Dagur - 20.10.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 20.10.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 20. október 1992 Fréttir Örtröð var við söluborð Kára í Garði í Kolaportinu á laugardaginn. Margir lögðu leið sína þangað gagngert til að kaupa lambakjöt af Garðsbóndanum og að vonum vakti þessi kjötsala mikla athygli fjölmiðlamanna. Mynd: t*i Kjötsala Kára í Garði: Hundrað skrokkar seldust á sköimrnim tíma í Kolaportinu - Kári íhugar að halda torgsölu áfram Blönduós: Norskir blaða- menn í heimsókn Nú um helgina voru sjö norskir blaðamenn staddir á Blöndu- ósi ásamt forstjóra norska fyrirtækisins Ál-hyttebyg og bæjarstjóra og forseta bæjar- stjórnar Á1 í Hallingdal. Erindið var að kynna sér það sem Blönduós og Húnavatns- sýslur hafa að bjóða ferða- mönnum. Blaðamennirnir sjö eru frá norskum viku- og mánaðarritum sem fjalla um útivist og veiðar. Þeir komu hingað í boði sam- starfshóps um ferðamál, en ýmsir aðilar standa að þeim hópi, m.a. Trésmiðjan Stígandi og Hótel Blönduós. Bæjarstjórinn í Á1 og forseti bæjarstjórnar komu til að eiga viðræður við kollega sína á Blönduósi um aukið samstarf á sviði ferðamála og viðskipta. Að sögn Ófeigs Gestssonar bæjar- stjóra urðu þeir sammála um að’ starfa saman á þessum vettvangi. Hilmar Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Stíganda sagði í samtali við blaðið að norsku blaðamennirnir hefðu m.a. farið á rjúpnaveiðar og veitt 40 rjúpur, sem mætti teljast gott. Stígandi hefur nú þegar keypt og sett upp tvö hús frá fyrirtækinu Ál-hytte- byg og hefur í hyggju að byggja fleiri, ef samstarf næst og fjármagn. Áhugi er á að fá inn norskt hlutafé til helmings við heimaaðila, en verið er að tala um hlutafé upp á u.þ.b. 25 millj- ónir. Hvort Norðmenn koma inn í dæmið skýrist væntanlega snemma á næsta ári. Blaða- mennirnir komu hingað til að kynna sér aðstæður og munu skrifa um ferð sína og er það hugsað til kynningar í Noregi. Meiningin er að fá hingað norska ferðamenn sem hafa áhuga á ævintýra- og veiðiferðum, en að sögn Hilmars eru aðstæður í Húnavatnssýslum einstakar hvað veiði varðar. Sagði hann að blaðamönnunum hefði líkað vel. sþ Deildakeppni Skáksambands íslands 1992-93 hófst um síð- ustu helgi og mættu 34 lið til leiks með yfir 200 skákmenn innanborðs. Tefldar voru 4 umferðir af 7 en mótinu lýkur seint í mars. A-sveit Skákfé- lags Akureyrar er í 2. sæti í 1. deild. Staðan eftir fjórar umferðir í 1. deild er þannig að A-sveit Tafl- félags Reykjavíkur er langefst með 25 vinninga af 32 möguleg- um, enda þéttskipuð meisturum og er þetta í fyrsta sinn sem TR skiptir sveitunum eftir styrkleika en ekki borgarhlutum. A-sveit Skákfélags Akureyrar er í 2. sæti með 17,5 vinninga en stutt er í næstu sveitir. A-sveit Taflfélags Garðabæjar er með 16,5, Skáksamband Vestfjarða 16, Skákfélag Hafnarfjarðar 15, USAH 14,5, Taflfélag Kópavogs 12,5 og B-sveit Taflfélags Reykjavíkur 11 vinninga. SA vann sveit Hafnarfjarðar 5,5:2,5 og sveitir TR-B og Vest- firðinga 5:3 en tapaði 2:6 á móti TR-A. Margeir Pétursson stór- meistari gat ekki teflt með SA því hann var ekki kominn frá Sölubásinn innst í Kolaportinu við Kalkofnsveg í Reykjavík, sem bar yfirskriftina „Odýra Iambakjötið“, dró athygli fólks heldur betur að sér síðastliðinn laugardag því kjöt Kára Þor- grímssonar, bónda í Garði II í Mývatnssveit, seldist þar upp á skömmum tíma. Kári mætti til leiks með 100 skrokka og voru birgðirnar að mestu uppseldar upp úr hádegi. Kári kvað við- tökur kaupenda hafa farið fram úr sínum björtustu von- um og íhugar nú að bjóða aðra 100 skrokka til sölu í Kolaport- inu á laugardaginn kemur. Mikil örtröð var við sölubás Hollandi þar sem hann stóð sig vel á útsláttarmóti, lagði t.a.m. Jóhann Hjartarson að velli en tapaði fyrir Short eftir tvær fram- lengingar. Þegar A-sveit TR mætti SA tefldu þrír stórmeistarar og einn alþjóðlegur meistari með TR, þ.e. Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Guðmundur Sigurjóns- son og Karl Þorsteins. Það var því við ramman reip að draga en Kára og af viðbrögðum við- skiptavina hans mátti ráða að þeir væru mjög ánægðir með þetta framtak. „Þessi maður á miklar þakkir skyldar,11 sagði fullorðin kona þegar hún hafði lokið við að kaupa lambalæri og súpukjöt af Kára. „Það var kominn tími til að einhver bryti sig út úr þessu kerfi, sem einhvern tíma var ágætt en er fyrir löngu búið að ganga sér til húðar.“ Þessi ummæli hennar voru nokkuð dæmigerð fyrir það andrúmsloft sem ríkti við kjöt- sölubás hins þingeyska bónda. „Viðtökurnar eru langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég fer létt með að selja þessa 100 Áskell Örn Kárason sigraði Guðmund og Arnar Þorsteinsson gerði jafntefli við Karl. Bestu árangri í A-sveit SA náðu Jón Garðar Viðarsson sem fékk 3 vinninga á 1. borði, Áskell Örn Kárason 3,5 v. á 3. borði og Bogi Pálsson 3 v. á 7. borði, allir í 4 skákum. SS Skákfélag Akureyrar er í topp- baráttunni í 2. deild rétt eins og þeirri fyrstu. B-sveit SA er í 3. sæti eftir fyrri Iotuna með 16,5 vinninga, rétt á eftir C- sveit TR og Taflfélaginu Helli (nýtt félag í Rvík) sem eru með 17 vinninga. C-sveit SA, ungliðasveitin, er í 6. sæti í 2. deild og í þeirri sveit náði Júlíus Björnsson mjög góð- um árangri á 2. borði eða 3,5 skrokka," sagði Kári Þorgríms- son þar sem hann bar kjöt úr sendiferðabíl inn í sölubás sinn í Kolaportinu um hádegi á laugar- dag. „Ég efast um að ég eigi nokkuð eftir nema slög um tvö- leytið.“ Kári seldi upp og fyrir- hugar að mæta aftur í Kolaportið að viku liðinni með aðra 100 skrokka af kjöti. Kári selur kjöt- ið niðurskorið og frosið en kvaðst ekki hafa fengið leyfi til að selja það í heilum skrokkum. í máli fólks við sölubás Kára Þorgrímssonar mátti heyra að það taldi sig ekki síður vera að sýna samstöðu með honum og þessu framtaki hans en það væri að kaupa ódýrt kjöt. Aðspurður kvaðst Kári hafa kynnt sér nokk- uð verð á nýju lambakjöti í stór- mörkuðum og taldi hann sig vera að bjóða kjötið á heldur lægra verði en þeir. „Ég tel mig hins vegar ekki vera að undirbjóða markaðinn - ég þarf að fá mitt verð fyrir afurðirnar," sagði Kári Þorgrímsson. Hann sagði að ef fólk vildi fremur kaupa kindakjöt á markaðstogri en í verslunum væri í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu. Eftir þeim viðtökum sem hann' hefði fengið virðist ekkert vera í vegi þess að fólk komi og geri kjötkaup á torgi. Vel mætti hugsa sér að kaupa kjöt í heildsölu og selja til neyt- enda með þessum hætti. ÞI vinningum í 4 skákum. Sveit UMSE er í 7.-8. sæti í 2. deild og þarf að taka sig á ef ekki á illa að fara. Keppni í 1. og 2. deild fór fram í Reykjavík en í 3. deild var keppt á Akureyri. Þar sigraði D- sveit Skákfélags Akureyrar og vann sveitin sér þar með rétt til að tefla í úrslitakeppni 3. deildar sem fer fram í Reykjavík í mars. SS Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bygginganefnd hefur leitað eftir heimild bæjarráðs til að auglýsa lausar lóðir í Gilja- hverfi III og V. Tilgangur auglýsingarinnar er meðal annars sá að meta lóðaþörf á árinu 1993. Bæjarráð heimilar nefndinni að auglýsa íbúða- húsalóðir með fyrirvara um hvenær þær verði gerðar bygg- ingahæfar. ■ Stjórn veitustofnana hefur gengið frá fjárhagsáætlun fyrir Rafveitu Akureyrar árið 1993 með niðurstöðu kr. 273.230.000. Á eignabreytingar var fært kr. 72.710.000. ■ Menningarinálanefnd af- greiddi á fundi sínum nýlega, umsóknir um íbúð í Davíðs- húsi á næsta ári. Alls fengu átta aðilar inni í húsinu á tíma- bilinu 4. desember nk. til 30 september á næsta ári. ■ Skólanefnd hafa borist athugasemdir við húsnæði og aðstöðu f Síðuskóla, frá Vinnueftirliti ríksins og Heil- brigðiseftirliti Eyjafjarðar. Gerðar eru 14 athugasemdir við smíðastofu, við rekstur mötuneytis í kaffistofu og þá eru settar fram 3 kröfur um aukna loftræstingu og að sýnt verði fram á að almenn loft- ræsting í B og C-álmu sé full- nægjandi. ■ Iþrótta- og tómstundaráði hefur borist bréf frá foreldra- ráði Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, þar sem þess er farið á leit við ráðið að það endur- skoði lokunartínra félagsmið- stöðvanna í bænum. Þær eru opnar til kl. 22.30 þegar boðið er upp á „opið hús“ en foreldraráðið vill aö þeim verði lokað ki. 22.00. Ráðið hefur falið starfsmönnum sín- um að boða til fundar með fulltrúum foreldrafélaga grunn- skóla bæjarins, þar sem þetta mál veröur til lykta leitt. ■ Á fundi atvinnumálanefnd- ar nýlega, var upplýst að í lok mánaðarins mun hefjast á veg- um Ferðamálafélags Eyja- fjarðar, 18 vikna námskeið í svæðaleiðsögn um Norðurland eystra. Um 15 þátttakendur hafa skráð sig á námskeiðið og standa þátttökugjöld undir námskeiðskostnaði. ■ Atvinnumálanefnd styrkti á síðasta ári Járntækni hf. vegna hönnunar og smíði á búnaði til að slá úr frystipönn- um. Fyrir skömmu kynnti fyrirtækið þennan búnað fyrir forsvarsmönnum Útgerðarfé- lags Akureyringa, sem nú hef- ur ákveðið að gera tilraun með þennan búnað í einurn af frystitogurum félagsins. ■ Heilbrigðisnefiid hefur vak- ið athygli bæjarstjórnar á að sorphaugar bæjarins hafa ekki tilskilið starfsleyfi umhverfis- ráðherra. Heilbrigðisnefnd mælist jafnframt til þess að bæjarstjórn sæki um starfsleyfi til Hollustuverndar ríkisins í samræmi við ákvæði mengun- arvarnarreglugerðar. Skák Deildakeppnin, 1. deild: Skákfélag Akureyrar í 2. sæti Neðri deildir: Sveitir Skákfélags Akureyrar í toppbarátturmi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.