Dagur - 20.11.1992, Blaðsíða 16
- - •'*’ ~«65* ..x*
Fjölbýlishúsið við Vestursíðu er hið glæsilegasta. Á innfelldu myndinni erui
Aðalgeir Finnsson, framkvæmdastjóri A. Finnssonar hf. og Hákon Hákon-
arson, formaður húsnæðisnefndar, sem tók formlega við húsinu fyrir hönd
nefndarinnar. Myndir: kk
Byggingafyrirtækið A. Finnsson hf. á Akureyri:
Aflienti húsnæðisnefnd Akureyrar
/j» / /\ / X» / IHiill /1» 1 / »
rutjan íbuoir 1 íjolbyhshusi
- verkefnastaða fyrirtækLsins þokkaleg en 10-15 starfsmenn
eiga von á uppsagnarbréfi
Þing Alþýðusambandsins hefst nk.
mánudag í íþróttahöllinni á Akureyri:
Um 460 fulltrúar
sitja þingið
Byggingafyrirtækið A. Finns-
son hf. hefur afhent húsnæðis-
nefnd Akureyrar 19 íbúðir í
fjölbýlishúsi við Vestursíðu 10-
14. Húsið var byggt samkvæmt
útboði á síðasta ári en A.
Finnsson hf. átti lægsta tilboð-
ið og skilaði verkinu fullfrá-
gengnu jafnt utan sem innan
um sl. helgi.
Allar innréttingar í fjölbýlis-
húsið eru smíðaðar hjá trésmiðju
A. Finnssonar hf. Arkitektastof-
Ráðstefna um fjármál sveitar-
félaga hófst í gær og verður
framhaldið í dag. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson formaður
Sambands ísl. sveitarfélaga og
ráðherrarnir Jóhanna Sigurð-
ardóttir og Friðrik Sophusson
töluðu á ráðstefnunni ásamt
fleirum.
Vilhjálmur hóf umræðuna með
því að lýsa slæmu ástandi sveitar-
félaga vítt og breitt um landið og
sagði það mikinn misskilning
ráðamanna að hægt væri að sækja
gull í greipar þeirra. Hann sagði
© VEÐRIÐ
Fremur svalt verður í veðri
næsta sólarhring en búast má
við hægri suðlægri eða breyti-
legri átt fram eftir degi. Víða
verður léttskýjað, aðallega
austan til á Norðurlandi, en
búast má við éljum á djúpmið-
um er líða tekur á daginn.
an við Ráðhústorg teiknaði húsið
en verkfræðihönnun var í hönd-
um Verkfræðistofu Norðurlands.
Aðalgeir Finnsson, fram-
kvæmdastjóri A. Finnssonar,
sagði í samtali við Dag að verk-
efnastaða fyrirtækisins væri
þokkaleg miðað við árstíma. Á
milli 50-60 manns hafa unnið hjá
fyrirtækinu síðustu mánuði en
Aðalgeir reiknar með að þurfa að
segja upp 10-15 starfsmönnum á
næstunni.
A. Finnsson hf. átti lægsta til-
sveitarfélögin að sjálfsögðu
styðja við atvinnulífið eftir mætti
og frábað sér allar einhliða
ákvarðanir stjórnvalda til þess að
skerða tekjur þeirra og nefndi
þar sem dæmi afnám aðstöðu-
gjalds.
„Aukin sameining sveitarfé-
laga hlýtur að vera eitt stærsta
mál sveitarfélaganna sjálfra. Pau
þarf að efla og færa til þeirra
viðarmeiri verkefni, tekjur og
völd, og leita þarf leiða til að
draga úr miðstýringu ríkisins.
Hvað svo sem segja má um
fjármál sveitarfélaga, þá gengur
þeim jafnan betur að halda utan
um sín mál en ríkinu," sagði Vil-
hjálmur að lokum.
Boðskapur Jóhönnu Sigurðar-
dóttur var skýr. „Núverandi
skipulag sveitarfélaga er úrelt,
bændasamfélagið liðið undir lok
og breytinga er þörf. Sameining
er nauðsynleg til þess að sporna
við þeirri voveiflegu þróun sem á
sér stað varðandi flutning fólks
burt af landsbyggðinni.“
Jóhanna sagði að einhæft
boðið í byggingu 7. áfanga VMA
og eru framkvæmdir þegar hafn-
ar. Auk þess er fyrirtækið að
byggja 8 hæða fjölbýlishús við
Drekagil 28 og einnar hæða rað-
hús á sama svæði. Af 22 íbúðum
í fjölbýlishúsinu í Drekagili eru 6
óseldar og íbúðir í raðhúsi.
Fyrirtækið hefur einnig verið
með verkefni í Reykjavík sem nú
er að ljúka. Þar hefur A. Finns-
son reist og innréttað einbýlishús
úr timbri, sem smíðuð eru á
Akureyri. -KK
atvinnulíf sums staðar á landinu
væri mikið til komið vegna smæð-
ar sveitarfélaga. Pau hefðu t.d.
ekki bolmagn til að standa undir
æskilegri félagslegri þjónustu
sem kallaði á enn frekari byggða-
röskun. Félagsmálaráðherra
sagði stór sveitarfélög betur í
stakk búin til að taka að sér ýmiss
konar stjórnsýslu sem nú er í
höndum ríkisins. Hún nefndi sem
dæmi að flest þeirra verkefna
sem Húsnæðisstofnun ríkisins
hefði á sinni könnu, væru betur
komin nær fólkinu á vegum sveit-
arfélaga úti á landi.
Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra hélt ræðu sem hann
kallaði: „Hver á að borga
brúsann." Hann sagði að ekki
væri endalaust hægt að velta
vandanum á undan sér og vísa
honum til næstu kynslóðar.
„Við eigum sjálf að borga
brúsann," sagði Friðrik og nefndi
þrjá möguleika í stöðunni. Sá
fyrsti fólst í því að gera ekki
neitt, og er væntanlega vitnað til
þess sem nefnt hefur verið gjald-
Þing Alþýðusambands íslands
hefst nk. mánudag í íþrótta-
höllinni á Akureyri. Undir-
búningur þingsins er á lokastigi
og í dag koma norður margir af
starfsmönnum þess, sem allt í
allt verða um 20.
Alþýðusambandsþing er lang-
stærsta þing launþegasamtaka í
landinu. Að sögn Þráins Hall-
grímssonar, skrifstofustjóra ASÍ,
eiga 498 fulltrúar rétt til setu á
þinginu, en gert er ráð fyrir að
þingið sitji um 460 fulltrúar.
Óhætt er að segja að íþróttahöll-
in verði undirlögð þingdagana,
því auk sjálfs íþróttasalarins
verða flest hliðarherbergi notuð
til nefndarstarfa og fyrir starfs-
menn þingsins.
Petta Alþýðusambandsþing
markar ákveðin tímamót, enda
hefur það aldrei áður verið hald-
ið utan höfuðborgarsvæðisins.
Práinn segir erfitt að segja til um
kostnað við þinghaldið, en hins
vegar lagði hann á það áherslu að
þingið væri stórt mál fyrir ýmsa
þjónustuaðila á Akureyri. Pannig
væru öll hótel og gistihús full og
reikna mætti með að mikið yrði
að gera á matsölustöðum. Þá
væri ónefnd margskonar önnur
þjónusta sem slíku þingi fylgir.
„Pað liggur í hlutarins eðli að
undirbúningur þingsins fjarri
höfuðstöðvum Alþýðusambands-
ins er miklu flóknara og viða-
meira mál en ef við héldum þing-
ið hér fyrir sunnan. Við þurfum
t.d. að flytja stærstan hluta okkar
skrifstofu norður,“ sagði Þráinn.
ASÍ-þingið hefst að morgni nk.
mánudags. Pá mun Ásmundur
þrotaleiðin. Annar möguleikinn
var að fella gengið og sá þriðji,
sem Friðrik taldi fýsilegastan, var
að lækka kostnað fyrirtækjanna.
SV/GG
Öllu starfsfólki hjá Skildi hf. á
Sauðárkróki verður sagt upp
störfum í kringum jólin. Ámi
Guðmundsson framkvæmda-
stjóri Skjaldar hf. segist vonast
til að vinnustoppið standi ekki
lengur en fram í miðjan janú-
ar.
í DV á miðvikudag kom fram
að öllu starfsfólki Skjaldar, milli
50 og 60 manns, hafi verið sagt
upp störfum. Árni Guðmundsson
framkvæmdastjóri Skjaldar sagð-
ist í samtali við Dag geta staðfest
þessa frétt, þetta væri ákveðið
núna „en maður verður að geta
Stefánsson, fráfarandi forseti
ASÍ, flytja ræðu og gestir flytja
ávörp.
Mörg stór mál verða á dagskrá
ASÍ-þingsins. Stærstu málin eru
ef til vill Evrópumálin og kjara-,
atvinnu- og efnahagsmálin, en
þessi mál eru á dagskrá á þriðju-
dag.
Flestir bíða líklega eftir kjöri
eftirmanns Ásmundar Stefáns-
sonar. Gert er ráð fyrir að það
verði kl. 9 að morgni miðviku-
dags. Úrslit ættu að liggja fyrir
laust eftir hádegi. Pá verður
einnig kjörin miðstjórn ASÍ, en
sambandsstjórn verður kjörin á
fimmtudag. Þinginu lýkur um kl.
16 á föstudag. óþh
Sauðárkrókur:
Hátíðarhöld vegna
100 ára afinælis
kirkjunnar
í tilefni 100 ára afmælis Sauð-
árkrókskirkju sem vígð var 18.
desmeber 1892 verður haldin
hátið nk. sunnudag þar sem
flutt verður leik- og söngverk
um upphaf kirkju og bæjar-
samfélags á Króknum.
Hátíðardagskráin hefst með
hátíðarmessu kl. 13.30 þar sem
biskup íslands, hr. Ólafur Skúla-
son mun predika og sr. Hjálmar
Jónsson sóknarprestur, sr. Gísli
Gunnarsson í Glaumbæ og sr.
Bolli Gústafsson vígslubiskup
munu þjóna fyrir altari. Þor-
steinn Pálsson kirkjumálaráð-
herra mun ávarpa kirkjugesti í
lok messunnar en að því loknu
verður kaffisamsæti í Bifröst.
Sýning leik og söngverksins
„Kirkjan okkar" hefst í kirkjunni
kl. 17.30 og eru flytjendur Leik-
félag Sauðárkróks, nemendur
Fjölbrautarskólans, fermingar-
börn ársins 1993 og kirkjukór
Sauðárkróks undir stjórn Rögn-
valds Valbergssonar. Leikstjóri
og höfundur handrits er Jón
Ormar Ormsson. sþ/GG
rætt við sitt fólk áður en þetta
kemur í fjölmiðla", bætti hann
við. „Það verður sagt upp öllu
fastráðnu fólki með fjögurra
vikna fyrirvara og það tekur gildi
20. desember", sagði Arni.
Vinnustöðvunin stendur a.m.k.
fram í miðjan janúar og kvað
Árni tímalengdina fara eftir afla-
brögðum. Hann sagði að ekki
verði unnið við viðgerðir og við-
hald að þessu sinni eins og oft
áður. Er lokunin m.a. komin til
vegna verkefnaskorts, en Drang-
ey SK-1 verður stopp þetta tíma-
bil. Að sögn Árna er það m.a.
vegna viðgerða. sþ
Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga:
„Núverandi skipulag sveitarfélaga er úrelt“
- sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
Skjöldur hf. á Sauðárkróki lokar um jólin:
Starfsfólki sagt upp