Dagur - 20.10.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 20.10.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 20. október 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Samstaðaumaðhafavit íyrir ríkisstjórninni Svo virðist sem almenn samstaða sé að skap- ast um það í þjóðfélaginu að grípa til víðtækra ráðstafana til bjargar atvinnulífinu. Forystu- menn verkalýðshreyfingar og samtaka vinnu- veitenda hafa lagst á eitt um að móta og leggja fram hugmyndir um hvernig lækka megi kostnað atvinnulífsins og afstýra þar með fyrirsjáanlegu hruni þess á næstu mán- uðum. Það vekur athygli að aðilar vinnu- markaðarins hafna alfarið þeim aðferðum sem ríkisstjórnin vill beita til björgunar atvinnulífinu. Hugmyndir þeirra ganga í allt aðra átt. Vinnuveitendur jafnt sem launþegar hafa einfaldlega fengið sig fullsadda af aðgerða- og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum. Þeir vilja freista þess að grípa í taumana áður en í algert óefni er komið. Margt bendir til þess að almenn samstaða sé að skapast í þjóðfélaginu um þær aðgerðir sem aðilar vinnumarkaðarins vilja grípa til í efnahags- og atvinnumálum landsmanna. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa lokið lofsorði á tillögurnar svo og forsvarsmenn margra sveitarfélaga. Það er óneitanlega góðs viti þegar vinnuveitendur og launþegar ná samstöðu um víðtækar efnahagsaðgerðir, sem síðan fá hljómgrunn í öllum stjórnmála- flokkum. Slíkt hefur gerst áður og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. í því sambandi nægir að minna á svonefnda þjóðarsátt um kjaramál, sem lagði grunninn að því að upp- ræta verðbólguna. Þáverandi ríkisstjórn átti fulla aðild að þeirri sáttargerð og stuðlaði að því með öllum tiltækum ráðum að hún næðist. Núverandi ríkisstjórn stuðlaði hins vegar á engan hátt að því samstarfi sem nú hefur tek- ist milli vinnuveitenda og verkalýðshreyfing- ar. Forsætisráðherra brást meira að segja ókvæða við er hann frétti af því fyrst. Það seg- ir sína sögu um stöðu ríkisstjórnar hans. Núverandi ríkisstjórn kýs að horfa fram hjá þeirri neyð sem smám saman hefur skapast í atvinnulífinu. í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar kemur fram að hún hyggst hækka kostnað atvinnulífsins í stað þess að lækka hann. Á sama tíma hyggst hún viðhalda of háu gengi íslensku krónunnar og reka ríkis- sjóð með bullandi halla. Þetta er meira en vinnuveitendur og launþegar geta þolað. Þess vegna sjá þeir sig tilneydda að hafa vit fyrir ríkisstjórninni. BB. ísland og Evrópubandalagið 2: Samkennd og sundrung í Evrópu Það eru ekki mörg þjóðríki í Evrópu, í þeirri merkingu sem hugtakið hefur fyrir okkur. Við erum ein þjóð, þótt við tökumst á um hagsmuni landshluta og telj- um öll möguleg og ómöguleg öfl vera að kljúfa þjóðina. Landa- mæri íslands eru óumdeild og engum til ama eða vandræða. En svo er ekki, eða hefur ekki verið um Evrópu. Þjóðmenning og ríki Undantekningarlítið hafa landa- mæri Evrópulanda verið dregin með stríði og blóði þvert á þjóð- menningu og sameiginleg verð- mæti. I Aosta-dalnum í ítölsku Ölpunum tala menn frönsku. í bókaskápnum mínum eru ljóða- bækur ortar af frönskumælandi skáldum sem eru ítalskir ríkis- borgarar. Á Korsíku, sem er franskt yfirráðasvæði, tala menn ítalska mállýsku. Á síðastliðnum 200 árum hafa Frakkar og Þjóð- verjar barist fjórum sinnum um yfirráð yfir Alsace, Þjóðverjar til að rétta hlut þýskumælandi fólks, Frakkar til varnar Frökkum. Á Norður-Spáni og í Suður-Frakk- landi eru Baskar, ókyrrir mjög sunnan landamæranna. Á Spáni eru enn margir afkomendur Araba og Gyðinga. Þrátt fyrir skipu- lagðar ofsóknir á hendur þeim um aldaraðir. í ítölsku Ölpunum er fólk, sem telur sig vera Áustur- ríkismenn. í Tékkóslóvakíu voru fjölmennar byggðir Súdeta-Þjóð- verja fyrir stríð. í Litháen eru Pólverjar. í Rúmeníu eru Ung- verjar. Upptalningin er endalaus. Sérhvert þjóðarbrot getur orðið uppspretta átaka. Harmleikur Júgóslavíu er eins og smækkuð mynd af þeim harm- leik, sem vofir yfir Evrópu, ef andstæður skerpast og menn sofna á verðinum. Fjölbreytileiki Evrópu er í senn styrkur hennar og meinsemd. Draumur um samstarfsvettvang Fyrstu drögin að þeim hugmynd- um, sem Evrópubandalagið er reist á, komu fram strax eftir heimsstyrjöldina síðari. Þessar hugmyndir byggðust á því að Tómas Ingi Olrich. koma á samstarfsvettvangi þjóða Evrópu á sviði viðskipta. Til þess þurfti að opna landamærin. Til- gangurinn var sá að leggja áherslu á sameiginleg málefni ríkjanna, að tengja hagsmuni þeirra saman með auknum við- skiptum, og draga úr þjóðernis- togstreitu með því að auðvelda ekki aðeins vöruviðskipti heldur og mannleg viðskipti. Minnkandi spenna Ef litið er yfir um fjörutíu ára sögu þessa samstarfs er augljóst að draumurinn hefur orðið að veruleika. Mjög hefur dregið úr þjóðernisdeilum innan Evrópu- bandalagsríkjanna, þótt margar meinsemdir séu þar enn á lífi. Bandalagið hefur skapað vett- vang aukinna viðskipta og eflt efnahagslíf aðildarríkjanna, þeg- ar á heildina er litið. Með starf- semi sinni hefur bandalagið skap- að mjög traustan grundvöll fyrir friðsamlegri samvinnu þeirra ríkja sem að því standa. Sú fullyrðing að grundvöllur samstarfsins í Evrópubandalag- inu sé ekki traustur er því fjarri öllu lagi. Ég hef kynnst stjórn- málamönnum í löndum Evrópu- bandalagsins, sem eru óánægðir með störf Evrópuþingsins, gagn- rýna vald framkvæmdastjórnar bandalagsins og kvarta undan skrifræði bandalagsins. Aðfinnsl- ur þeirra hafa aldrei beinst að sjálfum grundvelli samstarfsins. Upplausn í austri Við hrun Sovétríkjanna, hefur hins vegar opnast innsýn í þá upplausn sem lögregluríki sósíal- ismans sat sem fastast á og hélt í skefjum með ofbeldi. Stjórn- málamenn í Mið- og Austur- Evrópu gera sér vel grein fyrir því að hin forna meinsemd Evrópu, sem er að verki í Júgó- slavíu, getur losnað úr læðingi víðar. Af því stafar áhugi þeirra á samvinnu við vestræn lýðræðis- ríki, ekki aðeins á sviði varnar- samtaka eins og NATO, heldur beinast sjónir þeirra einnig að Evrópubandalaginu. Það hefur ekki farið fram hjá mönnum í Mið- og Austur-Evrópu að Evrópubandalagið var reist öðru fremur til að efla frið. Traustur grundvöllur Bandalagið er að þessu leyti reist á mjög traustum grunni. Það veikir ekki á nokkurn hátt grunn bandalagsins, þótt innan þess séu mjög skiptar skoðanir um það hvert það skuli þróast. Þótt bandalaginu sé legið á hálsi fyrir að hafa dregið úr lýðræði og eflt skrifræði, er það engu að síður bandalag lýðræðisþjóða. Innan þess takast á straumar og stefnur að hætti lýðræðisins. Maastricht er einn af þessum umdeildu straumum. Þegar við nálgumst Evrópu- bandalagið með víðtækum við- skiptasamningi, samninginum um Evrópska efnahagssvæðið, skiptir máli að grundvöllur bandalagsins er traustur og varanlegur. Hins vegar er einnig ástæða til að líta á stefnur og strauma innan Evrópubandalags- ins og skoða í næstu grein hvort og á hvern hátt þeir snerta okkur. 8.10. 1992, Tómas Ingi Olrich. Höfundur er alþingismaöur fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra. Jazzað á Hvammstanga - með Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar Miðvikudagskvöldið 21. októ- ber kl. 21.00 mun Septett Tómasar R. Einarssonar flytja ný og gömul lög eftir hljóm- sveitarstjórann að Hótel Vertshúsi Hvammstanga. Tón- leikarnir eru haldnir að til- stuðlan Tónlistarfélags Vestur- Húnvetninga. Septett Tómasar R. Einarsson- ar kom fyrst fram á Hótel Sögu á RúRek djasshátíðinni sl. vor og þá með gestunum Rúnari Georgs- syni og Viðari Alfreðssyni. Hljómsveitinni var afbragðsvel tekið og ekki síst vöktu yngstu meðlimir hennar, saxófónleikar- arnir Úlfur Eldjárn og Óskar Guðjónsson, athygli fyrir þrosk- aðan leik. Þriðji blásarinn, trompetleikarinn Búi Petersen og píanóleikarinn Magnús Jóhan- sen, koma frá Færeyjum, en þeir félagar hafa stundað tónlistar- nám hérlendis undanfarin ár. Gítarleikarinn, Eðvarð Lárus- son, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum, nú síðast með blússveitinni Vinum Dóra, og hefur á síðustu árum skipað sér í hóp bestu gítarleikara landsins. Trommuleikarinn Einar Valur Scheving spilar jöfnum höndum djass og rokk, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu að baki og hefur leikið með ýmsum þekktum djass- mönnum, s.s. Bandaríkja- mönnunum Frank Laey og Paul Veeden. Tómas R. Einarsson hefur verið áberandi í íslensku Vináttufélag íslands og Kúbu (VÍK) stendur fyrir þriggja vikna Kúbuferð í desember nk. í sam- vinnu við Kúbuvini á hinum Norðurlöndunum. Þessar ferðir hafa verið farnar árlega um langt skeið og notið mikilla vinsælda. Lagt verður af stað upp úr miðjum desember. Á þessum árstíma er veðrið á Kúbu eins og best gerist á sumrin hjá djasslífi undanfarinn áratug jafnt sem kontrabassaleikari og laga- smiður. Tómas hefur gefið út plöturnar „Þessi ófétis djazz“, „Hinsegin blús“, „Nýr tónn“ og „íslandsför“. Hann hefur spilað méð ótöldum erlendum gestum og komið fram á djasshátíðum víða erlendis. Húnvetningar eru hvattir til að mæta í Hótel Verts- hús á Hvammstanga á miðviku- dagskvöldið þar sem blúsinn og sveiflan mun sitja í fyrirrúmi. ój okkur. Ferðin er skipulögð þann- ig að u.þ.b. þriðjungur tímans fer í vinnu (byggingar- eða landbún- aðarvinnu), þriðjungur í frí og þriðjungur í skipulagða kynningu af ýmsu tagi. Allar nánari upplýsingar um ferðina fást hjá Vináttufélagi fslands og Kúbu, pósthólf 318, ,121 Reykjavík. Vináttuferð til Kúbu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.