Dagur - 27.06.1992, Síða 19

Dagur - 27.06.1992, Síða 19
Laugardagur 27. júní 1992 - DAGUR - 19 Popp Magnús Geir Guðmundsson Þriðja sköpunarverk Stjórnarinnar: Skothelt en heldur sköpunarrýrt Jæja góðir hálsar þá hefur litið dagsins Ijós hið nýja sköpunar- verk Stjórnarinnar, það þriðja í röðinni sem einfaldlega kallast Stjórnin. Eftir að þessi ein af vinsælustu hljómsveitum lands- ins ákvað síðasta haust að taka sér gott frí fram að áramótum, tóku fljótlega að spinnast sögu- sagnir um að allt væri nú ekki með felldu innan hennar og að hún kynni jafnvel aö vera að hætta. Ekki reyndist þó vera fótur fyrir því að hljómsveitin væri að hætta, en þegar hún kom saman á ný var hún gjörbreytt. Af áður sex meðlimum stóðu nú aðeins þau Grétar Örvarsson og Sigríð- ur Beinteinsdóttir eftir, en í stað hinna fjögurra sem burtu voru farnir voru komnir þrír nýir, Sigurður Karlsson, Jóhann As- mundsson og Halldór Hauksson á gítar, bassa og trommur og er hljómsveitin þannig skipuð nú. Skrifari Popps veit harla lítið hvað olli þessum breytingum á Stjórninni, en Ijóst er að hljóm- sveitin er engu síðri nú eftir þær en áður og ekki er velgengnin hingað til minni samanber Evr- óþusöngvakeppnina. Þegar nýju geislaplötunni er svo brugðið undir geislann leynir sér ekki að hér er á ferð hljómsveit í há- gæðaklassa. Öll umgjörð og innri vinna er fyrsta flokks og er ekki hægt annað en að hrósa þeim Jóni Kjell, Óskari Páli Sveinssyni Stjórnin nýskipaða heldur áfram á sömu braut og sú eldrri. og Jóhanni Ásmundssyni sem sáu um upptöku og hljóðblöndun plötunnar, fyrir verkið. Hins vegar þegar kemur að lagasmíðunum veröur að segjast eins og er að þar er ekki beint um framför að ræða hjá Stjórninni. Vissulega eru lög á plötunni sem gleðja hlustirnar og sitja eftir eins og Allt í einu, sem nú er mikið spilað í Ur ýmsum áttum Gítarsnillingurinn Steve Vai hefur mörg járn í eldinum þessa dagana. Gítargoðið Steve Vai, sem fyrst gerði kornungur garð- inn frægan í hljómsveit Frank Zappa, en síðan á eigin vegum, með Alcatrazz, David Lee Roth og loks Whitesnake, er nú byrj- aður að vinna að sínu þriðja sóló- verki. Kemur platan, sem enn er ónafngreind, í kjölfar Passion and warfare frá 1990, en sú plata færði Vai mikla vegsemd og vin- sældir. Hefur Vai sér til aðstoðar þá Terry Bozzio trommuleikara (áður með Zappa og Missing Persons) og TM Stevens bassa- leikara við gerð nýju plötunnar, en vantar hins vegar söngvara ennþá, sem hann telur sig þurfa til að fullkomna verkið. Til viðbótar nýju plötunni hefur Vai svo í nógu öðru að snúast. Er hann til að mynda að semja lög undir áhrifum frá blóðsugusögu einni sem hann hefur síðan áhuga á að gera kvikmynd um og þá er hann einnig að dunda við að skrifa handrit að mynd sem fjalla á um rokkstjörnu og hremm- ingar hennar við umboðsmann sinn. Er hann greinilega fjölhæfur og starfsamur maður Steve Vai. Eins og komið hefur fram hér á síðunni áður er nú von á nýrri styrktarplötu í baráttunni gegn alnæmisfaraldrinum. Nefn- ist hún Red Hot and Dance, í samræmi við systurplötu sína Red Hot and Blue sem kom út fyrir tveimur árum og innihélt lög eftir Cole Porter í flutningi ýmissa tónlistarmanna. Nú er það hins vegar flokkur poppara á danslín- unni eins og nafnið gefur til kynna, sem leggja hönd á plóg, með sínum eigin lögum. Eru þar á meðal George Michael sem leggur til þrjú ný lög, EMF meö endurbætta útgáfu af laginu sínu Unbelievable, Seal með Crazy og Madonna með Supernatural. Útgáfudagur plötunnar er nú þann 1. júlí. Manchesterhljómsveitin góöa Happy Mondays er nú í óða önn að vinna sína nviustn plötu sem er og verður ansi merkileg fyrir margra hluta sakir. Er þar það helst að hún hefur verið mjög dýr í vinnslu og herma fregnir að nú þegar hafi verið eytt 50 milljónum króna í hana. Þykir sýnt að hún verði dýrasta plata sem komið hefur út á vegum lítils óháðs fyrirtækis. Er gert ráð fyrir að þessi dýra plata komi út í september og eru miklar vonir k\i ir>1 útvarpi, Nóttin, sem minnir mann á gott amerískt gallarokk (t.d. með Bryan Adams og Cars sál- ugu) og Ef ástin væri, en þau bæta í sjálfu sér ekki, frekar en önnur lög plötunnar, neinu við það sem áður hefur komið frá Stjórninni. Það er sem sagt ekki mikil áhætta fólgin í lagasmíðun- um, enda kannski ekki ástæða til, því sem söluvara er platan vissulega skotheld (það er hins vegar annað mál hvað varðar tónlistarlegan metnað). wmM jJ mm mm Beint flug til Sviss hjarta Evrópu Vikulegar brottfarir í sumar á föstudögum bæöi frá Akureyri og Keflavík. Flug og bíll verð kr. 28.900,- Verð á mann miðað við 4 í bíl í eina viku. Flugvallaskattur ekki innifalinn. Opið alla virka daga frá kl. 9-16. Ferðaþjónusta Akureyrar hf., sími 96-11687. Elsku litla dóttir okkar og systir, MARGRÉT RÖGNVALDSDÓTTIR, Álagranda 10, Reykjavík, sem lést í Barnaspítala Hringsins 22. júní, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 29. júní kl. 16.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti Barnaspítala Hringsins njóta þess. Unnur Bjarnadóttir, Rögnvaldur Dofri Pétursson, Nanna Kristín Magnúsdóttir. Systir okkar og frænka, IÐUNN SIGFÚSDÓTTIR, kjólameistari, Gilsbakkavegi 9, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. júní. Útförin fer fram frá Stærri-Árskógskirkju, þriðjudaginn 30. júní kl. 14. Fyrir hönd ættingja, Bára, Bragi og Sigfús. Litli drengurinn okkar, DAGUR ÁSGEIRSSON, sem lést aðfaranótt 22. júní verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. júní kl. 13.30. Hildur Óladóttir, Ásgeir Yngvason.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.