Dagur


Dagur - 05.11.1992, Qupperneq 3

Dagur - 05.11.1992, Qupperneq 3
Fimmtudagur 5. nóvember 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Endurskipulagning Byggðastofnunar: VerkeM flutt tíl skrifstofa á landsbyggðinni og starfsmönnum fækkað í Reykjavík Skipulag og starfsemi Byggða- stofnunar hefur verið til endur- skoðunar á síðustu árum í sam- ræmi við þá stefnu stjórnar stofnunarinnar að flytja eigi verkefni hennar til skrifstofa á iandsbyggðinni. í síðasta mán- uði opnaði Byggðastofnun skrifstofu fyrir Austurland á Egilsstöðum. Ákveðið hefur verið að opna skrifstofu á Sauðárkróki á næsta ári. Fyrir eru skrifstofur á Akureyri sem opnuð var 1989 og á ísafirði en hún tók til starfa árið 1990. í stórum dráttum má skipta verkefnum stofnunarinnar í tvennt eftir eðli þeirra. Annars vegar eru verkefni sem snúa að „Það er unnið að því að koma þarna upp fiskvinnslu, sem gert er ráð fyrir að taki til starfa á næsta ári. Einnig er unnið að sölumálum og verið að skoða með að fá fiskiskip. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort Kamtsjatka-menn kaupa ný skip eða hugsanlega endurbyggð skip frá Islandi,“ sagði Jens Valdimarsson, hjá fyrirtækinu Icecon, sem ásamt Utflutningsráði stendur fyrir heimsókn 10 manna sendi- nefndar til Islands frá Kam- tsjatkaskaga. Sendinefndin frá Kamtsjatka- skaga dvaldi í eina viku á Siglu- firði og kynnti sér m.a. fiskverk- un hjá Þormóði ramma hf. Síðan hélt hún til Akureyrar, þar sem skoðuð voru fyrirtækin Slipp- stöðin, Efnaverksmiðjan Sjöfn og Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson- ar. Á Dalvík var komið við í Frystihúsi KEA og Sæplasti hf. Síðastliðinn laugardag var haldið í stuttan línuróður frá Siglufirði og síðan fór sendinefndin til Reykjavíkur þar sem dvalið verður í um þrjár vikur. Jens Valdimarsson segir að gíf- urlegar ónýttar auðlindir séu við Kamtsjatkaskagann. Hann segir að mikill áhugi sé þar fyrir sam- starfi við íslendinga um uppbygg- ingu fiskveiða og -vinnslu, en til þessa hefur fiskvinnslan í landi nánast verið engin. „Möguleikar okkar íslendinga felast í sölu á hugviti og ýmsum búnaði. Það er enginn spurning að þarna eru miklir möguleikar, en hins vegar þarf að rækta þennan garð jafn- vel og aðra garða til þess að fá uppskeru. Ég trúi að þessi heim- sókn skili sér. Samstarf okkar við Chile-búa hófst með heimsókn sendinefndar þaðan og ég held að óhætt sé að fullyrða að í dag sé Chile einn af okkar bestu fjar- lægu mörkuðum.“ Jens sagði að stjórnun fisk- veiða við Kamtsjatka tæki mið af umhverfissjónarmiðum. Þannig aðilum á landsbyggðinni. Þar á meðal má nefna samskipti við lánþega, atvinnuþróunarstarf og ýmsa ráðgjöf á vettvangi. Hins vegar er um að ræða starfsemi sem byggist á samskiptum við hina ýmsu aðila í stjórnkerfinu. Stefna stjórnar Byggðastofn- unar er að starfsemi hennar fari fram þar sem hagkvæmast er. Þess vegna var ákveðið að skrif- stofur stofnunarinnar á lands- byggðinni tækju í auknum mæli við öllum samskiptum við lánþega og verkefnum hver á sínu svæði, ásamt svæðisbundinni áætlunar- gerð. í samræmi við stefnu sína ákvað stjórn stofnunarinnar á fundi sín- um 2. þessa mánaðar að fækka vilji Kamtsjatka-menn ekki heyra á það minnst að veiða fisk- inn uppi í landssteinum með stór- um kröftugum togurum, eins og hér þekkist, heldur horfi þeir fyrst og fremst til línuveiða. „Þá vantar 33-40 metra línuskip og þeir sýndu áhuga á því að fá Slippstöðina á Akureyri til að smíða slfk skip eða láta endur- smíða gömul íslensk línuskip,“ sagði Jens. Hann tók fram að alltof snemmt væri að spá fyrir um hvort samstarf við Kam- tsjatka-menn skilaði sér í raun- hæfum verkefnum fyrir hérlend fyrirtæki, en góðir möguleikar væru vissulega fyrir hendi. Kamtsjatkaskagi, sem er um 270 þúsund ferkílómetrar að stærð, gengur suður úr Austur-Síberíu og skilur að Okhotskahaf og Ber- ingshaf. íbúar þar eru um 480 þúsund, þar af vinna um 60 þús- und manns við fiskveiðar og ’-vinnslu, sem er langstærsti atvinnuvegurinn. Kamtsjatka-menn veiða um 1,3-1,4 milljónir tonna af fiski á ári, bróðurparturinn er ufsi. Mikil ónýtt rækjumið eru við skagann og sömuleiðis skelfiskmið. Þá er geysilega mikið magn af loðnu, sem ekki er veidd, og talið er óhætt að stórauka sókn í þorsk- stofninn. óþh Fyrirhugað er að Gallerí Bardúsa á Hvammstanga hafi opið einn dag í viku nú í vetur og oftar í desember, að sögn Jóns Eiríkssonar. Salan í sum- ar var svipuð og í fyrrasumar. Gallerí Bardúsa er sölugallerí fyrir listmuni og heimilisiðnað. Það hóf starfsemi sína í fyrra- sumar og var lokað sl. vetur. Ein- göngu eru seldir munir úr heima- starfsmönnum á skrifstofunni í Reykjavík. Stöðugildum hefur þegar fækkað um fjögur frá því sem var fyrir ári en nú var ákveð- ið að fækka enn um fjögur störf Þorsteinn Stefánsson á Dalvík hefur tekið upp svolítið sér- staka þjónustu við íbúa og fyrirtæki bæjarins, en hann hefur látið smíða kerru aftan í reiðhjólið sitt og með henni getur hann flutt alla smærri pakka og kassa. Þorsteinn vinnur hjá Bílaverk- stæði Dalvíkur frá klukkan átta á morgnana til klukkan tvö á héraði og er þetta m.a. liður í því að lokka að ferðamenn og hafa eitthvað upp á að bjóða fyrir þá. Að sögn Jóns selst mest af gömlu góðu lopapevsunni og ullarvöru hverskonar, en landinn kaupir sitt lítið af hverju. Minjagripir seljast líka ágætlega. Jón segir vöruúrvalið hafa aukist talsvert. Þeir Bardúsa-menn hafa einnig staðið fyrir námskeiðum í föndri með því að leggja niður tvær stöður sérfræðinga, stöðu aðstoð- arstjóra og deildarstjóra hluta- fjárdeildar. Eftir þessar breyt- ingar eru stöðugildi á skrifstof- daginn, en þá taka við störf tengd flutningsþjónustunni. Kerran er merkt eigandanum og þar stendur: Þ. Stefánsson og Co. - vöruflutningar - BVD. Þegar blaðamaður hitti Þorstein á dögunum var hann á mikilli hrað- ferð að sækja pakka á vöru- afgreiðslu og færa hann eigand- anum, hárgreiðslustofu í bænum. GG ýmiskonar og hafa þau verið ágætlega sótt. Nú eru þeir að fara af stað aftur með námskeið og ætla að kanna áhuga fólks og láta efni námskeiðanna ráðast af því. Jón telur líklegt að byrjað verði með námskeið í tréskurði og myndlist. Hann sagði nóg af hag- leiksmönnum á svæðinu, en vissulega hefði þekking á list- munagerð vikið um skeið þegar unni í Reykjavík samtals tuttugu. Stöðugildi hjá Byggðastofnun á landsbyggðinni eru nú 6,5. Stefnt er að því að þeim fjölgi á næsta ári í 8 til 10. ój Kristjánsbakarí: Ræddu kaup áísfirsku bakaríi við Iðnlánasjóð Kristjánsbakarí á Akureyri var nýlega í viðræðum við Iðnlána- sjóð um kaup á Óðinsbakarú á ísafirði, en Iðnlánasjóður eignaðist bakaríið nýlega eftir nauðungaruppboð á eignum þess. Hugmynd eigenda Kristjáns- bakarís var að starfrækja áfram bakaríið á ísafirði, en halda uppi einhvers konar samstarfi milli þessara brauðgerða. Iðnlána- sjóður hefur hins vegar verið í viðræðum að undanförnu við fyrirtækið Kornax hf. hveitimylla í Kornagörðum í Reykjavík ásamt einhverjum heimamönn- um um kaup á bakaríinu og er reiknað með að þeir samningar nái fram að ganga á allra næstu dögum. GG Svalbarðsströnd: Bifireið lenti í kálfahópi í gærdag var bifreið ekið inn í kálfahóp á Svalbarðsströnd með þeim afleiðingum að aflífa þurfti einn kálfínn á staðnum og annar slasaðist það mikið að hann hlýtur sennilega sömu örlög. Þær upplýsingar fengust hjá lögregluvarðstjóra á Akureyri að tildrög óhappsins hefðu verið þau að verið var að reka kálfa yfir veginn þegar bíll kom aðvífandi og lenti í miðjum hópnum. Sem fyrr segir urðu tveir kálfar fyrir óbætanlegum skakkaföllum. Bifreiðin skemmdist mikið við að lenda á kálfunum og var óöku- fær eftir. Ekki urðu slys á fólki. Þá urðu a.m.k. þrír árekstrar í hálkunni á Akureyri í gær og var ein manneskja flutt á slysadeild til rannsóknar. SS fólk einbeitti sér alfarið að fram- leiðslu mjólkur og kjöts, „en nú eru breyttir tímar", sagði J ón. sþ Tíu manns frá Kamtsjatkaskaga í heim- sókn á Siglufirði, Dalvík og Akureyri Ég trúi að heim- sóknin skili sér - segir Jens Valdimarsson hjá Icecon Hvammstangi: Gallerí Bardúsa eykur starfsemi sína Þorsteinn Stefánsson með hjólið og kerruna góðu Mynd: gg Porsteinn Stefánsson á Dalvik: Stundar orkusparandi vöruflutninga

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.