Dagur - 26.09.1992, Síða 10

Dagur - 26.09.1992, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 26. september 1992 Laugardagur 26. september 1992 - DAGUR - 11 í hugum margra tengist gítarinn fremur alþýðu- og dægurtónlist en verkum hinna sígildu tónbókmennta. Hávaðasamir rokkarar baðaðir marglitum ljósum og dimmraddaðir trúbadorar koma ósjálfrátt í hugann. Margir hafa einnig lært að spila einfaldar laglínur á gítar sem einhverjum hugkvæmum Islendingi hefur orðið á að nefna vinnukonugrip og heitið síðan fest í slangurmálfarinu. Gítarinn er einnig sjálfsagður er efna þarf til gamans þar sem fólk kemur saman á góðum stundum og lætur amstur hins daglega lífs líða úr huga sér. En þrátt fyrir hina alþýðlegu ímynd sem þetta hljóðfæri hefur á meðal fólks á það sér langa og merka sögu við túlkun sígildrar tónlistar - ekki síður en önnur strengjahljóðfæri. Gítarinn telst hinsvegar ekki til þeirra hljóðfæra er mynda strengjasveitir líkt og fíðla og selló. Hann er einleikshljóðfæri í klassískri tónlist og á því sviði hafa margir tónlistarmenn helgað sig klassískum gítarleik. c0uts.e ',n e uftsíSÍ * víeftt W 5 ,C t4*; ' \V,yusVu Frétt í tímaritinu Calssital Guitar um verðlaun Arnaldar Arnarsonar á þessu ári. Avfi K‘ .■landi í\C AVn“' .. ;,v liSTW"- VovU '« iloílb* íVVUSt^ •\ .l'' ;i,U' , ,vftu I , oV a ulU íitt* \n ^oftu, atSon ^rnaUHu - ■ *»>**■ r v,«; C,U\V. A\«-U n ■',■■•' joftr AvnftU'"; ;;,e t«rhc. woft ,.\úoo- Scc°\ —■—fcsV . . ..... i 'oftMuU ,, pcftft Sov ^ -nst Íft^fÍcö: Ver'v mW'' vo olay vft segir í frétt að íslenski gítaristinn Arnaldur Arnarson, er sé búsettur í Barcelona, hafi nýlega unnið til tveggja viðurkenninga. Annars vegar í keppni tónlistarmanna, „East and West Artists,“ í New York í apríl og síðan í 21. International „Fernando Sor“ gítarkeppninni sem haldin var í Róm í maí þar sem hann vann til fyrstu verðlauna. Katalónar - ein af fjórum þjóðum Spánar - En á Barcelona orðið mikil ítök í Islend- ingnum sem hóf að leggja stund á klassískt gítarnám í bernsku og tók síðan „kúrsinn“ á framhaldsnám og atvinnumennsku að menntaskólanámi loknu? „Barcelona er vissulega glæsileg borg og stendur á gömlum merg. Þótt mengun sé orðin nokkurt vandamál er þar mjög margt að sjá. Sjálf borgin telur hátt í tvær milljónir íbúa en alls búa um þrjár og hálf milljón manna í Barcelona og útborgum hennar. Er það liðlega helmingur Katalóna en þeir eru um sex milljónir. Katalónar eru að mörgu leyti í fararbroddi hvað menningu og listir varðar og þessi áhugi þeirra stendur á göml- um grunni. Á Franco-tímanum dró hins vegar mikið úr allri menningarstarfsemi. Katalónar eru í raun sérstök þjóð og í allt búa fjórar þjóðir á Spáni er hver hefur sína tungu og margvísleg sögu- og menningarleg einkenni. Katalónar líta þannig ekki á sig sem Spánverja og eiga sína eigin tungu. Franco stefndi hins vegar að allsherjar sam- runa þeirra þjóða er byggja Spán og tungur þeirra voru bannaðar. Þannig eru margir Katalóníumenn, sem ólust upp á þeim árum er fasismi Francos réði ríkjum ekki eins fær- ir að rita tungu feðra sinna - katalónskuna - þar sem hún var ekki kennd á því tímabili og sú kynslóð sem vex upp í dag. Talmálið erfðist þó á milli kynslóða og flestir íbúar Katalóníu tala móðurmál sitt reiprennandi. Nú er katalónskan opinbert mál í Katalóníu - jafn rétthá spönskunni og er kennd í skólum. Allir sem starfa við opinbera þjón- ustu verða að geta tjáð sig á katalónsku. Franco gerði raunar fleira til að blanda þjóðunum saman og valdi til þess klókari leið en til dæmis var notuð í austantjalds- ríkjunum þar sem fólk var hreinlega flutt til. Hann sá til þess að fjármagni var veitt til ákveðinna framkvæmda, einkum uppbygg- ingu til iðnaðar á svæðum hinna ólíku þjóða. Þar með skapaðist atvinna og fólk frá öðrum landshlutum og héruðum fluttist þangað sem framkvæmdirnar voru í gangi og blönduðust heimamönnum. Þetta var úthugsuð leið til að draga úr innbyrðis þjóð- ernisáhrifum og gera Katalóna og aðra þjóðarhópa að Spánverjum.“ Ólíklegt að þjóðir Evrópu uni samruna - En þetta tókst ekki og þjóðernislegar aðstæður á Spáni hljóta því að vekja upp hugsanir um hvort unnt reynist að samræma hugi fólks á stærri og ef til vill ólíkari svæð- um álfunnar til sameiginlegrar hugsunar. Á meðan við sátum saman og ræddum málin á Seltjarnarnesinu um síðustu helgi - áður en Arnaldur hélt til Barcelona - var franska þjóðin að ganga að kjörborðinu til að greiða atkvæði um Maastricht-samkomulagið og búist var við tvísýnum úrslitum eða þeim nauma meirihluta er raunar varð. Talið barst því óneitanlegta að Evrópubandalag- inu og framtíð þess ríkjasamruna með hlið- sjón af sögu Spánar. „Nei, Franco tókst ekki að blanda íbúum Spánar saman og gera úr þeim einsleita þjóðarsál,“ sagði Arnaldur. „Til þess er þjóðernisvitundin of sterk og efldist þvert á móti við allar þvinganir og varð mjög öflug þegar valdi einræðisins sleppti. Þótt fjár- magni væri veitt til framkvæmda og ákveð- innar atvinnusköpunar eins og ég sagði þá var eftir sem áður samdráttur og hnignun á einræðistímabilinu. Mikill uppgangur hefur verið á Spáni undanfarin ár,“ hélt Arnaldur áfram. „Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað og hvað Barcelona varðar hefur ákveð- in þensla einkennt efnahagslífið. Nýafstaðn- ir Ólympíuleikar hafa kynt þar undir en nú eru ákveðin teikn á lofti um samdrátt og jafnvel niðursveiflu í atvinnulífi. Af þeim sökum ríkir nokkur óvissa um framtíðina nú á Spáni. Spánn er einnig orðinn dýrt land og geta verðhækkanir hæglega haft áhrif á ferðamannaþjónustuna sem er stór atvinnu- vegur landsmanna. Einnig má velta áhrifum af auknu samstarfi og samruna innan Evrópubandalagsins á efnahag Katalóníu og Spánar fyrir sér.“ Arnaldur hefur ákveðnar skoðanir á Evrópubandalaginu og kveðst ekki sjá að slíkur samruni ólíkra þjóða og stefnt sé að geti gengið. Með hliðsjón af sögu Spánar megi ólíklegt teljast að þjóðir Evrópu fáist til að hverfa að jafn miklu leyti undir eina stjórn og stjórnmála- og embættismenn Viðtal: Þórður Ingimarsson álfunnar vinna nú að meðal annars með hinu umdeilda samkomulagi sem gert var í borginni Maastricht í Hollandi. Gítarhátíö og einleikstónleikar á Akureyri næsta sumar - Arnaldur hefur greinilega skilning á hugs- un og tilfinningum Katalóníumanna sem hann hefur dvalið á meðal í um áratug. En eftir því sem heimalandið ber oftar á góma er ljóst að hugur hans stendur mjög til að geta starfað meira á íslandi. En er hann með einhver ákveðin áform í huga? „Ætlunin er að koma aftur til Akureyrar næsta sumar, halda námskeið og endurtaka gítarhátíðina," segir Arnaldur þegar hann er inntur eftir hvort hann hyggðist halda uppteknum háttum sínum hvað íslands- heimsóknir varðar. „Og þá ætla ég að hefja hana með einleikstónleikum á Akureyri. Eg hef mikinn hug á að starfa meira hér heima á íslandi í framtíðinni. Ef til vill skapast betri möguleikar til þess þegar beint flug á milli íslands og Barcelona verður að veru- leika, sem nú er stefnt að á vegum Flug- leiða. Framtíðin verður annars að leiða í ljós hvernig mér tekst að sameina þau störf sem ég hef nú með höndum og áhugamál mín verkefnum hér heima á íslandi. En vilj- inn til þess er fyrir hendi.“ Einn þeirra er Arnaldur Arnarson, gítar- leikari í Barcelona. Hann hóf að læra á gítar um tíu ára aldur er hann var að alast upp í Svíþjóð en stundaði eftir það nám í klassísk- um gítarleik hér heima og á Englandi þar til hann hélt til Spánar haustið 1983. Þar hélt námsferill hans áfram og örlögin hafa hagað því þannig til að hann hefur búið og starfað þar síðast liðinn áratug. Eyfírðingur í báðar ættir Þótt Arnaldur hafi búið erlendis á annan tug ára hefur hann haldið mikla tryggð við heimkynni sín og þær rætur er tengja hann við ísland - ekki síst við eyfirskar byggðir. Hann er uppalinn á Seltjarnarnesi en á ættir sínar að rekja til Akureyrar og Eyjafjarðar. Faðir hans, Örn S. Arnaldsson, læknir, er fæddur og uppalinn á Akureyri og móðir hans er Rósa Hjaltadóttir frá Rútsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Arnaldur kvaðst hafa dvalið mörg sumur í sveitinni - skólanum hafi vart verið lokið á vorin þegar hann var kominn upp í rútu eða vöruflutningabíl á leið norður í land. Allt að tíu tíma ferða- lag á holóttum vegum - lengri ferð en taki að fljúga frá íslandi til Barcelona - að minnsta kosti eftir að fyrirhugað beint flug þangað verði orðið að veruleika. í Eyjafirð- inum kvaðst hann hafa kynnst öllum almennum sveitastörfum og einnig lært að umgangast hesta - hann hafi smitast af hestabakteríunni þar. „Ég held ég hafi komið heim á hverju sumri eftir ég fluttist erlendis og einnig um jól - segi stundum til gamans að kökurnar séu svo góðar á íslandi,“ sagði Arnaldur meðal annars þegar hann ræddi um tengsl sín við heimahagana og sumardagana bæði norðanlands og sunnan. Hann dvaldi um tíma í Davíðshúsi á Akureyri á síðastliðnu sumri - stundaði kennslu, hélt tónleika og tók þátt í gítarhátíð sem haldin var á Akur- eyri í júlímánuði. Hafði alltaf mikinn áhuga á klassískri tónlist - Þegar Arnaldur hélt til Spánar haustið 1983 hafði hann ákveðið að helga gítarnum krafta sína. En hvenær vaknaði áhugi hans á hinni klassísku hlið þessa hljóðfæris? - segir Arnaldur Arnarson, gítarleikari í Barcelona, sem stefnir að einleikstónleikum og gítarhátíð á Akureyri nœsta sumar „Ég hóf að læra á gítar þegar ég var tíu ára. Þá bjuggum við í Umea í Svíþjóð þar sem faðir minn var við framhaldsnám og tónlistin varð einskonar hluti af grunnskóla- námi mínu. Þegar við fluttumst aftur til íslands hafði ég fengið það mikinn áhuga á gítarnum að ég ákvað að halda tónlistar- náminu áfram ásamt menntaskólanámi og stundaði nám í klassískum gítarleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar um nokkurra ára skeið. Að menntaskólanum loknum varð ég eins og fleiri að taka ákvörðum um næsta áfanga í lífinu og niðurstaðan varð sú að velja tónlistina. Ég fór í framhaldi af því til Manchester á Eng- landi og hélt áfram námi í gítarleik næstu fjögur árin.“ Arnaldur kvaðst ætíð hafa haft mikinn áhuga á klassískri tónlist - hlustað á hana og hafi sá áhugi eflaust ýtt undir þá ákvörðun sína að leggja út í framhaldsnám í klassískum gítarleik. „Nei - rokktónlistin höfðaði ekki til mín“ - Þrátt fyrir hina klassísku hefð gítarsins er hann einnig leiðandi hljóðfæri í annarri teg- und tónlistar - dægurtónlistinni og þar hafa eiginleikar hans verið útfærðir með aðstoð raftækninnar. Margir ungir menn hafa látið heillast af rafmagnsgítarnum um lengri eða skemmri tíma - en var Arnaldur Arnarson aldréi í þeim hópi? „Ég hlustaði nokkuð á rokktónlist sem unglingur en því tímabili lauk hjá mér um 16 ára aldur. Rokkið höfðaði ekki nægilega til mín og klassíska tónlistin hafði hreinlega náð yfirhöndinni í huga mínum þegar á unglingsárum. Ég var farinn að hlusta nær eingöngu á klassíska tónlist þegar leið á sautjánda árið. Gaf mér þá ekki lengur tíma til að hlusta á annað.“ Arnaldur hugsar sig um. „Rokkhljóm- sveit - nei aldrei var reynt að fá mig til að taka þátt í rokkhljómsveit. Ég held að frem- ur lítið hafi verið um unglingarokkhljóm- sveitir eða bílskúrsbönd eins og þær eru stundum nefndar á unglingsárum mínum. Tímabil bítlatískunnar var liðið og þá varð nokkur lægð í sköpun og flutningi rokktón- listarinnar þar til næsta bylgja reis og breiddist út frá Bretlandseyjum. Sú bylgja rokktónlistar sem Friðrik Þór Friðriksson lýsir í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík var ekki hafin þegar ég hélt utan til framhalds- náms. Ég held ég hefði aldrei farið út á þá braut þótt slíkt hefði verið í boði. Hinu er ekki að neita að margir strákar sem byrja að spila á gítar fá mikinn áhuga á rafmagnsgít- arnum. Hann á hins vegar fátt sameiginlegt með flutningi klassískra tónverka.“ „Bakdyramegin“ í Barcelona - Spánn er í hugum margra höfuðvígi hins klassíska gítars og þekktir gítarleikarar eiga uppruna sinn þar. Var ætíð ætlun Arnaldar Arnarsonar að fara á þessar frægðarslóðir klassísks gítarleiks til framhaldsnáms? „Eftir fjögurra ára námsdvöl í Manchester fór ég að huga að framhaldinu og vissulega hafði ég áhuga fyrir Spáni. Því varð úr að ég fór til Alicante á sunnanverðum Spáni haustið 1983 og sótti tíma hjá einkakennara í klassískum gítarleik um veturinn. Vorið eftir fór ég ásamt kennara mínum til Barcelona. Mig langaði að kynnast þessari merku katalónsku menningarborg og tón- listarlífi hennar. í framhaldi af þessari heimsókn bauðst mér kennslustarf við tón- listarskóla - Escola D Arts Musicals Luthier og örlögin höguðu því þannig til að ég er búsettur þarna og starfa meðal annars við þennan skóla ennþá.“ Þegar Arnaldur var inntur eftir hvað hann ætti við með örlögum kvaðst hann stundum hafa sagt á léttum nótum að hann hafi farið bakdyramegin inn í skólann. „Þannig var að skólastjóri þessa skóla var kona að nafni Alicia Alcalay. Með tímanum tókust ágæt kynni með okkur er leiddu á endanum til þess að hún er konan mín í dag. Alicia er nú búin að reka þennan skóla í þrettán ár en hann er stærsti tónlistarskóli í Barcelona í einkarekstri og er nú með um 400 nemend- ur.“ Tvenn keppnisverðlaun á síðasta vori - Eftir að hafa farið „bakdyramegin“ inn í tónlistarskólann í Barcelona, eins og Arn- aldur hefur sjálfur komist að orði - hafið sambúð með innfæddri konu og tekið þátt í atvinnurekstri er þau hafa með höndum lá beinast við að spyrja hvort hann sé þá ekki sestur að í Katalóníu? Nei - hann vill ekki taka svo djúpt í árinni. „Við erum með talsvert viðamikinn rekstur þarna sem ekki verður hlaupið frá á meðan að vel gengur. Auk skólans rekur Alicia hljóðfæraverslun er sérhæfir sig í sölu spænskra gítara. Ég hef aðstoðað hana nokkuð við stjórn skólans en sinni einnig kennslu auk þess að starfa við rekstur versl- unarinnar. Ég hef einnig haldið tónleika öðru hverju og tekið þátt í keppnum. Ég hef lagt meiri áherslu á keppnir að undanförnu og vinnu við undirbúning þeirra þannig að tónleikahald hefur fremur setið á hakanum - að minnsta kosti um sinn.“ í júlítölublaði tímaritsins Classical Guitar ' _ r

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.