Dagur - 26.09.1992, Síða 4

Dagur - 26.09.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 26. september 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNAR- SON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Stöndum vörð um málsamfélagið íslendingar hafa löngum og með réttu talið sig bókaþjóð. Fá sam- félög eiga jafn greinargóðar heimildir í rituðu máli um sögu og menningu sína og þeir. Lestur hefur löngum verið útbreiddari á meðal þeirra en annarra þjóða og til marks um það má hafa hvað tunga landsmanna hefur tekið litlum breytingum í aldanna rás. íslendingar geta nú undir lok tuttugustu aldar lesið texta for- feðra sinna án mikillar fyrirhafn- ar og lestur og bókmenntir eiga án efa sinn þátt í að viðhalda þeirri sterku tilfinningu sem þjóðin hefur fyrir tilveru sinni og sérstöðu. Þótt vegið hafi verið að hinu íslenska málsamfélagi hefur það ætíð staðið slíkar árásir af sér. Á tímum danskra yfirráða sótti dönsk tunga á og varð um tíma einskonar yfirstéttarmál á ís- landi. Jafnvel eftir að landið sleit öll stjórnmálatengsl við Dan- mörku og varð frjálst og fullvalda ríki var danskan einskonar annað mál í landinu. Hún var löngum það tungumál sem fólk gat lesið auk móðurmálsins og sú var tíðin að almenningur las dönsk tímarit sér til fróðleiks og ánægju. Þau fylltu ákveðið tómarúm er var á milli bóka og dagblaða fyrr á árum. Þótt íslendingar hafi staðið áhrif dönskunnar af sér er ljóst að þetta litla málsamfélag er ekki úr allri hættu. Með aukinni fjöl- miðlun sækja nýjar raddir að. Stærstur hluti þess ljósvakaefnis sem sendur er út hér á landi er á enskri tungu. Enskan hefur einn- ig tekið við því hlutverki er danskan hafði - að vera það tungumál sem flestir landsmenn skilja auk móðurmálsins. Þótt enskukunnátta sé íslendingum nauðsynleg vegna samskipta við aðrar þjóðir hefur hin mikla fjöl- miðlun er nú á sér stað á því tungumáli ákveðnar hættur í för með sér. Mun meiri hættur er lestur „dönsku blaðanna" hafði á sínum tíma. Öflug útgáfustarfsemi er vís- asti vegurinn til viðhalds mál- samfélagi okkar og vörn þess gegn innrás annarra og út- breiddari tungumála. Allt til þessa hefur íslendingum auðn- ast að standa vörð um almennan lestur. Fjölbreytt útgáfa blaða og tímarita á sér stað auk hinnar hefðbundnu útgáfu bóka. Full- yrða má að við séum framarlega á meðal þjóða hvað útgáfumál varðar og þegar tekið er mið af stærð hins íslenska málsamfé- lags verður nauðsyn þess ljós. Þrátt fyrir augljósa þörf á öflugri útgáfu ritaðs máls á íslenskri tungu virðist sem ráða- menn þjóðarinnar hafi misst sjónir af því leiðarljósi um sinn. Við gerð fjárlaga fyrir íslenska ríkið hafa verið dregnar fram hugmyndir um aukna skattlagn- ingu á útgáfu bóka og blaða. Með því að hætta að greiða inn- skatt af aðföngum útgáfuaðila er verið að veikja útgáfu prentaðs máls í landinu. Ekki er nægjan- legt að tala um varðveislu tungu og menningar í hátíðaræðum á tyllidögum. Verkin verða einnig að vera í sama farvegi. Hinu opinbera ber skylda til að standa vörð um þann arf, sem landsmönnum hefur tekist að varðveita allt frá fyrstu tíð byggðar í landinu. Slíkt verður meðal annars gert með því að hlífa útgáfustarfseminni við þeirri skattlagningu sem nú er rætt um. Afnám söluskatts af bókum var stórt skref er náðist eftir áratuga baráttu. Þótt tíma- bundnir erfiðleikar steðji að efna- hagslífi þjóðarinnar og þar með fjárlagagerðinni má ekki af skammsýni einni saman fórna útgáfustarfseminni - undirstöðu hins litla en gróna málssamfé- lags landsmanna - fyrir stundar- hagsmuni. ÞI Dýraríki íslands Fuglar 7. þáttur Fýllinn, eða múkkinn, er af ætt- bálki stormfugla, en tilheyrir svo fýlingaætt, er hefur inni að geyma næstum 100 tegundir. Hún skiptist, auk fýla, niður í skrofur, drúða, risafýlinga, ísdúf- ur og hvalfugla. Allt eru þetta sjófuglar, með afburða flughæfi- leika, sérhæfðir í lífi úti á rúmsjó utan varptímans. Fýllinn er um 50 sm á lengd, og á.a.g. 1.000 g á þyngd. Hann er ljósgrár á baki, vængjum og stéli, en hvítur að öðru leyti. Hálsinn er digur, og nefið kubbslegt, græn- eða blágrátt og gult í oddinn. Nasaholurnar mynda pípu ofan á nefmæni. Fætur eru bláleitir. Vænghafið um 100 sm. Hann er algengur um öll norð- læg höf, og er mergð hans víða geysimikil. Til er litarafbrigði, algráir fuglar, nefndir „kolapiltar" eða „srniðir", og koma þeir stundum hingað til lands sem gestir norðan úr höfum á veturna, og ílendast sumir í varpi. Fýllinn er einkvænisfugl, og hjúskapurinn langvarandi. Kynin eru eins í útliti. Allir náfrændur fýlsins búa á suðurhveli jarðar; hann er einn sinnar tegundar á norðurhveli. Þó er talið líklegt, að fýllinn sé upprunninn á suðurslóðum, eins og hinir ættingjarnir, en hafi bor- ist þaðan um Kyrrahafið norður með ströndum Ámeríku að vest- anverðu, norður fyrir Síberíu og þaðan til Svalbarða, Franz Jósefs- lands, Grænlands og annarra norðlægra eyja. Það var ekki fyrr en á 18. öld, sem hann tók að breiðast út suður á bóginn á ný, FÝLL (Fulmarus glacialis) frá norðurheimskautinu. Af íslenskum héraðslýsingum og ferðabókum á 18. öld má ráða, að fýll hafi lítt eða ekki verpt hér á landi á fyrri hluta aldarinnar. En eftir það fer að bera nokkuð á honum, fyrst í Grímsey árið 1740, svo Horn- bjargi og víða norðanlands, en síðan á Reykjanesi og í Vest- mannaeyjum, þar til hann breiddist á 19. öld út um allt land. Um síðustu aldamót er varpið mest í Vestmannaeyjum, Mýrdal og undir Eyjafjöllum. Útbreiðslan hélt áfram suður á bóginn til Evrópu, e.t.v. í kjölfar hvalveiðiskipa, sem flest voru hollensk og skosk. Um 1840 fór hann að verpa í Færeyjum, um 1880 á Hjaltlandi og Orkneyjum, en ekki fyrr en árið 1920 á Sunn- mæri í Noregi. Að jafnaði líða um 9 ár þar til varpskyldan kallar. Á þeim tíma fer hann víða um norðanvert Atlantshaf og Dumbshaf. Fýllinn velur sér að iafnaði hreiðurstæði í björgum, sem vita að sjó. Þar sem hann er í bjargi með langvíu eða álku, er hann venjulega efst og næst brúninni. Sérstaklega kann hann við sig í móbergsfjöllum sunnanlands, með hellum og grastóm. Hreiðr- inu, sem í rauninni er næsta fábreytt, kemur hann fyrir í sprungum og glufum, eða á syllum. Það er skálmyndað, og fóðrað með grasi og smásteinum. Varpið hefst í maí. Eggið er bara eitt, hvítt að lit, og er rúmar 7 vikur að ungast út. Foreldrarnir liggja á til skiptis og | hjálpast að við að mata ungann, sem verður mjög feitur, og stærri en foreldrarnir. Eftir um 2 mán- uði kastar hann sér loks úr hömr- unum, og er borgið ef hann nær til sjávar. Þar sem fýlavarp var hér áður, þótti mikil búbót af því. Sérstak- lega þótti unginn gómsætur 6-7 vikna gamall og asholda. Lengi var fýlatekja mest í Vestmanna- eyjum, en síðan í Mýrdal, m.a. í Reynisfjalli, og voru á hvorum stað teknir á bilinu 20.000-25.000 fýlsungar. Fýlatekja var einnig í Grímsey, en töluvert minni, eða um 500 ungar á hverju sumri. Á árunum 1930-1940 kom upp svonefnd „páfagaukaveiki" í mörgum fýlastofnum, er minnti helst á slæma lungnabólgu. Komst hún í menn og gat leitt til dauða, einkum þá, sem reyttu fuglana. Var orsakanna að leita til flutnings 5.000 veirusýktra páfagauka frá Argentínu til Kaupmannahafnar árið 1929, er tóku sumir að drepast á leiðinni. Var þeim kastað í sjóinn við Bretlandseyjar, en fýlar átu hræ- in og veiktust. Komst sjúkdóm- urinn þannig til Færeyja og svo til íslands. Fyrstu veikindatilfelli í mönn- um komu upp í Færeyjum árið 1933, og til ársins 1937 veiktust 165 manns, og allir í september, í lok fýlatímans. Alls dóu 32, eða 19.4% þeirra, sem veikina tóku. Fýlatekja var bönnuð þar árið 1938. Hér á landi veiktust nokkrir, aðallega konur, en enginn dó. Var fýlatekja á íslandi þó bönn- uð með lögum, í maí 1940, og lagðist mikið til af. Þótt hún væri leyfð aftur gegn varúðarráð- stöfunum, náði hún sér ekki á strik. í Færeyjum er þessi veiði enn við lýði, en strangar reglur við hafðar, og refsingum og hörðum viðurlögum beitt, séu þær brotn- ar hið minnsta. Varpheimkynni fýlsins ná í dag frá ströndum Frakklands og norður undir heimskaut allt í kringum pól. Ekki hefur orðið vart sömu útbreiðslu þessa fugls suður með strönd Ameríku. Að vísu dvelur fýll af Grænlandi og Baffínslandi á vetrum hjá Nýfundnalandi, en hefur ekki myndað þar varp- stöðvar enn sem komið er. Áður fyrr lifði múkkinn eink- um á fiski og svifi, en eftir að hvalveiðiskip tóku að sigla um norðurhöf, fór hann að sækja í leifar og úrgang frá þeim. Og í framhaldi af því tók hann að elt- ast við fiskiskip, bæði skonnortur og togara. Talið er, að nú á tím- um sé fuglinn háður þeim matar- sníkjum. Islenski fýlastofninn er mjög stór, gæti verið nokkrar milljónir verpandi para, og er auk þess í örum vexti, þar eð fuglinn er nú á tímum lítið sem ekkert nýttur. Aukningunni fylgir sá vandi, að hreiðurstæði við sjó eru fyrir löngu uppurin, svo að fýllinn hef- ur á síðari árum þurft að sækja æ lengra inn til landsins. Fýlar verpa nú lengst frá sjó í um 50 km fjarlægð, í Markar- fljótsgljúfrum (í svo kölluðum Emstrum). Er talið að þeir fljúgi með ám til og frá varpstað. Elsti merkti fýll, sem um getur, varð 34 ára gamall. Fýll á sundi. (Þorsteinn Einarsson: Fuglahandbókin. Reykjavík 1987.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.