Dagur - 30.10.1992, Síða 3
Föstudagur 30. október 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna á Akureyri
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, um frystiskipaútgerðir á aðalfundi LÍÚ í gær:
„Fjárfestingaræði eru ávallt hættuleg“
„Afkoma fyrirtækja innan
sjávarútvegsins er að sönnu
misjöfn. Engum blöðum er þó
um það að fletta að flest fyrir-
tæki innan greinarinnar verða
að óbreyttu rekin með halla á
næsta ári. í því sambandi
skiptir þrennt mestu máli. í
fyrsta lagi falla greiðslur úr
Verðjöfnunarsjóði niður, í
annan stað dregst afli saman
og í þriðja lagi eru horfur um
markaðsverð ekki sérstaklega
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, um málm- og skipaiðnaðinn:
Algjör firra að leggja stein
í götu viðskÍDta við Pólland
„Það getur leitt til einhverra
kostnaðarhækkana, sem koma til
af ófyrirsjáanlegum gengisbreyt-
ingum annarra þjóða, sem
almenningur verður að sætta sig
við. Kjaraskerðing er staðreynd,
sem ekki verður umflúin, þegar
afli minnkar og verð á afurðum
lækkar og gengisþróun er okkur
óhagkvæm,“ sagði hann.
Formaður L.Í.Ú. ítrekaði þá
skoðun samtakanna að tillögur
um sóknarstýringu eða flotastýr-
ingu þjónaði ekki miklum til-
gangi, sérstaklega ekki í þeim
aflasamdrætti sem sjávarútvegur-
inn búi nú við. „Það er ekki lausn
á þeim vanda að hefja samkeppni
um veiðar þessara fáu fiska, sem
veiða má. Þaðan af síður ætti að
eyða miklum tíma í umræður um
veiðileyfagjöld, þar sem yfirlýst-
ur tilgangur þeirrar umræðu er að
þrengja svo að rekstri útgerðar,
að stór hluti hennar verði gjald-
þrota.“ óþh
„Samtök fyrirtækja í málm- og
skipaiðnaði hafa ályktað um
málefni sín að undanförnu.
Engu er líkara, en þeir telji
viðskiptamenn sína vera aðal
andstæðingana. Kröfur um
einangrun og bann við við-
skiptum við erlenda aðila eru
svo öfgafullar, að engri átt
nær,“ sagði Kristján Ragnars-
son, formaður L.I.U., í ræðu
sinni á aðalfundi samtakanna í
gær.
Og Kristján hélt áfram að ræða
um skipaiðnaðinn: „Það hefur
aldrei leikið á því vafi, að útgerð-
armenn hafa ávallt talið, að hér
þurfi að vera öflugur iðnaður til
viðgerða á skipum, enda að lang-
mestum hluta til hans leitað um
endurbætur á skipum. Aðeins
örfá skip hafa farið utan að
undanförnu til viðgerða og þá
nær eingöngu til Póllands, vegna
sérhæfni þeirra í stálsmíði og
lágra launa. Allir helstu sam-
keppnisaðilar okkar erlendis leita
einnig til þeirra með viðgerðir.
Það væri algjör firra að leggja
stein í götu þeirra viðskipta.
Skipaiðnaðinum væri nær að líta
í eigin barm og skoða vinnulag og
nýtingu vinnutíma. Það mun allt-
af verða erfitt að selja öðrum
óunninn tíma og á hærra verði,
en almennt gerist vegna yfirborg-
ana.“
Kristján kom víða við í ræðu
sinni. Hann ræddi mikið um
afkomu sjávarútvegsins á yfir-
standandi ári og sagði horfur á að
hún yrði með öllu „óásættanleg á
næsta ári.“ „Af yfirlýsingum
stjórnvalda virðist, sem þau geri
sér litla grein fyrir þeim erfiðleik-
um, sem við er að glíma. Er helst
á þeim að skilja, að vandann
megi leysa með því að fyrirtæki
verði lýst gjaldþrota. Komi til
stórfelldra gjaldþrota í sjávarút-
vegi mun það hafa keðjuáhrif á
viðskiptaaðila svo sem banka,
Kristján Ragnarsson.
tryggingafélög og þjónustuaðila.
Þessir aðilar munu glata veruleg-
um fjármunum með ófyrirséðum
afleiðingum fyrir þjóðfélagið,"
sagði Kristján.
Auk kostnaðarlækkana sagði
Kristján að ekkert annað lægi
fyrir en að aðlaga gengi íslensku
krónunnar að breytingum á gengi
helstu viðskiptalanda íslendinga.
uppörvandi um þessar mundir
í Ijósi lægðar í efnahagsmálum
í umheiminum og óhagstæðra
breytinga á innbyrðis gengi
gjaldmiðla að undanförnu.“
Þetta sagði Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegsráðherra, á aðal-
fundi LÍÚ á Akureyri í gær.
Hann vitnaði til athugunar
Sigurðar Stefánssonar og Hall-
gríms Þorsteinssonar, endur-
skoðenda, um afkomu 22 sjávar-
útvegsfyrirtækja fyrstu átta mán-
uði þessa árs, en þau eru flest
stór og í fjölbreyttum rekstri. í
ljós kom að botnfiskvinnsla,
rækjuvinnsla og mjölframleiðsla
er rekin með 1,44% tapi fyrstu
átta mánuðina, en að teknu tilliti
til greiðslna úr Verðjöfnunar-
sjóði sjávarútvegsins er hagnaður
upp á 3,78%. Afkoma útgerðar
þessara fyrirtækja reyndist vera
'■verri. Tapið var 2,22%, en
0,56% hagnaður að teknu tilliti
til greiðslna úr Verðjöfnunar-
sjóði. „Sérstaka athygli vekur að
verksmiðjuskipin eru aðeins með
0,64% hagnað áður en greiðslur
úr Verðjöfnunarsjóði koma til.
Þetta bendir til þess að miklum
ofsögum fari af þeim skjótfengna
gróða sem menn hafa talið að
fælist í því að breyta skipum yfir
í verksmiðjuskip og flytja vinnsl-
una í æ ríkari mæli á haf út. í
þessu ljósi er full ástæða til þess
að gagnrýna útgerðarmenn fyrir
fjárfestingaróðagot í vinnsluskip-
um. Ég er ekki að andmæla til-
veru þeirra. En fjárfestingaræði
eru ávallt hættuleg. Víst er að
þessar tölur sýna og þær breyt-
ingar, sem hafa átt sér stað í
markaðsaðstæðum nú nýlega, að
full ástæða er fyrir menn að fara
með gát í þessum efnum. Það
mun enginn koma þeim til
bjargar, sem misreiknar sig hér,“
sagði sjávarútvegsráðherra.
Þorsteinn sagði að í dag stæðu
menn frammi fyrir tveim kostum,
annað hvort að fella gengi krón-
unnar eða fara kostnaðarlækkun-
arleiðina, lækka skatta og útgjöld
atvinnuveganna og hækka þá í
staðinn á heimilunum. Hann
sagði að víðtæk samstaða stjórn-
valda og aðila vinnumarkaðarins
væri nauðsynleg. Því fagnaði
hann frumkvæði forystumanna
ASÍ og VSÍ í þessum efnum til
þess að forða því að grípa þyrfti
til gengisfellingar. „Ég þarf ekki
hér að fara mörgum orðum um
þá skoðun mína að ég tel þetta
vera mjög mikilsverða tilraun en
óhjákvæmilegt er að vekja
athygli á tvennu í þessu sam-
bandi. í fyrsta lagi: Tíminn
hleypur frá okkur. í því ljósi er
ástæða til að hvetja aðila vinnu-
markaðarins til þess að hraða
athugunum sínum. í öðru lagi er
óvíst um að unnt sé að ná nægj-
anlegum árangri í afkomubata
með þessum hætti,“ sagði Þor-
steinn. óþh
Bœlt póstþjónusta
Nútíma póstþjónusta byggir á
hraða, gæðum og áreiðanleika.
Með næturflutningum á pósti milli Akureyrar
og Reykjavíkur höfum við stigið enn eitt
skrefið til bættrar póstþjónustu, einstakiingum
og fyrirtækjum tii hagsbóta.
Með þessari bættu þjónustu myndast samfellt
flutningskerfi fyrir póst urn Norðurland, Vesturland og
höfuðborgarsvæðið. Með samtengingu þessara svæða
við bíla er flytja póst um Suðurland og Suðurnes geta
80-85% landsmanna nýtt sér þessa bættu þjónustu.
Markmið okkar er að póstsendingar, sem eru póstlagðar
fyrir kl. 16.30 á höfuðborgarsvæðinu og póstleiðunum,
verði komnar í hendur viðtakenda næsta virkan dag.
Viðkomustaðir póstbílanna eru:
S AKUREYRl
15 VARMAHLÍÐ
-q SAUÐÁRKRÓKUR
C SKAGASTRÖND
J2 BLÖNDUÓS
3 HVAMMSTANGI
BRÚ
O BORGARNES
2 AKRANES
REYKJAVÍK
= HVERAGERÐI
J5 SELFOSS
1/1
T3 HELLA*
C HVOLSVÖLLUR*
ro
= KEFLAVIK
JQ GRINDAVÍK*
.2, VOGAR*
1/1 GARÐUR**
VÍK**
3 EYRARBAKKI***
3 STOKKSEYRI***
^ ÞORLÁKSHÖFN
*ef póstlagt er fyrir kl.
** ef póstlagt er fyrir kl.
***ef póstlagt er fyrir kl.
OJ
c
v.
3
*o
3
wn
SANDGERÐI**
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR**
NJARÐVÍK
15:30. *ef póstlagt er fyrir kl. 15:30.
13:30. ** ef póstlagt er fyrir kl. 14:30.
16:00.
PÓSTUR OG SÍMI
Viö spörutn þér sporin