Dagur - 07.07.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 07.07.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 7. júlí 1992 MlNNING ri Kveðjuorð: T Ámi Bjamarson Fæddur 4. febrúar 1910 - Dáinn 29. júní 1992 Árni Bjarnarson hefur kvatt. Með honum er horfinn einn þeirra manna, sem um langt skeið settu svip sinn á bæjarlífið á Akureyri. Árni var hugsjóna- maður og framkvæmdamaður. Á æskuárum mótaðist hann af hug- sjónum ungmennafélaganna og tileinkaði sér þær. Þær voru leið- arljós hans langa ævi og hann lagði sitt af mörkum til að breyta hugsjónum í veruleika og jafn- framt til að varðveita sögu geng- inna kynslóða. Fyrir honum voru allir menn, lifandi og látnir, merkir menn á einhvern hátt og ástæða til að minnast þeirra og læra af iífshlaupi þeirra. Þar gerði hann engan mun höfðingja og múgamanna. Ungur að árum stofnaði Árni skóla fyrir verðandi bifreiða- stjóra. Það var á þeim árum, þeg- ar bílar voru enn næsta fágætir og ekki almenningseign. Síðar stóð hann fyirr stofnun flugskóla í lok síðari heimsstyrjaldar og gaf út fyrstu kennslubók á íslandi um flug. Á ýmsan annan hátt vann hann að bættum samgöngum, jafnt í lofti sem á landi. Það var Árna einnig mikið hugðarefni, að ísland yrði skógi klætt á nýjan leik, og m.a. rækt- aði hann sjálfur myndarlegan skógarreit á Svalbarðsströnd. En annars varð ævistarf Árna að mestu bundið bókum og bóka- útgáfu. Hann rak Bókabúðina Eddu í áratugi og bókaútgáfu með sama nafni. Verslaði hann jöfnum höndum með nýjar og gamlar bækur, og fyrir milli- göngu hans eignaðist margur bókasafnarinn eftirsóttar bækur og smárit. í Augum Árna var í rauninni ekkert prentað mál svo lítils virði, að ekki væri ástæða til að halda því til haga, ef einhver skyldi síðar hafa áhuga fyrir að eignast það vegna söfnunar- ástríðu eða af öðrum ástæðum. Sjálfur átti hann og mjög gott safn bóka. Árni var mikill áhugamaður um samskipti íslendinga við Vestur-íslendinga, sem um skeið voru nánast engin orðin. En með mikilli elju tókst honum að endurvekja þau samskipti og um leið að bjarga frá gleymsku minn- ingu þeirra Islendinga, sem fluttu til Vesturheims, flestir í lok fyrri aldar. Hann fór fjölda ferða á íslendingaslóðir vestanhafs og safnaði efni til útgáfu Vestur- íslenskra Æviskráa, sem nú hafa að mestu verið gefnar út í fimm myndarlegum bókum, aðeins sú sjötta og síðasta er enn óprentuð. Fyrir þessi störf var Árni sæmdur íslensku Fálkaorðunni, og ýmsar fleiri viðurkenningar hlaut hann frá opinberum aðilum og félaga- samtökum. Árni Bjarnarson fæddist að Pálsgerði í Grýtubakkahreppi, en eiginkonan varð á vegi hans inni á Svalbarðsströnd, Gerður Sigmarsdóttir frá Mógili, sem nú lifir mann sinn eftir langa og far- sæla sambúð. Þau hjón eignuðust fjögur börn, dæturnar Helgu og Ásdísi og synina Hörð og Harald. Alls eru afkomendurnir nú orðnir 24. Atvikin höguðu því svo, að Helga varð eiginkona undirrit- aðs. Af þeim ástæðum kynntist ég Árna eðlilega mjög vel og mannkostum hans. Sama var hvenær til hans var leitað, ef ein- hvern vanda bar að höndum. Hann var jafnan tilbúinn til að leita heppilegustu leiðar til úrlausnar og veita þá aðstoð, er hann mátti. Síðar fór svo, að leiðir okkar Helgu skildu, en það breytti engu um það, að Árni var sami góði vinurinn og áður. Og börnum okkar var hann góður afi. Ég kveð því Árna með söknuði. I einkalífi sínu barst Árni lítt á og tranaði sér ekki fram til mann- virðinga, sem svo er kallað. Hins vegar veit ég, að vinir hans voru margir og hann því betur metinn sem menn kynntust honurn betur. Hann var mannkostamað- ur, sem alla ævi reyndist trúr þeim hugsjónum, sem hann tileinkaði sér ungur. Nú, þegar Árni Bjarnason hef- ur kvatt þennan heim, sendi ég Gerði og afkomendum þeirra hjóna öllum, samúðarkveðjur. Sameiginlega minnumst við góðs og mikilhæfs manns. Sævar Frímannsson. Kveðja frá N.L.F.A. Sterkur stofn er fallinn. Þótt þetta sé gangur lífsins og aldur Árna Bjarnarsonar hár, er söknuður okkar mikill. Líf Árna var allt samfelldur starfsdagur, hann vann margfalt starf á langri ævi og taldi ekki vinnustundirnar. Hann var svo heppinn að geta unnið að ýmsum áhugamálum sínum til hinstu stundar og dró hvergi af sér. Árni var einn af þeim eldhug- um er studdu byggingu Kjarna- lundar. Þar sem annars staðar stóð Gerður, kona hans, ötul og áræðin við hlið hans. Náttúrulækningafélag Akur- eyrar þakkar Árna hans óeigin- gjarna starf og vottar Gerði og fjölskyldu hans innilega samúð. Áslaug Kristjánsdóttir, formaður N.L.F.A. Þórarinn Jónsson bóndi, Bakka, Svarfaðardal Fæddur 3. júlí 1918 - Dáinn 25. júní 1992 Okkur langar til að setja fáein orð á blað í þakkar- og kveðju- skyni til elsku pabba, tengda- pabba og afa. Við erum þakklát fyrir allar þær stundir sem synir okkar fengu að njóta með honum. Það ríkti alltaf mikil gleði á milli þeirra og var þeim ákaflega mikils virði. Hann leyndi sér ekki, gleðitónninn í röddinni sem kall- aði svo oft: „Afi er að koma,“ og þegar hann sýndi á sér fararsnið heyrðist alltaf sagt í bænartón: „Má ég fara með afa?“ Við þökkum honum fyrir alla þá hjálp sem hann hefur veitt okkur, ekki síst haustið ’90 þegar við vorum að byggja fjósið. Það voru tómlegir dagar þegar hann kom ekki. Þó vinnusemin væri óþrjótandi, vildi hann alltaf gefa litla aðstoðarmanninum tíma, enda voru þeir búnir að brasa ýmislegt saman. Þetta voru ómetanlegar stundir og minning- arnar frá þeim eigum við nú og geymum með okkur. Nú þegar komið er að kveðju- stund er margt sem kemur upp í hugann. Það var alltaf gaman að koma til pabba í fjárhúsin og hesthúsið, þá var hægt að gleyma sér og spjalla saman góða stund í návist hestanna, sem veittu hon- um mikla ánægju. Að fylgjast með hestunum í sumarhaganum eða fara í ferðalög á hestum var honum mikils virði. í morgunljómann er lagt afstað. Allt logar afdýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnastsem óskrifað blað, þarakur ei blettar, þar skyggir ei tréð. - Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (Einar Benediktsson). Nú þegar dagsverkinu er lokið, viljum við færa pabba ástarþakk- ir fyrir allt. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson). Elsku mamma, tengdamamma og amma, megi góður Guð styrkja þig og styðja um ókomna tíð. Fjölskyldan á Grund. ■IPW ■Bw | - iJFm. ' Y a Unglingaleikhópurinn Radisubeðið fr Hús Alsælir Dani - unglingaleikhi „Þau voru mjög ánægð með heimsóknina og alsæl með við- tökurnar sem sýningarnar fengu,“ sagði Hrefna Jóns- dóttir í Leikfélagi Húsavíkur, einn af gestgjöfum 21 Borg- undarhólmsbúa sem sóttu leik- félagið heim nýlega. í hópnum voru 14 unglinar sem starfa í barnaleikhóp á vegum dansks vinaleikfélags Leikfélags Húsavíkur. Unglingarnir, Radísu- beðið, sýndu norræna revíu tvisv- ar sinnum í Samkomuhúsinu og komu leikhúsgestum bókstaflega til að gráta af hlátri. Ungu leikar- á Borgundarhólmi. avík: r í snjókomu 5pur slær í gegn arnir voru á aldrinum 13-16 ára og stóðu sig mjög vel og voru landi sínu til sóma. Hópurinn var ekki heppinn með veður á Húsavík og t.d. varð að hætta við sjóferð sem búið var að skipuleggja. Farið var með hópinn að Kröflu og gengið á Leirhnjúk. Diskótek var haldið og kynni tókust með húsvísku og dönsku unglingunum. „Þau voru ógurlega ánægð með allt og ein danska stúlkan sagði við mig að enginn tryði sér þegar hún kæmi heim og segðist hafa setið úti í potti með 41 gráðu heitu vatni - og snjókomu,“ sagði Hrefna. IM Norðurlandar íslendingar P meistarar 1 ( íslenska karlalandsliðið sigraði í opnum flokki á Norðurlanda- mótinu í bridds sem lauk á föstudag. íslenska liðið hlaut 185.5 vinningsstig en norska liðið hafnaði í öðru sæti með 174.5 vinningsstig. íslendingar spiluðu við Norð- menn í tíundu og síðustu umferð- inni á föstudag. Fyrir umferðina voru íslendingar efstir í opna flokknum, 13 vinningsstigum fyr- ir ofan Norðmenn, svo að um hreinan úrslitaleik var að ræða, þar sem íslendingar máttu ekki tapa stærra en 9:21. Svo fór að Norðmenn sigruðu 16:14 en það voru íslendingar sem fögnuðu sigri á mótinu. Svíar höfnuðu í þriðja sæti með 167 vinningsstig, Finnar í fjórða sæti með 144, Danir í fimmta sæti með 140 og Færey- nótið í bridds: íorðurlanda- >pnum flokki ingar í því sjötta með 70,5 vinn- ingsstig. íslenska liðið var skipað þeim Sævari Þorbjörnssyni, Karli Sig- urhjartarsyni, Matthíasi Þorvalds- syni, Sverri Ármannssyni og spilandi fyrirliði var Björn Éysteinsson. Svíar urðu Norðurlandameist- arar í kvennaflokki og hlutu 192,5 vinningsstig. Danir urðu í öðru sæti með 166 stig, Finnar í þriðja sæti með 163,5 stig, Norð- menn í fjórða sæti með 156,5 stig, íslendingar í fimmta sæti með 148,5 stig og Færeyingar í sjötta sæti með 61 stig. íslenska kvennaliðið var skip- að þeim Esther Jakobsdóttur, Valgerði Kristjónsdóttur, Ljósbrá Baldursdóttur og Hjör- dísi Eyþórsdóttur. Fyrirliði var Jón Hjaltason. -KK Gunnar Gud Jónas Ingimii tónleika á I Gunnar Guðbjörnsson, tenór- söngvari, og Jónas Ingimund- arson, píanóleikari, halda tón- leika á Hvammstanga nk. laug- ardag, 11. júlí, kl. 16. Gunnar er hér staddur í stuttri heimsókn frá önnum í Þýska- landi, en hann er fastráðinn við óperuna í Wiesbaden. Þeir félagar Gunnar og Jónas hafa starfað mikið saman á undanförnum árum og verður söngskrá þeirra mjög fjölbreytt að þessu sinni. Tönleikarnir á Hvammstanga eru þeir fyrstu í röðinni í tón- bjömsson og indarson með Vorðurlandi leikaferð þeirra félaga um Norðurland, en auk þeirra eru tónleikar á Breiðumýri sunnu- daginn 12. júlí kl. 21, í Safnahús- inu á Húsavík .mánudaginn 13. júlí kl. 21, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. júlí kl. 20.30 og í Miðgarði í Skagafirði miðvikudaginn 15. júlí kl. 21. Gunnar er í hópi þeirra íslensku söngvara sem hvað mesta athygli hafa vakið á undan- förnum árum. Því er það sérstakt fagnaðarerindi að hann láti til sín heyra á Norðurlandi. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.