Dagur - 30.10.1992, Page 12

Dagur - 30.10.1992, Page 12
Akureyri, föstudagur 30. október 1992 Vegagerðin setur upp vega- eftirlitsstöðvar á fjaflvegum - fylgst með hitastigi, raka, vindstyrk og vindátt til að auka umferðaröryggi Kvöldseðill Smiðjunnar Skelfiskþrenna í kampavínssósu með vínberjum Hunangsmelónuískrap Villibráðartvenna (hreindýramedalía og gæsabringa) með Waldorfsalati Kaffi og konfekt Reyktur lax Ofnsteikur lambahryggvöðvi kryddaður hvítlauk og villtum jurtum Heimalagaður ís með ferskum jarðarberjum Sl. haust setti Vegagerð ríkis- ins upp eftirlitsstöð á Hellis- heiði, en með hjálp hennar er hægt að fylgjast með í töflum eða með grafíkmynd á tölvu- skjá rakastigi í lofti, hitastigi við veg, lofthita, mettunarstigi í lofti og á vegi til þess að sjá fyrir um hálku eða hálkuskil- yrði og hvort líkur eru á snjó- komu því um leið og úrkoman kemur yfir þá snarhækkar rak- inn í loftinu. Sjá má hvort skafrenningur er á heiðunum en þá fer saman ástandið á svæðinu og vindhraði og einnig er hægt að sjá hvort þar er stórhríð og blinda. Mögulegt er að fylgjast með vindstyrk og vindátt og einnig er fylgst með umferðartíðni þ.e. fram fer stöðug umferðartalning. Á þessu hausti verða settar upp eftirlitsstöðvar á Holtavörðu- Hótel Varmahlíð: orðin fokheld Viðbyggingin við Hótel Varmahlíð er nú orðin fokheld og er verið að innrétta 1. hæð. Verkið gengur samkvæmt áætlun, að sögn Ásbjargar Jóhannsdóttur hótelstjóra. Byggingin er á þremur hæðum og þar verður m.a. betri eldhús- aðstaða og geymslur, íbúð fyrir hótelstjóra auk nýrra herbergja fyrir hótelgesti. Pað verða alls 12 tveggja manna herbergi á tveim- ur hæðum. Nú er nýbyggingin fokheld og byrjað að innrétta eina hæð af þremur. Segist Ásbjörg vonast til að húsnæðið verði tilbúið næsta vor. Fátt er um gesti á hótelinu þessa dagana, enda segir Ásbjörg að lítill svefn- friður sé á morgnana fyrir verk- glöðum smiðum og öðrum verk- tökum. sþ heiði og Öxnadalsheiði og einnig hefur Vegagerðin aðgang að stöð sem Veðurstofan hefur á Breiða- dalsheiði á Vestfjörðum, en á henni má sjá vindátt, vindstyrk og hitastig. Prófun fer nú fram á þeirri stöð sem sett verður upp á Holta- vörðuheiði, en verið er að leggja strengi að þeim stað þar sem hún verður staðsett til þess m.a. að tengja vegateljara. Eirinig hefur staðsetning stöðvarinnar á Öxna- dalsheiði verið ákveðin. Björn Ólafsson verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir að reynsl- an af stöðinni á Hellisheiði lofi góðu en með stöðvunum er fyrr hægt að grípa til aðgerða til hjálpar umferðinni eða senda út aðvarnir ef vegir teppast á vetr- um vegna snjókomu. Kostnaður við innkaup og upp- setningu einnar stöðvar er rúm- lega ein milljón króna. í framtíðinni munu allar umdæmisskrifstofur Vegagerðar- innar hafa aðgang að upplýsing- um frá stöðvunum, en Björn vakti athygli á því að í dag má fá upplýsingar í textavarpi um færð á þjóð- og fjallvegum en um ára- mótin verður hægt að fá þessar upplýsingar um alla vegi landsins í textavarpi. GG Sæþór EA-101 og Sólrún EA-351 við bryggju á Árskógssandi. Mikil ókyrrð er í höfninni á veturna þegar bræla er og verður iðulega að flytja bátana til Dalvíkur eða Akureyrar. Mynd: GG Árskógssandur: Sólrún EA farin á línuveiðar Sólrún EA-351 á Árskógssandi er að fara á línuveiðar og mun til að byrja með leggja línuna vestur í Reykjafjarðarál eða á Húnaflóa. Báturinn hefur ver- ið á rækjuveiðum að undan- förnu og aflað sæmilega. Afl- inn hefur verið unnin hjá rækjuverksmiðjunni Árveri hf. á Árskógsströnd sem Söltunar- félag Dalvíkur hf. hefur á leigu til 30. nóvember nk. Sæþór EA-101 hefur einnig verið á rækju og mun verða enn um sinn, en mun síðan væntan- lega fara á ufsaveiðar með net eða línu. Sæþór EA er í eigu G. Ben. sf. sem einnig gerir út Arn- þór EA-16 sem nú er kominn á síldveiðar fyrir austan. Heildar- aflinn er um 800 tonn og hefur honum öllum verið landað til bræðslu á Seyðisfirði. í gær land- aði Arnþór EA 250 tonnum á Seyðisfirði sem hann fékk í Beru- fjarðaráli aðfaranótt miðviku- dags. Bræla hefur verið á síld- armiðunum en blíðuveður var komið þar síðdegis í gær. GG Jón LaxdaJ dregur Hæstaréttar- mál gegn íslandsbanka tíl baka ■ liður í samkomulagi ábyrgðarmanna Kaupfélags Svalbarðseyrar og íslandsbanka Hæstaréttarmál Jóns Laxdal, Nesi í Grýtubakkahreppi, gegn íslandsbanka hf. hefur verið dregið til baka. Þetta kemur fram í samkomulagi sem ábyrgðarmenn Kaupfélags Svalbarðseyrar gerðu við Islandsbanka í síðustu viku. í 3. grein samkomulagsins seg- Átaksverkefni í Mývatnssveit: Rekstur skólabúða að heflast Hulda Harðardóttir hóf störf hjá Átaksverkefni í Mývatns- sveit um síðustu mánaðamót. Þann 1. nóvember er ár síðan átaksverkefnið tók til starfa er fyrrverandi starfsmaður hóf störf eftir talsverða undirbún- VEÐRIÐ Fremur hæg suðvestan og vestanátt verður á landinu með smá éljum eða slyddu- éljum um vestanvert landið en úrkomulitlu annarsstaðar fram eftir nóttu en þá geng- ur í norðan kalda eða stinningskalda með éljum eða slydduéljum um norðanvert landið. ingsvinnu. í sumar var hlé á starfseminni. í febrúar var haldin svokölluð leitarráðstefna. Þar urðu til sex starfshópar og einnig var unnið að því að koma á skólabúðum. Hóparnir eru enn starfandi nema einn sem lokið hefur sínu verk- efni. Tilraun var gerð varðandi skólabúðirnar í fyrravor og fyrir- hugað er að hefja rekstur skóla- búða aftur, nú á næstu dögum, en fjármagn hefur fengist til nokk- urra vikna reksturs fyrir áramót- in. Hulda sagðist síðan vona að rekstur búðanna færi inn á fjárlög þannig að áframhald yrði á. Hulda sagði að enn hefði ekk- ert áþreifanlegt komið til af starfi hinna hópanna. Starfsemin hefði að vísu legið niðri í sumar, bæði vegna þess að starfsmaður átaksverkefnisins hætti í vor og vegna mikilla anna við ferða- mannaþjónustu í Mývatnssveit. Starfsvið flestra hópanna er á einn eða annan hátt tengt ferða- mannaþjónustu. Hulda sagði að starfssvið hóp- anna ætti ef til vill eftir að breyt- ast. Einn hópurinn hefði t.d. unnið að hugmyndum um hvern- ig lengja mætti ferðamannatím- ann. Sá hópur er að ljúka störf- um en í framhaldi verða líklega stofnaðir þrír hópar til að vinna að aðskildum verkefnum á þessu sviði. Fyrirhugað er að Átaksverk- efnið taki upp aukið samstarf við Atvinnuþróunarfélag Þingey- inga. Hulda er í hálfu starfi hjá átaksverkefninu. Hún sagði í samtali við Dag að sér þætti starf- ið mjög áhugavert og oft væri erf- itt að slíta sig frá því, hugurinn viidi leita til verkefnanna utan vinnutíma. IM ir orðrétt: „Bankinn og Jón Laxdal lýsa því yfir að Hæstarétt- armál nr. 92 og 93 verði fellt nið- ur án kostnaðar og senda Hæsta- rétti skriflega og sameiginlega yfirlýsingu lögmanna sinna þar um.“ Samkvæmt upplýsingum skrifstofu Hæstaréttar höfðaði Jón Laxdal þessi mál gegn íslandsbanka. Nefnd yfirlýsing imálsaðila hafði ekki borist skrif- stofu Hæstaréttar í gær. Eins og fram hefur komið sömdu ábyrgðarmenn Kaupfé- lags Svalbarðseyrar og íslands- banki hf. um greiðslu á 16,5 milljónum króna og hefur þegar verið frá greiðslu þessarar upp- hæðar gengið. Eftir því sem næst verður komist greiða þeir Tryggvi Stefánsson, Hallgilsstöð- um Fnjóskadal, Bjarni Hólm- grímsson, Svalbarði Svalbarðs- strandarhreppi, Jón Laxdal í Nesi í Grýtubakkahreppi og Ingi Þór Ingimarsson, Neðri-Dálks- stöðum Svalbarðsstrandarhreppi, 3 milljónir hver auk málskostn- aðar, Karl Gunnlaugsson á Akureyri, fyrrverandi kaup- félagsstjóri Kaupfélags Sval- barðseyrar, 1,5 milljón króna, Guðmundur Þórisson, Hléskóg- um Grýtubakkahreppi, 1 milljón króna og Hreinn Ketilsson, Sunnuhlíð Svalbarðsstrandar- hreppi nálægt 800 þúsundum. Þá er ógetið þeirra Halls Jósepssonar, Arndísarstöðum í Bárðardal og Hjalta Kristjáns- sonar, Hjaltastöðum í Ljósa- vatnshreppi, en þeir greiða hvor um sig nálægt 700 þúsund krónum. Hjalti neitaði í gær að ræða þetta mál, en samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér má rekja þessa upphæð til tryggingarvíxils hjá íslandsbanka, dagsettum 15. október 1988 sem þeir skrifuðu upp á. Kaupfélag Svalbarðseyrar var hins vegar lýst gjaldþrota 26. ágúst 1986. Vegna þess að liðið var meira en ár frá því að kröfu- lýsingarfrestur í þrotabú kaupfé- lagsins rann út litu ábyrgðarmenn svo á að þessi víxill væri fyrndur. Þá töldu þeir ekki samrýmast lög- um að prófkúruhafi gæti sam- þykkt víxil eftir gjaldþrota- úrskurð Kaupfélags Svalbarðs- eyrar. Bæjarþing Akureyrar komst hins vegar að þeirri niður- stöðu 14. júlí 1991 að bændunum tveim bæri að greiða víxilinn. Eftir því sem Dagur kemst næst var þeim Halli og Hjalta ekki kunnugt um þá niðurstöðu fyrr en rúmu ári sfðar, eða nokkrum mánuðum eftir að frestur til að skjóta úrskurðinum til Hæstarétt- ar rann út. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.