Dagur - 10.09.1992, Page 4

Dagur - 10.09.1992, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 10. september 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMl: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SlMFAX: 96-27639 Vinaheimsókn Allt frá fyrstu tíð ritaðra heimilda um byggð á íslandi hef- ur saga íslendinga og Norðmanna verið saman ofin. í íslendingabók Ara Fróða segir að ísland hafi byggst frá Noregi á dögum Haralds Hárfagra. Þótt síðari tíma rann- sóknir sýni að uppruni íslendinga eigi sér víðar rætur en fornmenn álitu hefur það ekki rofið þau tengsl sem jafnan hafa verið. íslendingar hafa ætíð talið Norðmenn sér skyldasta og ljóst er að menning þessara tveggja þjóða er vaxin af sama meiði. Saga þjóðanna er einnig samofin í stjórnmálalegum skilningi. Með undirritun Gamla sáttmála árið 1262 játuð- ust íslendingar undir yfirráð Noregskonungs. Sú skipan hélst til ársins 1389 er Danir sameinuðu Norðurlönd undir yfirráð Margrétar þáverandi Danadrottningar. Myndun Kalmársambandsins er þannig upphaf yfirráða Dana yfir íslendingum og Norðmönnum er lauk ekki fyrr en með endurreisn konungdæmisins í Noregi árið 1905 og stofn- un íslenska lýðveldisins árið 1944. Saga þjóðanna á því samhljóm sem saga nýlendna undir erlendum yfirráðum. Sterk þjóðernisvitund hefur ætíð einkennt norsku og íslensku þjóðirnar. Eflaust er hún þeim kynstofni er lönd- in byggja í blóð borin en saga þeirra undir erlendu valdi á óefað einnig sinn þátt í þeim þjóðernisviðhorfum er skapast hafa. Sagan sýnir að erlend íhlutun og yfirráð efla hvarvetna þjóðernisvitund og ættjarðarást og þarf ekki að líta lengra en til hinna nýfrjálsu ríkja Austur- Evrópu til að sannfærast um uppruna þess hugarfars. í síbreytilegum heimi freistast stjórnmálamenn stundum til að skáka þjóðum saman í heildir. Jafnan er valda- græðgi undirrót slikra hræringa. Til skamms tíma byggð- ist útþenslustefna og landvinningar á mætti hernaðar en nú er efnahagssamvinnu einnig beitt í þeim tilgangi eins og raunar er unnið að í Vestur Evrópu á þessum tímum. Með hhðsjón af sögu Norðmanna og íslendinga kemur því ekki á óvart að þessar tvær þjóðir vilji fara með fullri gát þegar um aðild að sameinaðri Vestur-Evrópu - Evrópubandalaginu er að ræða. Þegar í raunir hefur ratað hafa þjóðirnar getað reitt sig á stuðning hvorrar annarrar. Norðmenn áttu alla samúð íslendinga er Þjóðverjar tóku landið hernámi í síðari heimsstyrjöldinni. Er íslendingar áttu í erjum við Breta vegna fiskveiða á miðunum við ísland kom stuðningur Norðmanna í ljós og tók Knut Frydenlund, þáverandi utanríkisráðherra Noregs, að sér hlutverk sáttasemjara milli Breta og íslendinga er fiskveiðilögsagan hér við land var færð út í 200 sjómílur. Þótt frændþjóðirnar hafi þannig staðið saman á mikil- vægum stundum hafa þær einnig átt í samkeppni. Har- aldur V., Noregskonungur vék að því í ræðu í kvöldverð- arboði forseta íslands þar sem hann sagði að ógerlegt væri að skýra hina nánu samstöðu íslands og Noregs án þess að benda á viðhorf þjóðanna til hafsins. Sameigin- legir hagsmunir þeirra hafi reynst þeim nægilega sterkir til að þola það álag er hljóti að skapast þegar komi að uppskerunni úr hafinu og hagsmunaárekstrar verði. Úr þeim hafi verið greitt á þann hátt sem frændum sæmdi. Vissulega hafa frændþjóðirnar átt í harðri samkeppni í hinu daglega lífi viðskiptanna. En sú samkeppni hefur aldrei náð að höggva á þau bönd frændsemi og vináttu er tengir þær saman. Heimsókn Haraldar V. og Sonju drottningar hingað til lands er því vinaheimsókn. ÞI Málþing í tilefni tuttugu ára afmælis Vísindafélags Norðlendinga: „Ef íslendingar rannsaka ekki þjóðmenningu sína þá gera það ekki aðrir“ - segir Tryggvi Gíslason, forseti félagsins Vísindafélag Norðlendinga er tuttugu ára um þessar mundir og af því tilefni efnir félagið til málþings fyrir almenning en efni þess er Land, þjóð og tunga i þúsund ár. Dagur ræddi við forseta Vísindafélags Norðlendinga, Tryggva Gísla- son skólameistara. Hvað er Vísindafélag Norð- lendinga? „Vísindafélag Norðlendinga var stofnað 1972 en árin þar á undan höfðu nokkrir vísinda- menn hér á Akureyri komið sam- an til skrafs og ráðagerða. í upp- hafi var þetta fámennur og lokað- ur hópur sem vildi bera saman bækur sínar en síðan félagið var formlega stofnað hefur því vaxið fiskur um hrygg. Einn aðalhvatamaður að stofn- un Vísindafélags Norðlendinga og fyrsti forseti þess var Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur sem var búsettur hér á Akureyri um áratuga skeið en er fluttur austur á Hérað.“ Sjálfstæðar rannsóknir Hverjir eru félagar í Vísinda- félagi Norðlendinga ? „Félagar hafa lengst af verið um tuttugu og hefur fjölgað síð- ustu árin eftir að Háskólinn á Akureyri var stofnaður og það er skoðun mín að félagið eigi að tengjast enn frekar Háskólanum á Akureyri og öðrum rannsókn- arstofnunum sem eru að rísa á Akureyri og á Norðurlandi. Vís- indafélag Norðlendinga hefur m.a. beitt sér fyrir því að efla rannsóknarbókasafn á Akureyri og beitti sér á sínum tíma fyrir stofnun Háskóla á Akureyri. í lögum félagsins segir að þeir sem fengist hafa við sjálfstæðar rannsóknir á einhverju sviði vís- inda og birt niðurstöður úr þeim geti gerst félagar." Tungan setur hugsun okkar takmörk Hvað eru vísindi? „Svarið við þessari spurningu hefur verið orðað á marga vegu. En m.a. hefur þetta verið orðað svo að vísindi séu leit að nýjum sannleika; vísindi krefjast auk þess fastmótaðra vinnubragða og hluti af aðferðafræði vísindanna er tungumálið sem talað er. Margir vísindamenn hafa fengist við að kanna þátt tungunnar; einna frægastur er Ludwig Witt- genstein sem fékkst við að kanna þanþol tungunnar. Margir telja að tungan setji hugsun okkar takmörk. Stundum skortir tungu- málið nefnilega mátt til þess að lýsa nýrri hugsun og nýrri þekk- ingu. Svið vfsindanna skiptast í tvo meginþætti; annars vegar eru svo- kölluð raunvísindi eða náttúru- vísindi og hins vegar eru hugvís- indi eða húmanístiskar greinar vísindanna, svo notað sé erlent orð, þótt skilin séu auðvitað mjög óljós þarna á milli. í Vís- indafélagi Norðlendinga hafa starfað fræðimenn bæði á sviði raunvísinda og hugvísinda. Tryggvi Gíslason. Eilífleit Meginmarkmið félagsins er að efla rannsóknir á sviði hvers kon- ar vísinda og efna til umræðu um vísindaleg efni og það sem m.a. gefur þessu félagi gildi er að við fáum hver og einn að heyra um viðfangsefni ólíkra vísinda- greina. Á hverjum fundi eru haldin erindi af ýmsu tagi og ein- mitt það er heillandi - að fá að heyra um eitthvað allt annað en maður fæst sjálfur við. Félagsstarfið byggist því á sam- ræðu, eins og vísindi allra alda hafa gert með einhverjum hætti. Vísindin, eða vísindaleg hugsun, felast ekki síst í því að ólík við- horf eru virt ef menn geta sýnt fram á gildi þeirra eða sannað skoðanir sínar. Jafnvel innan vís- inda - bæði hugvísinda og raun- vísinda - eru til ólíkar stefnur og ólík viðhorf; vísindin eru eilíf leit að nýjum sannleika.“ Náin tengsl viö þjóölífið Hvernig fer félagsstarfið fram? „Vísindafélagið heldur að jafn- aði sex fundi á ári og við komum saman yfir vetrarmánuðina. Félagsmenn halda sjálfir erindi auk þess sem við höfum fengið vísindamenn annars staðar frá til að fjalla um viðfangsefni sín.“ Vísindafélag Norðlendinga hefur beitt sér fyrir ýmsu enda þótt það sé fámennt en erhætta á að vísindafélagið verði eins kon- ar fílabeinsturn? „Já, svona félög eru ávallt, eðli sínu samkvæmt, fílabeinsturnar; menn vilja lokast inni með við- fangsefnum sínum enda tel ég ekkert óeðlilegt við það. Vísind- in og vísindaleg hugsun krefst einbeitingar og að vissu leyti af- neitunar og einangrunar. Hitt er það að flestir félagsmenn í Vís- indafélagi Norðlendinga hafa mjög náin tengsl við hið lifandi líf og hafa m.a. mikinn áhuga á atvinnuvegum og lífi þessarar þjóðar. Hluti af rannsóknarstarfi félagsins er að rannsaka þjóðlíf og þjóðmenningu íslendinga því ef við íslendingar gerum það ekki þá gera það ekki aðrir.“ Alþýðufyrirlestrar / tilefni tuttugu ára afmælis Vís- indafélags Norðlendinga stendur félagið fyrir málþingi sem hefst kl. 14.15 laugardaginn 12. sept- ember í húsum Háskólans á Akureyri; hvers konar fyrirlestr- ar verða haldnir þar? „Fyrirlestrarnir eru ætlaðir alþýðu manna. Þó að þeir séu haldnir í nafni Vísindafélags Norðlendinga þá er málþingið öllum opið. Alþýðufyrirlestrarnir eru stuttir og aðgengilegir og allir geta tekið þátt í sjálfu málþing- inu, umræðunum sem verða á eftir fyrirlestrunum. Land, þjóð og tunga Málþingið er styrkt af Akureyr- arbæ og Menntamálaráðuneyt- inu. Fyrirlestrarnir verða gefnir út í afmælisriti félagsins síðar á árinu. Þeir þrír menn sem þar tala eru fremstir hver á sínu sviði. Dr. Hörður Kristinsson hefur um áratuga skeið kannað áhrif landnýtingar á gróður og gróð- urfar og hann hefur reynt að gera sér grein fyrir hvernig landið hef- ur litið út við landnám en þá er talið að mun meira hafi verið gróið af landinu, eins og menn þekkja; síðan hafi óblítt veðurfar og ofbeit eytt gróðri. Stefán Karlsson handrita- fræðingur er tvímælalaust einn fremsti sérfræðingur okkar á sviði sögulegrar málfræði. Hann hefur lagt stund á einkenni íslenskunnar frá miðöldum og fram á okkar daga og byggir rannsóknir sínar á handritum og öðrum mállegum heimildum um- liðinna alda. Fyrirlestur hans fjallar um megineinkenni íslenskrar tungu og hvernig hún hefur notast mönnum við breyti- legar aðstæður. Þegar viðhorf og hugmyndir breytast reynir á þan- þol tungunnar. Við kristnitökuna flæddu inn nýyrði og sömu sögu er að segja þegar nýjar hugmynd- ir koma fram um stjórnarfar á 13. öld og ekki síst við siðskipti á 16. öld, þegar segja má að umbylting verði í orðaforða og beygingar- kerfi tungunnar. Þó hefur íslensk tunga þá sérstöðu meðal þjóð- tungna í Evrópu að hún hefur breyst minna en aðrar tungur. Dr. Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands, er einn fremsti sagnfræðingur okkar nú og hefur sérstaklega fjallað um stofnun ríkis á mið- öldum hér á íslandi Hann hef- ur skrifað ritgerðir og haldið fyrirlestra um þjóðerni og þjóð- ernisvitund sem nú er ofarlega á baugi - það er ekkert nýtt því það eru ótal mörg tímabil sem hafa verið svipuð því sem við lif- um nú. Allir tímar merkilegir Við höldum stundum að við lif- um merkilegustu tíma veraldar- sögunnar en allir tímar eru að sjálfsögðu merkilegir fyrir sam- tímann. Þegar atburðirnir eru svo liðnir gleymast þeir furðu fljótt og við erum ótrúlega illa að okkur um atburði mannkynssög- unnar. Ég var að líta í 120 ára gamla bók um sögu enskra bók- mennta. í formála þessarar gömlu bókar segir að Þýskaland hafi á síðustu hundrað árum ger- breyst og í Bretlandi hafi orðið umbylting í öllum háttum manna umliðin 60 ár. Það er því alltaf verið að tala um að síðustu tímar séu merkastir og atburðir þeirra tíma stórfenglegastir allra atburða." GT

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.