Dagur - 20.10.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 20.10.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. október 1992 - DAGUR - 5 Lesendahornið Það þarf að alfriða qúpuna Alfriðun rjúpunnar er eina leiðin henni til bjargar, en nú hefur hún ekki verið alfriðuð um fjölda ára og allt bendir til þess að stofninn þoli ekki þessa látlausu árlegu sókn sem sífellt hefur farið vax- andi undanfarin ár. Rjúpunni heldur áfram að fækka og ekki er annað sýnt en að svo muni vera framvegis að óbreyttu. Sannleikurinn er sá að alfriðun rjúpunnar hefur dregist of lengi og er orðin aðkallandi nauðsyn, en sem betur fer held ég að mönnum sé smám saman að verða þetta ljóst. Með alfriðun er hér átt við tímabundnar friðunaraðgerðir þ.e. friðun allt árið á meðan stofninn er að ná sér, þó ég sé hins vegar þeirrar skoðunar að langtímafriðun væri ennþá æski- legri ef hún væri framkvæmanleg. Sá tími er liðinn að menn þurfi að stunda rjúpnaveiði sér til lífs- viðurværis eða til að drýgja tekj- ur sínar. Það var öðruvísi á árum áður. Menn hljóta því að ástunda þessar veiðar fyrst og fremst til að þjóna veiðilöngun sinni, en ekki sér til hagsbóta. En er sú veiðigleði rétthá? Aðaltilgangur með alfriðun rjúpunnar yrði að sjálfsögðu sá að skapa tegundinni skilyrði til eðlilegs vaxtar og viðgangs, fuglaunnendum til ánægjuauka. En hún myndi hafa fleiri kosti í för með sér t.d. fyrir landeigend- ur sem vilja nota aðstöðu sína til að halda hlífiskildi yfir rjúpunni, þannig að þeir þyrftu ekki að standa í útistöðum við ólöghlýðna veiðimenn sem sækja á að fara með skotvopn inn í lönd þeirra án tilskilinna leyfa því oft hefur reynst erfitt að verja landareignir fólks. Hvaða skoðun sem menn ann- ars kunna að hafa á þessum mál- um fæ ég ekki betur séð en að tímabundin friðun uns stofninn hefur náð sér ætti að koma öllum til góða miðað við núverandi ástand, veiðimönnum líka. Með því væri síður en. svo gengið á þeirra rétt, þegar lengra er litið, ef veiði verður leyfð á ný þegar stofninn stækkar, en það kæmi þeim til góða síðar þegar rjúpunni fjölgar. Ástæður fyrir tregðu Alþingis til að alfriða rjúpuna munu að líkindum einkum vera tvær þ.e. andstaða náttúrufræðinga sem telja mönnum trú um að friðun sé gagnslaus, því veiðar hafi engin áhrif á stofninn og öðru lagi andstaða veiðimanna sem telja að með friðun sé gengið á þeirra rétt. Eg held þó að menn ættu að endurskoða sína afstöðu á raun- hæfan hátt. Mjög mikilvægt er að stjórn- völd sjái fyrir því með friðunar- aðgerðum að rjúpnastofninum verði ekki misboðið með ofveiði og það er von mín og trú að Alþingismenn okkar sýni máli þessu skilning og alfriði rjúpuna nú á þessu þingi. Sú friðun þyrfti að gilda a.m.k. uns stofninn hef- ur náð sér eftir þá illu meðferð sem hann hefur sætt undanfarin ár. Friðjón Guðmundsson, Sandi, Aðaldal. Fyrirspum til alþingismanna Þuríður Björnsdóttir spyr þingmenn Norðurlands eystra: „Getið þið látið viðgangast að í skjóli útboða komi aðilar í vega- gerð út á land og fái verk fyrir jafnvel 60% af kostnaði? Ég hef ekki orðið vör við að lögð hafi verið fram þingsályktun né fyrirspurn um að setja þurfi þrep á útboð hér á landi. Útboð er hugmynd sem sett hefur verið fram en ég veit ekki til að nokkur lög séu til um útboð hér á landi, ekki nema að vera kynni ólög. Er ekki kominn tími til að þið alþingismenn leggið fram á þingi fyrirspurnir um það hvað ríkið hafi grætt á útboðum. Ég skora á Kindur tröðkuðu í kartöflu- garðinum Kartöfluræktandi á Akureyri hringdi og kvartaði sáran yfir skemmdum kartöflum úr kartöflu- garði bæjarins við Pétursborg. Par höfðu kindur komist inn í garðinn og skemmt stóran hluta uppskerunnar og var konan að vonum óhress með að þurfa að sitja uppi með það ástand í þess- um garði að inn í hann geti kom- ist kindur. Þakkir til AkuriiJjunnar Guðmunda hringdi... og vildi koma á framfæri þakklæti til afgreiðslukonu í versluninni Akurliljunni á Akureyri. „Ég hef komið jjangað til að kaupa föt og hjá afgreiðslukonunni er allt sjálfsagt. Hún bauð mér upp á að máta flíkina á staðnum eða taka hana með mér heim. Ég gat líka fengið að borga fötin eins og ég vildi. Maður á þessu ekki að venjast nú til dags og mér finnst að það megi líka þakka það sem vel er gert.“ ykkur að draga fram í dagsljósið sundurliðað hvað sparast hefur á útboðum, sérstaklega hjá Vega- gerðinni? Fyrir þá sem ekki vita þá má koma fram að t.d. vörubílstjórar þurfa að greiða rúmar 20 krónur á hvern ekinn kílómetra til ríkis- ins og hjá þeim sem hafa mikla vinnu og vinna eftir útboðum þá eru enginn afgangur þegar kaup- ið getur verið allt niður í 45 krón- ur á kílómetra. Ætla þeir að láta þetta ástand vara.“ Kristnesspítali: Þar verði áfram rekið öflugt starf Velunnari Kristnesspítala hafði samband við Dag og var óhress með þær hugmyndir sem eru uppi á borðinu varðandi spítalann. „Kristnesspítali var byggður fyrir samskot fjölmargra aðila til þess að koma í veg fyrir út- breiðslu berklaveikinnar sem hér herjaði á sínum tíma. Frá því að tekist hafði að yfirvinna útbreiðslu veikinnar, hefur spítalinn verið notaður til aðhlynningar fyrir gamla fólkið, sem þar eyðir ævi- kvöldi sínu. Umræðan um málefni Krist- nesspítala síðustu daga er mér alls ekki að skapi og vonandi stöndum við saman í þeirri bar- áttu að á spítalanum verði áfram rekið öflugt starf.“ Er Glerárdalur Bæjarbúi hringdi og sagðist vilja vekja athygli á grein í Degi 15. október sl. um sorp- hirðu á Glerárdal sem er eftir Ólaf Jónsson dýralækni. Bæjar- búi sagðist halda að það væri öllum Akureyringum hollt að lesa þessa grein með athygli og sagðist vera uggandi yfir því hversu litlar umræður færu sorpgeymsla? fram um þetta mál. Bæjarbúi segir Glerárdal vera alveg sér- stakt útivistarsvæði og ekki vilja trúa öðru en því að bæjar- yfirvöld endurskoðuðu fljót- lega þá ákvörðun að urða allt sorp í þessari útvistarperlu, og það meira að segja líka frá nokkrum nágrannasveitarfélög- um. Húsnúmer Slökkviliðsmaður hafði samband og sagði að það færðist stöðugt í vöxt að eigendur nýrra húsa, bæði einbýlis- og fjölbýlishúsa merktu ekki hús sín með númer- um. Þetta gæti verið bagalegt þegar um sjúkraútkall væri að ræða og það jafnvel spurning um sárvantar mínútur að koma sjúklingi sem fyrst undir læknishendur en ekki væri hægt að ætlast til þess að slökkviliðsmenn þekktu númer allra húsa. Götumerkingar væru hins vegar góðar og bæjarstarfs- mönnum til sóma. „Það er von mín og trú að Alþingismenn okkar sýni máli þessu skilning og alfriði rjúpuna nú á þessu þingi,“ segir Friðjón á Sandi í bréfl til lesenda. RAFMAGNSOFNAR VIFTA sem getur blásið heitu eða köldu HITASTILLIR ÞRÍSKIPTUR ROFI á 1500 w ofninum (600+900=1500 w) TVÍSKIPTUR ROFI á 1200 w ofninum (600+600=1200 w| 2ja ára ábyrgð EINFÖLD OG ÓDÝR LAUSN! LAUSTENGDIR, BARA AÐ STINGA í SAMBAND HENTA VEL HVAR SEM ER: f Ibú&ina, bilskúrínn, geymsluna, sumarbústaðinn, vinnustaðinn ... Þ. BJÖRGÚLFSSON HF mhwhbb HAFNARSTRÆTI 19-600 AKUREYRI • SÍMI 25411 » Tölvupappír Glerárgötu 30, 600 Akureyri. Símar 96-12290 - 12291 - 11744. Við ciiium aímæli efíir... Höldur bifreiðaverkstæði auglýsir Mótorstillingar á diesel- og bensínvélum í fullkominni mótorstillingatölvu. Hjólastillingar eins og þær geta orðið bestar í nýrri stillingatölvu. Möldur hf. Bifreiðaverkstæði Draupnisgötu 1 Sími 26915.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.