Dagur - 05.11.1992, Síða 1
75. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 5. nóvember 1992
211. tölublað
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Aldís Friðriksdóttir hjúkrunarforstjóri sjúkrahúss, heilsa upp á
yngstu Þingeyingana og mæður þeirra.
Félagsmálaráðherra kynnir tillögur um sameiningu sveitar-
félaga á ferð sinni um Þingeyjarsýslur:
Aðstæður erfiðar í norður-
sýslunni og vegalengdir miklar
Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra, heimsótti í
gærmorgun heilsugæslustöð,
sjúkrahús og dvalarheimili
aldraðra á Húsavík. Þá var að
sjálfsögðu litið við á fæðingar-
deildinni og heilsað upp á tvo
Neitar að greiða
40% skatt af gjöf
Menningarsjóðs
Áskell Jónsson, fyrrverandi
organisti og kórstjórnandi á
Akureyri, hefur vísað til
yfírskattanefndar máli
vegna skattlagningar á 100
þúsund króna gjöf frá
Menningarsjóði Akureyrar í
aprfl 1991.
Menningarsjóður veitti
Áskeli þessa upphæð í viður-
kenningarskyni vegna margra
áratuga starfs að tónlistarmál-
um á Akureyri. Síðar kom í
ljós að Áskeli var gert að
greiða 40% upphæðarinnar f
skatt og kom það honum í
opna skjöldu. Áskell fór fram
á það við skattstjórann á
Norðurlandi eystra að fallið
yrði frá skatti, en því erindi
var hafnað og vísað til þess að
gjöfin væri skilgreind sem
styrkur og af honum bæri að
greiða fullan skatt. Síðar fékk
Áskell bréf frá Sýslumannin-
um á Akureyri þar sem honum
var bent á að til fjárnáms og
uppboðs geti komið, neiti
hann að borga þessi 40 þúsund
krónur.
Áskell segist ekki sætta sig
við þessi málalok og því hafi
hann í fyrradag vísað málinu
með bréfi til yfirskattanefnd-
ar. óþh
Sjá nánar grein Áskels Jóns-
sonar á bls. 5: „Hvernig má
þetta vera?“
yngstu Þingeyingana í bænum.
Ráðherra sýndi heilbrigðismál-
um og aðstöðu á staðnum mik-
inn áhuga og spurði margs um
starfsemina á stofnununum. í
för með ráðherranum voru:
aðstoðarmaður hans, Bragi
Guðbrandsson, Húnbogi Þor-
steinsson, skrifstofustjóri í
félagsmálaráðuneytinu og
Sturlaugur Tómasson, deildar-
stjóri.
Hópurinn hefur verið á ferð um
Norðausturland síðustu daga og
komið við á Þórshöfn, Raufar-
höfn, Kópaskeri og Húsavík.
Haldnir hafa verið fundir með
bæjar- og sveitarstjórnum á
svæðinu. Ráðherra heimsótti
einnig vinnustaði á hverjum stað
og var með viðtalstíma.
„Tilgangurinn með ferðinni er,
að ráðherra er að kynna sveitar-
sjórnunum það sem verið er að
vinna að í ráðuneytinu og snertir
þær sérstaklega. En einnig að
hlusta á viðhorf sveitarstjórnar-
manna, og það hefur verið mjög
gagnlegt. Við erum fyrst og
fremst að kynna þessar tillögur
sem út eru komnar og menn eru
að bíða eftir viðbrögðum við
þeim og menn eru að velta mál-
unum fyrir sér og ræða tillögurn-
ar.
Það eru örugglega vissir erfið-
leikar á sameiningu sveitarfélag-
anna, sérstaklega í Norðursýsl-
unni. Aðstæður eru þannig og
miklar vegalengdir milli staða,“
sagði Húnbogi Þorsteinsson,
skrifstofustjóri, aðspurður um til-
gang ferðarinnar og viðbrögð við
hugmyndum um sameiningu sveit-
arfélaga. IM
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Rólegt á loðnumiðunum:
,inægður með aukinn kvóta
en mjölverðið kætir engan“
- segir Bjarni Aðalgeirsson útgerðar-
maður á Húsavík
Sáralítil loðnuveiði var í fyrri-
nótt á miðunum norðaustur af
Langanesi, en loðnan er mjög
dreifð og erfítt að ná henni.
Guðmundur Ólafur ÓF land-
aði í gærmorgun um 500 tonn-
um af loðnu og síld í Krossa-
nesi og í gærkvöldi landaði
Þórður Jónasson EA þar 500
tonnum af sfld. Þórður Jónas-
son EA hefur veitt sinn sfldar-
kvóta en Guðmundur Ólafur
ÓF á eitthvað eftir af síldar-
kvóta.
Sömu sögu er að segja af síld-
armiðunum, síldin stendur djúpt
og er stygg og hefur ekki komið
upp fyrir 50 faðmana undanfarn-
ar nætur. Þó fékk Gullberg VE
150 tonn sem báturinn er á leið
með til Vestmannaeyja og Arn-
þór EA fékk 90 tonn sem landað
verður til vinnslu á Seyðisfirði.
Auk þess hafa þeir á Arnþóri EA
sett. síldina í kör með sjó og ís og
landað því einnig á Seyðisfirði,
en sú síld er verkuð á Japans-
markað.
„Ég er mjög ánægður með það
að það eigi að auka við loðnu-
kvótann, en hins vegar má hún
fara að vera í veiðanlegra ástandi
og ennfremur er verðið á mjölinu
ekkert til að kætast yfir,“ segir
Bjarni Aðalgeirsson, útgerðar-
maður á Húsavík, en hann gerir
út loðnuskipið Björgu Jónsdóttur
ÞH-321. Skipið kom í gær til
Þórshafnar með 450 tonn af
loðnu sem er þriggja nátta veiði.
Báturinn er nú á loðnu þar sem
síldarkvóti bátsins er alveg á
þrotum. Til stendur að kaupa
meiri síldarkvóta að sögn Bjarna,
en ekki verið gengið frá neinu.
Nokkuð hefur verið um það að
minni bátar hafi verið að selja
Ríkið kaupir Glerárgötu 36
af KEA og Byggðastofnun
- raeð kaupunum stækkar húsnæði Háskólans á Akureyri um 1000 fermetra
Gengið hefur verið frá kaup-
um fjármálaráðuneytisins á
húsinu Glerárgötu 36 á Akur-
eyri fyrir starfsemi Háskólans
á Akureyri. Ríkið kaupir
jarðhæð, aðra og þriðju hæð af
Kaupfélagi Eyfirðinga og
fjórðu hæð af Byggðastofnun.
Kaupverð hússins, sem er um
2000 fermetrar, fæst ekki gefið
upp.
Háskólinn á Akureyri hefur í
nokkur ár haft afnot af hluta
hússins. Á jarðhæð eru rann-
sóknastofur sjávarútvegsdeildar
skólans og útibúa Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins og Haf-
rannsóknastofnunar auk skrif-
stofu útibús Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins.
Á annari hæð eru kennslustof-
ur og auk þess skrifstofur og
kaffistofa.
Á þriðju hæð hússins er Lög-
fræðiskrifstofa Benedikts Ólafs-
sonar og Fasteigna- og skipasala
Norðurlands til húsa, en einnig
hefur Háskólinn þar þrjár skrif-
stofur. Gert er ráð fyrir að lög-
fræðistofan og fasteignasalan
rými sinn hluta síðar í vetur og þá
fái Háskólinn alla hæðina til
afnota.
Á síðustu vikum hefur Háskól-
inn verið að flytja skrifstofur
starfsmanna og lesaðstöðu
nemenda í sjávarútvegsdeild upp
á fjórðu hæð hússins, en þar er
einnig Teiknistofa Karls Þorleifs-
sonar og skrifstofa Félags rækju-
og hörpudiskframleiðenda til
húsa.
Ólafur Búi Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Háskólans á
Akureyri, segir að þessi samning-
ur sé mjög ánægjulegur og mikil-
vægur fyrir skólann. „Enn sem
komið er hefur ekki verið ákveð-
ið hvaða hluti af starfseminni í
húsnæðinu hér við Þingvalla-
stræti verður fluttur niður í Gler-
árgötu. Hér er þegar orðið mjög
þröngt og því ljóst að við munum
flytja eitthvað af starfseminni,“
sagði hann.
Á sínum tíma lét Kaupfélag
Eyfirðinga Háskólanum í té tvær
neðstu hæðir Glerárgötu 36
endurgjaldslaust. Magnús Gauti
Gautason, kaupfélagsstjóri
KEA, vildi ekki gefa upp sölu-
verð húsanna. „Við hefðum ekki
samið um sölu nema við værum
sáttir við verðið. Hins vegar er
verð á fasteignum í dag mjög lágt
og því er markaðurinn hagstæður
fyrir kaupendur,“ sagði Magnús
Gauti. óþh
kvótann eða leigt hann, en þegar
síldin veiðist ekki lengur á inn-
fjörðum verður erfitt um vik fyrir
þá. Stærri bátarnir hafa stærri
síldarnætur og margir hverjir
bógskrúfur sem gerir gæfumuninn
á þessum veiðum. GG
Hrísey:
Ásborg EA seld
til Keflavíkur
Ásborg EA-259, 347 tonna
bátur smíðaður í Noregi
1975 verður seldur kvóta-
laus til Kefíavíkur þegar
samþykki lánastofnana og
hreppsnefndar Hríseyjar-
hrepps liggur fyrir. Eigandi
er Birgir Sigurjónsson í
Hrísey.
Kaupendur eru Óskar Karl
Þórhallsson og Dagur Ingi-
mundarson í Keflavík, en þeir
eiga fyrir 197 tonna bát, Árn-
ey KE-50. Söluverð bátsins
segir Birgir vera ásættanlegt.
Ásborg EA landaði á
fimmtudag 33 tonnum af
rækju á Dalvík, sem fékkst
austur á Héraðsflóa. Ekið var
með aflann til vinnslu á
Blönduósi. GG
Sambandshluturinn í
Sjöfn og Kaffibrennslunni:
Viðræður
um kaup KEA
Viðræður standa nú yfír um
kaup Kaupfélags Eyfírðinga
á helmingshlut Sambands
íslenskra samvinnufélaga í
Kaffibrennslu Akureyrar og
Sjöfn. í báðum þessum
fyrirtækjum á Sambandið
og dótturfyrirtæki þess
helmingshlut á móti KEA.
Magnús Gauti Gautason,
kaupfélagsstjóri KEA, segir
þann möguleika skoðaðan í
mikilli alvöru að kaupa þessa
hluti. Hann segir að kaup yrðu
þá gerð til að fyrirtækin megi
starfa áfram á svæðinu og
vaxa. „Hins vegar höfum við
enga ákvörðun tekið um fram-
haldið óg hvort við seljum ein-
hvern hluta af þessu aftur. Það
er alveg hugsanlegt. En við
viljum ganga frá þessum þætti
þannig að við höfum stjórn á
hver verði örlög þessara fyrir-
tækja,“ sagði Magnús Gauti
en stjórn KEA fól honum að
ganga til viðræðna við Sam-
bandið og Landsbanka íslands
um kaup á hlutabréfunum.
Hann sagðist vonast til að
mál gangi á þennan hátt eítir
og að hægl verð að ganga sem
fyrst frá kaupum. JÓH