Dagur - 07.07.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 07.07.1992, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Þriðjudagur 7. júlí 1992 Þriðjudagur 7. júlí 1992 - DAGUR - 9 ÍÞRÓTTIR Hér eru gestgjafarnir hjá KA í baráttu við einn gestanna. Mynd: sv Markvörður KA-D er Arnviður Björnsson. Lið hans varð í 4. sæti og hann var ekki alveg nógu ánægður með það. „Við nýttum færin ekki nógu vel,“ sagði Arnviður. Mynd: sv Knattspyrna, 3. deild: Innanhússmót: Jónatan varði víti í úrslitaleiknum Frábært mót og gott að vinna Jónatan Magnússon tók við verðlaununum fyrir innanhúsmótið. Magnús Sigurðsson fyrirliði Fylkis. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í innanhússmótinu sent haldið var samhliða Essomótinu. í úrslitaleiknum í innanhússmótinu, milli Þórs og Vals var jafnt að leik loknum svo að grípa varð til vítaspyrnukeppni. Markvörður Þórsara var Jónatan Magnússon og varði hann vítaspyrnuna sem tryggði liðinu sigurinn. „Það var alveg frábært að vinna. Þetta er sama lið og spilaði úti og varð í sjötta sæti í flokki A-liða. Við töpuðum stórt strax í upphafi mótsins á móti Fylki og ákváðum þá að við myndum ekki tapa fleiri leikjum og það tókst,“ sagði Jónatan Magnússon, markvörður Þórs eftir mótið. Hann var ánægður með mótið í heild en sagði að þeir félagar í Þór hefðu viljað gera betur í Essomótinu sjálfu. „Við bæt- um þetta bara upp í íslandsmótinu," sagði kappinn. Aðspurður hvort hann hefði ver- ið ánægður með mótið sagði hann að sér finndist mætti gera meira en bara að spila fótbolta. „í Vestmannaeyjum var farið með okkur í bátsferð og slíkt. Mér finnst að það mætti vera meiri fjölbreytni í dag- skránni,“ sagði Jónatan. SV - sagði Magnús fyrirliði Fylkis Fylkir er Essómeistari A-liða og Magnús Sigurðsson er fyrirliði liðsins og það kom honum ekki á óvart að liðið vann. „Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt mót. Ég átti alveg eins von á því að við næðum að vinna því við erum með mjög gott lið og búnir að æfa ntjög vel í sumar. Þetta kom mér ekkert á óvart,“ sagði Magnús Sigurðsson fyrirliði Esso- meistara Fylkis. Sjötta Esso-móti KA í knatt- spyrnu, 5. aldursflokki, lauk með pompi og prakt á laugar- dagskvöld. Knattspyrnuveislan liafði staðið yfir síðan á fimmtu- dag, bæði innan- og utanhúss- knattspyrna. Þórsarar stóðu sig best norðlenskra liða, í flokki A-liða, sigruðu í innan- hússmóti og lentu í 5. sæti utan- húss. í flokki B-liða varð KA í 4. sæti, Þór varð í 2. sæti í flokki C-liða og KA í 4. sæti í flokki D-liða. Fylkir varð Essomeistari í flokki A-liða, utanhúss. „Við erum mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ sagði Gunnar Níelsson, einn af umsjónarmönn- um mótsins, þegar Dagur spurði hvernig mótið hefði gengið fyrir sig. „Það er ótrúlegt hvað svona lagað gengur smurt þegar allir hjálpast að. Tímasetningar stóð- ust algerlega þrátt fyrir allan þennan fjölda leikja sem um er að ræða. Við vorum með á sjö- unda hundrað börn á svæðinu og öll voru þau til mikillar fyrir- myndar," sagði Gunnar. Hann vildi koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem þátt tóku í mót- inu og ekki síður til þeirra sem á einhvern hátt lögðu þeim lið við framkvæmdina. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og unnu keppnina í innanhússbolt- anum. Urslitin á mótinu urðu eftirfarandi: A-lið: 1. Fylkir 2. Afturelding 3. Breiðablik 4. Fjölnir 5. Þór A. 6. Valur 7. Stjarnan 8. KR 9. HK 10. ÍBK Þórsarar eru Essomeistarar innanhúss. Hér eru strákarnir í A-liðinu ásamt þjálfaranum Jonasi Robertssym. :Mynd: SV 11. ÍR 12. Völsungur 13. Þróttur 14. Víkingur 15. KA 16. Haukar 17. Austri 18. Grindavík 19. Leiknir 20. Þór V. B-lið: 1. Breiðablik 2. Valur 3. Fylkir 4. KA 5. Þróttur 6. Víkingur 7. ÍR 8. KR 9. ÍBK 10. Haukar 11. Fjölnir 12. Þór A. 13. Afturelding 14. Völsungur 15. Stjarnan 16. HK 17. BÍ 18. Grindavík 19. Leiknir 20. Þór V. C-lið: 1. Valur 2. Þór A. 3. Stjarnan 4. Þór A. e 5. ÍR 6. KR 7. Víkingur 8. ÍBK 9. HK 10. KA 11. Afturelding 12. Haukar 13. Valur R. 14. Fylkir 15. KA e 16. Völsungur 17. BÍ 18. Fjölnir 19. Þróttur 20. Breiðablik D-Iið: 1. KR 2. Fylkir 3. Valur 4. KA 5. ÍBK 6. Afturelding 7. Fjölnir 8. ÍR 9. Þór A. 10. Stjarnan. Mynd: SV ■ ' | Ólafur Þorbergsson skoraði mark Magna um helgina. Mynd: KK Fyrstu stíg Stólanna í súginn Áttunda umferð 3. deildarinn- ar í knattspyrnu var leikin um helgina. Magni fékk Þrótt N. í heimsókn og mátti sjá á eftir öllum stigunum til gestanna því þeir skoruðu 3 mörk á móti einu heimamanna. KS fékk þrjú dýrmæt stig þegar liðið sigraði Völsung um helgina 3:2. Dalvík tapaði fyrir Hauk- um, 3:2 og Skallagrímur burst- aði Ægi 6:0. Þróttur frá Neskaupstað fór með öll stigin þrjú frá Grenivík á laugardag, er liðið sótti Magna heim um helgina. Gestirnir skor- uðu þrjú mörk gegn einu marki heimamanna. Þróttarar léku ein- um færri allan seinni hálfleikinn en það virtist engu skipta og þeir gerðu út um leikinn í hálfleikn- um, eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi. Magnamenn léku undan nokkr- um vindi í fyrri hálfleik en það voru Þróttarar sem skoruðu fyrsta markið. Kristján Svavars- son skoraði af stuttu færi eftir um 20 mín. leik. Ólafur Þorbergsson jafnaði fyrir Magna skömmu fyrir hlé. Hann fékk boltann upp úr hornspyrnu og skoraði með góðu skoti utan við teig. Eitthvað fór mark Ólafs fyrir brjóstið á Guð- mundi H. Þórssyni, leikmanni Knattspyrna, 4. deild C: Neistinn kominn á skrið - hefur unnið 3 síðustu leiki sína - KS-ingar unnu góðan sigur á Völsungi Heil umferð var leikin í fjórðu deild C um helgina. Þryms- menn fengu ofjarla sína í HSÞb í heimsókn og töpuðu með engu marki gegn fimm. SM fékk Neista í heimsók og mátti bíta í það súra epli að sjá á eftir öllum stigunum til gest- anna, sem unnu 3:4. Nágranna- slagur var á Blönduósi þegar Kormáksmenn komu í heim- sókn til Hvatar. Heimamenn unnu sanngjarnan sigur, 3:1. „Þetta voru algerir yfirburðir og í raun segja tölurnar allt sem segja þarf um leikinn,“ sagði Ófeigur Fanndal, leikmaður HSÞb, eftir sigur þeirra á Þrym. Leikurinn var frekar ójafn allan tímann og í hálfleik var staðan 0:2. Mörk gestanna skoruðu þeir Valgeir Guðmundsson og Sigurð- ur Kjartansson. í síðari hálfleik skoruðu Her- mann Geirsson, Hörður Benónýs- son og Þröstur Sigurðsson fyrir HSÞb en Eiríkur Sverrisson minnkaði muninn fyrir heima- menn. Ófeigur hjá HSÞb vildi nauðsynlega nefna það að Her- mann Geirsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið og að það hafi verið tími til kominn. Góður sigur hjá Hvöt „Þetta var erfitt og þeir voru sterkari framan af,“ sagði Ragnar Guðjónsson, leikmaður með Hvöt, eftir að þeir höfðu lagt Kormák að velli í hörkuleik á Blönduósi um helgina. Heima- menn byrjuðu á því að skora eftir u.þ.b. 10 mínútur og það var Vil- hjálmur Stefánsson sem skoraði úr vítaspyrnu. Eftir markið sótti Kormákur í sig veðrið og náði að jafna eftir 20 mínútna leik. Axel Rúnar Guðmundsson skoraði jwð mark. Áfram héldu Kormáks- menn að sækja en gegn gangi leiksins skoraði Ásgeir Valgarðs- son. Staðan í leikhléi var 2:1. I síðari hálfleik var sem allur vindur væri úr gestunum og heimamenn náðu undirtökunum í leiknum. Pétur Arason skoraði þriðja mark heimamanna um miðjan hálfleikinn. Sigur heima- mann var í höfn og hafa þeir enn ekki tapað stigi í sumar. Að sögn Ragnars, hjá Hvöt, er það fyrst og fremst það hversu stóran hóp þeir hafa sem stuðlar að þessu góða gengi. „Við getum leyft okkur að skipta mönnum út ef þeir standa sig ekki og eins kem- ur alltaf maður í manns stað þótt einhver meiðist. Þetta er mjög mikilvægt í baráttunni,“ sagði Ragnar. Góður sigur Neistans Neistinn fékk mikilvæg þrjú stig í baráttunni þegar hann bar sigur- orð af SM um helgina. Leikurinn var fremur illa leikinn af báðum liðum en þó voru skoruð 7 mörk. „Þetta var nokkuð jafnt en ég held að óhætt sé að segja að þeir hafi átt sigurinn skilinn," sagði Sigurbjörn Viðarsson, þjálfari SM. „Við höfðum undirtökin mest allan tímann og vorum meira með boltann,“ sagði Páll Brynj- arsson, leikmaður Neista. Það voru gestirnir sem byrjuðu að skora eftir 10 mínútna leik en Baldvin Hallgrímsson jafnaði fimmtán mínútum síðar með glæsilegu skoti úr hjólhesta- spyrnu. Þannig stóðu leikar í leikhléi. Gestirnir gerðu næstu tvö mörk en Baldvin minnkaði muninn fyrir heimamenn. Neista- menn komust í 2:4 en heima- menn áttu síðasta orðið. Þá skor- aði Helgi Eyþórsson. Mörk gest- anna skoruðu þeir Oddur Jónsson, 2, Sáren Larsen, 1 og Páll Brynjarsson, 1. SV Staðan 5. umferð: SM-Neisti Þryumr-HSÞb Hvöt-Kormákur Stuðan: Hvöt Neisti Kormúkur HSÞb SM Þrymur 5 5-0-0 19: 4 15 5 3-0-2 11: 9 9 5 2-1-2 10: 6 5 3-0-2 13:11 5 1-2-2 10:13 5 0-1-4 2:23 Markahæstir: Sigurður Ágústsson, Hvöt 6 Ómar Kristinsson, SM 4 Rúnar Guðmundss., Kormáki 3 Magnús Jóhannesson, Neista 3 Ásgeir Valgarðsson, Hvöt 3 Vilhjálmur Stefánsson, Hvöt 3 Þróttar og var honum vikið af leikvelli fyrir að sparka í einn leikmann Magna. Ólafur Þor- bergsson var svo nærri því að bæta við öðru marki fyrir hlé en hörkuskot hans utan teigs, fór rétt framhjá. Þróttarar voru mun ákveðnari í síðari hálfleik og Magnamenn náðu engan veginn að nýta sér liðsmuninn. Um miðjan hálfleik- inn skoraði Þráinn Haraldsson annað mark Þróttar beint úr aukaspyrnu og skömmu síðar skoraði Kristján Svavarsson sitt annað mark og þriðja mark Þróttar af stuttu færi, eftir mistök í vörn Magna. Leikurinn var nokkuð harður en sigur Þróttara var sanngjarn, þeir voru mun ákveðnari og upp- skáru eftir því. Tindastóll tapaði fyrstu stigunum Sauðkrækingar töpuðu sínum fyrstu stigum í 3. deildinni um helgina. Liðið sótti þá Gróttu heim og gerðu liðin markalaust jafntefli. „Það hlaut að koma að því að við töpuðum stigum og það er allt eins gott að það kom núna eins og einhvern tíma síðar,“ sagði Guðbjörn Tryggvason, þjálfari Tindastóls. Hann var ósáttur við að ná ekki öllum stigunum og sagði að sínir menn hafi verið mun betri í leiknum. „Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en við tók- um málin í okkar hendur í síð- ari hálfleiknum og vorum þá mun betri aðilinn," sagði Guðbjörn. KS-ingar kræktu í dýrmæt stig „Þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Ég játa það að jafn- tefli hefði verið sanngjarnt en þetta gengur út á það að annað liðið geri mistök og að hitt nýti sér það,“ sagði Hafþór Kolbeins- son, leikmaður KS. „Það var hræðilegt að tapa þessu. Öll mörkin komu eftir hroðaleg varnarmistök og slíkt gengur ekki. Við færðum þeim þrjú stig á silfurfati, sagði Björn Olgeirsson, þjálfari Völsungs. Það voru heimamenn sem byrjuðu á því að skora og voru 1:0 yfir í leikhléi. Sveinn Sverris- son skoraði þá gott mark eftir sendingu utan af kanti. KS bætti við öðru marki strax í byrjun síð- ari hálfleiks. Hafþór Kolbeinsson tók þá aukaspyrnu rétt utan við teig, skaut á markið en Haraldur Haraldsson, markvörður, varði. Hann hélt þó ekki boltanum og Steingrímur Eiðsson var fyrstur að átta sig og skoraði annað mark leiksins. Næsta mark var gest- anna, en Agnar Sveinsson, bráðefnilegur 15 ára strákur, bætti þriðja markinu við fyrir heimamenn og gulltryggði þrjú stig KS. Völsungar náðu að minnka muninn undir lokinn. Mörk Völsungs skoruðu Róbert Skarphéðinsson og Hilmar Hákonarson. Dalvík tapaði fyrir Haukum Það er óhætt að segja að það hafi verið klúður hjá Dalvíkingum að tapa fyrir Haukum í Hafnarfirði um helgina. Dalvíkingar voru einum fleiri mest allan leikinn en tókst ekki að sigra. Fyrsta mark leiksins skoraði Þór Hinriksson en Dalvíkingar komust síðan í 1:2 Jón Örvar Eiríksson og Guð- jón Guðmundsson skoruðu mörk gestanna. Einum færri í síðari hálfleik jafnaði Guðmundur V. Sigurðsson úr víti og síðan skor- aði Þór sitt annað mark og tryggði Haukum sigur. Skallagrímur burstaði Ægi með 6 mörkum gegn engu í Borg- arnesi. Borgnesingar unnu þar með sinn fyrsta leik í deildinni. SV/KK Staðan 8. umferð: Haukar-Dalvík 3:2 KS-Völsungur 3:2 Skallagrímur-Ægir 6:0 Grótta-Tindastóll 0:0 Magni-Þróttur N 1:3 Staðan: Tindastóll 8 7-1-0 20:10 22 Þróttur N. 8 4-3-1 22:11 15 Grótta 8 4-3-1 12: 7 15 Haukar 8 3-3-2 15:13 12 Völsungur 8 3-2-3 12:14 11 KS 8 3-0-5 10:21 9 Magni 8 2-2-4 12:10 8 Dalvík 8 2-1-5 16:14 7 Skallagrímur 8 1-3-4 14:16 6 Ægir 8 0-4-4 3:14 4 Markahæstir: Kristján Brooks, Gróttu 9 Sverrir Sverrísson, Tindastóli 8 Goran Micic, Þrótti N. 7 Bjarki Pétursson, Tindastóli 6 Þór Hinriksson, Huukum 6 Þessir ungu menn eiga örugglega eftir að standa sig hjá félögum sínum, Þór og Val, í framtíðinni. Essomót: Fylkir Essomeistari A-liða Þór meistari í innanhúsbolta - Þór í 2. sæti c-liða - KA í 4. sæti B- og D-liða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.