Dagur - 10.09.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 10.09.1992, Blaðsíða 12
KJörorð okkar = Góð þjónusta Opið virka daga frá kl. 11.30-22.30 - Um helgar frá kl. 12.00-24.00 Naeturheimsending til hi. 01.00 föstudags- eg laugardagskvöld VEITINGAHUSIÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 Stofnun sameiginlegs lífeyrissjóðs á Norðurlandi: Gömlu sjóðimir svari skýrt fvrir 5. október - Lífeyrissjóður KEA tekur ekki þátt í stofnun Sjö lífeyrissjóðir á Norður- landi þurfa að svara því ákveð- ið fyrir 5. október hvort þeir standa að stofnun sameiginlegs lífeyrissjóðs fyrir Norðurland. Átta sjóðum voru í vor send drög að stofnsamningi sjóðsins til umsagnar en nú er Ijóst að Lífeyrissjóður KEA tekur ekki þátt í stofnun sjóðsins þó sjóð- urinn óski eftir að fá að fylgjast með áframhaldinu. Undirbúningsnefnd að stofnun sjóðsins hittist á Sauðárkróki í gær til að fara yfir þau svör sem bárust frá lífeyrissjóðunum átta. Sauðárkrókur: sjóðsins Að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns nefndarinnar, sendu sjóðirnir inn tillögur um breyt- ingar á drögum að stofnsamn- ingnum og var sumum þessara til- lagna hafnað en fallist á aðrar. Nýr og endurbættur stofnsamn- ingur verður nú sendur út til líf- eyrissjóðanna og þurfa stjórnir þeirra þá að svara hvort lífeyris- sjóðir þeirra verða með í stofnun sameiginlegs lífeyrissjóðs eða ekki. Miðað er við að nýi lífeyris- sjóðurinn verði stofnaður í des- emberbyrjun næstkomandi og hefji störf í byrjun næsta árs. JÓH Töluverðan snjó setti niður í Ólafsfirði aðfaranótt miðvikudags með tiiheyr- andi vatnsaga. Á innfelldu myndinni er Yalgerður Sigurðardóttir að ausa vatni sem barst inn í kjallarann að Garðstíg 3. Mynd: GG Vatn flæddi í kjallara húsa í Ólafsfirði: „Holræsakerfið tekur ekki við vatnsmagninu'1 - segir Halldór Guðmundsson, lögregluþjónn Kvótaárið byrjar dauflega hjá Fiskiöjimni Kristmann Kristmannsson, yfirverkstjóri hjá Fiskiðj- unni-Skagfirðingi á Sauðár- króki, segir að nýtt kvótaár byrji mjög dauflega, togar- arnir beri lítinn afia að landi og lítið framboð sé af fiski á fiskmörkuðum. Eins og kunnugt er var mik- ið að gera í júní og júlí í Fisk- iðjunni, enda unnið á vöktum. Nú færist árleg ró yfir fisk- vinnsluna. Skólafólkið er að setjast á skólabekk og fastráð- ið fólk er komið til starfa á nýjan leik. Kristmann segir að lítill afli berist á land þessa dagana, enda geti togararnir lítið aðhafst vegna veðurs. Nú er verið að vinna afla úr Hegranesinu, sem kom inn sl. þriðjudag með um 60 tonn. Stöðugt fjölgar þeim fyrirtækj- um á Akureyri sem þurfa að fækka starfsfólki vegna erfiðr- © VEÐRIÐ Norður af Langanesi er kyrr- stæð lægð sem grynnist nokk- uð og frá henni liggur lægðar- drag með suðausturströnd- inni. Yfir Grænlandi er hæð sem fyrr. Af þeim sökum verð- ur veðrið um Norðurland á svipuðum nótum og í gær, norðaustan strekkingur og væta. Á föstudag og laugar- dag er reiknað með kólnandi veðri og næturfrosti um allt norðanvert landið. Á þriðjudaginn gerði mikla rigningu í tvígang í Ólafsfirði. Er leið á nóttina kólnaði og tók að snjóa. í gær var snjó- slabb yfir öllu og svo var kom- ið að holræsakerfi kaupstaðar- ins tók ekki við vatnsmagninu. „Vatnið gubbast upp um hol- ræsagrindurnar og flæðir um allt. Eyjafjarðarferjan Sæfari flutti 3856 farþega fyrstu átta mán- uði ársins. Nú er ráðgert að Vegagerð ríkisins taki við rekstri skipsins um nk. áramót, ar verkefnastöðu. Nýjasta dæmið er Möl og sandur hf. Fyrir skemmstu var 5 föstum starfsmönnum sagt upp störf- um og taka uppsagnir þeirra gildi um áramót. „Lausamenn þeir sem hér hafa unnið í sumar eru hættir. Af 35 föstum starfsmönnum höfum við þurft að segja upp fimm. Við erum neyddir til að grípa til varúðarráðstafana. Yfir vetrar- tímann snýst vinnan að mestu um framleiðslu á hellum og rörum. Á síðustu mánuðum hefur safnast upp lager og því verður að hægja á framleiðslunni. Okkur er nauð- ugur einn kostur, að draga saman seglin," sagði Jóhann Jónsson, skrifstofustjóri hjá Möl og sandi hf. ój Dælubílar eru að störfum og hol- ræsavatnið er leitt út í Ólafsfjarð- arvatn og þannig til sjávar. Vatn hefur komist í kjallara og þar eru menn að störfum með minni dælur. Tjörnin er orðin helmingi stærri að flatarmáli og endurnar kunna vel við sig á tjörninni suð- ur við sundlaug. Já, menn eru rólegir og búast ekki við aur- sem Hríseyjarhreppur hefur annast fram að þessu. „Af viðræðum mínum við fjár- málastjóra Vegagerðarinnar er ljóst að þeir taka við rekstrinum um áramót, svo framarlega að borðið verði hreint. Greiða ber allar gamlar skuldir. Beiðni er farin til fjárveitinganefndar um aukafjárveitingu til að hreinsa upp. Farið er fram á 26 milljónir og beiðnin er til athugunar í fjármálaráðuneyti en engin lof- orð hafa fengist um úrlausn," Sauðfjárslátrun hefst á Akur- eyri I dag. Fyrstu sláturlömbin koma úr Höfðahverfi og Fnjóskadal en á mörgum svæðum verða göngur um helgina og segja má að slátrun fari ekki á fulla ferð fyrr en á mánudag. Þá hefst einnig slátursala en þar verður um nýbreytni að ræða þar sem boðið verður upp á lagað slátur. skriðum úr fjallinu. Á sínum tíma voru gerðir skurðir í hlíð- inni og þeir þjóna sínum tilgangi með stakri prýði,“ sagði Halldór Guðmundsson, lögregluþjónn. Að sögn Bjarna Grímssonar bæjarstjóra er holræsakerfið á ákveðnum stað í bænum miklu lægra en á öðrum stöðum. „Hér er aðeins um sex einbýlishús að sagði Jónas Vigfússon, sveitar- stjóri Hríseyjarhrepps. ój Börn og unglingar hafa orðið fyrir barðinu á óknyttum á Dalvík. Dekk reiðhjóla eru skorin í sundur. Að sögn lögreglunnar á Dalvík Að sögn Óla Valdimarssonar, sláturhússstjóra, hefur ekki verið reynt áður að gefa fólki kost á að kaupa lagað slátur. Slátrið verður þá í keppum og tilbúið til fryst- ingar eða matreiðslu. Óli segir að þetta sé gert til að koma til móts við þá sem einhverra hluta vegna treysta sér ekki sjálfir í slátur- gerðina eðá hafa ekki aðstöðu til þeirra hluta. Heildsöluverð á þessu slátri verður 350 kr./kg af blóðmör og 380 kr./kg af lifrar- ræða auk raðhúss en önnur hús í næsta nágrenni hafa ekki þennan vanda. Grunnur þessara húsa er meira grafinn niður og eins er jarðvatnsstaðan í bænum óvenju há eftir langvarandi vætutíð. Hins vegar er spurning hvort það er hlutverk sveitarstjórnarinnar að leysa þennan vanda á sinn kostnað. Bæjarstjórnin er vissu- lega reiðubúin að ræða þetta vandamál við íbúana. í gær voru varnargarðar sem eru við ósinn vegna laxeldisins rofnir til að létta á rennsli úr Ólafsfjarðar- vatni en mikið flóð er í því og það hækkar m.a. jarðvatns- stöðuna í bænum. í vikunni var hér einnig holræsabíll að hreinsa lagnir og þá kom í ljós stór fitu- stífla, og það létti á kerfinu en dugði ekki til í þessu úrhelli. er búið að tilkynna 10 reiðhjól sem hafa orðið fyrir barðinu á skemmdarvarginum. Grunur leikur á hver er að verki og unnið er í málinu. ój pylsu. Slátursalan verður að öðru leyti með hefbundnum hætti og slátrin á sama verði og í fyrra. Slátursalan verður opnuð kl. 10 á mánudagsmorgun og verður opin milli kl. 10 og 17 virka daga, nema föstudaga en þá verður opið til 18. Grundvallarverð á kjöti liggur ekki fyrir en Óli segist reikna með nær óbreyttu verði. JÓH Möl og sandur hf.: Fínrni mönnum sagt upp - uppsagnirnar taka gildi um áramót Eyjafjarðarferjan Sæfari: Þörfnumst aukaflárveitingar - segir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey Slátrun að heijast á Akureyri: Boðið upp á tilbúið slátur ój/GG Skemmdarvargur á Dalvík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.