Dagur - 07.07.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 7. júlí 1992 - DAGUR - 13
Geysilegar endurbætur á
Tjamartárkju í Svarfaðardal
- átti aldarafmæli 4. júní sl. en ekki hefur
enn verið hægt að halda upp á afmælið
Tjarnarkirkja í Svarfaðardal
átti aldarafmæli 4. júní sl. Ekki
hefur þó enn reynst unnt að
halda upp á afmælið þar sem
geysilegar endurbætur á kirkj-
unni standa nú yfir. Vonast er
til að framkvæmdum Ijúki
seinni partinn í ágúst og þá
verði hægt að fagna þessu
merkisafmæli.
f fyrrasumar var farið að huga
að því að mála kirkjuna í tilefni
afmælisins en þá kom í ljós að
töluvert meira þurfti að gera. Á
daginn kom að burðartré voru
farin að fúna og ákveðið var að
endurnýja þau. Þegar byrjað var
á framkvæmdunum komu fleiri
skemmdir í ljós, m.a. var sökkull-
inn farinn að láta verulega á sjá
og meiri fúi var í kirkjunni en
fyrst var talið.
Snemma í vor var panellinn
tekinn utan af kirkjunni og
hreinsaður og þurrkaður en hluta
af honum þurfti að endurnýja.
Stór liluti af grindinni hefur verið
endurnýjaður og nýr sökkull
steyptur og grjóthleðsla sett utan
á hann. Innviðir kirkjunnar
niunu halda sér nokkurn veginn
og liún mun halda upphaflegu
útliti.
Einni spurningu er ósvarað í
tengslum við framkvæmdirnar og
það er hvort vígja þurfi kirkjuna
upp á nýtt. Sigríður Hafstað á
Tjörn, formaður sóknarnefndar,
segir Ijóst að þess þurfi verði
haggað við altarinu cn það hafi
ekki verið gert enn.
Tjarnarkirkja er um 50 fer-
metrar og tekur 60-70 manns í
sæti. Sigríður segir að henni hafi
nánast ekkert verið breytt frá því
hún var byggð. „Að vísu var ioft
fremst í henni þannig að hægt var
að sitja uppi en kirkjan er lítil
þannig að fljótlega var loftið tek-
ið og söngpallur settur aftast í
staðinn. Þetta var gert fljótlega
upp úr aldamótum og síðan hefur
henni ekkert verið breytt. Hún
þykir merkileg fyrir þá sök að
hún hefur verið timburkirkja allt
frá upphafi en ekki verið klædd
að utan með járni eða asbesti
eins og margar aðrar kirkjur.
Laust eftir 1960 voru gefnir í
hana steindir gluggar sem þykir
óvenjulcgt að hafa í svo litlum
kirkjum og síðan á hún það sam-
BORGARBÍÓ
Salur A
Þriðjudagur
Kl. 8.45 Ógnareðli
Salur B
Þriðjudagur
Kl. 9.00 Kona slátrarans
BORGARBÍO
S 23500
Eins og sjá má hefur verið tekið til óspilltra málanna og er þessi fallega
kirkja nánast óþekkjanleg.
Inni í kirkjunni er ekki fagurt um að litast en vonast er til að framkvæmdun-
um verði lokið scinni partinn í ágúst og allir hlutir þá komnir á sinn stað.
Fyrir miðri myndinni stendur yfirbreitt altarið sem enn hefur ekki verið
haggað en verði það gert þarf að vígja kirkjuna upp á nýtt. Mymlir: jhb
eiginlegt með hinum kirkjunum í
dalnum að vera turnlaus sem er
frekar sjaldgæft."
Fyrirfram var talið að fram-
kvæmdirnar myndu kosta um 3-5
milljónir en Sigríður segir oröið
ljóst að upphæðin verði hærri þar
sem ýmislegt hafa bæst við síðan
kostnaður var áætlaður. En
hvernig er þessi mikla viðgerð
fjármögnuð?
„Við sóttum um í alla sjóði
sem við vissum að myndu hugs-
Húsbyggjendur
Bændur
Höfum til leigu
færanlega steypustöö,
óháö rafmagni.
hrærir 0,5 m3 í einu.
Hagkvæmari kóstur
finnst ekki.
Pallaleiga Óla,
Aðalstræti 7,
sími 23431,
bílasími 985-25576.
anlega styrkja þetta. Húsfriðun-
arsjóður styrkti okkur með einni
milljón, Jöfnunarsjóður kirkna
veitti 600 þúsund og Menningar-
sjóður Svarfdæla 400 þúsund.
Kirkjan átti um eina milljón en
Ijóst er að töluvert vantar upp á
enn til að endar nái saman og
trúlega verður bilið brúað með
lántökum í bili,“ sagði Sigríður.
Kirkjan er í eigu Tjarnarsókn-
ar sem nær yfir 14 bæi í dalnum.
Hún hefur verið í stöðugri notk-
un síðan hún var byggð og prest-
setur var að Tjörn fram til 1917. I
dag er sóknarprestur sá sami og á
Dalvík, sr. Jón Helgi Þórarins-
son. JHB
Vinningstölur 4. jÚIÍ '92
@Ú5)(2 8)Éjgf " (21)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 1 5.985.246,-
2.4» ÉfT 211.614,-
3. 4al5 133 8.233,-
4. 3aí5 4.246 601.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 10.266.923.-
> í 1
UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91-681511 lukkulIna991 002
Brautarholti 22 Reykjavík
kynnir
nýjan gististaö miösvæðis í Reykjavík á sérstöku
kynningarveröi.
Húsið er allt sem nýtt, herbergin eru vistleg og
rúmgóö.
Viö veitum sérstakan afslátt til hópa og til þeirra sem
gista lengur en í 7 daga.
Leitið upplýsinga - Sími 25599 - Símbréf 6-25599
¥“|Frá Ferða-
nefnd Léttis
Ákveðið hefur verið að efna til félagsferðar út
á Flateyjardal dagana 16. til 19. júlí nk.
Ferðaáætlun: Farið verður frá Kaupvangsbakka kl. 18.00 á
fimmtudaginn 16. júlí og farið í Draflastaði í Fnjóskadal þar
sem hestarnir verða geymdir yfir nóttina. Á föstudag verður
lagt af stað frá Draflastöðum kl. 13.00 og riðið út að Heiðar-
húsum á Flateyjardalsheiði en þar verður gist í tvær nætur. Á
laugardag verður farið út að sjó og svipast þar um og síðan far-
ið heim til Akureyrar á sunnudag.
Þátttökugjald er kr. 500 fyrir hvern þátttakanda eldri en 16 ára
en þar að auki er hagagjald fyrir hvern hest kr. 450.
Ath. að hundar eru ekki leyfðir í ferðinni.
Séð verður um flutning á farangri fyrir þá sem þess óska.
Væntanlegir þátttakendur skrái sig hjá einhverjum undirrituð-
um fyrir mánudagskvöldið 13. júlí og greiði sín þátttökugjöld.
Jón Höskuldsson, sími 21554.
Björn Jónsson, sími 24121.
Jón Ól. Sigfússon, sími 23435.
Aðrar ferðir sem Ferðanefnd hyggst gangast fyrir í sumar
eru hópferð á Melgerðismela föstudaginn 24. júlí ogfjöl-
skylduferð í Sörlastaði um verslunarmannahelgina og
verða þessar ferðir auglýstar síðar.
Ferðanefnd Léttis.
Sendibfiastöðin s/f
Sími 22133.
I
Litlir bílar, stórir bílar,
lyftubílar,skutlur
Flytjum allt:
Hvenær sem er og hvert sem er.