendi Ellerts Schram í teig KR-inga skömmu áður og fjölmörgum og svívirði- legum brotum Rauða ljónsins. Og þurfti lögregluvernd suður á flugvöll. Hét reyndar Jörundur og hlaut eðli málsins samkvæmt viðurnefnið Hundadagakonung- ur fljótlega í fyrri hálfleik þegar Ijóst var að hverju stefndi. Þeir höfðu auðvitað mútað honum heildsalarnir og stórkaup- mennirnir í höfuðborginni. Þá var heitt í kolum í slagviðr- inu og Reykjavíkurvaldið fór enn einu sinni með sigur af hólmi. Óréttvísan! Leikurinn endaði að vísu 1:1, og dugði stigið KR til titils en ÍBA einungis til falls. „Det var dá det“... mígandi rign- ing þennan hrollkalda haustdag man ég vel og völlurinn ekki sí- grænn eins og í sólinni í júlí. Þegar við vorum að sparka strákarnir á moldarvellinum leit nraður grasið oft hýrum augum... Og ég þvertek ekki fyrir það að maður hafi lummað sér á það þegar færi gafst. Snemma beygist krókurinn! Við vorum ansi natnir við það Stebbi litli Hreiðars og ég til að mynda, enda yndislegt að leika kúnstir sínar á döggvotu grasinu, því græna flosmjúka teppi. Og kannski eru allra skemmti- legustu minningar mínar senr áhorfanda frá sokkaband: árun- um í klöppunum, og KA malaði alltaf Þór! Ég gleymi því aldrei þegar Marri Gísla (eða var það kannski Kokki Grand?) sendi boltann slyttislega með hælnum til Palla í Kaffibrennslunni. Sá ágæti markmaður ætlaði síðan að sparka boltanum fyrirhafnarlaust fram á víðan völl en vildi ekki betur til en svo að hann kiksaði heldur betur og mátti allt að því álappalegur horfa á eftir lötrandi kúlunni yfir marklínuna krítar- hvítu, og var þá sjálfur þannig í framan en ég í sjöunda himni í klöppunum. Fullkomlega! Þetta var á Norðurlandsmótinu fimmtíuogsjö, átta eða níu, og KA vann leikinn 7:3 (algeng úr- slit í þá daga), og léku í lang- röndóttu skyrtunum rauðu og hvítu: Jón Stefáns, Lilli-Kobbi, Dúddinn (eða var hann í Kefla- vík?) og Einar Helga meðal ann- arra, og kannski Gógó (ef hann var ekki líka að gera garðinn frægan í Keflavík) en Balli Árna greinilega nýhættur. Annars hlyti ég að muna eftir olnbogunum á honum. Og snaggararnir Bjössi Ólsen og Gissur brunuðu upp kantana eins og byssubrandar og gáfu fyrir en bakkarnir Siguróli og „Gjólan“ (Siggi Víglunds) héldu hreinu sín megin. Fleiri mætti nefna: Miðju- mennina Lodda (sem var svo flinkur að skalla), Árna Sigur- björnsson, sem var jú einstaklega íþróttalegur maður, allt að því erlendur stíll yfir honum, hefði þess vegna getað verið í Real Madrid. Bar sig vel, ákaflega vel. Hörkutólið Gunnar, bróður Hauks og Lilla-Kobba má einnig nefna, svo og Bubba Hermanns heitins Stefánssonar, Slána og jafnvel íbba mág, en þá er ég líka kominn svolítið út fyrir efnið og set því punktinn hér. Greinarhöfundur rifjar upp gamla takta. Myndir: Bjðrn Garðarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.