Dagur - 10.11.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 10.11.1992, Blaðsíða 1
Brottvikning bæjarstjórans í Ólafsfirði - Bjarni Grímsson, fráfarandi bæjarstjóri: Bæjarsjóður látirm borga fyrir ágreiuingiim Akureyri: Kærði fyrrum sambýlis- mann fvrir nauðgim Umferðaröngþveiti. Mynd: Robyn - minnihlutinn vill að bæjarstjórn hafi frumkvæði að rannsókn Fiskmarsmálsins Á lokuðum fundi bæjarstjórn- ar Olafsfjarðar á Iaugardag samþykkti meirihluti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn að segja Bjarna Kr. Grímssyni, bæjarstjóra upp störfum. Jafn- framt var þess óskað að hann vinni ekki uppsagnarfrestinn. „Forseti bæjarstjómar taldi á hans ábyrgð að leysa málið og það hefur hann gert en ég tel að lausnin skapi meiri vanda en hún Ieysir. Auk þess er ver- ið að Iáta bæjarsjóð borga fyrir ágreininginn í Sjálfstæðis- flokknum í bæjarstjórn,“ segir Bjami Grímsson m.a. í ítar- legu viðtali sem birtist á síðu 2 Sigurður Björnsson, bæjarMtrúi í Ólafsfirði: Sendir ríkissaksóknara í dag beiðni um opinbera rannsókn Sigurður Björnsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ólafsfírði, segir að í dag muni hann óska eftir því við emb- ætti ríkissaksóknara að fram fari opinber rannsókn á við- skiptum Fiskmars hf., og bæjarsjóðs Ólafsfjarðar, en Sigurður var framkvæmda- stjóri Fiskmars hf. í bókun Bjarna Kr. Gríms- sonar, bæjarstjóra, á lokuðum fundi bæjarstjórnar Ólafsfjarð- ar sl. laugardag, sem birt er á blaðsíðu 2, kemur fram að sam- skipti hans og Sigurðar Björns- sonar hafi lengi verið mjög stirð. Um þessa bókun sagði Sigurður í samtali við Dag: „Þessi bókun er fyrir löngu komin fram. Fyrir ári síðan var þetta mál rætt frá öllum mögu- legum og ómögulegum hliðum. Ég skrifaði margar greinar og meðal annars í Dag. Þú mátt fletta henni upp. Ég hef fyrir löngu sagt ailt um þetta mál sem ég þarf að segja.“ Sigurður segir að hann muni í dag óska eftir því við embætti ríkissaksóknara að það rann- saki hvort eitthvað saknæmt hafi verið í sambandi við við- skipti Fiskmars við bæjarsjóð Ólafsfjarðar. Jafnframt mun hann senda öll gögn sem þessu máli tengjast, „fyrst og fremst rannsókn félagsmálaráðuneytis- ins og rannsókn endurskoðanda bæjarins." „Mér finnst rétt að láta þá aðila dæma, sem eiga að dæma í þessu þjóðfélagi, ekki einhverja sem dettur það í hug tilfall- andi,“ sagði Sigurður Björns- son. JÓH/óþh í dag. Bjarni er hættur störfum og Kristinn Hreinsson, bæjar- ritari tekinn við um stundar- sakir, eða þar til nýr bæjar- stjóri verður ráðinn. Á fundinum á laugardag lagði Sigurður Björnsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna jafnframt fram bókun þar sem segir: „Til þess að greiða fyrir því að friður verði innan Sjálfstæðisflokksins um starfslok Bjarna Grímssonar hef ég ákveðið að hætta störfum í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Ég hef ákveðið að starfslok mín verði á Desemberfundi bæjarstjórnar og mun bera fram ósk um starfslok á þeim fundi.“ Minnihluti bæjarstjórnar gekk af fundi á laugardag þegar tillag- an um brottvikningu Bjarna var tekin til afgreiðslu. Bjarni sat ekki fundinn þegar afgreiðslan fór fram en lagði fram bókun í upphafi. Þessi bókun er birt á bls. 2. Reglulegur fundur í bæjar- stjórn verður í dag og þar mun brottvikning bæjarstjórans verða rædd. Fulltrúar minnihlutans áttu í gær fund með Óskari Þór Sigur- björnssyni, forseta bæjarstjórn- ar, þar sem þeir óskuðu eftir að trúnaði verði létt af þeim vegna fundarins á laugardag þannig að þeir geti „borið hönd yfir höfuð okkar og varist þeim ávirðingum sem á okkur voru bornar að ósekju," eins og segir í bréfi minnihlutamanna frá í gærmorg- un. Þá lagði minnihlutinn einnig fram bréf þar sem óskað var eftir fundi með forseta bæjarstjórnar vegna bókunar fráfarandi bæjar- stjóra, Bjarna Kr. Grímssonar. Eftir fund Óskars Þórs og minnihlutans í bæjarstjórn í gær sagði Björn Valur Gíslason, full- trúi minnihlutans, að á fundinum á laugardag hafi verið reynt að tengja minnihlutann við þær deil- ur sem séu í Sjálfstæðisflokknum í dag. Því hafi verið beðið um að trúnaði verði létt af þannig að ræða megi efni fundarins opin- berlega. Forseti bæjarstjórnar hafi samþykkt það fyrir sitt leyti og tillaga þar að lútandi verði væntanlega borin upp í byrjun fundar. Vegna harðorðrar bókunar fráfarandi bæjarstjórnar sé það vilji minnihlutans að bæjarstjórn hafi frumkvæði að því að rannsaka Fiskmars-málið til hlítar og fá þar öll efnisatriði á hreint. „Ég vonast til að bæjar- stjórn nái saman um það,“ sagði Björn Valur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Óskar Þór Sigur- björnsson, forseta bæjarstjórnar í gærkvöld. JÓH Nær engin saltflskverkun hjá ÚA Rúmlega tvítug kona á Akur- eyri kærði fyrrum sambýlis- mann sinn fyrir nauðgun til rannsóknarlögreglunnar á Akureyri sl. laugardag. Rann- sókn málsins stendur yfir. Maðurinn, sem er á svipuðum aldri og konan, var færður til yfir- heyrslu hjá rannsóknarlögregl- unni sl. laugardag og var hann í gær lauk að mestu viðgerð á raflínum við Ingjaldsstaði í Bárðardal og Alftagerði í Mývatnssveit, en þær urðu illa úti í norðaustanhvellinum aðfaranótt sl. föstudags. í þessu veðri urðu töluverðar skemmdir á raflínum yfir Öxar- fjarðarheiði og þurfti að skammta rafmagn um tíma við látinn laus sl. sunnudag. Að sögn Gunnars Jóhannsson- ar, rannsóknarlögreglumanns, miðar rannsókn málsins vel. Hann sagði að konunni og manninum bæri ekki saman um hvað hefði gerst. Þetta er fjórða nauðgunarkær- an á Akureyri á rúmum fjórum mánuðum, sú þriðja á stuttum tíma. óþh Þistilfjörð. Gísli Pálsson, verkstjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins, sagði að 29 slár og 2 staurar hafi brotn- að uppi á Öxarfjarðarheiði. Þá sagði hann að víða hafi myndast mikil ísing í línum, t.d. hafi línur slitnað af þessum sökum við Ingjaldsstaði í Bárðardal og Álftagerði í Mývatnssveit. óþh Útgerðarfélag Akureyringa hefur ekki saltað fisk svo nokkru nemi í rúmt ár. Hús- næði saltfiskverkunarinnar er nýtt til annara hluta. Til upp- sagna hefur komið hjá starfs- fólki. Fjórir starfsmenn láta af störfum í byrjun desember. Að sögn Gunnars Aspar, fram- leiðslustjóra hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf., er búið að taka niður flatningsvélar og hausara í saltfiskverkunarhúsi. Söltunar- kerfi sem keypt var fyrir rúmum tveimur árum er ekki notað. „Þrátt fyrir langt úthald skipa þá fer nær allur fiskur í frystingu. Þetta byggist á því hve vinnslan gengur hratt fyrir sig í frystihús- inu. Saltfiskverkunaraðstaðan er nýtt til vinnslu á hausum, til harðfisk- og hákarlsverkunar og einnig er saltað smávegis fyrir innanlandsmarkað. Þá hefur húsnæðið verið nýtt til flökunar á gulllaxi og verkunar á skötu. Stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Súkkulaðiverk- smiðjunnar Lindu hf. á Akur- eyri munu leggja frumvarp að nauðasamningi fyrir héraðs- dómara í dag. Greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út í dag. Sigurður Arnórsson, fram- Heilfrysting á grálúðu og karfa hefur aukist og húsnæðið hefur nýst vegna þeirrar vinnslu. Við ætlum að auka hlut okkar í heil- frystingunni,“ segir Gunnar Aspar. ój kvæmdastjóri Lindu, segir að rætt hafi verið við eigendur skulda fyrirtækisins og aflað hafi verið tilskilins stuðnings við að farið verði í nauðasamninga. Skilyrði til samninga er að fjórð- ungur þeirra sem eiga veðkröfur mæli með nauðasamningum. Raflínur gáfu sig ý Linda hf.: Oskað nauðasamninga í dag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.