Dagur - 20.11.1992, Side 1

Dagur - 20.11.1992, Side 1
75. árgangur Akureyri, föstudagur 20. nóvember 1992 222. tölubiað Konfekti pakkað hjá Lindu hf. í gær. Sigurður E. Amórsson, framkvæmda- stjóri, ásamt þeim Kristínu, Halldóru, Guðfinnu, Guðrúnu og Ólafíu. Þeir tíu hlutskörpustu í keppninni „Konfektmeistarinn“ fá að launum úrval af framleiðsluvörum Lindu hf., þar á meðal vænan skammt af konfekti. Mynd: KK Dagur og Linda hf.: Leitin að Konfekt- meistaranum hafín - samkeppni um besta, heimagerða konfektið Knattspyrna: Bjarni Sveinbjöms- son hættir í Þór - leikur líklega með ÍBV næsta sumar Flest bendir til þess að Bjarni Sveinbjörnsson, fyrirliði 1. deildar liðs Þórs í knattspyrnu, yfirgefi herbúðir félagsins og Ieiki með 1. deildarliði ÍBV í Vestmannaeyjum næsta keppn- istímabii. Málið er aðeins á frumstigi, auk þess sem Bjarni er að skoða aðra möguleika sem í boði eru. Bjarni hefur verið helsti marka- skorari Þórs undanfarin ár og ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikil blóðtaka það er fyrir félagið að þurfa að sjá á eftir honum. Sjá nánar íþróttir bls. 15. Rafmagnslaust á Siglufirði: Grafa tók sundur rafstreng við dvalarhehnili aldraðra Það óhapp varð á Siglufirði um hálfsexleytið í gær að grafa tók sundur rafstreng við nýbygg- ingu dvalarheimilis aldraðra og við það varð suðurhelmingur og hluti norðurbæjarins raf- magnslaus. Reiknað var með að viðgerð gæti orðið tafsöm, en að rafmagn yrði alls staðar komið á fyrir nótt- ina. Þrír árekstrar urðu á Akureyri í gær, en að sögn lögreglunnar var eignatjón ekki mikið. mjög rólegt var í gær og umferð lítil, og m.a. sagðist lögreglan í Ólafs- firði ekki hafa lifað svo rólegan sólarhring í háa herrans tíð. GG Blönduós: Sótt um lóð undir fiskvhmslu Snorri Kárason á Blönduósi hefur óskað eftir lóð undir fiskvinnslu við Ægisbraut. Umsóknin var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar nú nýverið og hefur verið samþykkt. Að sögn Snorra tengist umsóknin þeim hafnarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á Blönduósi. Eins og frá hefur verið sagt í Degi stendur til að byggja brim- varnargarð við höfnina á Blöndu- ósi til að auðvelda skipakomur þangað. „Eg ætla að vera tilbúinn. Ég er bara að tala um litla verkun og vil bara vera búinn að festa þessa lóð,“ sagði Snorri, sem er verk- stjóri hjá rækjuvinnslunni Sæ- rúnu hf. Framhaldið segir Snorri vera óráðið, enda ekki að vita hvernig málin þróist almennt á Blönduósi og í sjávarútvegi. sþ Linda hf. og dagblaðið Dagur hafa ákveðið að efna til sam- keppni um besta, heimagerða konfektið. Keppnin hefur hlot- ið nafnið Konfektmeistarinn og því má segja að leitin að þeim ágæta meistara sé hafín! Öllum er heimil þátttaka í samkeppninni, eina skilyrðið er að konfektið sé heimatilbúið og að „framleiðendur" hafi upp- skriftina og aðferðafræðina til reiðu, ef eftir því er óskað. Regl- ur keppninnar eru að öðru leyti þær að þátttakendur þurfa að skila inn 15 konfektmolum fyrir 14. desember nk. en þá rennur skilafrestur út. Til mikils er að vinna því höfundar 10 bestu konfektgerð- anna, að mati dómnefndar, fá hver um sig að launum kassa með úrvali af framleiðsluvörum Lindu hf. Hver kassi er að verðmæti rúmlega 10 þúsund krónur. Þá mun höfundur þess konfekts, sem dómnefnd telur best af öllum, hljóta enn vænni skerf af góðgæti frá Lindu hf., ársáskrift að Degi og ýmsan annan glaðning. Loks má geta þess að forráðamenn Lindu hf. munu hugsanlega vilja kaupa uppskrift, eina eða fleiri, og framleiðslurétt að konfekti sem sent verður inn í keppnina. Þar getur því verið um tugi þúsunda króna „aukaglaðn- ing“ að ræða fyrir heppinn eða heppna „konfektmeistara“. Skilafrestur er sem fyrr segir til 14. desember nk. þannig að til- vonandi „konfektmeistarar" hafa rúmar þrjár vikur til stefnu. Senda á konfektið til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merkt „Konfektmeistarinn“. Framleiðslan skal merkt dulnefni en með fylgi rétt nafn, heimils- fang og símanúmer höfundar í lokuðu umslagi, auðkenndu dul- nefninu. Fimm manna dómnefnd mun hafa það vandasama verk með höndum að bragðprófa konfekt- ið. Hana skipa þau Sigurður E. Arnórsson, framkvæmdastjóri Lindu hf., Bragi V. Bergmann, ritstjóri Dags; Ragna Sölvadótt- ir, framreiðslumeistari; Kristín Sigfúsdóttir, hússtjórnarkennari og Bjarni Hafþór Helgason, fréttamaður og framkvæmda- stjóri Eyfirska sjónvarpsfélags- ins. Dómnefndin mun taka sér viku til að ljúka störfum en úrslit samkeppninnar verða kunngerð eigi síðar en þriðjudaginn 22. desember nk. BB. Akureyri: Skóverksmiðjan Strlkið seld í næstu viku - ágreiningi um veðkröfu Akureyrar- bæjar vísað til Héraðsdóms Þorsteinn Hjaltason, bústjóri þrotabús skóverksmiðjnnar Striksins á Akureyri, segir að á fímmtudag í næstu viku ráðist hvaða tilboði í skóverksmiðj- una verði tekið. Þegar hafa borist tvö tilboð, annars vegar frá Skagstrendingi hf. á Skagaströnd og hins vegar standa Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar hf. og Skóstofa Össurar hf. í Reykjavík sameiginlega að tilboði. í gær átti Þorsteinn Hjaltason fund með fulltrúum þeirra aðila sem eiga veð í eignum þrotabús Striksins, en það eru Akureyrar- bær og íslandsbanki hf. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á skó- verksmiðjunni, en Þorsteinn orð- aði það svo í gær „að næsta fimmtudag verði ljóst hver kaup- ir þessa verksmiðju.“ Á fundinum í gær var hins veg- ar tekin ákvörðun um að vísa ágreiningi um veðkröfu Akureyr- arbæjar í eignir þrotabús Striks- ins til úrskurðar Héraðsdóms Norðurlands eystra. óþh Loðnan enn mjög dreifð: Fyrsta sfldarlöndunin á Þórshöfn í tvær vikur Lítil loðnuveiði hefur verið undanfarna daga, en ágætis veður er nú á miðunum en loðnan er eins og fyrr mjög dreifð og eins truflar hvalavað- an eitthvað veiðar. Örn KE landaði 700 tonnum á Raufar- höfn á miðvikudag og Guð- mundur VE kom með 760 tonn þangað á þriðjudag. Bjarni Ólafsson AK og Vík- ingur AK lóðuðu á loðnu við Kolbeinsey í vikunni en hún var vart í veiðanlegu ástandi vegna þess hve dreifð hún var og stóð djúpt. Víkurberg GK landaði 572 tonnum á Vopnafirði sl. þriðju- dag og er verksmiðjan þar komin aftur í gang eftir nokkurt hlé, sem varð vegna hreinsunar og viðhalds. Bræðslu er lokið í bili í Krossa- nesverksmiðjunni og vöktum þar með hætt í bili, en síðasta loðnu- löndun var þar sl. þriðjudag er Sigurður VE kom með 800 tonn. Björg Jónsdóttir ÞH landaði 380 tonnum á Þórshöfn á mið- vikudag og Húnaröst RE landaði 500 tonnum af síld sama dag, sem mestmegnis fór til vinnslu. Svan- ur RE er svo væntanlegur í dag til Þórshafnar með 600 tonn af loðnu. GG Kristnesmálið: Heilbrigðisnefod hvetur til að þjónustuiuií verði viðhaldið Heilbrigöismálaráð Noröur- lands eystra hefur sent heil- brigðisráðherra og Kristnes- nefndinni ítarlega greinargerð um Kristnesspítala, þar sem hvatt er til þess að allar breyt- ingar sem gerðar verði á starf- semi spítalans miði að því að viðhalda þeirri þjónustu, sem nú er veitt á sviði endurhæfíng- ar og öldrunarmála. Skýrsla Heilbrigðismálaráðs liggur fyrir Kristnesnefndinni á fundi í Reykjavík þessa dagana. Ráðið segir í skýrslunni óviðun- andi ef skáka eigi hjúkrunar- sjúklingum af Eyjafjarðarsvæð- inu til annarra landshluta. Þá seg- ir að Heilbrigðismálaráð geti ekki undir neinum kringumstæð- um sætt sig við að endurhæfingar- aðstaðan á Kristnesi verði skorin niður með þeim líklegu afleiðing- um að hún verði aukin á höfuð- borgarsvæðinu. Nánar er fjallað um nýja grein- argerð Heilbrigðismálaráðs á bls. 3. JÓH Dýpkunarfélagið hf.: Framhaldsupp- boð í desember Framhaldsuppboð verður 17. desember nk. á fimm skipum Dýpkunarfélagsins hf. á Siglu- fírði. Eftir hádegi í gær fór fram hjá Sýslumannsembættinu á Siglu- firði fyrra uppboð á skipum Dýpkunarfélagsins, en að sögn Erlings Ólafssonar, sýslumanns, var óskað eftir framhaldsuppboði í desember. Um er að ræða fimm skip, sem Dýpkunarfélagið er þinglýstur eigandi að; Björninn, Álfur (áður Hákur), Loki I, Loki II og Reynir. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.