Dagur - 30.10.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 30. október 1992
HV/ÍTASUHMUKIRKJAM
býður þig velkomin(n)
á kristilegar samkomur:
Sunnudaga Kl. 15.30.
BamaKirKja á sama tíma.
Biblíulestra miðviKudaga Kl. 20.30.
Bæn og lofgjörð föstudaga Kl. 20.00.
UnglingasamKomur laugardaga Kl. 21.00.
Safnaðarskrifstofan er opin virka daga
frá kl. 9 til 16 - sími 12220, fax 12231.
Bæjarlögmaður Akureyrar, f.h. Bæjarsjóðs Akur-
eyrar, skorar hér með á gjaldendur sem hafa ekki
staðið skil á eftirtöldum gjöldum að greiða þau nú
þegar og ekki síðar en innan 15. daga frá dag-
setningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru:
Aðstöðugjald, kirkjugarðsgjald og heilbrigðiseftir-
litsgjald ársins 1992.
Fjárnáms verður krafist, án frekari fyrirvara fyrir
vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim
tíma liðnum, samkvæmt heimild í 9. tl., 1. mgr. 1.
gr. sbr. og 8. gr. laga nr. 90/1989 um aðför.
Akureyri 30. október 1992,
Bæjarlögmaður Akureyrar.
a^m^mammmmmmm^mm—mmmmmmmmmm^m
Helgartítboð
Rauðvínslegnar
lambafrainliiyggsneiðar
kr. 799 kg.
Svínakóteletturkr. 1099 kg.
Kiwi kr. 155 kg.
Blómkál kr. 205 kg.
Paprika græn kr. 158 kg.
★
Opið alla daga
td M. 20
★
P^refaldur Lotto
Kjarakröfur kennara í undirbúningi:
„Kennarar hafa verið aflt of
umburðarlyndir í kjaramálum“
- segir Hólmfríður Sigurðardóttir formaður BKNE
Kjarabarátta kennara hefur
verið nokkuð í sviðsljósinu á
allra síðustu árum, bæði vegna
skeleggrar baráttu þeirra fyrir
bættum kjörum og kannski ekki
síður vegna þeirrar gagnrýni
sem þeir hafa oft á tíðum þurft
að sæta úr þjóðfélaginu vegna
vinnutíma o. fl. Oftar en ekki er
þessi gagnrýni byggð á misskiln-
ingi. 29 tíma kennsla í
grunnskóla samsvarar 45.45
klst. vinnuviku og er mis-
munurinn ætlaður til að und-
irbúa kennslu, fara yfir verkefni
og próf, til samstarfs og margs
fleira sem ekki verður tíundað
hér. A hverju hausti halda
kennarar á Norðurlandi eystra
tveggja daga haustþing. Til
haustþings er stofnað af Banda-
lagi kennara á Norður-
landi eystra, BKNE og Fræðslu-
skrifstofunni á Norðurlandi
eystra, FNEY. Á haustþingum
er kennurum boðið upp á ýmis
námskeið og fyrirlestra þeim til
fræðslu og endurmenntunar,
kynningar á nýju eða endur-
bættu námsefni og þess háttar.
í tengslum við haustþingin
hefur aðalfundur BKNE verið
haldinn þar sem kjaramálin og
önnur mikilvæg málefni kennara
eru rædd. Þá fer fram stjómarkjör
félagsins og að þessu sinni tók
Hólmfríður Sigurðardóttir við for-
mannsstarfinu. Dagur ræddi ný-
lega við hana um BKNE og gildi
þess að kennarastarfið sé metið að
verðleikum, ekki síst launalega.
Hólmfríður tók kennarapróf 1979
og hefur starfað við kennslu síðan,
fyrst við Laugamesskólann í
Reykjavík en við Lundarskóla frá
1983. Hólmfríður segir að hún
hafi fljótlega farið að fylgjast með
og starfa að félags- og kjara-
málum kennara af þeirri einföldu
ástæðu að henni hafi fundist sér
koma þau við.
„Þegar ég var að byrja að
kenna var krafan um lögvemdun
starfsins nokkurt hitamál. Margir
töldu, að það að nánast hver sem
var gat gengið inn í skólana og
hafið þar kennslu væri virðingar-
leysi við kennara sem höfðu aflað
sér tilskilinna réttinda til starfans,
nemendur og menntun almennt.
Ég var og er þessu alveg sammála.
Það starf sem fram fer í skólunum
er svo mikilvægt að til þess þarf
að vanda á allan hátt. Fátt er
mikilvægara en góð og vrðtæk
menntun og hennar er ekki aflað á
sama máta og áður fyrr þegar störf
og þekking á umhverfinu héldust
nær sjálfkrafa í hendur við uppeldi
bamanna. Það að reyna að kenna
baminu að læra og að skilja á
hvem máta það gerist er ekki ein-
falt mál. Það að kunna eitthvað er
ekki vissa fyrir því að geta kennt
það öðrum, jafnvel þó svo að sá
hinn sami eigi auðvelt með nám.
Kennarastéttin vænti þess að
lögvemdun starfsins ásamt bættri
kennaramenntun myndi ekki ein-
ungis koma bömunum betur með
faglegri vinnubrögðum heldur
einnig að það yrði metið að
verðleikum til launa. Lögvemdun-
in fékkst fyrir fimm árum en held-
ur hafa launin lækkað þó kröfur til
kennara aukist. Margir réttinda-
kennara fara því í önnur betur
launuð og oft auðveldari störf.
Hins vegar hefur staðan oft
verið sú og þá sérstaklega í dreif-
býlinu að réttindakennarar hafa
ekki fengist til starfa og sá vandi
verið leystur af leiðbeinendum
sem margir hafa reynst mjög vel.
Hólmfríður Sigurðardóttir.
Mynd: GG
Stundum hefur tilvist þeirra
dregið úr því að reynt væri til
þrautar að manna stöður rétt-
indafólki. Ég er mjög hrifin af því
að Menntaskólinn á Akureyri
skuli rjúfa þá tilslökun sem alltaf
er gerð í ráðningarmálunum og
vona að aðrir skólastjómendur
fylgi eftir.
Sú skoðun að kennarastarfið sé
ekki lengur það virðingarstarf sem
það var áður á sér ýmsar skýr-
ingar. Ein helsta finnst mér vera
sú að viðhorf og skilningur á gjör-
breyttum aðstæðum bama og gildi
menntunar í dag krefst allt annarra
vinnubragða og aðstæðna í skól-
unum en þeim hefur verið skapað.
Hvers vegna það er svo er líka
annað og margslungið mál. Menn
hafa gjaman tengt saman kenn-
arastarf og önnur uppeldisstörf
láglaunuðum kvennastörfum.
Meðan kennarinn fékkst í fyrstu
meira við fræðslu staðreynda voru
þeir flestir karlkyns. Svo kemur
þörfin og viðurkenningin á nauð-
syn hinnar mjúku hliðar kennsl-
unnar, uppeldisþættinum. Missti
starfið þá gildi sitt til virðingar og
launa? - eða var það af því að um
það leyti fóru konur að fara út á
vinnumarkaðinn og treystu sér til
að takast á við uppfræðslu bam-
anna?
Hvað sem hefur valdið er
staðreyndin sú sem blasir við í
dag. Kennarastarfið er mun verr
launað en áður Konur eru í meiri-
hluta við kennslu í grunnskólun-
um, þær hafa menntun til þess og
þurfa jafnframt að afla tekna sér
og sínum til viðurværis. Uppeldis-
þáttur skólanna hefur stóraukist,
hefur færst í auknum mæli frá
heimilunum af ýmsum ástæðum,
hvort sem okkur líkar það betur
eða verr, og það er vandasamara
fyrir bömin að komast af í
flóknum neysluheimi nútímans."
Of umburðarlynd
kjarabarátta?
Það olli kennumm miklum von-
brigðum líkt og öðmm stéttum að
ekki skyldu nást fram betri
kjarabætur í vor en 1.7% kaup-
hækkun. Hvað tekur nú við í þeirri
kjarabaráttu?
„Kennarasambandið hefur und-
anfarin ár lagt áherslu á faglegt
starf í kjarabaráttu sinni og talið
að það myndi skila sér m.a. í
kjarabótum. Það er reyndar ekki
hægt að tala um frjálsa samninga
hin síðari ár. Þrátt fyrir skýra
kröfugerð og óskir um samninga-
fundi hafa stjómvöld hundsað og
horft fram hjá mótmælum og
aðvörunum skólarnanna og komist
upp með það í svartsýnistali og
bölmóði. Oftar en ekki hafa samn-
ingsaðilar ekki ræðst við fyrr en
samningstími hefur verið útrunn-
inn, stéttin dregin á lögboðnum
samningi og nauðug dregin inn í
eitthvað sem nánast ekkert er.
Slíkt gengur ekki lengur. Kenn-
arar sem og fleiri starfsstéttir hafa
sýnt mikið umburðarlyndi og
langlundargeð. Grunnskólakenn-
arar hafa ekki hin síðustu ár gripið
til verkfallsvopnsins og margir
innan stéttarinnar vilja draga það í
lengstu lög. Þeir telja að með því
geri þeir bömunum mestan greiða
og meta það ofar eigin kjömm. En
það dregur úr sjálfsvirðingunni að
fá ekki réttmætar og rökstuddar
kröfur viðurkenndar á borði og
rýrir þar með þann þrótt og dug
sem þarf til að takast á við
nýjungar og framfarir. Vissulega
er á sumum sviðum sjáanlega og
skiljanlega minna til skiptanna en
áður en þá ættu ráðamenn líka að
fara fyrir í því að nýta og skipta
betur og jafnar því sem til er.
Kennarar gegna lykilhlutverki í
allri þróun sem á sér stað í skóla-
starfi. Þeir vilja móta faglegt
skólastarf m.a. með því að hjálpa
nemendum til að átta sig á tilgangi
náms og samhengi þess við
tilvemna. Kennarar eiga að berjast
fyrir bættum starfsskilyrðum og
kjörum og stuðla þannig að því að
nemendur fái kennslu og umönn-
un við hæfi.
Við kennarar hvorki eigum né
megum sætta okkur við slæman
aðbúnað í skóla og léleg kjör sem
hindra faglegt skólastarf og þar
með betri aðbúnað bamanna."
- Hvaða starf fer fram innan
stjómar BKNE til hagsbóta í
kjarabaráttu kennara?
„Hjá Kjararáði Kennarasam-
bandsins er verið að vinna að
framsetningu á þeim kröfum sem
við leggjum fram í næstu samn-
ingum. Það er eitt af hlutverkum
BKNE að hrinda úr vör kjara-
málaumræðu meðal félagsmanna.
Samningar verða lausir 1. mars
n.k. svo það er ákveðin vinna
framundan. Undanfarin ár hafa
stjómarmenn KI komið út til
aðildarfélaganna og kjaramála-
fundir verið haldnir í sem flestum
skólanna þar sem samningsdrög
og tilboð ef verið hafa, hafa verið
kynnt og fyrirspurnum svarað.
BKNE hefur skipulagt þessa fundi
og einnig staðið fyrir stærri kynn-
ingarfundum. Trúnaðarmenn eru
mjög virkir í þessu ferli og full-
trúar svæðisins í Fulltrúaráði KÍ
eiga að koma viðhorfum félags-
manna á framfæri til kjararáðs og
stjómar.“
Kynningarátak
í nóvember
- Hvaða verkefni önnur eru hjá
félaginu?
„Það er nú sitt af hverju. Að
afstöðnu Haustþingi með tilheyr-
andi uppgjöri á fræðslufundum,
aðalfundi BKNE og öðm sem þar
fór fram, taka við ýmsir fastir
punktar í skólabyrjun. Félagið
hefur skrifstofu í húsnæði
Fræðsluskrifstofunnar á Norður-
landi eystra og er vel sett. Þar eru
32 skólar með nálega 400 starf-
andi kennurum. Félagið hefur
ákveðnum skyldum og þjónustu
að gegna við þá og Kennara-
samband Islands og er tengiliður
þeirra á milli. BKNE sér um kosn-
ingu kennarafulltrúa í Fræðsluráð
Norðurlands eystra og Skólanefnd
Akureyrar og boðaði nýlega til
trúnaðarmannanámskeiða sem
haldin vom á Húsavík og Akur-