Dagur - 30.10.1992, Síða 9

Dagur - 30.10.1992, Síða 9
Föstudagur 30. október 1992 - DAGUR - 9 Þjóðamauðsyn að ríkis- stjómin biðjist lausnar - segir í stjórnmálaályktun Kjördæmisþings framsóknarmanna á Norðurlandi vestra Á Kjördæmisþingi framsókn- armanna á Norðurlandi vestra, sem haldið var dagana 24.-25. október sl., var eftirfarandi stjórnmálaályktun samþykkt: „Ástand þjóðmála er uggvæn- legt. Ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hefur ekki reynst þeim vanda vaxin að stjórna landinu svo viðunandi sé. Átvinnulífið er að dragast saman, m.a. vegna að- gerðaleysis ríkisstjórnarinnar og mislukkaðra ákvarðana hennar. í stað þess að rétta atvinnulífinu örvandi hönd trúir ríkisstjórnin á úreltar og skaðlegar frjálshyggju- kenningar og situr með hendur í skauti í trausti þess að með gjaldþrotum lakar settu fyrir- tækjanna batni aðstaða þeirra sem eftir verða. í kjölfar þessarar stefnu hefur mjög alvarlegt at- vinnuleysi hafið innreið sína og horfur eru á að það fari stór- versnandi. í stað þess að knýja niður raunvexti leggur ríkis- stjórnin nýjar álögur á atvinnulíf- ið í formi skatta og þjónustu- gjalda. Gengi íslenski krónunnar hefur hækkað mjög í samanburði við gjaldmiðla helstu viðskipta- landa og þannig skapað óþolandi samkeppnisaðstöðu fyrir íslensk- an útflutning. Samdráttur í framleiðslugrein- um kemur mjög hart niður í byggðarlögum í dreifbýlinu og mun, ef ekki verður gripið strax til raunhæfra aðgerða í atvinnu- og byggðamálum, leiða til stór- felldrar byggðaröskunar. Kjör- dæmisþingið mótmælir harðlega hugmyndum um veiðileyfagjald. Létta verður af sjávarútveginum álögum sem ríkisstjórnin hefur lagt á hann og lækka fjármagns- kostnað. Verði ekki gripið til víð- tækra ráðstafana fellur gengið óhjákvæmilega. Samdráttur í hefðbundnum landbúnaði hefur orðið of sárs- aukafullur. Leita verður allra leiða til að auka á ný markaðs- hlutdeild hefðbundinna landbún- aðarvara og taka framleiðslu- Bergur Björnsson: Reiki-heilun - svar til Ómars Torfasonar Nýlega barst mér í hendur grein sem birtist í Degi. Hún er rituð af Ómari Torfasyni, sjúkraþjálfara, sem biður mig að skilgreina nán- ar hvað ég eigi við með guðlegri visku reikis og staðhæfingu um að reiki sé óháð trúarbrögðum. Með leyfi ritstjóra er mér ljúft að skýra hvað ég á við. Mér virð- ist aðalatriðið í þessu máli vera að ég geri grundvallargreinarmun á guðstrú annars vegar og ein- hverjum ákveðnum trúarbrögð- Kór Glerárkirkju: Heldur tón- leika í Ýdölum - á morgun kl. 16.00 Kór Glerárkirkju á Akureyri heldur tónleika í Ýdölum í Aðaldal á morgun, laugardag- inn 31. október kl. 16.00. Kór Glerárkirkju sem áður hét Kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar, var stofnaður 12. febrúar 1944 og er nú skipaður 50 söngvurum. Kórinn syngur við athafnir í Glerárkirkju á Akureyri en sú kirkja er nú í byggingu og verður vígð 6. desember nk. Söngstjórar kórsins hafa verið Jakob Tryggva- son og Áskell Jónsson en einnig aðstoðaði Jón Hlöðver Áskels- son, föður sinn síðustu tvö ár hans sem stjórnanda. Á efnisskrá kórsins eru lög og útsetningar eft- ir þessa fyrrum kórstjóra. Áskell lét af störfum árið 1987 eftir 42 ára starf og við tók Jóhann Bald- vinsson núverandi kórstjóri. Efnisskrá tónleika Kórs Gler- árkirkju er mjög fjölbreytt og skiptist í tvo hluta, annars vegar með kirkjulegri en hins vegar veraldlegri tónlist. Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir á morgun kl. 16.00 og eru aðgöngumiðar seldir við innganginn. um hins vegar. Ég tel að maður geti trúað á almáttugan guð, skapara himins og jarðar, án þess að þurfa endilega að tengjast eða aðhyllast einhver trúarbrögð. Vegna þess að reiki er í senn öflugt og um leið þrungið kær- leika, þá tel ég það vera guðlega orku og visku og þó ekki tengt neinum trúarbrögðum, frekar en til dæmis yoga eða hugleiðsla, svo eitthvað sé nefnt. Þó að það hafi verið búddamunkur sem uppgötvaði reiki, þá er það að sjálfsögðu opið öllu fólki en ekk- ert bundið við hans persónu frek- ar en annarra kennara, sem á eft- ir hafa komið. Ég tel líka að kristin trú og búddatrú séu í grundvallaratrið- um samstæð trúarbrögð en ekki andstæð, eins og Ómar Torfason heldur fram, þar sem bæði byggja á bróðurkærleik og manngæsku. Að síðustu nefni ég heilaga fjallið. Búddamunkurinn dr. Usi, sem kynnti reiki fyrir okkur, fékk hugljómun eftir langa hugleiðslu á fjallinu Kori-yama. Japanir telja þetta fjall heilagt - og það löngu fyrir daga reikis án þess ég viti ástæður þess. Með kærri kveðju, Bergur Björnsson, reikimeistari. Uppboð Framhaldsuppboð á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum miðvikudaginn 4. nóvember 1992, á neðangreindum tímum: Ægisgata 8, Akureyri, þinql. eig. Heiður Jóhannesdóttir og Aki Sig- urðsson. Gerðarbeiðendur inn- heimtumaður ríkissjóðs, Vátrygg- ingafélag Islands hf. og (slands- banki hf., kl. 10.00. Ránargata 10b, Akureyri, þingl. eig. Eyfirsk matvæli hf. Gerðarbeiðend- ur Vátryggingafélag Islands hf., Líf- eyrissjóður verslunarmanna og Bún- aðarbanki Islands, kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Akureyri 29. október 1992. stjórnunina til endurskoðunar. Þingið mótmælir harðlega þeim stórfellda niðurskurði til land- búnaðarmála sem boðaður er í fj árlagafrumvarpi r íkisstj órnar- innar. Kjördæmisþing framsóknar- manna á Norðurlandi vestra telur samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði óaðgengilegan fyrir íslendinga. í samningnum felst hættulegt fullveldisafsal og eign- arhaldi Islendinga á landi sínu oe auðlindum þes er stefnt í voða. Að kröfu Evrópubandalagsins er fiskiflota þess sleppt inn í fisk- veiðilögsögu íslands til endur- gjalds fyrir nokkrar tollaívilnanir fyrir fiskafurðir sem við flytjum til Evrópubandalagsins. Ópnað er fyrir verulegan innflutning landbúnaðarafurða. Atvinnuör- yggi fjölda íslendinga er stefnt í hættu með auknum innflutningi þeirra vara sem við höfum hingað til framleitt sjálf og einnig með innflutningi vinnuafls. Þá sam- ræmist samningurinn ekki hinni íslensku stjómarskrá. Kjördæmis- þingið telur samninginn stórt skref inn í Evrópubandalagið en því hafna framsóknarmenn al- gjörlega. Kjördæmisþingið leggst eindregið gegn þessari samninga- gerð og krefst þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Kjördæmisþingið telur að Is- lendingar eigi að leita eftir tví- hliða viðskiptasamningi við Evr- ópubandalagið og fyrirgera ekki frumburðarrétti sínum til íslands og auðlinda þess. Við eigum gott land og gjöfult og höfum góða möguleika til þess að eiga hér bjarta framtíð með skynsamleg- um stjórnarháttum, traustu at- vinnulífi og áframhaldandi upp- byggingu velferðarþjóðfélags samvinnu, samhjálpar og félags- legs öryggis. Kjördæmisþingið telur einu leiðina út úr þeim vanda sem á okkur hefur dunið, að ríkis- stjórnin biðjist lausnar og efnt verði til kosninga sem allra fyrst. Það er þjóðarnauðsyn.“ HOTEL KEA Laugardagskvöldið 31. október SVEIFLUKÓNGURINN Geirmundur Valtýsson og hljómsveit í rífandi stuði Sunnudagsveisla á Súlnabergi Súpa Reykt grísalæri með rauðvínssósu og/eða roast beef béarnaise Þú velur meðlætið, salatið og sósurnar og endar þetta á glæsilegu deserthlaðborði Allt þetta fyrir aðeins kr. 1.050 Frítt fyrir börn 0-6 ára, Vi gjald fyrir 6-12 ára Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 2. nóvember nk. í Hafnarstræti 90, kl. 20.30 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing og Flokksþing. Önnur mál. Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingis- maður mætir á fundinn. Félagar eru hvattir til að fjöimenna. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.11.92-01.05.93 12.11.92-12.05.93. kr. 56.907,33 kr. 63.874,84 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.