Dagur - 20.10.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 20.10.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. október 1992 - DAGUR - 7 Eyjólfur Sverrisson átti sannkalluðan stórleik um helgina og var valinn í lið vikunnar bæði hjá Kicker og Welt am Sonntag. Hér hefur Konráð Oskarsson greinilega komið auga á glufu í vörn andstæð- inganna. Konráð var stigahæstur Þórsara í leik helgarinnar og er mikilvæg kjölfesta í hinu unga liði Þórs. Ejjólfur með stórleik - skoraði tvö mörk og fiskaði víti „Þetta var auðvitað alveg frábært“, sagði Eyjólfur Sverrisson í samtali við blaðamann Dags. „Álagið er búið að vera gífurlegt undan- farnar vikur og við urðum hreinlega að vinna þennan Ieik.“ Eyjólfur, sem lék sem aftur- liggjandi tengiliður, átti stórleik gegn Dynamo Dresden í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sl. laugardag. Aðspurður um meiðsl- in sem hafa hrjáð hann undanfar- ið og urðu þess valdandi að hann missti af landsleiknum gegn Rússum í síðustu viku, sagðist hann enn vera nokkuð stífur í kálfanum, en annars væri Eyjólf- ur allur að hressast! Fritz Walter gerði fyrsta mark Stuttgart úr vítaspyrnu á 15. mín. í 4:0 sigri. Einn leikmanna Dresden hafði varið skot Eyjólfs frá markteig með hendi og fékk fyrir vikið að líta rauða spjaldið. Svisslendingurinn Knup, sem komið hafði inn á sem varamaður fyrir Gaudino, skoraði annað mark Stuttgart með skalla á 72. mín. Eyjólfur bætti síðan tveim- ur mörkum við á 78. og 81. mín., fyrst með skalla og síðan með skoti frá markteig eftir að hafa spilað sig í gegnum vörn Dresden með Valter. Eyjólfur fékk mjög góða dóma í þýsku pressunni og var talinn besti Ieikmaður vallarins. í blað- inu Welt am Sonntag var hann valinn í lið vikunnar. ■ Topplið deildarinnar, Bayern Múnchen, sem enn hefur ekki tapað leik í keppninni, mátti þakka fyrir að ná einu stigi af nýliðum Saarbrúcken á útivelli. Thomas Kristl náði forystunni fyrir heimamenn á 27. mín. en Oliver Kreuzer jafnaði fyrir gest- ina á 51. mín. Bandarískur leikmaður í liði Saarbrúcken, Eric Wynalda, sem slegið hefur í gegn í vetur og er talinn einn besti framherji deildarinnar, fékk sannkallað dauðafæri á síðustu mínútum leiksins, en honum brást bogalistin og jafntefli því staðreynd. ■ Lið Frankfurt er í öðru sæti aðeins einu stigi á eftir Bayern eftir góðan útisigur á Núrnberg, 2:1. Uwe Bein skoraði tvö stór- glæsileg mörk fyrir Frankfurt en Oliveres frá Perú gerði mark heimamanna. ■ Ulf Kirsten og Heiko Sholz, sem eru fyrrum Austur-Þjóðverj- ar, léku sinn fyrsta landsleik fyrir sameinað Þýskaland í leik gegn Mexíkó í Dresden sl. miðviku- dagskvöld. Þeir léku áður með Dynamo Dresden en leika nú með Bayer Leverkusen. Lever- kusen lagði meistaranna frá 1991 Keiserslautern að velli með tveimur mörkum Ulf Kirsten og Radschuweit. ■ Daninn Flemming Povlsen, sem leikur með Borussia Dort- mund og var einn allra besti leikmaður Evrópukeppninnar í sumar, mátti sætta sig við að sitja á bekknum þegar lið hans mætti Hamburg á heimavelli. í hálfleik leiddi Hamburg 1:0, en þá var Daninn settur inn á og við það gjörbreyttist leikurinn. Michael Rummenigge, Povlsen og Capui- sat gerðu þrjú mörk fyrir Dort- mund í seinni hálfleiknum án þess að „Hamborgarar" næðu að svara fyrir sig. ■ Köln er í neðsta sæti eftir tap fyrir Werder Bremen á útivelli. Varnarmaðurinn Beiersdorfer gerði bæði mörk Bremen í 2:0 sigri. ■ Karlsruher er það lið sem hef- ur komið hvað mest á óvart í vetur. Liðið teflir nú fram tveim Rússum og þykir spila skemmti- legan fótbolta. A föstudags- kvöldið vann liðið afar sannfær- andi sigur á Bayer Uerdingen 4:0. Bender, Reich, Rolff og Schmarow gerðu mörk Karls- ruher. ■ Á fösludagskvöldið voru tveir aðrir leikir. Scahlke vann mikil- vægan sigur á nágrönnum sínum í Bochum 1:0. Bochum, sem hefur verið samfleytt í tuttugu og eitt ár í þýsku úrvalsdeildinni og alltaf í botnbaráttu, virðist ætla að halda því áfram og er liðið nú í sautjánda og næst neðsta sæti deildarinnar, en þrjú lið falla. Daninn Bent Christensen gerði eina mark leiksins. ■ Loks tókst Borussia Mönchen- gladback að rífa sig upp úr fall- sæti með góðum sigri á Watten- scheid 4:1. Mörk Gladback gerðu þeir Pflipsen tvö, Max og Svíinn Dahlin, Neuhaus svaraði fyrir gestina. Árni Hcrmannsson Körfubolti, 1. deild: Þórsarar gerðu út um leikinn Þór lék sinn annan leik í 1. deild á þessu keppnistímabili á föstudagskvöidið þegar lið Hattar frá Egilsstöðum kom i heimsókn. Þór var mun betri aðilinn í leiknum og vann verð- skuldaðan sigur 83:67. Þórsar- ar gerðu í raun út um leikinn í fyrri hálfleik en þeir voru með 20 stiga forskot í leikhléi. Þrátt fyrir mun köflóttari frammi- stöðu Þórs í þeim síðari náði Höttur aldrei að ógna sigri Þórs að neinu ráði. Fyrsta karfa leiksins var reynd- ar frekar skrautleg. Einn leik- manna Hattar stóð fyrir utan þriggja stiga línuna og ætlaði að senda boltann á samherja sem stóð fyrir innan. Einn Þórsari náði að slæma hendinni í boltann og þaðan hrökk hann ofan í körf- una. Karfan gaf 3 stig þar sem „skotið" var tekið fyrir utan og enginn leikmanna Hattar kom við boltann á leiðinni. Karfan var skráð á fyrirliða Hattar Kristján Rafnsson sem var stigahæsti maður leiksins með 30 stig og bestur í sínu liði. Fyrstu mínútur leiksins var jafnt á flestum tölum en um miðj- an hálfleikinn náðu Þórsarar for- ustunni og juku hana smátt og smátt til leikhlés. Allt annað var að sjá til Hattar í seinni hálfleik. Þeir komu mun ákveðnari til leiks og skoruðu 6 fyrstu stigin. Þá náði Einar Valbergsson að svara fyrir Þór og síðan tók Konráð Óskarsson „smá“ sprett Einar Valbcrgsson var valinn maður leiksins þcgar UFA og Þór kepptu á dögunum. í fyrri hálfleik og skoraði 11 stig í röð. Hattar- menn náðu að minnka muninn í 10 stig um miðjan hálfleikinn en góður endasprettur Þórsara tryggði þeim öruggan sigur. Sigur Þórs var í raun aldrei í hættu eins og áður sagði. Liðið hefur nú sigrað Hött þrisvar með skömmu millibili en liðin léku æfingaleiki ekki fyrir mjög löngu. Þórsarar virtust missa einbeiting- una í síðari hálfleik en náðu þó að halda forustunni. Liðið lék vel á köflum, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Engum dylst að liðið er mjög efnilegt en nokkuð skortir upp á aga í leik þeirra og Konráð Óskarsson er þeim greinilega mjög mikilvægur. HA Gangur lciksins: 0:3, 11:11, 21:15, 27:25, 44:25, 49:29, 49:35, 56:46, 66:52, 70:53 og 83:67. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 25, Þor- valdur Arnarson 14, Birgir Birgisson 12, Einar Valbergsson 11, Bjöm Sveinsson 8, Örvar Erlendsson 4, Arnsteinn Jóhannesson 4, Davíð Hreiðarsson 4 og Einar Davíðsson 2. Stig Hattar: Kristján Rafnsson 30, Arth- ur Babcock 16, Hannibal Guðmundsson 13 og Sveinn Bjömsson 8.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.