Dagur - 05.11.1992, Síða 4

Dagur - 05.11.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 5. nóvember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRlÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Endurreisn efiiahags og mannlegra gilda Kaflaskipti urðu í stjórnmálum Bandaríkjanna síðast liðna nótt þegar Bill Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, sigraði George Bush. Með kjöri Clintons hafnaði banda- ríska þjóðin þeirri pólitísku forystu sem hún hefur lotið síðast liðin tólf ár. Þótt kosningabaráttan hafi verið óvæg- in og stundum barist með lágkúrulegum hætti dugði það George Bush ekki til sigurs að þessu sinni. Því síður dugðu afrek hans í stjórnartíð honum til áframhaldandi setu í Hvíta húsinu. í kosningunum var einkum tekist á um efnahagsmál og þá lægð sem einkennt hefur bandarískt efnahagslíf að undanförnu. Talið er að mikill fjárlagahalli, gjaldþrot opinberra sjóða og almenn efnahagsvandræði hafi eink- um orðið forsetanum að falli auk umræðna um spillingu í liði þingmanna. Orsakir þeirrar stöðnunar sem ríkt hefur í efnahagslífi Vesturlanda að undanförnu má að nokkru rekja til sam- dráttar í Bandaríkjunum. í upphafi síðasta áratugar var áhersla lögð á þá stjórnmálastefnu sem stundum hefur verið nefnd frjálshyggja og einkennist einkum af afskiptaleysi stjórnvalda en markaðurinn látinn ráða um hver framvinda þjóðfélagsins verður. í upphafi síðasta áratugar þegar Ronald Reagan tók við völdum í Bandaríkjunum réð Margaret Tatcher ríkjum í Bretlandi. Járnfrúin grundvallaði stefnu sína á sömu pólitísku gildum og Regan og síðar George Bush. Arftaki hennar, John Major, á nú í hinum mestu erfiðleikum með stjórnartaumana og tvísýnt er um hvort honum tekst að sigla bresku þjóðarskútunni framhjá skerjum efnahags- vandans. Afleiðingar hinnar óheftu markaðshyggju, sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa siglt eftir eru nú orðnar ljósar. Þær hafa einkum birst í stöðnun, samdrætti, atvinnuleysi og vaxandi ójöfnuði á milli ríkra og fátækra. Um þessar mundir sigla íslensk stjórnvöld eftir þeim sama kúrsi og Bretar og Bandaríkjamenn hafa gert. Þótt ekki sé eins löng sigling að baki og í þeim löndum hafa afleiðingarnar ekki látið á sér standa. Hin sömu efna- hagseinkenni og hrjá stóran hluta hins vestræna heims gera nú vart við sig hér á landi í auknum mæli. Orsakir þeirra má að einhverju leyti rekja til hinna almennu efna- hagsaðstæðna í nágranna- og viðskiptalöndum okkar en einnig til áhrifa aðgerða- en þó fremur aðgerðaleysis stjórnvalda - líkt og í Bandaríkjunum. Hinn nýkjörni forseti á erfitt verk fyrir höndum. Til hans verða gerðar miklar kröfur. Bill Clinton á að rétta af fjárlagahalla, hann á að örva efnahagslíf og draga úr atvinnuleysi. Og honum er ætlað að endurheimta þá for- ystu sem Bandaríkin hafa haft á alþjóðlegum vettvangi en verið að glata í breyttum heimi. Oft er auðveldara í að komast en úr að leysa. Þetta spakmæli mun gilda um þær þjóðir sem orðið hafa áhrif- um hinnar óheftu markaðshyggju að bráð. Stöðugleiki er eitt - samdráttur og atvinnuleysi annað. Uppbyggingin getur orðið erfið og hún verður ekki án samtaka og sam- stöðu. Hún verður ekki án þess að stjórnvöld gangi á undan og skapi fordæmi með örvandi rekstrarumhverfi og einnig að hin mannlegu gildi verði hafin til vegs og virðingar á nýjan leik. Þetta verkefni á Bill Clinton fyrir höndum. Þetta verkefni býður íslendinga einnig í náinni framtíð. ÞI ísland allt! - „Hinn sanni ungmennafélagsandi“ lifir enn Nú er nærri öld liðin síðan fyrstu ungmennafélögin voru stofnuð hér á landi, þau félög sem höfðu að kjörorði „Ræktum lands og lýðs“ og reyndar einnig „íslandi allt“. Þessi kjörorð segja nokkuð til um hvað átt er við með hinum „sanna ungmennafélagsanda" sem stundum heyrist nefndur. En mörgum mun reynast erfitt að gera sér í hugarlund hvernig þessi ræktun lands og lýðs fór fram ellegar hvernig menn helguðu ís- landi allt í upphafi þessarar aldar. Auk beinnar landræktunar, þ. ám. skógræktar, hefir íþrótta- líf jafnan verið snar þáttur í starfi íslenskra ungmennafélaga. Nú í sumar kom út bók sem segir frá þessum þætti í starfi ungmenna- félaganna, þessari ræktun lýðsins sem einkenndist af íþróttastarf- inu. Þetta er Saga landsmóta UMFÍ. Mjór er rnikils vísir Þótt sá sem þetta skrifar hafi aldrei verið í ungmennafélagi og ekki tekið teljandi þátt í íþrótt- um hefir þessi bók reynst honum hinn besti skemmtilestur. Bókin er mikið þrekvirki og ber margt til. Þar er fyrst til að taka að fyrst árið 1909 var haldið landsmót, „leikmótið á Akur- eyri“ þar sem keppt var í glímu, stökkum, spretthlaupi, göngu og knattsparki auk þess sem keppt var í sundi í sundpollinum sem þótti reyndar „illur, óhreinn, kaldur og ljótur“. Nú eru fáir til frásagnar af þessu móti utan stuttorðar frásagnir í bæjar- blöðunum og því erfitt að bregða upp lifandi mynd af þessum mannfagnaði. Næsta landsmót er haldið í Reykjavík 1911 og bætast þá við ýmsar keppnisgreinar m.a. girð- ingahlaup (grindahlaup), köst og lyftingar. Enn var haldið lands- mót í Reykjavík 1914 en síðan féll niður landsmótshald allt fram á árið 1940. Má því sjá í hendi sér að litlu hefir munað að þessi „feðranna frægð“ félli í gleymsku og dá. En Sögu landsmótanna hefir tekist afbragðs vel að draga saman þær takmörkuðu heimildir sem til eru og gera með hjálp þeirra skýra og lifandi grein fyrir þessum vaxtarbroddi í starfi ung- menna íslands í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur fram undir miðja öld og alla tíð síðan er ólíkt meira að hafa af heimildum; skýrslum, blaðafrásögnum, ljós- myndum og auk heldur hægt að leita vitneskju hjá þeim sem tóku þátt í mótunum. En þá skapast líka sú hætta að sögumaður drukkni í öllu heimildaflóðinu og upptalning verði mikilsráðandi, ekki síst þegar umfang mótanna vex og keppnisgreinum fjölgar. Einnig fellur þá tilhögun mót- anna í nokkuð fastar skorður og að sumu leyti verður hvert mótið Valdimar Gunnarsson. öðru líkt. Það er því alls ekki vandalaust að segja þessa sögu alla þannig að vel fari, frásögnin verði ekki að stagli, hvert mót haldi sínum sérkennum og ekki síst að þetta verði ekki upptaln- ing nafna eða frásögn af nafn- lausum grúa fólks héðan og þaðan. Ætli Sigurður Greipsson sé göldróttur? Höfundum ritsins, Jóni Torfa- syni, Viðari Hreinssyni og Höskuldi Þráinssyni, tekst að færa þetta mikla efni í þann bún- ing að ekki verður leiðigjarnt. Þvert á móti tekst þeim á stund- um beinlínis að endurvekja þá „stemmningu" keppni og eftir- væntingar sem hlýtur að hafa ríkt á svona samkomu. Lífið og gleð- in í frásögninni helgast efalaust ekki minnst af því hve mikla ánægju höfundarnir hljóta að hafa haft af verkinu meðan því miðaði áfram. Frásagnaraðferðin er fjölbreytileg og oft krydduð með beinum tilvitnunum í frá- sagnir samtímans. Þær bregða oft skemmtilegu ljósi á viðfangsefn- ið. Þessi saga er auðvitað sagn- fræði í þeim skilningi að hér eru dregnar saman staðreyndir, sett- ar í samhengi og þær jafnvel túlk- aðar með köflum. Hluti ritsins er frásögn eins keppanda sem lýsir vel þeim metnaði og keppnisanda sem hlýtur að hafa ríkt á mótun- um, einkum þegar héraðssam- böndin fóru að keppa grimmt um efsta sætið. En ekki láta þeir heldur undir höfuð leggjast að segja frá undir- búningi mótanna en hann hefir oft verið sögulegur. Oftast þurfti að leggja í mikla fyrirhöfn til að sjá mótsgestum fyrir svefnstað og veitingum, einnig þurfti lengi framan af að hanna og útbúa mestalla aðstöðu til íþrótta- keppninnar sjálfrar, þ. ám. sund- laugar. Ofan í kaupið flökti svo draugur rekstrarhallans á næsta leiti og gerði mönnum oft þungar búsifjar. í riti af þessu tagi segja myndir jafnan mikla sögu og svo verður einnig hér. Margar myndanna eru stórmerkilegar og hefir mjög verið vandað til að safna þeim og skýra þær sem þess þurfa. Auk þess er víða fléttað inn fróðleik sem sumir kunna að undrast - það er mannfræði og „hverra manna“ fróðleikur af ýmsu tagi. Ég spái því að sumir undrist þessa ættfræði en við nánari athugun kemur í ljós að með þessu er dregið fram hversu mjög starf í ungmennafélögunum „gekk í ættir“. Ekki er það ein- ungis svo að framan af væri kannski fáum til að dreifa heldur sést hitt glögglega að sum heimili eða fjölskyldur virðast hafa lagt ótrúlega mikið af mörkum í þágu ungmennafélaganna, hvort held- ur var í leik eða starfi. Þetta er ekki minnsti þátturinn í þeirri ræktun lýðs sem áður var minnst á. ...sumar voru aö sunnan og áttu gaddaskó Það er reyndar ótal margt sem í þesari bók er dregið fram og margt af því kemur á óvart, altjent þeim lesanda sem ekki er því kunnugri þessari sögu fyrir. Það er t.d. í senn bráðskemmti- legt og fróðlegt að lesa um hina hægfara þróun útbúnaðar kepp- enda; sjá hversu lengi menn og konur hlupu berfætt lengri og skemmri spretti ellegar syntu í skítköldum leirpollum sem voru búnir til í hlöðnum hnausatóttum sem næsta læk var síðan veitt í. Ef veður var gott var læknum veitt fyrst yfir dálítið flatlendi til að ná í hann ögn af sólarhitan- um! Það var fyrst í Hveragerði 1949 sem synt er í almennilegri sund- laug. Ekki er síður merkilegt og gaman að lesa um upphaf starfs- íþrótta á landsmótunum. Ein- stöku manni hefir sjálfsagt þótt einkennilegt að efna til keppni í því hver legði smekklegast á veisluborð eða væri fljótastur að slá saman trékassa ellegar beita línu. En ljóst er að hér er í senn farið að erlendum fyrirmyndum og einnig er vöndun og færni í vinnubrögðum sjálfsagður þáttur í ræktun lýðsins. Þannig úir og grúir í bókinni af merkilegum frásögnum um aldarhátt og mannlíf af öllu tagi. Að öllu samanlögðu verður ekki annað sagt en þessi bók sé stórvirki. Ekki er það einasta vegna þess að hún er hálft sjötta hundrað blaðsíðna í stóru broti heldur er hitt mest um vert hve mikill fróðleikur er á þessum blaðsíðum og vel fram settur. í þessari bók er aldrei leiðinlegt að lesa og oft og einatt verulega gaman. Ekki get ég heldur séð að í henni sé neitt ómerkilegt og sumt er beinlínis stórmerkilegt. Frágangur er til sóma þótt ég hafi í lestri mínum fundið einar 3-4 stafvillur og á einum stað bringl- að nöfnum undir mynd. Það er ekki síst merkilegur vitnisburður um hinn sanna ung- mennafélagsanda að tveir ung- mennafélagar skuli standa fyrir því svo sem á eigin spýtur að koma þessu verki út. Þeir eiga miklar þakkir skildar og ekki síst á ungmennafélagshreyfingin í landinu þeim þökk að gjalda fyrir þetta framtak og hversu vel það hefir heppnast í alla staði. Valdimar Gunnarsson. Höfundur er kennari við Menntaskólann á Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.