Dagur - 10.09.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 10.09.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 10. september 1992 Dagskrá fjölmiðla í kvöld, kl. 21.25, er á dagskrá Stöövar 2 þriðji og síðasti hluti hinnar vönduðu framhalds- myndar, Ættarveldið, sem gerð er eftir tveimur metsölubókum Jackie Collins. Lucky hefur gefist upp á seinna hjónabandi sínu og haldið aftur til Bandaríkjanna til föður síns. Það kem- ur til uppgjörs þegar syni hennar er rænt. Sjónvarpið Fimmtudagur 10. september 18.00 Fjörkálfar (8). (Alvin and the Chipmunks). 18.30 Kobbi og klíkan (25). (The Cobi Troupe). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Auðlegð og ástríður (7). (The Power, the Passion) Ástralskur framhalds- myndaflokkur. 19.25 Sókn í stöðutákn (7). 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Blóm dagsins. Fjöruarfi (honchenya peploides). 20.40 Til bjargar jörðinni (10). Lokaþáttur: Síðustu forvöð. (Race To Save the Planet: Now or Never). Bandarískur heimilda- myndaflokkur um ástandið í umhverfismálum í heimin- um og þau skref sem mannkynið getur stigið til bjargar jörðinni. í þessum þætti verður athyglinni beint að einstaklingum víða um heim, sem hafa lagt sitt af mörkum til umhverf- isverndar. 21.35 Eldhuginn (2). (Gabriel's Fire) Bandarískur sakamála- myndaflokkur. Lögreglu- maðurinn Gabriel Bird hefur setið inni í 20 ár fyrir að drepa vinnufélaga sinn við skyldustörf og er búinn að sætta sig við það hlutskipti að dúsa í fangelsi til æviloka. Lögfræðingurinn Victoria Heller fær áhuga á máli Gabriels þegar hún er að rannsaka morðið á besta vini hans á steininum. Hún gengur í það af krafti að fá hann lausan og í framhaldi af því tekst með þeim góð samvinna við að koma lög- um yfir skálka Chicagoborg- ar. Aðalhlutverk: James Earl Jones, Laila Robins, Madge Sinclair, Dylan Walsh og Brian Grant. 22.25 Nýjasta tækni og vís- indi. Sýnd verður mynd um brjóstakrabba. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 10. september 16.45 Nágrannar. 17.30 Með afa. 19.19 19:19. 20.15 Eiríkur. 20.30 Fótboltaliðsstýran II. (The Manageress n.) Fjórði þáttur. 21.25 Ættarveldið. (Lucky Chances.) Þriðji og síðasti hluti. 23.00 Draugabanar II. (Ghostbusters n.) Fimm ár eru liðin frá því að hetjumar okkar björguðu New York borg frá illum örlögum. Mikið vatn hefur mnnið til sjávar síðan og komast hetjurnar að því að nú em hugsanir borgarbúa svo svartar að þær hafa brauðfætt óteljandi ára sem lifa í holræsum borgarinnar. Þá er ekkert annað eftir en að dusta rykið af gömlu græjunum og leggja til atlögu við hina óvelkomnu gesti. Aðalhlutverk: Bill Murray, Dan Aykroyd, Sigourney Weaver og Rick Moranis. Bönnuð börnum. 00.50 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 10. september MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00. 06.45 Veðurfregnir. Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. - Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. Heimsbyggð - Sýn til Evrópu. Óðinn Jónsson. Daglegt mál, Ari Páll Krist- insson flytur þáttinn. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 08.30 Fréttayfirlit. 08.40 Bara í París. Hallgrímur Helgason flytur hugleiðingar sínar. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. 09.45 Segðu mér sögu, „Nomin frá Svörtutjöm" eft- ir Elisabeth Spear. Bryndís Víglundsdóttir les (19). 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóm Bjömsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Árdegistónar. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir - Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.05 Hádegisleikrit Útvarps- leikhússins, „Dickie Dick Dickens" eftir Rolf og Alexander Becker. 10. þáttur af 30. 13.15 Suðurlandssyrpa. 14.00 Fróttir. 14.03 Útvarpssagan, „Meist- arinn og Margarita“ eftir Mikhail Búlgakov. Ingibjörg Haraldsdóttir les (3). 14.30 Miðdegistónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Sumarspjall Helgu Jónu Sveinsdóttur. (Frá Akureyri.) SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fróttir. 16.05 Bara fyrir börn. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lög frá ýmsum löndum. 16.30 í dagsins önn - Útbrunnin(n) í starfi. Umsjón: Margrét Erlends- dóttir. (Frá Akureyri.) 17.00 Fréttir. 17.03 Sólstafir. 18.00 Fróttir. 18.03 Þjóðarþel. Mörður Árnason les Græn- lendingasögu (4). 18.30 Auglýsingar - Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 19.55 Daglegt mál. 20.00 Úr tónlistarlífinu. Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar í Háskólabíói 12. apríl síðast- liðinn. 22.00 Fróttir. Heimsbyggð, endurtekin úr Morgunþætti. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins ■ Dagskrá morgundagsins. 22.20 Úr heimi orðsins. 23.10 Fimmtudagsumræðan. 24.00 Fréttir. 00.10 Sólstafir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Fimmtudagur 10. september 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Auður Haralds segir fréttir úr Borginni eilífu. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- 3on, Magnús R. Einarsson, Margrét Blöndal og Snorri Sturluson. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 12.46 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. 17.00 Fróttir. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson situr við símann, sem er 91- 686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Síbyljan. 21.30 Kvöldtónar. 22.10 Landið og miðin. Umsjón: Darri Ólason. 00.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur ljúfa kvöldtónlist. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fróttir kl. 7,7.30,8,8.30, 9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Næturtónar. 02.00 Fréttir. - Næturtónar. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fróttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 10. september 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Bylgjan Fimmtudagur 10. september 07.00 Fréttir. 07.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttayfiriit klukkan 7.30. 08.00 Fréttir. 08.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttayfirlit klukkan 8.30. 09.05 Tveir með öllu á Bylgjunni. Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason eru þekktir fyrir allt annað en lognmollu. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Rokk og rólegheit. 13.00 íþróttafréttir eitt. Allt það helsta úr íþrótta- heiminum frá íþróttadeild Bylgjunnar og Stöðvar 2. 13.05 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir á Bylgjunni í bland við létt spjall um daginn og veginn. 14.00 Rokk og rólegheit. Bibba lætur í sér heyra. 16.00 Reykjavík síðdegis. Steingrímur Ólafsson og Hallgrímur Thorsteinsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim eru engar kýr heilagar. 17.00 Fréttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. Þjóðlífið og dægurmálin í bland við góða tónlist og skemmtilegt spjall. 18.00 Fróttir. 18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Síminn er 671111. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Kristófer Helgason. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 22.00 Tónlistarsumar á Púlsinum og Bylgjunni. í sumar verða beinar útsendingar frá veitinga- staðnum Púlsinum þar sem verður flutt iifandi tónlist. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 10. september 17.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son velur úrvalstónlist við allra hæfi. Síminn 27711 er opinn fyrir afmæliskveðjur. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöðvar 2 kl. 18.00. # Sælt er að vera fátækur Sælt er að vera fátækur. Þetta kom upp í huga ritara S&S þegar hann fletti í gegnum nýjasta tölublað Frjálsrar verslunar og sá þar úttekt blaðsins á launa- kóngum landsins. Það er degin- um Ijósara að topparnir í þjóðfé- laginu komast nokkuð vel af. Að minnsta kosti gæti maður ætlað það eftir að hafa séð svart á hvítu hvað þeir hafa í laun. Hvernig haldíð þið til dæmis að Jóni Helga Guðmundssyni, for- stjóra BYKO, gangi að ná endum saman f heimilisbókhaldinu með um 1,3 milljón króna í mánaðar- tekjur. Vonandi þarf hann ekki að leita á náðir Félagsmálastofn- unar! Guðjóni B. Olafssyni for- stjóra Sambandsins, ætti einnig að ganga þokkalega að komast af með rúma milljón í mánaðar- laun og það sama gildir um for- ráðamenn kolkrabbafyrirtækj- anna. # Hægt að þéna vei á Karíusi og Baktusi Það kemur víst fáum á óvart að tannlæknar hafa alveg þokkaleg laun. Þannig segir Frjáls verslun að tekjuhæsti tannlæknirinn á Akureyri hafi um 600 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem gerir rétt tæpar 7 milljónir í árslaun. oSrÓST Þetta eru ágætis laun sem ritari S&S gerði sig ánægðan með. En að vísu eru þau ekki nema helm- ingur af tekjum tekjuhæsta tann- læknis á landinu, samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar, sem er í Hafnarfirði og heitir Sig- urgfsli Ingimarsson. Hann hefur aðeins 14,8 milljónir króna í árslaun. # Hong Kong Ijós í myrkrinu Frá launum toppanna á íslandi austur til Hong Kong. I sama tölublaði Frjálsrar verslunar er athyglisverð grein um undir- heima hlutabréfaviðskipta. Fram hefur komið að íslenski hluta- bréfamarkaðurinn er f töluverðri lægð um þessar mundir, enda keppast stjórnmálamenn við að draga kjarkinn úr fólki og segja allt vera að fara til andskotans. En Ijósið í myrkrinu er Hong Kong og íslendingar hafa eins og aðrir séð það. Frjáls verslun segir að sífeilt fleiri íslenskir fjármagnseigendur kaupi hluta- bréf austur í Hong Kong, enda hafa þau hækkað um 40% frá áramótum. En af hverju skyldi það gerast? Jú, skýringin mun vera mikill uppgangur í Guang- don í Suður-Kína, sem erfríefna- hagssvæði og liggur upp að Hong Kong. Viðskiptaspekúlant- ar spá að Suður-Kína og Hong Kong séu ný efnahagsundur líkt og Japan var forðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.