Dagur - 30.10.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 30.10.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. október 1992 - DAGUR - 7 Nemendur í 6. og 7. bekk Grunnskóla Raufarhafnar voru mjög duglegir við gróðursetninguna... ...og það má reyndar líka segja um nemendur í 8., 9. og 10. bekk, sem þó gáfu sér tíma, líkt og þeir yngri, til að stilla sér upp í myndatöku. Myndir: lh í dag kl. 13-18 SnyrtifrcEðingur kynnir ilmvatnið frá Tri5tano DnDfri Einnig kynning á snyrtivörum frá BIDDRDEA Sími11500 í dag bjóðum við til sölu: I Smárahlið: Mjög falleg 2ja herb. íbúö á 3. haeð um 60 fm. ■ Norðurgata: 5 herb. efri hæð í tvíbýli um 132 fm. Allt sér. Hugsanlegt að taka 3ja herb. íbúð í fjölbýli í skiptum. I Grenivelllr: 3ja herb. neðri hæð í tvíbýli tæpl. 100 fm. Eign í mjög góðu lagi. Laus eftir sam- komulagi. I Dalsgerði: Mjög falleg 3ja herb. íbúð á efri hæð um 86 fm. ■ Keilusíða: 2ja herb. íbúð í mjög góðu lagi á 1. hæð um 64 fm. Langtímalán um 2.8 millj. Laus strax. Þórunnarstræti: 5 herb. íbúð á jarðhæð um 130 fm. Eignin er laus 1. mars. I Hrísalundur: 3ja herb. enda- íbúð á 4. hæð um 76 fm. Lang- tímalán um 2.4 millj. FASTÐGNA& M skipasalaSSI NORÐURLANDS II Opið virka daga kl. 13-17 og á morgnana eftir samkomulagi. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. arlega ekki neinir frídagar þar sem ég þekki til og eiga heldur ekki að vera það. Það er mismunandi eftir skólum hvað gert er á þessum dögum, en yfirleitt er þeim varið til fræðslufunda, námskeiða, skipulagningar ýmis konar, úttek- tum á starfi sem hefur verið unnið eða þess háttar. Það ætti að vera liðin tíð að kennarar séu að sinna hluta starfsins án þess að fá greiðslu fyrir. Það gera væntan- lega ekki aðrar stéttir og því þá kennarar?“ Hlutfall réttinda- kennara aldrei hærra - Sérðu það í nánustu framtíð að það verði ekki aðrir við kennslustörf en þeir sem hafa öðlast til þess full réttindi? „í haust hafa grunnskólamir fleiri réttindakennara innan skól- anna en fyrr. E.t.v. er það vegna samdráttar á atvinnumarkaðnum, en ef ég lít björtum augum til framtíðarinnar má vera að það sé vaxandi áhugi á starfinu sjálfu enda er það bæði fjölbreytt og oftast skemmtilegt. Erfið verkefni geta verið spennandi og það er margt að fást við í skólamálunum. Margt mætti þar betur fara, það er fáum ljósara en kennurunum sjálf- um. Þess vegna væri það ósköp eðlilegt að á þá væri hlustað ef vilji væri til að búa betur að böm- unum okkar en raun ber vitni. Vissulega er verið að vinna að ýmsum framfaramálum í dag, en þeim og öðru sem hefur unnist á undanfömum árum er stefnt í hættu með niðurskurði á fjár- magni til skólamála og skerðingu á kennslutíma bamanna á sama tíma og krafan um einsetinn skóla, samfelldan og lengri skóladag er viðurkennd í orði. Áður en við sjáum faglært fólk í öllum kennslustörfum og að kennsla verði raunverulega eftirsótt starf, tel ég að betur þurfi að gera bæði hvað aðbúnað og kjör snertir. Grunnskólinn hefur aldrei fengið þann tíma né fjármagn sem hann hefur þurft til að sinna þeim skyldum og kröfum sem til hans eru gerðar og á því þarf að verða gjörbreyting. Innan hans er verið að leggja homsteininn að fram- tíðinni öðmm stofnunum frernur." G.G. eyri fyrir trúnaðarmenn skólanna og þannig mætti áfram telja. Fyrir dyrum er kynningarátak í skólun- um þar sem kynna á starfshætti og aðbúnað nemenda og kennara. BKNE hefur hvatt til þess að kynningin fari fram í kringum 4,- 18. nóv. Það er nauðsynlegt að auka áhuga og skilning almenn- ings á kennslu og uppeldismálum. Það er staðreynd að fjöldi foreldra hefur aldrei séð eða fylgst með störfum bams síns í skólunum og því er vafasamt að umræður þeirra á milli um hvað þar fer fram séu alltaf á sömu nótunum. Það kemur af sjálfu sér að þeir sem ekki hafa fylgst með skólastarfi á vettvangi í dag horfa aftur í tímann til sinnar skólagöngu og þeirrar aðstöðu sem þá var. Einnig taka umræður og vangaveltur um hugmyndir að yfirtöku sveitarfélaganna á grunn- skólunum töluverðan tíma enda brýnt að kennarar fylgist grannt með þeim málum. Þar em á ferð- inni miklar breytingar sem geta haft áhrif á aðstöðu og aðbúnað nemenda og kennara bæði til hins betra eða verra. Stjóm BKNE ráðgerir að halda ráðstefnu um möguleikann á yfirtökunni og hugsanlegar afleiðingar hennar seinna á skólaárinu. I mars ætlar Skólamálaráð Kennarasambands- ins að halda Uppeldismálaþing á Akureyri og að sjálfsögðu mun stjóm BKNE aðstoða við það. Þetta er svona það helsta sem er á í líffræðitíma í Lundarskóla hjá Hólmfríði. döfinni en verkefnin koma oft inn með litlum fyrirvara". Óvægin umræða um kennarastarfið - Finnst þér umræðan í þjóð- félaginu um kennarastarfið vera óvægin? „Því miður heyrist oft fremur af því neikvæða en því jákvæða en vissulega fá kennarar oft já- kvæða umfjöllun. Við kennarar þurfum í auknum mæli að svara neikvæðum, ósanngjömum rödd- um og rangtúlkunum á störfum okkar. Við þurfum eins og ég sagði áðan að kynna betur okkar störf. Það tel ég að við gemm best Mynd: Robyn með faglegu starfi og kynningu á því hvað við erum að vinna dagsdaglega, með því að fá fólk í heimsókn þar sem því verður við komið og meiri samvinnu milli heimila og skóla á ytri þáttum skólastarfsins. Kennarar hafa oft legið þegjandi undir óréttmætum ásökunum vegna vinnutímans. Þó svo að einhver geti bent á Pétur eða Pál sem hann getur sannað að ekki sinni vinnuskyldu sinni er það afar óréttmætt að dæma þar með heila starfsstétt fyrir vinnu- svik. Kennarar þurfa t.d. að kynna betur hvaða starf fer fram þá daga á starfstíma þeirra sem ekki falla undir kennslu. Það em svo sann- Skógræktarátak á Raufarhöfn: Nemendur Grunnskólans hafa plantað tæplega 5000 plöntum - nú síðast 1700 birki- og elriplöntum Nemendur í 6. til 10. bekk Grunnskólans á Raufarhöfn gróðursettu nýlega rúmlega 1700 birki- og elriplöntur í ásinn ofan við þorpið. Undanfarin tvö ár hafa nemendur, undir stjórn skóla- stjóra, gróðursett tæplega 5000 plöntur í landi Raufarhafnar- hrepps en samtals er það um helmingur þeirra plantna sem gróðursettar hafa verið í tilefni af skógræktarátaki á Raufarhöfn. Það er skógræktardeild Kven- félagsins Freyju sem hefur yfir- umsjón með gróðursetningunni. Plönturnar dafna vel en vetur hafa líka verið mildir undanfarin ár. / o N Hlífum \ börnum ^ viö ^ tóbaksreyk! linn LANDLÆKNIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.