Dagur - 26.09.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 26.09.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. september 1992 - DAGUR - 7 Trausti Sigurgeirsson með þann stóra. Mynd: GG Fékk ríga- þorsk við togara- bryggjuna 12 ára drengur fékk rígaþorsk við Togarabryggjuna á Akur- eyri í síðustu viku en þangað hafði hann farið til að veiða áaint fleiri drengjum. Ávallt veiðist eitthvað af þorski hér við bryggjurnar en varla get- ur það talist daglegt brauð að fá eins stóran og þann sem Trausti Sigurgeirsson nemandi í Oddeyr- arskóla setti í. GG Húsaleiga hækkar um 0,1% Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem sam- kvæmt samningum fylgir vísi- tölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, hækkar um 0,1% frá og með 1. október nk. Reiknast þessi hækkun á þá leigu sem er í september 1992. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í nóvember og desember nk. Bridds Dynheimamótið: Magnús og Reynir sigraðu fyrsta kvöldið Tólf pör mættu á fyrsta Dyn- heimamótið sl. sunnudag. Ur- slit urðu sem hér segir: 1. Magnús Magnússon- Reynir Helgason 140 2. Einar Pétursson- Gunnar Ómarsson 128 3. Sigurbjörn Haraldsson- Stefán Stefánsson 127 4. Jónína Pálsdóttir- Una Sveinsdóttir 123 5. Júlíana Lárusdóttir- Soffía Guðmundsdóttir 119 6. Gunnar Berg- Gunnar Berg 110 7. Ormarr Snæbjörnsson- Sigvaldi Torfason 109 Spilað verður í Dynheimum á sunnudagskvöldum í vetur og hefst spilamennskan kl. 19.30. UTBOÐ VEGAGERÐIN Ólafsfjarðarvegur norðan Dalvíkur. Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 7,5 km kafla á Ólafsfjarðarvegi norðan Dalvíkur. Helstu magntölur: Fylling 42.000 m3 og burðarlag 32.000 m3. Verki skal lokið 15. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerö ríkisins á Akureyri og í Borgartúni 5, Reykja- vík (aðalgjaldkera) frá og með 28. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 12. október 1992. Vegamálastjóri. Getum bætt við okkur nokkrum fyrirtækjum í viðskipti Bókhald - launauppgjör - VSK uppgjör - skattaframtöl. TÖLVÍS sf Kaupangi við Mýrarveg. Páll Sigurjónsson - Lára Kristinsdóttir. Sími 21777 - Fax 12177. Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaldir Iífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1991 og 1992: Lífeyrissjóðurinn Björg Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarínnar Lífeyrissjóðurinn Sameining Lífeyrissjóður Sóknar Lífeyrissjóður trésmiða á Akureyrí Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður verksmiðjufólks Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vesturlands Lífeyríssjóður Bolungarvíkur Lífeyríssj. starfsfólks í veitingahúsum Lífeyrissjóður ma treiðslumanna Lífeyríssjóður sjómanna Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissj. verkafólks í Gríndavík Lsj. verkamanna á Hvammstanga Lífeyrissjóður verkstjóra Lífeyríssjóður Vestmannaeyinga Sameinaði lífeyrissjóðurínn Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hefur verið af launum þínuin í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyris sjóðum, eða ef Iaunaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI • MAKALÍFEYRI • BARNALÍFEYRI • ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.